Þjóðviljinn - 06.07.1952, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 06.07.1952, Blaðsíða 8
Góður leikur Akurnesinga gaf sigur 5:0 yfir Rínarliðinu í fyrrakyöld Það væri synd að segja að áhorfendur hefðu ekki fengið sæmiiegt fyrir inngangseyri einn. Sennilega munu þeir minn- ast þessa leiks mjög lengi fyrir margt, bæði gott og illt. Efst í huga er þó liin glæsilega frammistaða og leikur Akranes að sigra þetta lið með hvorki meira né minna en 5:0. Fyrri hálfleikur Akranesliðs- ins var ef til vill það bezta sem hér hefur sézt hjá íslenzku liði. — Þeir tóku leikinn svo gjörsamlega í sínar hendur að Þjóðverjarnir höfðu ekki hið allra minnsta tækifæri til að gera mark. Þessir yfirburðir iágu í hráða, krafti og leikni, samfara góðum samleik. Þjóð- verjar virtust ekki átta sig á þessum ákafa og virtust ekki geta komið af stað samleik sem þeir þó hafa sýnt mjög góðan í fyrri leikjum. Ekki eru liðnar nema 3 mínútur þeg- ar Ríkharður byrjar að ógna marki Þjóðverjanna en það slapp þó í það sinn og 5 mín- útum síðar hikar Jón nærri marki og tækifærið var búið. MÖRKIN Þessi ágengni hlaut að enda á einn veg, að knötturinn lenti í mark Þjóðverja, og þegar 7 mínútur voru af leik brýzt Ríkharður í gegn með knött sem hann fékk frá Þórði og skoraði eitt af þessum glæsi- ilegu mörkum sínum. — Aðeins 6 mínútum síðar er það Hall- dór Sigurgeirsson sem skorar með skáskoti. Á 17. mínútu er Ríkharður kominn í gegn og skaut rétt' yfir og þremur mín- útum síðar er Ríkharður kom- inn einn inn fyrir en skaut beint á markmanninn. Öll þessi áhlaup voru vel upp byggð þar sem samleikur þeirra Þórð- ar og Ríkharðs var oft skemmti legur. 1 síðari hálfleik byrja Akur- nesingar með knöttinn og fara með hann beint í mark; gekk hann á milli 5 manna en Þórð- ur átti lokaspyrnuna. Síðasta markið gerði Þórður líka er 2 mínútur vantaði á leikslok. Átti Ríkharður þar frábært forstarf sem skapaði þetta tækifæri; hljóp hann alla af sér, meira að segja markmanninn, upp með endamarkinu og gaf fyrir markið til Þórðar sem skaut upp í netið. I síðari hálfleik lá meira á Akurnesingum án þess þó að Þjóðverjar gætu skapað sér opin tækifæri til að skora. Sýndu þjóðverjar þá oft góð- an samleik, og voru útherjar þar oft virkir, en vörn Akur- nesinga brást ekki og bægði allri hún hættu frá. Akurnesingar gerðu áhlaup við og við og var í þeim mikill hraði og munaði stundum litlu er skot frá Halldóri og nokkru fyrr frá Ríkharði fóru rétt framhjá harki. AKRANESLIÐIÐ GOTT Framlínan er höfuðstyrkur liðsins og vörnin er sýnilega að verða þéttari og öruggari. Ja- kob Jék sinn bezta leik hér á velli og Sveini Benediktssyni er líka að fara fram þó fer Hernám N-Noregs Bandarískir blaðamaðurinn Phil Gustafson skýrir frá því í Saturday Evening Post að bandaríska herstjórnin hafi miklar áhyggjur af varnarleysi Norður-Noregs. Segir hann það nauðsyn að Bandaríkjamenn fái herstöðvar nyrzt í Noregi og helzt líka á Svalbarða, því