Þjóðviljinn - 14.08.1952, Page 5
Fimmtudagur 14. ágúst 1952 — ÞJÖÐVTLJINN — (5
AfmœliskveS’iur fil 'Einars Olgeirssonar
Dálæti á borgaralegum
menntamönnum hefur aldrei
verið mér nein byrði í lífinu.
Þó sé ég engin landamæri þar
sem þeir mætast, menntamað-
urinn, sem allt sitt líf hefur
barizt í fylkingarbrjósti verka-
lýðsstéttarinnar, og verka-
maðurinn, er sérhvern dag
hefur verið að lesa og læra í
daglpgri önn stéttabaráttunn-
ar. Af sjónarhól þeirra sér vítt
yfir og þar mun. gott að vera,
og þar hefux Einar Olgeirsson
verið síðan hann var ungling-
ur, enda er hann hamingju-
samur maður.
Félagar okkar úr Jafnaðar-
. mannafélaginu gamla á Akur-
eyri hafa sumir artazt undar-
lega, jafnvel verið boðið upp
á ókeypis reisu um guðs eigið
land. Hitt er svo annað mál,
hvqrt þeir hafa haft hina sönnu
lifshamingju með í fari sínu.
Einar mun sízt öfunda þá þótt
hann haii eklci einu sinni feng-
,ið kross, hvorki með né án
stjörnu, enda á hann betri fé-
lagsskap skilinn.
Kæri Einar, ég veit ekki hve
mörg heillaskeyti þú færð, en
hitt veit ég að þú færð f-leiri
heitar og fölskvalausar árn-
aðaróskir á þessu afmæli þínu
en nokkur annar fimmtugur
íslendingur og það bæði frá
kunnugum og ónafngreindum
fjölda, — alþýðunni, sem hef-
ur fóstrað þig.
Persónulega þakka ég þér
svo ótal margt og árna þér og
flokknum okkar allra heilla.
Aðalbjöra Pétursson.
★
Á þriðja tug þessarar aldar
var vor í lífi íslenzkrar verka-
lýðshreyfingar, hún var far-
in að brjótast úr varnarstöð-
unni og komin í sókn, sem
hefði á skömmum tíma getað
gert hana að öflugustu stjórn-
málasamtökum landsins. En þá
syrti að, því sumir helztu for-
irigjar verkalýðsins tóku að af-
neita krafti sósíalismans og
vérzla við höfuðandstæðingana
um feitustu embætti landsins,
þó augljóst væri, að af því
hlyti að leiða lömun verka-
lýðssamtakanna og jafnvel
uþplausn þeirra og algert von-
leysi alþýðunnar. Nokkrir
-■ ungir menn risu þá upp og
” hófu öflugt viðnám gegn þess-
ar óheillaþróun. Fremstur í
þeirra hópi var Einar Olgeirs-
sori, þó sjálfur væri hann þá
kominn í mjög góða stöðu hjá
■ einu fyrirtæki ríkisins. Síðan
héfur hann verið ímynd alls
þess bezta ög djarfasta, sem
’’ framsæknustu öfl þjóðarinnar
eiga i fórum sínum, og ókrýnd-
ur oddviti allra þeirra, sem
vilja leýsa íslenzka alþýðut
undan oki afturhalds og kúg-
unar og fá henni óskorað vald
til þess að skapa sér mann-
sæmandi lífskjör í landi sinu.
c Það var mikil gæfa fyrir al-
’■ þyðuna að eignasi siíkan
fjs ítfriÆif riism munori I
v .’ V ...• --------
mann. Dagurinn í dag er því
ekki einungis merkilegur á-
fangi á ævi Einars sjálfs, held-
ur mikiU hamingjudagur í bar-
áttusögu verkalýðsins.
Ég óska því íslenzkri alþýðu
til hamingju með daginn og
Einari sjálfum langra og góðra
lífdaga og að honum megi
auðnast að uppskera þau einu
laun, sem hann metur nokkurs
fyrir baráttu sína og fórnfýsi:
valdatöku verkalýðsins á ís-
landi.
