Þjóðviljinn - 10.06.1952, Page 6

Þjóðviljinn - 10.06.1952, Page 6
6) _ ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 10. júní 1952 Flyfur Bœjar- bóksafniS i Berg? Bæjarbókasafn Reykjavíkur hefu.r lengi búið við lófull- nægjandi húsakost og upp á síðkastið í raun og veru verið húsnæðislaust og við legið áð safnið yrði borið út þar sem það hefur verið til húsa. Fyrir nokkru samþykkti bæjarráð að ætla byggingu fyrir safnið á Skólavörðuholtinu í sambandi við fyrirhugaða Templarahöll. En þar sem telja má vist að nokkur ár líði þar til þeirri byggingu verður komið upp reyndist óhjákvæmilegt að út- vega safninu ný húsakynni nú þegar. Samþykkti bæjarráð ný- lega að heimila borgarstjóra að leita samninga við Áma Jóns- son stórkaupmann eiganda húss ins Berg við Þingholtsstræti um kaup á því í þessu skyni, en það hús er kunnast undir sínu gamla nafni Esjuberg og var þá eign Ólafs Johnsor. stór- kaupmanns. I húsinu eru rúmgóðir salir og hátt til lofts Yrði af þess- um kaupum fengi Bæjarbíka- safnið húsnæði sem á a'.lan hátt tekur langt fram núver- andi húsnæði þess, sem fyrir löngu síðan er orðið bænum ti! minnkunar. Tryggingarnar Framhald af 3. síðu. eiga rétt til lífeyris vegna ,tekna. Þeir, sem eru meðlimir sér- stakra lífeyrissjóða, er sjá þeim fyrir ellilífeyri eða eftirlaunum, eiga ekki rétt á lífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins fyrir sig, ekkjur sínar eða börn, enda greiða þeir lægri iðgjöld en aðrir. (Þessir sjóðir eru: Lífeyrissjóðir starfsmanna rrk- isins, barnakennara o. fl.). Þeir sem njóta eftirlauna af opinberu fé, sem eru lægri en lífeyrisupphæðir Trygginga- stofnunarinnar, eiga rétt á, að stofnunin greiði það, sem á vantar fullan lífeyri. Samkvæmt bráðabirgðaákvæði sem gildir til ársloka 1952, er rétturinn til fulls ellilífeyris bundinn því skilyrði, að sá, sem í lilut á, hafi ekki hærri tekjur en samsvarar lífeyrisupphæð- inni (nú um kr. 6.000.00 á ári fyrir einstakling). Sé;u tekjurn- ar hærri læk*kar lífeyririnn um kr. 1.00 fyrir hverjar kr. 2.00, sem umframtekjurnar nema, og fellur niður með öllu þegar tekjurnar nema þrefaldri líf- eyrisupphæðinni. Árið 1950 var tala ellilífeyr- isþega um 7900, en þar með eru þá taldir allir þeir, sem féllu frá á árinu, og fengu því ekki lífeyri nema einhvern hluta ársins, svo og þeir, sem byrjuðu að taka lífeyri á því ári. Heild- anzpphæð ellilífeyrisins á því ári var rétt um 27 milljónir króna, eða 43,1% af útgjöld- um Tryggingastofnunarinnar. Islandsmotið Framhald af 3. síðu þróttinni velfarnaðar og setti siðan mótið. Að lokum var þjóðsöngurmn leikinn. Islandsmeistarar frá byrjun hafa verið: KR Fram Valur Víkingur Akranes 13 sinnum 11 — — 11 — — 2 —,— 1 — Árin 1913 og 1914 var ekki keppt um Islandsbikarinn þar sem aðeins eitt félag tilkynnti þátttöku, en það var Fram. 182. DAGUR Mamma hefur miklar áhyggjur af mér og furðar sig á hvað ég græt mikið og mér líður svo- hræðilega illa. Ég veit vel, að ég lofaði að vera hér kyrr til 25. eða 26. júní; en þá sagðistu ætla að skrifa mér,, en þú hefur ekki staðið við það, aðeins hringt til mín-einstöku sinn- um, þótt ég só að verða frávita. Þegar ég vaknaði í morgun byrjaði ég strax að gráta og í dag er ég með hræðilegan höfuðverk. Ég er svo hrædd um að þú komir ekki og ég er alveg í öngum mínum, elsku vinur. Ó, komdu og taktu mig burt héðan og farðu með mig hvert sem er, svo að ég losni við þennan hræðilega kvíða. Ég er svo hrædd um að ég segi pabba og mömmu allt af létta eða þau komizt að því á annan hátt. Ó, Clyde, þú skilur þetta ekki. Þú ert búinn að segja að þú ætlir að koma, og stundum er ég viss um að þú gerir