Þjóðviljinn - 14.08.1952, Síða 2
2) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagnr 14. ágús,t 1952
um aldarinnar, og setjast að
við hinn kyi-rláta Akureyrar-
poll. Höfuðstaður Norður-
lands var og er einn snotrasti
kaupstaður okkar, mötaður
dönskum smábæjarþokka,
sem erlendar kaupmannaættir
höfðu flutt með sér í þessa
selstöð norðan lands. Mundi
22 ára gamall menntamaður,
embættislaus, Marxisti og
byltingarsinni, yfirleitt geta
dregið andann í þessari smá-
bæjarsælu, þar sem stétta-
andstæðurnar voru enn á
frumskeiði og samskipti stétt-
anna mörkuð að sumu leyti
f öðurlegu arðráni ? Mundi
fagnaðarboðskapur sósíalism-
ans einga nokkurt erindi til
fólks, sem byggði þennan frið-
sæla reit?
Verkalýðsforingi
á Norðurlandi
V erkalýðshreyfing Akureyr-
ar var um þessar mimdir
bundin við Verkamannafélag
bæjarins, sem stofnað hafði
verið 1906 og blaðið Vcrka-
manninn, sem hóf göngu sína
árið 1917, undir ritstjórn
Halldórs Friðjónssonar. Svo
sem oft vill við brenna um
verkalýðsfélög úti á landi var
Verkamannafélag Akureyrar
ekki byggt á skýnnn stéttar-
grundvelli, smáatvinnurek-
endur hreiðra þar stundum
um sig og taka jafnvel for-
ustu í þeim. Þegar Einar Ol-
geirsson kom aftur til Akur-
eyrar var félaginu stjómað í
náinni samvinnu Framsóknar
og Alþýðuflokksmanna. Það
var hans fyrsta verk, er hann
gekk í Verkamannafélag Ak-
ureyrar að treysta fylkingar
Alþýðuflokksins í félaginu og
bægja Ihaldinu frá áhrifum
um stjórn þess. Einari var
Ijós nauðsyn þess, að gefa
verkalýðshreyfingunni slíkan
skipulagsgrundv,öll, að hún
yrði sjálfstæð og óháð borg-
arastéttinni. Jafnframt stofn-
að hann Jafnaðarmannafélag
Akureyrar, er skyldi fyrst og
fremst gegna því hlutverki að
boða hugmyndir og kenningar
sósíalismans. En Verkamað-
urinn — blað alþýðunnar á
Akureyri — varð einnig brátt
málgagnið, sem Einar notaði
mjög til að boða hinn nýja sið
sósíalismans. Hann skrifaði
undir dulnefninu K, og ein af
fyrstu greinum hans birtist í
Verkamanninum 25. marz
1924: Hvert stefnir? Þar segir
svo m. a.: „Andmælin gegn
kákinu verða að koma frá
þeirri stétt þjóðfélagsins, sem
raest þjáist í þessu þjóðfélagi
og þess vegna á því helzt grátt
að gjalda ’ og sfetti að. vera
gjörnust á að breyta því —
verkalýðnum. Og við andmæl-
in ein má ekki sitja. Óstjóm
auðvaldsins, skipulagsleysi
borgaralega þjóðfélagsins,
bölvun frjálsu samkeppninn-
ar knýja hann til þess að hef j-
ast handa og bylta af sér ok-
inu, umskapa þjóðfélagið. Það
er hið sögulega hlutverk hans,
og þegar hann er orðinn sér
þess meðvitandi, hvað hann á
og verður að gera til þess að
frelsa sig, þá öðlast hann og
máttinn til þess, því hugsjón-
imar verða að voldugu afli,
þegar þær grípa fjöldann, og
þær grípa hann, þegar þær
samsvara þörfum hans.“
Á þessa lund túlkaði hinn
ungi verkalýðsforingi fyrir
norðlenzkum verkamönnum
kenningu Marxismans um
stöðu þeirra í söguþróuninni
og hlutverk, og þræddi þar
nærri orðrétt ummæli hins
unga Marx. Mánuði síðar
skrifar Einar í Verkamann-
inn greinina: Stéttabarátta
verkalýðsins og stendur þá
þegar föstum fótum í íslenzk-
nm jarðvegi. Hann lýsir ís-
(enzkri borgarastétt þessara
ára svo: „Fiskibraskarar og
togaraeigendur eru nú vald-
hafar hér á landi. Eru
þeir verðugir arftakar
þeirra yfirstétta, sem áð-
ur hafa þjakað þessa þjóð,
hvort heldur það nú voru
ribbaldar Sturlungaaldarinn-
ar, kaþólski klerkalýðurínn,
3ða embættislýður danska
sinveldisins. Yfirráð þeirra
5ru grímuklædd, frelsinu er
misþyrmt af frelsisglömrur-
um, hræsnin er komin í stað
ofstopans, óstjórnarskrá, sem
aðeins veitir verkalýðnum
réttmdt'ú''jþá-pþérhlhh'/ 4*stað
-> -A>. '~,i V££Í Jjtié ó'isv iinriu
Fuíltriiar á
þingi Félags ■ -
ungra jafnaðar-
manna á Siglu-
firði 1930. —
Einar Olgeirs-
son yzt til
hægri í fremstu
röð.