A. Jónsson.
★
Ég vil færa Einari Olgeirs-
syni mínar beztu heillaóskir í
tilefni fimmtugsafmælis hans
og ég óska honum, Sósíalista-
flokknum og alþýðunni í land-
inu, sem notið hefur svo mik-
ils góðs af starfi Einars, þess,
að hann eigi enn langa lífdaga
til þess að geta starfað áfram
af Sinni miklu atorku að fram-
förum islenzku þjóðinni til
handa á sviði menningar- og
efnahagsmála og síðast en
ekki sízt að því að tryggja
sjálfstæði þjóðarinnar.
Fyrstu kynni mín af Einari
Olgeirssyni voru þegar undir-
búningur var hafinn að stofn-
un Kommúnistaflokks ís-
lands. Baráttuþrek hans, bjart-
sýni og vígfimi í hinni póli-
tísku baráttu vakti athygli
aHra félaga hans og hvatti þá
til starfa og dáða. Saga komm-
únistaflokksins mátt-i heita ó-
slitin sigurganga frá stofnun
hans og þar til hann var lagð-
ur niður. Einar Olgeirsson var
svo umsvifamikiU í íslenzkum
stjórnmálum, að þrátt fyrir
allar tilraunir andstæðinga
flolcksins til þess að halda hon-
um utan áhrifa í þjóðfélaginu,
brauzt hann inn á Alþingi í
hinum mikla kosningasigri
1937, þegar Einar Olgeirsson
var kosinn á þing.
Eftir stofnun Sameiningar-
flokks alþýðu — Sósíalista-
flokksins, hefur sá flokkur
notið hinna miklu og heilla-
drjúgu starfskrafta Einars Ol-
geirssonar-. Sigrar- Sameining-
arflokks alþýðu frá því að
hann var stofnaður og leitt
hafa til þess, að flokkurinn
nýtur nú fylgis fimmta hluta
þjóðarinnar og hefur 9 menn
á þingi, eru ekki hvað sízt því
að þakka, að flokkurinn hef-
ur notið forustu þriggja mik-
ilhæfra manna, þeirra Einars
Olgeirssonar, Sigfúsar heitins
Sigurhjartarsonar og Bryn-
jólfs Bjarnasonar, sem báru
gæfu til að starfa- saman með
þeim árangri, að þeim tókst að.
lyfta flokknum til vegs og á-
hrifa í þjóðlífi íslendinga al-
þýðunni til blessunar.
Áki Jakobsson.
- ★
Einar Olgeirsson er fimm-
tugur. í dag.
margra jafnaldra minna úr
sveitunum, er ekki voru fædd-
ir er Einar Olgeirsson hóf
störf sín og baráttu í heimi
stjórnmálanna, er ég í tilefni
afmælis hans flyt honum
heillaóskir mínar og þakkir.
Þakkir fyrir hans óeigingjarna
starf í þágu fósturjarðarinnar,
frelsis og lýðræðis. Þakkir
fyrir störf hans í þágu sósíal-
ismans, sem hann hefur sannað
oss að er ekki einungis fögur
hugsjón heldur áþreifanlegur
veruleiki. Sérstaklega ber að
þakka honum og flokknum
hans, flokki allrar alþýðu,
Sameiningarflokki alþýðu —
Sósíalistaflokknum, störfin og
þau áhrif, sem hann hefur haft
á lífskjör almennings og ekki
sízt þau áhrif sem alþýðuæsk-
an hefur orðið aðnjótandi og
skapað hafa henni bjartari
framtíð; og létt hefur henni
gönguna fram á leið, til lífsins.
En oss ber meira en að þakka.
Tökum þátt í baráttunni. í
tilefni þessa dags fylkjum við
oss fastar saman og herðum
baráttuna, fyrir frelsi lands og
þjóðar, undan hernámi og
hverskyns kúgun. Treystum
vor heit við ættjörðina, vinn-
um ötullega fyrir framgangi
sósíalismans, útbreiðum „Þjóð-
viljann“ og „Rétt“. Þannig
munum við bezt þakka Einari
Olgeirssyni starf hans á liðn-
um árum. Ég vona og óska þess
að ísland megi njóta hans og
starfsorku hans sem lengst.