það. En stundum fer ég að hugsa um ýmislegt annað og þá er ég jafnsannfærð um að þú komir alls ekki, sérsta'klega af iþví að þú lætur ekkert frá þér heyra. Ég vildi óska að þú skrifaðir mér og segðist ætla að koma, svo að ég gæti afborið að vera hér. Strax og þú færð þetta bréf verðurðu að skrifa mér og segja mér hvenær þú getur komið — í síðasta lagi fyrsta jjilí, því að mér er ómögulegt að vera hér lengur. Clyde, það er engin stúlka í heiminum sem á eins bágt og ég, • og það er þér að kenna. En þetta er ekki alvara mín, ástin mín. Einu sinni varstu góður við mig, og nú ertu búinn að lofa að koma og sækja mig. Og ef þú kemur undir eins, þá verð ég svo þakklát. Og ef þér finnst ég ósanngjörn, þegar þú lest þetta, þá fyrirgefðu mér Clyde, og mundu að ég er frávita af sorg og örvæntingu og ég veit ekki hvað ég á af mér að gera. Góði Clyde, skrifaðu mér. Ef þú vissir hvað ég þrái hlýlegt orð frá þér. Róberta. Þetta bréf og hótunin um að koma til Lycurgus varð til þess að Clyde komst í hugarástand, sem var ekki ósvipað hugar- ástandi Róbertu. Að hugsa sér að hann skyldi ekki hafa neina frambærilega afsökun lianda Róbertu, sem gæti tafið aðgerðir hennar. Hann braut heilann. Hann mátti ekki skrifa henni löng og hættuleg bréf. Það væri óskynsamlegt, af því að hann hafði alls ekki í hyggju að kvænast henni. Auk þess brunnu kossar Sondru enn á vörum hans, og honum fannst það því enn meiri fjarstæða en nokkru sinni fyrr. Hann gat það ekki einu sinni þótt hann vildi. En honum var ljóst að eitthvað þurfti að gera í skyndi til að sefa sárasta hugarangur hennar. Og tíu mínútum eftir að hann hafði lokið við að lesa seinna bréfið reyndi hann að ná sam- bandi við Róbertu. Loks tökst honum það eftir hálftíma þreyt- agdi bið, og hann heyrði rödd hennar mjóróma og vælulega vegna slæms símasambands: „Halló, Clyde, halló. Ó, ég er svo fegin að þú hringdir. Ég hef verið hræðilega áhyggjufull. Fékkstu bæði bréfin frá mér? Ég ætlaði að fara héðan ef ég frétti ekkert frá þér í dag. Mér fannst óbærilegt að heyra ekkert frá þér. Hvar hefurðu verið, elskan mín? Lastu það sem ég sagði um að mamma og pabbi væru að fara burt? Það er alveg satt. Hvers vegna skrifarðu ekki Clyde, eða hringir til mín? Hvað finnst þér um þriðja júlí eins og ég minntist á í bréfinu? Ætlarðu áreiðanlega að Ikoma þá? Eða á ég að hitta þig einhvers staðar? Ég hef verið svo taugaóstyrþ undanfarna daga, en ég verð ef til vill rólegri þegar ég er búin að tala við þig. En ég vildi óska að þú skrifaðir mér öðru hverju. Af hverju gerirðu það ekki, Clyde? Þú hefur ekki skrifað mér eitt einasta bréf síðan ég kom hingað. Ég get ekki lýst því hvað mér líður illa og hvað það er erfitt að sýnast róleg.“ Það var auðheyrt á Róbertu að hún var bæði hrædd og kvíð- andi. Og Clyde fannst hún vera alltof opinská í tali ef nokkur manneskja var heima í húsinu hjá henni. Og það bætti lítið úr skák þótt hún segði að hún væri alein og enginn heyrði til hennar. Hann vildi ekki að hún néfndi nafn hans eða minntist á bréf sem hún hefði skrifað honum. Án þess að tala of opinskátt reyndi hann að útskýra það fyrir henni, að hann væri mjög önnum kafinn og ætti því erfitt með að skrifa eins oft og hún ætlaðist til. Var hann ekki búinn að segja að hann ætlaði að koma þann tuttugasta og áttunda ef hann gæti? Hann ætlaði. að reyna það, en nú leit helzt út fyrir að hann neyddist til að fresta því um eina viku — til sjöunda eða áttunda júlí — meðan hann væri að útvega fimmtíu dollara í viðbót, sem hann þurfti nauðsynlega að fá. En tilgangur hans var í rauninni sá, að geta dvalizt enn eina helgi hjá Sondru. Og nú heimtaði Róberta