opinberrar harðstjórnar. I
stað einokunarkaupmaxan-
anna dönsku eru komnir ís-
lenzlíir braskarar, sem eru
ieiknastir í þeirri list að græða
í gjaldþrotum sínum. Gamli
aálfdanski embættismanna-
lýðurinn varð að víkja fyrir
nýjum lýð, sem einkum skai’ar
fram úr í sjóðþurrðum.“
Einar Olgeirsson tók sína
fyrstu pólitísku eldvígslu í
bæjarstjóniarkosningum á
Akureyri í janúai’mánuði
1925. Fyi’ir atbeina hans bauð
Álþýðuflokkui’inn fram án
stuðnings Fx-amsóknar og
tókst að verða næststæi’sti
flokkur bæjarins. Hann túlk-
aði úrslit kosninganna í
Verkamanninum 10. janúar á
þessa Ixmd: „Kosningar þess-
ar hafa myndað hreinni línur
en áður hafa verið hér á Akur
eju’i. Nú er í i’aun og veru að-
eins um tvo flokka að ræða,
íhaldsflokkinn og. Alþýðu-
flokkinn ...?*" Kosningarnar
ex-u því glögg bending um, að
miðflokkui’inn getur því héð-
an af aðeins haft áhrif, að sá
kjarni hans, sem fastast
stendur saman í stjórnmála-
baráttunni, samvinnumenn-
imir, fylki sér Öðm hvoru
megin. Héðan af era það auð-
valdssinnar og jafnaðarmenn,
sem leiða saman hesta sína.“
Einar Olgeirsson fylgdi
brátt sigri þessum eftir á sviði
skipulagsmála verkalýðsins.
Hinn 26. apríl 1925 stofnaði
hann ásamt Erlingi Friðjóns-
syni o. fl. Verkalýðssamband
Norðui’lands. Fjögur félög
stóðu að stofnuninni: Verka-
mannafélög Akureyrar og
Siglxrfjai’ðar, Verkakvenna-
fél. Einingin á Akureyri og
Jafnaðai’mannafélag Akur-
eyrar. Tveimur árum síðar
vora félög sambandsins orðin
8 og félagatalan 900. Árið
1931, þegar Einar Olgeirsson
flutti frá Norðurlandi og sett-
ist að í Reykjavík, voru fé-
lög í Verkalýðssambandi
Norðurlands orðin 17 að tölu,
en félagamir alls 1700.
Þótt ekki mundi vera fyrir
annað enþessaskipulagsstarf-
semi meðal verkamanna í
Norðlendingaf jórðungi, mundi
nafn Einars Olgeirssonar lifa
lengi í sögu íslenzkrar verka-
lýðshreyfingar. En hver sem
athugar -lítiliega starfsemi
hloqqu jilniög rnxHj i: nntglól
hans á þessum árum mun
fljótlega reka augun í það, að
hreyfing sú, er hann vakti
norðanlands er með öðra yfir-
bragði en raun var á um al-
þýðuhi-eyf ingu annarra lands-
fjórðunga. Þótt ungur væri
var Einar Olgeirsson þá þeg-
ar orðinn hámenntaður Marx-
isti og hafði haft náin kynni
af verkalýðshreyfingu Þýzka-
lands, sem vaxið hafði upp í
marxískum - hugsunarhætti.
Viðfangsefni hans var því m.
a. í því fólgið, að raddsetja
lagboða marxismans við texta
íslenzks þjóðfélagsveraleika.
Þetta viðfangsefni var miklu
erfiðara en okkur nú grunar,
eftir að þaðvarleyst. Skilyrðið
til að leysa þetta viðfangsefni
var í fyrsta lagi einfaldlega
það, að hieyfingin eignaðist
fræðilegt málgagn. Árið 1926
varð Einar Olgeix’sson rit-
stjói’i og eigandi Réttar,
fyrsta tímarits Islendinga um
þjóðfélagsmál. Þingeyskir
bændur og samvinnumenn
þöfðu stofnað Rétt. Tímaritið
var sprottið upp af alíslenzkri
rót, í skauti sjálfmenntaðrar
íslenzkrar alþýðu, en hafði
jafnan boðað erlendar þjóðfé-
lagslegar kenningar, er
horfðu til aukins réttlætis og
jöfnuðar með mönnum. Þegar
Einar Olgeirsson gerði Rétt
að fræðilegu málgagni hinnar
ungu íslenzku verkalýðshreyf-
ingar, þá græddi hann erlend-
an teinung á íslenzkan stofn.