að annars geti Rússar komið sér þar fyrir næstum samstundis og stríð brytist út og fengið þar með sterka aðstöðu til að hindra bandariska innrás af sjó i Sovétríkin norðanverð og radarstöðvar, sem vara myndu við lóftárásum frá Bandaríkj- unum yfir Norður-lshafið. Danskir skipaeigendur kref}- asf ausfurviSskipfa 1 ræðu, sem formaður sam- bands danskra gufuskipaeig- enda hélt nýlega komst hánn svo að orði: „Við höfum að gefnu til- efni lagt áherzlu á það við ábyrg stjórnarvöld, að Dan- mörk vegna legu sinnar og at\innulífs gæti ekki lokað sig úti frá eðlilegum við- skiptum við og skipagöngum tii Ianda Austurbiakkarinn- ar. Að áliti okkar er nauð- synlegt að gera sér þetta Ijóst og því fremur sem Bandaríkin erti því miður ófús til að taka við vörum og þjónustu fyrir þær ame- rískar vörur, sem Vestur- Evrópu er brýn nauðsyn að fá.“ Þessi ummæli eru sérstakleag Fá salt í Færey- ingahöfn Fyrir velvild dönsku stjórn- arinnar, þ. e. Grænlandsdeildar- innár, hafa samningar tekist milli Bæjarútgerðarinnar og Grönlands Industri og Handels- kompagni A/S. í Færeyinga- höfn á Grænlandi,. um að skip Bæjarútgerðarinnar geti fengið salt í Færeyingahöfn, og fyrir það lokið veiðiferðum með betri árangri. athyglisverð þegar yfirgangur Bandaríkjanna við Dani í sam- bandi við afhendingu tankskips- ins, sem Sovótríkin hafa látið smíða hjá Burmeister og Wain, er hafður í huga. Miðstjórnar- fundur I.C.A. Miðstjórnarfundur Alþjóða- sambands samvinnumanna var settur í háskólanum i gærmorg- un. Við það tækifæri flutti Vil- hjálmur Þór ræðu og. bauð mið stjórnina velkomna til íslands. Fórust honum m. a- orð á þessa Ieið: Þau verkefni og- vandamál, sem í dag bíða samvinnustefn- unnar í heiminum, eru mjög aðkallandi. Veröldin þarfnast aukinnar fæðu, klæða og skýlis fyrir böm sín. Samvinna er vissu- lega bezta lausnin á þessum brýnu vandamálum. Veröldin þarfnast hagkvæm- ari dreifingar auðæfg sirina, —- Enn getum vér sagt, að sam- vinna sé bezta lausnin. Viðkvæmar deilur þjóða á milli bíða úrlausnar. I þessu tilliti visar samvinnustefnan einnig veginn. Veröldin þarfnast gagn- kvæcns skilnings, trausts og Framhald á-7. síðu. Uísvörin á Akureyri 83 millj. kr. Hækkunin nemur 14% frá því í fyrra Útsvarsskráin á Akureyri var birt s.L. mánudag og er lieild- arupphæð útsvaranna sú hæsta í sögu bæjarins, kr. 8.308.390,00. í fyrra var jaínað niður 7.235.340.00 og nemur hækkunin því 14%. hann stundum full langt fram, en Guðjón Finnbogason greip þar oft vel inn í. Benedikt Vestmann vantar enn nokkuð til að ná góðum tökum á stöðu Framhald á 2. síðu. Bátur sigldur í kaf Norðfirði í gær. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Togarinn Hausa frá Hull kom til Neskaupstaðar í morgun með skipshöfnina á norska fiski bátnum Bakken frá Molde. Hafði togarinn siglt harm í kaf, þar sem hann lá yfir línu sinni úti fyrir Austfjörðum, og sökk báturinn á nökkrum mínútum. Flestir Norðmennirn- ir voru í hvílum sínum er á- reksturinn varð og björguðust nauðlega, og flestir fáklæddir, um borð í togarann. Einn mað- ur ienti í sjóinn, en bjargaðist. — Þykir giftusamlega hafa tek- izt að manntjón skyldi ekki verðá. Áböfnin á norska bátnum var 11 manns. — Sótsvarta þoka var á er áreksturinn varð. Sjópróf munu fara fram í Neskaupstað. arinnar. Arður, sem aðalfundur hafði til ráðstöfunar, nam rúmlega 155 þúsundum krónum. Var samþykkt að greiða hluthöfum 5% arð, en stjórnin mæltist tU þess, að þeir, sem eiga rétt á meira en 500 krónum í arð, tækju við hlutabréfum sem greiðslu. Þetta var 5. acalfundur út- gerðarfélagsins, og togaraút- gerðin 5 ára, og gaf formaður Helgi Pálsson, nokkurt yfirlit um starf félagsins frá upphafi. Á þeim 5 árum, sem liðin eru síðan Kaldbakur kom, hefur hann fiskað fyrir röskar 20 milljónir króna. Svalbakur er búinn að fiska fyrir um 12 % millj. og Harðbakur fyrir 6! j millj. Alls eru þessi mikilvirku Ársrit Skógrækt- arfélagsins Ársrit Skógræktarfélags ÍS' lands 1951-1952 er komið út, mikið rit og fróðlegt. Efni ritsins er þetta: Fairfield Osborn: Sextíu þús- undir á sólarhring hverjum, um verndun náttúruauðlinda. Hákon Bjarnason/:i Um berfræv- inga. Sturla Friðriksson: Trjá- gróður Eldlands og Magellans- héraðs. Einar E. Sæmundssen: Fræsöfnun í Alaska 1950. Dani- el Kristjánsson: Trjágarðurinn á klettinum. Þá ritar Hákon Bjamason skógræktarstjóri um starf skógræktarinnar 1950 og 1951. Síðan eru skýrslur skóg- ræktarfélaganna, og reikningar Skógræktarfélags Islands og Landgræðslusjóðs. Ennfremur ýmislegt smávegis, auk nokk- urra mynda. Hæstu útsvörin að þessu sinni bera: Fyrirtæki og félög: Amaro, klæðagerð, kr. 46.310, Atli, vélsmiðja, kr. 20.740, Byggingarvöruverzlun Tómasar Björnssonar h.f. 25.300, I. Brynjólfsson og Kvaran 32.950. Kaffibrennsla Akureyrar h.f. kr. 29.950, KEA 185.110, Súkkulaðiverksmiðjan Linda h.f. 22.490, Samband ísl. sam- vinnufólaga 66.150, TJtgerðar- félag Akureyringa h.f. 143.230, Útgerðarfélag KEA h.f. 29.250, Verzlunin Eyjafjörður h.f. 32. 900, Vöruhúsið h.f. 21.000, Þórshamar, bifreiðaverkstæði, 20.600. — Einstaklingar: Guð- mundur Jörundsson útgerðar- maður 27.1S0, Gunnar Auðuns- son skipstjóri 22.340, Hámund- atvinnutæki því búin að fiska fyrir um 40 milljónir króna. Á síðastliðnu ári voru greidd vinnulaun í landi 1,5 millj. kr. Við stjórnarkjör gerðist sú nýlunda, að þríflokkarnir rufu samkomulag, sem verið hefur frá upphafi, um stjórn útgerð- arfélagsins. — Boluðu þeir Tryggva Helgasyni úr stjórn- inni, en þar hefur hanr átt sæti frá öndverðu. I stað hans settu þeir, Óskar Gíslason, og er ekki nema gott um hanr. að segja út af fyrir sig, en ergin ástæða var til þess að hafna Tryggva, sem hefur ianga reynstu að baki sér og hefur unnið ósleitilega fyrir félagið. 30. júní B.v. Pétur Halldórs- son 291 tonni af saltfiski, 8,3 tonnum af lýsi og 29 tonnum af mjöli. 3. júlí B.v. Þorkell Máni 321 tonni af saltfiski, 8,2 tonnum af lýsi og 836 kössum af hraðfrystum fiski. 