að hann kæmi strax. Gat hún ekki verið með foreldrum sínum í eina viku, og svo gæti hann sótt hana eða hún komið til hans? Þá hefði hann lengri tíma til stefnu, og — En Róberta byrjaði strax að andmæla — og sagði að hún gæti þá alveg eins flutt aftur í herbergi sitt hjá Gilphinsfólikinu, ef hún gæti fengið það í stað þess að eyða tímanum í undir- búning fyrst hann ætlaði ekki aðkoma — og þá ákvað hann að segja henni að hann kæmi þann þriðja eða sendi henni skilaboð um hvar þau ættu að hittast. Ilann var ekki enn búinn að ákveða við sig, hvað hann ætti að gera. Hann yrði að fá lengri tíma til að hugsa — til að hugsa. Og nú breytti hann um aðferð og sagði: ,,En hlustaðu nú á, Berta. Þú mátt ómögulega vera reið við mig. Þú talar eins og ég ætti ékki í neinum erfiðleikum. Þú gerir þér ekki Ijóst hvað ég þarf að leggja í sölurnar áður en lýkur og þér virðist líka standa á sama. Ég veit að þú ert áhyggjufull, en hvernig heldurðu að mér líði. Ég geri mitt bezta, Berta. Og geturðu ekki reynt að vera þolinmóð til þriðja júlí? Gerðu það fyrir mig. Ég lofa að skrifa þér, og ef éig get það ekki þá skal ég hringja til þín annan hvern dag. Er það ekki gott? En ég vil alls ekiki að þú nefnir nafn mitt eins og þú gerðir áðan. Það getur komið okkur í vandræði. Mundu það. Og þegar ég hringi næst, þá ætla ég að segja að það sé herra iBaker og þú ræður hvaða nafn þú nefnir eftirá. Og ef eitthvað kemur fyrir, svo að við getum ekki lagt af stað þann þriðja, þá geturðu komið hingað ef þú vilt eða hingað í nágrennið og við leggjum af —oOo— —oOo— 11 oOo ■ — 1 oOo • - —oOo— ■ oOo— - oOo Töfrahesturinn 13. DAGUR „Eg sá það reyndar", sagði hún við sjálfa sig, „að kóngssyninum leizt ekki svo illa á mig í náttserk mínum. En hvað mun nú verða, þegar hann sér mig í allri minni dýrð?" 1 Nú setti hún upp höfuðdjásn, er ljómaði af hin- um skærustu demöntum, og lagði men um háls sér, girði sig belti og bjó sig armböndum; voru allir þessir skartgripir hennar skreyttir forláta gimsteinum og fjarska dýrmætir. Möttull hennar var úr dýrasta vefnaði frá Indlandi, sem engum hæfir, nema konungum og konungabörnum; var sá litur á möttlinum, er bezt átti við hörundsbragð hennar. Þegar hún hvað eftir annað hafði skoðað sig í speglinum, og spurt ambáttir sínar hverja um sig, hvort nú væri nokkurs ávant, þá lét hún spyrja hvort kóngsson væri risinn úr rekkju. Efaði hún ekki, að hann mundi vilja hafa tal af sér, og sendi honum því þau boð, að hún mundi sjálf koma, og kvaðst hún hafa sínar ástæður til þess, að koma heldur til hans, en láta hann koma til sín. Kóngsson svaf svo lengi fram eftir, að hann vann það upp á deginum, sem hann hafði misst af nóttunni, og var hann nú fullkomlega búinn að ná sér eftir hina áreynslumiklu loftferð. Um það leyti, sem hann var fullklæddur, kom ein af ambáttunum og bauð honum góðann daginn í nafni' kóngsdóttur. Og áður en hún gæti sagt honum erindi sitt, spurði hann, hvort hann mætti koma á fund kóngsdóttur og votta henni lotningu sína. Skilaði þá ambáttin því er íyrir hana hafði verið lagt, og svaraði hann: „Kóngsdóttir hefur yfir mér að segja, og ber mér að gera vilja hennar". Þegar kóngsdóttir heyrði, að kóngsson væri reiðu- búinn að taka á móti sér, þá gekk hún á fund hans. Mæltu þau fyrst kurteislega hvort til ann- ars, og bað kóngsson hana mikillega að fyrirgefa sér, að hgnn hefði glapið henni svefn, en hún spurði, hvernig honum hefði sofnazt um nóttina, og hvernig honum liði; því næst settist kóngsdóttir í legubekk og kóngsson hjá henni, en samt ekki! mjög nærri, fyrir lotningar sakir. j

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.