Þjóðviljinn - 06.07.1952, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 06.07.1952, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 6. júlí 1952 - <Vf Líf og list K'ramhald af 3. síðu. í einu barna’eg og leiðinleg; og í Kaffihúsaþönkum kemur ekk- ert nýtt fram, en mikið hef- ur höfundi þeirra farið fram í ritmennsku síðan hami talaði fim hárlosið á íslenzlcri menn- sngu. Þó má hann enn vara sig á þessum ruddalega og klaufa- legu myndum, samlikingum sem missa marlcs. Enn gæti dottið í hann að hugsa sér menningu sem hest eða kött. 1 tímaritinu er nokkuð af greinum og skáldskap sem ég get ekkert sýnt nema einbera fyrirlitningu, eins og þvætting- ur um Graham Greene og þess- iháttar fúgla. I stórum dráttum er ritið í einu of borgaralegt, og of listrænt. Það kafnar und- ir fyrri hluta nafns síns. Að lesa það er oft og tíðiun eins og áð koma inn á kaffihús þar sem menn sitja umhverfis stór iborð í þykkum reyk og eru að Ieysa lífsgátima með ógurleg- um hávaða og bægslagangi: það er þiýðingarlaust hjal. Líf og list hefur komið heldur ó- regluleg út um sinn. Ástæð- uma.r eru margar, en stund- um hafa rit dáið úr hugsjóna- leysi þegar ekki hefur verið öðru til áð dreifa. B. B. Tvennir eldar Framhald af 3. siðu. ljóð — guð minn almáttugur". Það er nefnilega alkunn stað- reynd og ekki ný, að margt er talið snilld í skáldskap viður- ikenndra höfunda, sem lítils vert þætti í verki hins unga og ó- þckkta. Því valda átorítetstrúin og snobbið. Þetta vita allir gæmilega greindir ungir menn — fá enda fljótlega að heyra það, ef þeim kynni að sjást yfir það sjálfum — og ekki hvað sízt þess vegna hafa 'þeir sig oft minna í frammi en ella. Þegar menningarsnobbamir — en til þeirra tel ég ingimarssál- irnar — eru að lýsa aðdáun sinní á verkum hinna viður- kenndu snillinga, gera þeir það ■undantekningaflítið til þess að missa síður af sér grímu skin- helginnar, meðan þeir . senda ihinum ungu sín asnaspörk. Þeir kölluðu Jónas Hallgrímsson bullu, meðan hann var hjá j>eim, en bítast nú um leifamar af beinum hans. Bæjarposturíim Framhald af 4. síðu. færðir hinir keyptu hlutir heim og þeir goldnir við mót- töku. Á íslandi em stærstu húsgögn og vélahlutar færð yfir höfuð fólksins og verður þá hver að ábyrgjast sín líf- fæfi. Einnig er allskonar skítadóti þeytt yfir höfuð manna, sem- ryk og óþef legg- ur úr. Þetta er kannski einn liðurinn í því að sýna alþiýðu, að það opinbera geti leyft sér alt. Mörgum mun í fersku minni þegar dánar- hú Péturs Bjamasonar var boðið upp. Hin fallegu stíl- hreinu húsgögn voiíi reytt sitt í hverja áttina, stykki fyrir stykki. Síama er að segja um merktan silfuriiorð- búnað o. m. fl. Og allt þetta á sér orsök í fyrirkomulaginu á sö'unni, — Alþýða manna á að krefjast þess, að hið, nýja skipuiag verið tékið upp cn þögglauþpboðin -qg þ’intí- mgjaleikurínn viki, svo menn ■ geti sótt uppboð án þess að líta ntður á -sjálfan' sjg: óg þá sem fyrir- þeím standa. — ' - ■ HaHdór Péturssc-a. 202. DAGUR myndu gerðir hans vekja. Og hann reis á fætur fullur áhuga. Ef lionum tækist að hafa hendur í hári iþessa slynga glæpamanns mjndu allra augu beinast að honum. Og svo kæmi flokksþing- ið og val frambjóðenda í ágúst. Kosningamar í haust! „Svei mér alla mína daga,“ hrópaði hann og návist Heit er var trúaður og íhaldssamur, kom í veg fyrir að hann notaði sterkari crð. „Ég held að þetta sé þýðingarmikið mál, Fred. Ég er viss um það. Það virðist býsna skuggalegt. Og fyrst held ég að Við þurfum að hringja til Biltz og .Ikomast að þvi hvort þar býr fjölskylda með Aldensnafninu og hvar hún á heima. Það er ekki sérlega langt þangað. En vegirnir era