Þjóðviljinn - 27.06.1952, Qupperneq 6
6) — ÞJÓÐVILJINN
Föstudagur 27. júní 1952
Yfirlýsing
Framhald af 4. síðu.
um þykir mér rétt að biðja
Þjóðviljann fyrir svohljóðandi
yfirlýsingu:
Það er rétt að ég var fund
arstjóri allan fundartímann, en
mér var ekki sýnd eða afhent
nein slík tillaga, hvorki af sr.
Leó Júlíussyni, séra Emil
Björnssyni eða nokkrum öðr-
um fundarmanna. Engin slík
tillaga lá því fyrir fundinum.
Ot af máli þessu hefur séra
Leó Julíusson sent mér svo-
liljóðandi skeytí 3
„Hér með lýsi ég þvi yfir að
á prestafélagsfundinum 21. júní
s. 1. hvorki sýndi ég né afhenti
fundarstjóra prófasti Hálfdáni
Helgasyni nokkra tillögu vegna
úmmæla ameríska herprestsins
á synodus".
Ég reyndi í morgun að ná
tali af sr. Emil Björnssyni, en
hann var þá farinn upp í Borg
arfjörð, eftir því sem símstöð-
inni á Brúarlandi var skýrt frá.
Er vandalaust fyrir mig að
fá samskonar yfirlýsingu frá
hönum, ef þörf gerist, með því
að við töluðumst aldrei við eða
náðum saman til samstarfs
þenna stutta tíma, sem hann
sat fundinn.
Með þökk fyrir birtinguna.
Mosfelli 26. júni 1952
Hálfdán Helgason.
Við framanskráða yfirlýsingu
séra Hálfdáns Helgasonar
pröfasts á Mosfelli hefur Þjóð-
viljinn engu öðru að bæta en
því, að hvergi í umræddri Þjóð
viljagrein er það sagt að séra
Hálfdán hafi sem fundarstjóri
neitað að bera upp tillögu séra
Leós Júlíussonar.
Islðiidsglíman 1952
Framhald af 3. siðu.
heldur enginn maður frá elsta
glímufélagi landsins, Ármanni.
Þó er vitað að flokkur glímu-
manna úr Ármanni hefur æft
glímu undanfarið með það fyr-
ir augum að fara til Finnlands
um sama leyti og Ólympíuleik-
arnir standa yfir. Hvar voru
glímumenn KR? og hvar voru
hinir ’nörgu glímumenn UMFR
sem ekki komu til þessarar
glímu ? Hvar voru hinir ýmsu
góðu utanbæjarglímumenn sem
hér Ixafa komið fram ? ?
Þannig spyrja menn hver ann-
an sem eittíhvað fylgjast með
glimunni. Mönnum er sýnilega
ekki ljóst hvort hér er um að
ræða beina óvirðing við glím-
una eða íþróttasamtökin á há-
tíð þeirra eða hvort um sé að
ræða alvarlega hnignun glím-
unhar. Sjálfsagt munu ýmsir
afsaka þetta með veikindum
og að fjórir af 8 sem skráðir
■voru hafi ekki getað mætt af
.þeim sökum. en meinið liggur
'dýpra, og læknást' j:æpast nema
glímumenn komi sér saman um
að laga það.
Fábreitt glíma
Um sjálfa. glímuna er lítið
að segja. — Piltarnir glímdu
hvorki betur né verr en við
eigum að venjast á glímumót-
um hér, en eins og fyrr segir
var glíman slitrótt og vantaði
eðlilega allan heildarsvip. Þetta
er í fyrsta sinn sem Ármann J.
Lárusson vinnur Grettisbeltið.
Var það skemmtilegt fyrir Ár-
mann á þessu afmælismóti að
sigra, og men nú langt síðan
fæddur og uppalinn Reykvík-
ingur hefur hlotið þennan heið-
urátitil. — Fékk Ármann J.
Lárusson, UMFR 3 vinninga;
Rúnar Guðmundsson, Ármann
2 vinninga; Kristmundur Guð-
mundsson, Áimann 1 og Gunn-
sar Ólafsson, UMFR 0.
194 DÁGUR
áttumikla vatnsflæmi þennan sólbjarta dag. En gæti ekki verið
einhver einmana veiðimaður, leiðsögumaður eða fiskimaðxn' á
ferli í skógunum og meðfram bökkunum? Voru ekki líkur
til þess? Og ef svo væri? Og einhver sæi til þeirra!
Hvílíkt ólán!
Eyðilegging!