Ásmundur Jónsson.
★
Það var veturinn 1939—40
þegar formyrkvunarský finna-
galdursins hvíldu sem þyngst
yfir íslenzk.u þjóðlífi, að nokkr
ir nemendur í fyrstu bekkjum
menntaskólans, sem ekki höfðu
látið blindast af moldyiðrinu,
ákváðu að reyna í sameiningu
að verða einhvers ljósari um
eðli þess þjóðfélags, sem þeir
lifðu í. Þeir komu sér saman
um að hittast einu sinni í viku
og ræða málin sín á miHi. Þeim
varð fljótt ljóst, að nauðsyn
bar til, að þeir fengju leiðbein-
anda, sem var fróðari en þeir,
gat skorið úr vafaatriðum og
vísað á hvar mætti afla frek-
ari kunnustu í bókum. Þeir
ákváðu að leita til Einars Ol-
geirssonar.
Þeir vissu vel, að hann var
hlaðinn störfum, mikilvirkur
stjórnmálamaður og ritstjóri
dagblaðs. Þeir fóru nærri um
það, að hann mundi ekki hafa
mikinn tíma aflögu, en með
dirfsku, sem er æskumönnum
eiginleg, leituðu þeir samt til
hans, Hann varð strax við bón
þeirra, kvöld eftir kvöld sat
hann á fundum með þeim
þann langa og dimma vetur,
ræddi við þá, veitti þeim svör,
örvaði þá og- hvatti með gam-
ansemi sinni og alvöru. Allir
munu þeir minnast .þessara
þeir veganesti sem mun end-
ast þeim allt lífið.
Einn úr hópnum vill nota
tækifærið til að þakka Einari
Olgeirssyni þessar stundir.
Ásmundur Sigurjónsson.
★
Einar.
Það var búið að berja okkur
einu sinni. En við söfnuðumst
saman á ný. Um stund vorum
við lostin djúpri þögn, höfð-
umst ekki að, skildum tæp-
lega hvað hafði gerzt. Við vor-
um hingað komin til að þiðja
fulltrúa okkar á þingi að við
mættum láta í ljós áHt okkar á
örlagamáli þeirrar þjóðar sem
við sjálf vorum. Óskir okkar
voru að engu hafðar, málið var
leitt til lykta, það átti að
berja þennan lýð burtu. Ég
veit ekki hvað gerðist'í dul
og hljóði hjartna okkar. En
skyndilega kvað nafn þitt við
af þúsund vörum í ljósi þessa
svarta dags. Við hrópuðum á
þig, báðum þig að ganga fr.am,
þráðum að heyra þig mæla
nokkur orð. Austurvöllur óm-
aði af nafni þínu.
Og þó veit ég hvað gerðist
í brjósti okkar. Málinu var
lokið, engu yrði breytt, þeir
höfðu lögleitt svikin. Þá köll-
uðum við á þig af því við viss-
um fyrir löngu að þú berð
ísland í hjartanu, það ís-
land sem ekki verður svik-
ið ; og er við nefndum
nafn þitt vorum við í sorg-
inni að minna okkur á að
þetta ísland var þó ennþá til,
að baráttunni yrði haldið á-
fram, að frelsishugsjónin
skyldi aldrei að eilífu drepin
í dróma. Við nefndum þig en
meintum ísland.
Þeir beittu að lokum gasi
gegn okkur. Austurvöllur stóð
auður eftir. En í æðri skiln-
ingi vorum við sigurvegarar
dagsins — þú og við.
Bjarni Benediktsson.
★
Félagi Einar, ég er einn í
hópi hinna mörgu er í dag
senda þér hugheilar þakkir fyr
ir þá ómetanlegu forystu, er
þú hefur veitt alþýðu þessa
lands í baráttu hennar fyrir
bættum lífskjörum og betra
þjóðfélagi.