slæmir," bætti hann við. Og svo sagði hann; „Veslings konan. Ég kvíði fyrir þessu. Þetta verður mjög óþægilegt." Svo kallaði hann á Zillu og bað hana að grennslast fyrir um það, hvort nokkur að nafni Alden byggi í nágrenni við Biltz, og afla sér upplýsinga um leiðina þangað. Siðan bætti hann við: „Fyrst áf öllu iþuifum við áð kalla Burton heim,“ (Burton 'Burleigh var aðstoðarmaður hans sem var I leyfi). „og afihenda honum umboð, Fred, meðan ég er i þessu ferðalagi. Og ég yrði feginn ef þú sendirEarl eftir töskunni. Ég kem með föður- inn með mér svo að hann geti þekkt líkið. En þú skalt ekki minnast á bréfið eða ferðalag ‘mitt, fyrr en ég er búinn að tala við þig.“ Hann greip liönd vinar síns. „En fyrst langar mig til að þakka þér Fred,“ sagði hann .hátíðlega og fann glöggt tll á- byrgðarinnar sem á honum hvíldi. „Ég mun aldred glejma þér þetta. Það veiztu, er það ekki?“ Hann horfði með alvörusvip í augu vinar sins. „Ef til vilí fer þetta betur en okkur grunar. Mér segir hugur um að þetta só merkilegasta máiið á öllum embættisferli mínum, og ef okkur tekst að leysa það fljótt og giftusamlega, fjTir haustið, getur það orðið okkur að miklu gagni. Heldui-ðu það ekki ?“ „Jú einmitt, Orville, jú einmltt," svaraði Fred Heit. ,A-ð vísu, eins og ég sagði áðan, er mér ilía við að blanda stjómmáíum inn í svona mál, en fvrst þetta er svoná í pottirm búið —“ hann þagn- aði og varð hugsi. „Og ef þú vilt sjá Hm,“ hélt saksóknarinn áfram, „að Eari taki myndir af staðnum-þar sem báturinn, áramar og hattur- inn fundust og merki . staðinn þár sem líkið fannst og stefna sjálfur eins mörgum vitnum og þú getur, skal ég láta lögfræðing- inn sjá um allt hið skriflega. Og á morgun eða mánudaginn ekal ég sjálfur hefjast handa.“ Og nú þreif hann hægri hönd Ileits — Iklappaði honum siðan á öxlina. Og Heit var-áhægður með gerðir sjálfs síns — vongóður um framtíðina — og nú settí hann upp ekrýtna Btráhattinn, hneppti að sér frakkanum og fór aftui inn á skrifstofu sína tO að fá langlínusamtal við trj-ggðatröllið Earl og segja honum fyrir verkum og tilkynna honum að hann væri sjálfur 4 leið á staðinn að nýju. ... FJÖRDI KAFLI Ornlle Mason fánn auðveldlega til samúðar með fjölskyldu, sem virtist eins og hann sjálfur hafa fengið að kenna á and- strejmi og svipuhöggum tilverunnar. Þegar hann ók upp að gamla, hröriega húsinu um f jögurleytið á laugardaginn í embætt- isbíl sínum, kom Títus sjálfur i vinnufötum með uppbrettar enn- ar til móts við hann út úr svínastíu skammt frá kúsinu, og nnd- lit hans og fas gaf til Ikynna að þaríia för maður, sem fann fátæktina hvíla á sér með öllum símim þimga. Og nú sá Mason eftir því að hann hafði ekki gert boð á undan sér, því að hann þóttist viss um að fregnin um dauða stúlkunnar myndi hafa. geigvænleg áhrif á þennan mann. En Títua tók eftir komumanni og taldi vist að hann ætlaði að spyrja tll vegar, og hann gekk hóglátlega í áttina til hans. „Er þetta herra Títus Alden?“ „Já, ég er hann.“ „Herra Alden, ég heiti Mason. Ég er frá Bridgeburg, sak- sóknarínn í Catar-Qui fylki.“ „Já einmitt,“ svaraði Títus og furðaði sig á því, að saksókn- ari úr fjarlægu fylki skyldi eiga erindi við hann. Og Mason horfði á Títus og ríssi ekki hveraig hann átti að byrja. Hann hafði hörmulegar fréttir að færa — fréttir sem hlytu að lama svona veika og þreklausa sál. Þéir stönzuðu undir stóru, dökku furutré við framahvert húsið. Vindurinn lék hvíslandi iup.-grein- ar þess. . /v ;'r .. ... „■ - 5 ... . .Jíerra Alden,“;' sagði Maaon, alyáricgri og tiJKtssamari en venja' hans var.. ,,Eigið þér ,ekki- dóttur. sem heitir Berta eða jafnvel Alberta?,>vg 'er ekki vtó um hVað nafn hennar er,"' „Róbei-ta," leiórét'ti' Titus .Alden. og einhvef .geigur fór' urn liann um -leið.