Dauði! En ekkert hljóð heyrðist og hvergi sást reykur.
Ekkert sást nema •— nema — þessi hávöxnu, skuggalegu,
grænu grenitré — spjótlaga og þögul — og á stöku stað fú-
inn stofn —- öskugrár í miskunnarlausu sólskininu og rétti
ógnandi úr þurrum, risavöxnum handleggjunum.
Dauði!
Og hið hvella, málmkeimda garg skógarfuglanna inni á
milli trjánna. Og draugaleg högg einmana spætu, rauðbryst-
ingur á hraðri ferð og flögrandi svartþröstur.
,,Óh, the sun shines bright in my old Kentucky home“.
Það var Róberta sem söng fjörlega og hélt annarri hend-
inni niðri í vatninu.
Og nokkru seinna •— „I’ll be there Sunday if you will“, —
vinsælt dægurlag.
Og loks eftir klukkutíma róður, og þau höfðu brotið heil-
ann, sungið, stanzað og virt fyrir sér landslagið, horft á
smávík sem vatnaliljur virtust vaxa í, og Róberta var farin
að segja að þau yrðu að gæta sín að vera ekki of lengi úti
á vatninu — komu þau í víkina fyrir sunnan sjálfa eyjuna.
Hún var mjög falleg en umkringd hinum kirkjugarðslegu
grenitrjám, líktist litlu sjálfstæðu vatni sem lítill skurður tengdi
við stóra vatnið, en var þó sjálft á að gizka tvöhundruð fer-
álnir á stærð og næstum hringlaga. Þetta vatn eða tjörn var að
austan, norðan, sunnan og vestan, að undanskildu sundin.u sem
skildi eyjuna frá meginlandinu. að norðan, umkringd trjám. Og
þarna voru elftingar óg vatnaliljur hér og þar. Og þessi tjörn
virtist eins og skópuð handa þcim, sem var þreyttur á lífinu
óg raunum þess -— hér var öruggt og rólegt hæli handa þeim
sem þráði að komast burt frá striti og deilum þessa heims.
Og þegar þau reru inn í víkina virtist hið kyrra og skugga-
lega vatn ná einhverjum undarlegum tökum á Clyde — ger-
breyta hugarástandi hans. Það var eins og eittlivað heillaði
hann og seiddi hann inn í þessa vík — og þegar hann var
búinn að róa meðfram bökkunum, fannst honum hann vera
á reki — á einhverju óendanlegu flæmi þar sem ekkert var —
engar áætlanir — ekkert ráðabrugg — engin vandamál sem
biðu úrlausnar — ekki neitt. En hvað þetta var heillandi
fagur staður. Það var eins og umhverfið hæddist að honum
— þetta kynlega umhverfi — þessi skuggalegi pollur umkringd-
ur mjúkum, dásamlegum furutrjám á allar hliðar. Og vatnið
sjálft var eins og svört risaperla, sem einhver tröllaukin hönd
*0#cf0*0»0*0*0*0»-?*0*0*0*0»0f0»0*ri«0*0«0»0*0*0«c>#0#0»0»0«0»0»0#0*0f0*0*0*0#0«0*0*0#0*0é0*0*0»0*0|
2^0f0*0*0«0*0*0»0»04»0«0*0«0f0*0«0«0*c*0«0*0*0*0*0*0*0*0*0«0«0*0*0«0*0*0«0«0*0«0*0*0*04»0«0«»0*0*0«l
!*• s?
8* &
i I
Frá happdrætti dvalarheimiiis
I
aldraðra sjómanna:
Dregið hefur verið í happdrætti dvalarheimilis
aldraðar sjómanna, og komu vinningar upp á eft-
irfarandi númer:
*.
*.
Kaupendur Þjóðviljans á
Digraneshálsi,
sem óska eftir að fá blaðið borið heim til sín frá
næstu mánaðarmótum, eru beðnir að tala við af-
greiösluna nú þegar.
ÞJÖÐVILJINN, síini 7500
E2SSSSSSSSSSSSSSSSS£SSSSSi.’?£?<.’SS?SSSSSSSSSSgSSSSSSSSSgSSSSSSSSS£SSSgS£SSSSSSSgSSS2SSS2SSgSS2SSSS
73595 Sendiferðabifréið •
25766 Þvottavél,
32605- Saumavél
> 43485 Ryksuga
í; 3015 og 25373 Farseðlar til
?• Akureyrar og til baka með
?í flugvæl.
§J 67403 og 18444 Farseðlar
•S tli Isafjarðar og til baka
í? með flugvél.