4. júlí B.v. Hallveig Fróðadóttir 222 tonn- um af ísfiski, þar af 19 tonn- um af ufsa og 203 tonnum af karfa og öðrum fiski. Auk þess hafði skipið 13,7 tonn af lýsi. Fór aftur á veiðar 5. júlí- >B.v. Skúli Magnússon fór 2. júlí á Grænlandsmið. B.v. Jón Þor- láksson fór á síldveiðar í gær. B.v. Þorsteinn Ingólfsson og B. v. Jón Baldvinsson eru við Grænland og B.v. Þorkell Máni og B.v. Pétur Halldórsson fara þangað í næstu viku. Dagana. 26. júní til 3. júlí ur Björnsson 20.520, Jakob Karlsson afgr.m. 20.750, Kristj- án Kristjánsson forstj. 25.900, Páll Sigurgeirsson kaupmaður 20.130, Sæmundur Auðunsson skipstj. 25.490, O. C. Thoraren- sen lyfsali 23.300, Þorsteinn Auðunsson skipstj. 22.120. Vitabyggingu lokið í Norðfirði Lokið er byggingu innsigl- ingarvita á Bakkabökkum í Neskaupstað. Ljósatæki hafa þó ekki enn verið sett í vitann en búizt við að þáð verði gert áður en haustar að. Vitinn er um 7 m að hæð. Flatarmál hússins er 5x360 m. Vitinn mun sjást langt að verði hann búirm nægilega öflugum ljóstækjum, því bakkinn sem hann stendur á er hár. Verk þetta vannst mjög vel og var lokið á einum mánuði. Yfirmaður við vitabygging- una var Sigurður Pétursson, en hann hefur unnið við byggingu margra vita, oft við hinar erf- iðustu aðstæður og stundum lent í mannraunir við þau störf. Myndu haida að sér höndum Bandarísku kernámsyfirvöld- in í Vestur-Þýzkalandi hafa látið fara fram skoðanakönnun til að komast eftir viðhorfi Vestur-Þjóðverja til nýrrar valdatöku nazista. Fjórir af hverjum fimm mönnnum, sem spurðir voru, sögðust ekki myndu táka virkan þátt í and- stöðu gegn því að nazistar komist aftur til valda. Þrettán af hundraði drógu enga dul á það að þeir myndu fagna nýrri nazistastjórn. 310 tonnum af saltfiski og 27 tonnum af lýsi í Esbjerg. Aflinn var af Bjarnareyjarmiðum. Skipið er væntanlegt til Reykja- víkur á þriðjudag. 8. júli. Við pökkun á harðfiski, mót- töku á saltfiski, vöskun og verk un, hafði Bæjarútgerðin um 160 manns í vinnu í þessari viku. Kínvezjar hjálpa Indverjum Sendifulltrúi Kína í Nýju Delhi hefur afhent forseta Rauða kross Indlands ávísun á 2 milljarða kínverska dollara sem gjöf frá Rauða krossi Kína. Sendifulltrúinn lýsti yfir iþví að gjöfin væri samúðarvottur kín- svelt- Akureyrartogararnir hafa fiskað fyrir fjörutíu mitljónir króna Tryggva Helgasyni bolað úr stjórn Útgerðarfélagsins Aðalfundur Útgerðarfélags Akureyringa h.f., var haldinn um miðjan fyrri mánuð. Rekstrarafkoman síðastliðið ár var ekki eins góð og verið hefur. undanfarin ár, og stafar það aðallega af stórkostlegum verðhækkunum á öllum nauðsynjum útgerð- Bæjartogararnir landa 834 tonjium saltfisks Vikuna 29. júní til 5. júlí lönduðu togarar Bæjarútgerðar Reykjavíkur afla sínum í Reykjavík sem hér segir: Iandaöi B,v.. Ingólfur Arnason versku þjóðarinngr með andi alþýðu Indlands.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.