■ ■' J - -- Kí !-’- ^" ■:.'■■'■■ Og Mason flýtti sér að bera fram spumingar sínar, áður en það yrði of scint: „Meóal annan-a orða, þér kannist víst ekki við mann héma í nágrenninu sem heitir Clifford Golden?" „Nei, ég held ég hafi ekki heyrt 'það nafn fjtt," svaraði Títus hægt. ,iEn Carl Graham?“ „Nei, Ég kannast við hvorugt nafnið.“ „Þetta datt mér í hug,“ sagði Mason, fremúr við sjálfan pig en Títus. Svo bætti. hann rið-.hvassii röddu: „Hvar er dótíir yðar núna?“ . — •• ,JIún er í Lycúrgus sem stendur. Hún vinnui þar. En h-vers vegna spyrjið þér? Hefur hún gert eitthvað af sér — leitað róða hjá yður?“ Homun, tókst að brosa en úr augum hans skein undr- un yfir öllum þessum dularfullu spurningum. ,3íðið við, herra Alden,“ sagði Mason mildri röddu en þó einbeittur. ,Ég skai gefa yður skýringu á þessu á eftir. Ég ætla. aðeins að spyrja yður nokkurra spuminga fjTst." Hann horfði ahrarlegum samúðaraugum á Titus. „Hvað er langt síðan þér sáuð dóttur J’ðar ?“ „Hún fór héðan á þriðjudagamorguninn og ætlaði til Lycur- gus. Bún vinnur í Griffíths skyrtu- og flibbagerðinni. En —?“ ; ,Andartak,“ hélt saksóknaiinn áfram. „Ég skal skýra þetta út fjTÍr yður á eftir. Var hún hérna fyrir helgina?" ,Jfún var hérna í lej’fí i mánaðartíma,“ sagði Títus hægt og varfæraislega.. „Hún. var hálflasin og kom. heim til, að hvila sig —oOo— ”■ oOd OÖO— -oOo - 11 oOo --oOo - oOth—-. BARNASAGAN Töfrahesturinn 27. DAGUR lækna, en stundum ekki, en ekki gætu þeir svo ákveðið, hvað að kóngsdóttur gengi, íyrr en þeir sæju hana. Bauð soldán þá, að geldingar skyldu íylgja þeim inn til hennar, einum lækni í einu, í réttri röð eins og þeir höfðu mannvirðingu tih Þetta hafði kóngsdóttir séð fyrir, og óttaðist hún að ef læknarnir kæmu nærri sér og þreifuðu á líf- æðinni, þá mundi enda hinn óreyndasti sjá, að veiki hennar var uppgerð ein. t hvert skipti sem læknir kom inn til hennar, þá lét hún sem hún yrði bandóð, og gerði sig líklega til að klóra hann í framan, ef hann kæmi nær, og þorgði enginn að eiga það á hættu. Nokkrir voiu þeir, sem þóttust öðrum snjall- ari, og hrósuðu sér af því, að þeir þyrftu ekki annað en sjá sjúklinga til að vita, hvað að þeim gengi; réðu þeir henni til að neyta ýmissa heilsudrykkja, og tók hún þá inn ummælalaust, því það stóð í henn-' ar valdi að gera sér upp veikindin, svo lengi sem henni þótti henta, enda vissi hún, að meðul þessi voru aðeins sefandi, og fyrir þá sök óskaðvæn. Soldán sá nú, að hirðlæknunum varð ekkert á- gengt með að lækna kóngsdóttur, og leitaði hann bví til læknanna í höfuðborginni, en állur þeirra iiærcfómur, laigkænska og reynsla kom að engu hatdi. Sendi hann bá eftir hinum frægustu læknum, sem voru í Öðrum borgum ríkisins. Ekki tók kóngs- dóttirin þeim betur en hinum fyrri, og urðu laéknis- dómar þeirra með öllu árangurslausir. Þá gerði hann loksins út sendimenn, er fljótir voru í förum, til næstu ríkjanna oa þangað sem konungar þeirra dvöldu með hirð sína; lét hann þá leita ráða hjá hinum nafnfrægustu láeknum, sem þar vöru. Hann hét að borga ferðakostnað þeirra, er kæmu til'höf- uðborgarinnar í Kasmír, og skyldu þeir fá jnikil verð laun í tilbót, ef þeii gerðu kóngsdóttur heila meina sinna. Læknarnir tókust nú þessa ferð á hendur, en énginn þeirra gat hælt sér af því, að honum heppn- aðist betur en innléndu læknunum að útrýma- geð - veiki kóngsdótturinnar, enda var það list og kunn- áttu þeirra/ ofvaxiðv þar. sem allt var komið; undir viljahennarejálír&r.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.