Það er von mín, sem þús-
unda annarra alþýðumanna í
þessu landi, að Sósíalista-
flokknum og verkalýðnum
megi auðnast að njóta enn um
langt skeið, hinnar glöggu for-
ystu þinnar.
Björn Bjarnason.
★
Kæri félagi Einar Olgeirsson!
Hamingjuósk mín í dag er til
íslenzku þjóðarinar. Heill
hennar og heHl þín verður ekki
aðskiHn. Við þökkum fyrir þá
gæfu að hafa notið leiðsagnar
þinnar í nærfellt 30 ár ög megi
íslenzka þjóðin lengi njóta
syni, þurfum við ekki að óttast
úrslitin i einvíginu miUi ís-
lenzks anda og amerísks doU-
aravalds.
Brynjólfur Bjaraason.
★
Fyrstu kynni mín af Einari
Olgeirssyni voru í þeim fá-
lagsskap, er prýða mætti hvern
ungling, sem sé Unglingareglu
Goodtemplara, og áfram halda
kynni mín af honum, er hann
gerðist málsvari hinna fátæku
og smáu og svo er enn. Hér er
hinn mikli foringi, sem aldrei
verður orðfall þóít á móti
blási, heldur harðnar sókn
hans við hverja þraut. Ég veit
að i dag munu margir um land
allt senda hinum vinsæla og
dugmikla foringja sínum hlýj-
ar kveðjur og árnaðaróskir á
þessum merka degi hans.
Ég vona, Einar, að þér muni
veitast kraftur til að sjá hug-
sjónir þínar rætast, bæði ísland
frjálst og óhernumið og sigur
sósíalismans.
Carolina Siemsen.
★
Enda þótt Einar Olgeirsson sé
aðeins fimmtugur að aldri í
dag, á hann stórbrotnara æfi-
starf að baki en flestir ef ekki
allir íslendingar fyrr og síðar.
Ef til vill finnst einhverjum
í fljótu bragði, að hér sé of
mælt, en svo er þó ekki.
Fyrir hartnær þrjátíu árum
tókust tveir ungir íslendingar
í hendur og bundust þeim fast-
mælum að hrinda af stað
flokki íslenzkra marxista,
flokki íslenzkra sósialista sem
forystuliði í frelsisbaráttu ís-
lenzkrar alþýðu.
Þessir ungu íslendingar voru
þeir Einar Oigeirsson, afmaelis-
barn' áagsins, og Brynjólfur
Bjarnason.
Með þessari sögulegu á-
kvörðun og öllu því tröllaukna
starfi, er henni hefur fylgt,
hófust aldahvörf í sögu ís-
lenzku þjóðarinnar: sókn henn
ar til sósíalismans.
í þessari sókn hefur nafn
Einars Olgeirssonar risið hæst
og að verðleikum. Og fáir eða
engir skilja betur en einmitt
hann, að þessari sókn getur
aðeins lokið á einn veg, hvað
sem öldugangi baráttunnar
líður.
Við íslendingar erum vanir
því að hugsa í „þúsund árum“
að tengja fortíð þjóðar okkar
við málefni liðandi stundar.
En engan annan en Einar
Olgeirsson hef ég vitað tengja
fprtíð • þjóða.rinnar traustar
við framtíðina, horfa skýrar
fram á við með auðlegð is-
lenzkrar sögu að- baksviði,
Engum öðrum íslendingi
hef ég kynnst, sem skilur bet-
ur og þekkir hin miklu auð-
æf i íslands og möguleikana til
þess að virkja þau í þágu aUr-
ar alþýðu.
Ég veit að.ég;tala.fyrir munn stunda nreð þakklætj, þá fengu hexmar. Mgðap á sHka.(. i(Fr^mha'd 6. ^ ^
JGTiír ib j'uíkB hnmd msgi ,nftí3infidiiíSt)J8 .riaoafniosiC • -uH r\ rvi!ar\as.'.v-r \Ac., j.-.óa- ■