Frá upphafi vega var bar-
átta Einars Olgeirssonar fyrir
sósíaliskri verkalýðshreyf-
ingu á Islandi knýtt órjúfán-
legum bönduni við baráttu-
erfðir 'ísTé’hzku þjoðarinnaf á
liðnum öldum. Ég hygg, að
þess muni fá dæmi um ungan
verkalýðsforíngja í brautryðj-
endastarfi, að hann hafi 1 jafn
ríkum mæli og Einar Olgeirs-
son sameinað heita þjóðtil-
finningu og f élagslega réttlæt-
iskennd. Svo fast sem Einar
lifir með samtíð sinni, með
baráttu verkalýðsins við auð-
valdið og ánauð þess, þá er
hugur hans öðram þræði jafn-
an í fortíð þjóðarinnar og
sögu, í baráttu þjóðarinnar
við erlent vald og viðskiptum
alþýðu við forna höfðingja.
Vitundin um að vera sonur
þjóðar, sem var í ánauð, og
fulltrúi stéttar, sem er í á-
nauð, hefur markað alla póli-
tíska baráttu hans þeirri reisn
og víðfeðmi, sem er aðall
skapgerðar hans. Engum nú-
lifandi stjórnmálamanni ís-
lendinga hefur sem honum
tekizt að gera málstað verka-
lýðsins að málstað Islands.
Hann hefur gert kyndil ís-
lenzkrar þjóðernisbaráttu að
eldingu íslenzkrar vei'kalýðs-
hreyfingar. Og hverju sinni,
er hann sér íslenzku þjóðfrelsi
hættu búna, sker hann upp
herör meðal verkamanna og
kveður þá til varna í fremstu
virki.
Þekking Einars Olgeii’sson-
ar á heimskerfi nútípiaauð-
valdsins, imperíalismanum,
brýndi skilning hans á þeim
hættum, er steðja að íslenzku
fullveldi , og sjálfstæði.
Snemma benti hann á þann
voða, sem íslenzku sjálfstæði
er búinn af f járhagslegum og
atvinnulegum áhrifum er-
lendra ríkja. Vorið 1927 var
hann sendur til Sigluf jarðar í
erindum Verkalýðssambands
Norðurlands. Eftir heimkom-
una ritaði hann í Verkamann-
inn 21. maí s. á. merkilega
grein: 1 návígi við erlent auð-
vaJd og þjóna þess. Þar farast
honum svo orð:
„Sjálfstæðisbaráttu vorri á
stjórnfrelsissviðinu er lokíð.
Útlendar þjóðir hlutast ekki
lerigur til um stjórnarfar
landsins, nema þeim þyki sér-
stök nauðsyn bera til. En at-
vinnuvegum okkar ráðum við
engan veginn enn; einkum
hefúr togara- og síldárútgerð-
in verið háð eríendu auðmagni
og sala fiskjar og síldar oft
mestmegnis undir erlendum
auðhringum komin.“
„Siglufjörður er hinn út-
valdi staður erlenda auðvalds-
ins hér á landi. Þar hyggjast
sænskir fésýslumenn o. fl.
safna auði úr höndmn íslenzka
Ægis og af vinnu íslenzka
verkalýðsins með aðstoð „ís-
lenzkra“ milliliða.“
„Auðvaldið útlenda á þó ó-
Kveðja frá Æskulýðsfylkioguimi
Á þessum tímamótum ævi þinnar, Einar, flytur Æsku-
lýðsfylkingin þér huglieilar árnaðaróskir. Við þökkum
þér allt sem þú hefur verið hreyfingu okkar, þökkum þér
alla baráttu þína, öll þín kraftaverk í fórn og sjálfsaf-
ncitun, eldimi í skapi þínu og geði. Við þökkum þér
leiðsögn þína öll þessi ár, allt sem þú h'efur talað og
skrifað fyrir okkur, allt sem þú hefur kennt okkur í starfi
og fræðum. Við stöndum við þig í þakkarskuld sem ekki
verður metin.
Við óskum sósíalismanum á fslandi þess að hann njóti
enn marga áratugi starfsorku. þinnar, fórnfýsi, þekkingar
og vitsmuna. Við óskum íslenzkri alþýðu þess að hún megi
njóta forustu þinnar enn um Ianga hríð. Sjálfum þér óskum
við þess að þú megir sjá verk þitt og draum fullkomnast:
sósíalískt þjóðskspulag á íslandi.
Lifðu heill, Einar.
Sambandsstjórn Æ.F,
■ OI -ri'- -i I * 1)1-«-
Ih’í'