3758 Ritsafn Einars H.
i? Kvaran, 6 bindi.
jj» 74245, 12 manna matarstell.
rs 41720 Peningar kr. 500,00.
■
10996 ísskápur
39384 HriÉrivól.
5773 Eldavél.
52468 Farseðill með • ms.
Gullfoss til Kaupm.hafnar
og til baka.
35203 og 12596 Farseðlar
með flugvél til Vestmanna-
eyja og til baka. 5;
1524 íslendingasögurnar. ;•
7579 Ferðasögur Svein |§
bjamar Egilssonar. ;§
27216 Peningar kr. 100,00.
ss
Vinninga sé vitjað hið fyrsta til skrifstofu okkar,
Grófin 1. — Gengiö inn frá Tryggvagötu, síma
6710.
Opið kl. 11—12 og 16-
............
-17.
Bifreiðastjórafélagið Hreyfill
Tilky nning
Frá og með 26. júní 1952 er ökutaxti leigu-
bifreioa, oem aka frá fólksflutningabifreiðunum:
Borgarbílastöðinni h.f., Bifreiöastööinni Bifröst,
Bifreiðastöð Hreyfils,. Bifreiðastöð Reykjavíkur og
Bifreiöastöö Steindórs þannig:
í innanbæjarakstri fyrir 5 farþega bifreiö er
gjaldið 57 aurar á mínútu hverja á rúmhelgum
dög'um, frá því bifreiðin kemur á þ'ann staö, sem
um hefur veriö boðið og þar til leigjandinn hefur
lokið' notkun hennar, auk fastagjalds að upp-
hæö kr. 7,50 á ferð.
Aö nóttu og á helgidögum er gjaldiö 64 aurar
fyrir hverja mínútu, auk fastagjaldsí sem er kr.
8,00.
Um SkerjafjörÖ og Seltjarnarnes og á öllu
svæðinu innan Elliðaár og Fossvogslækjar á
gjaldmælir bifreiðarinnar að vera stilltur á taxta
1 á rúmhelgum dögum, en taxta 2 á helgidögum
og almennum frídögum.
í utanbæjarakstri er gjaldið kr. 1,27 fyrir hysrn
ekinn kílómeter (hl.km.) að degi og kr. 1,73 að
nóttu og á helgidögum. (hl.km. er leiöin fram og
til baka)
Utan Elliðaár og Fossvogslækjar á gjaldmælir
bifreiðarinnar’ að vera stilltur á taxta 1 á rúm-
helgum dögum, ef fa.rþeginn er með báðar leiðir,
en taxta 3, ef farþeginn er með aðra leiðina. Að
nóttu og helgidögum á gjaldmælirinn að vera
stilltur á taxta 2, ef farþeginn er meö báðar leiðir,
en taxta 4, ef farþeginn er með aöra leiðina.
Dagvinna telst frá kl. 7—18 alla virka daga,
nema laugardaga, þá til kl 12. Helgídagavinna
frá kl. 18—5, sunnudaga og aðra helgidaga og
frá kl 12 á laugardögum.
Fyrir ferðir, sem taka fleiri en einn dag, er
gjaldið kr. 385,00 pr. dag, miöaö við hámarks-
akstur 200 km, og vinnutími bifreiðastjórans fari
ekki yfir 10 klst. á dag, að frádreginni iy2 klst.
til matar.
Fyrir 7 manna bifreiðar er gjaldið 25% hærra
í hverju tilfelli.
Vegna síhækkandi ökugjalda, svo og erfið-
leiká á því aö breyta gjaldmælum í leigubifreið-
um, hefur reynst óhjákvæmilegt aö hafa töflu,
sem sýnir viðbótargjald viö sýnda tölu gjaldmæl-
isins hverju sinni, og ber bifreiðarstjóra aö hafa
þá töflu í bifreið sinni.
Ofangreindur ökutaxti gildir einnig fyrir leigu-
bifreiðir í Hafnarfirði og Keflavík.
Reykjavík, 26. júní 1952.
Bifreiðastj órafélagio Hreyfill.
S j ómannadagsr áð.
•o*o*o*c*o«o«o*o«o*o«oso«o«o«Dacx
Maðurinn minn,
ÞÓRÐUR GUÐMUNDSSON,
trésmíðameistari,
er andaðist- 21. þ.m., verður jaröaöur að Borg,
laugardaginn 28. júní.
Athöfnin hefst að heimili okkar, Borgarnesi
kl. 2 e.h.
Blóm og kranzar afbeðið.
Jóhanna Bogadóttir.