Þjóðviljinn - 14.08.1952, Side 6

Þjóðviljinn - 14.08.1952, Side 6
fi) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudag-ur 14. ágúst 1952 —— Afmœliskveðjur til Einars Olgeirssonar Framhald af 5. síöu. Engan annan íslending hef ég vitað draga upp víðfeðmari og langsýnni áætlanir um framtíðarnýtingu íslenzkrar orku til þess að útrýma at- vinnuleysi, fátækt og þræl- dómi, né sjá skýrar möguleik- ana til hagsældar og lífsham- ingju allra íslendinga. Einar er einmitt fuiltrúi hinnar ótæmandi orku ísl. þjóðarinnar. í honum sjálfum býr einmitt sú andlega orka og sá skilningur, sem er fær um að leysa alla krafta íslands úr læðingi, undir skiiyrðum þjóðfrelsis og sósíalisma. Fyrir mér er Einar Olgeirs- son íslenzkastur allra íslend- inga. Hann er hinn kjörni foringi sökum einstæðra hæf ileika sinna til að umgangast menn, túlka málstað alþýðunnar og skipuleggja baráttuna fyrir þeim þjóðfélagsháttum, sem færa alþýðunni frelsi, velmeg- un og stórstígustu framfarir. Hann er í senn ljúílingur og leiðtogi íslenzkrar alþýðu. A fimmtugsafmæli hans óska ég honum hjartanlega til hamingju, óska honum góðrar heilsu og langra lífdaga og þess, að íslenzk alþýða, íslenzk þjóð, megi undir forystu hans ná því mikla marki, sem hann hcfir helgað líf sitt og snilli. Eggert Þorbjarnarson. ★ Gott sei Dank dasz es Kom- munisten gibt. (Guði sé lof fyrir að til eru kommúnistar). Það var vestur-þýzkur prestur sem sagði þetta fyrir skömmu, og hann sagði það í predikun. Guði sé lof fyrir að til.eru kommúnistar á borð ’>úð Ein- ar Olgeirsson. Fyrstu upplýs- ingarnar sem ég fékk um þann mann, voru þær, að hann væri æsingamaður og friðarspillir flestum fremur, og víst er um það, að ekki er hann myrkur í máli um það sem aflaga fer. Næst komst ég að því, áð hann var bæði eiskaður og virtur af þeim sem þekktu hann bezt, svo sem bekkjarfélögum frá skólaárunum. Og loks þurfli ég svo ekki annarra umsögn um manninn þann- Frá því er Sósíalista- flokkurinn var stofnaður, hef ég séð það og reynt hver mað- ur Einar Olgeirsson er, ég tel mig -hafa auðgazt stórum á því að kynnast honum. Það er margt sem aflaga fer í þjóð- lífi okkar um þessar mundir, og ýmsum sýnist svo sem dimmt sé fyrir augum. Það hefur oft verið dimmt til lofts að líta í sögu þessarar þjóðar, en samt lét hún aldrei bugast. Alltaf voru hér til menn sem héldu svo á málum að bjarmi sást af þeim degi sem í vænudum var. Og nú eru það menn á borð við Ein- -ar.Olgeirsson, sem-vekja okk- ur vonir um bjartari’ tíma' og bétrj, sjálfur er hann þ'ar méð þeim fremstu í flokki. Á þessum tímamótum í ævi Einars Olgeirssonár óska ég honúm heilla óg .hámirigju og' langra lífdaga, en' jafnframf óska ég þjóðinni til hamingju' með einn sinn beztá mann. Eiríkur Helgason, Bjarrtarnesi. ★ í dag verða vafalaust svo margir til að minnast þess starfs Einars Olgeirssonar sem. hann er þjóðkunnastur fyrir,. að það getur naumast talizt goðgá að riíja lítið eitt upp starf, sem hann eitt sinn hafði með höndum, en er nú löngu fallinn frá. Vissulega á afmæl-. iskveðja til miðaldra manns ekki að vera í eftirmælastjl,' enda er það ekki tilætlúnin. Haustið 1924 var í Gagn-. fræðaskólanum á Akureyri. hafin kennsla í námsgreinum 4. bekkjar hins almenna menntaskóla, í þeim tilgangi að greiða veg til framhalds-; náms nokkrum fátækum nem- endum, sem ella hefðu orðið. að liætta námi. Það var vísir-.,- inn að Menntaskóla Akureyr- ar. Miklu af kennslunni bættu kennarar Gagnfræðaskólans ofan á sín föstu störf, en einn nýr kennari var þó fenginn vegna þessarár lærdómsdeildar og kenndi hann ekki við Gagn- íræðaskólann að öðru leyti. — Þessi kennari yar. Einar .Olr. gtírsson. — Má hann því me'ð nokkrum rétti' kallást fyrsti ■ kennarinn við Meniitaskólann á Akureyri. Einnig er óhætt að- fullyrða, að várt mundi hafa orðið af þessari kéhnslu á þess- um tíma, ef hans hefði eigi not- ið við, enda dregur Sig. Guð-' mundsson, skóláméistári, ekki dúl á það. Hann kenast svo að orði: „Fleira studdi og að því, að ráðist var í slíka fram- haldskenslu. Þá kbm hingað til bæjarins sunnan frá Þýska-' landi ungur mentamaður og efnilegur, hr.Einar Olgeirsson, er stundað hafði um þriggja- ára skeið ensku-, þýsku- og. bókmentanám í Berlínai’há- skóla. Virtist mér maðurinn hinn vænlegasli til kennara, og hefur mjer eigi brugðist sú von.“ — Einar kenndi ensku þýzku'- og dönsku. Hann kenndi af lif- andi áhuga og svo miklum dugnaði, að fáir hafa náð betra árangri. Hann var kröfuharð- ur, bæði við sjálfan sig og nemendur sína, en þó gerði hann kennslustundirnar svo skemmtilegar, að nemendur hlökkuðu íil þeirra. Auk þess sem hann hamraði orð og setningar annar- legra tungna inn í misþykka hausa, sagði hann frá bók- menntum þeirra þjóða, hverra mál hann kenndí, á svo lifandi hátt, að brennandi áhugi vakn- aði hjá nefnehdum til þess að. lesa bækur þær, sem hann gerði að umtalseíni, Og munu sumir jafnvel hafa gert meira að þeim lestri en samrýmzt gæti von um hátt próf. Þá dró það ekki úr ánægj- unni í kennslustúndum Einars, -þegar hann löfáði némendum að njóta græskulausrar kímni sinnar sem hann á svo mikið áf. —■ Það var ekki algengt, að nemendur Við Gagnfræðaskól- ann á Akúreyri mættu þunnir og nöturlega á sig komnir í morguntíma, en þó gat slíkt komið fyrir. Eitt sinn tók Ein- ar upp þann, sem næstur sat Þorkeli þunna, og um leið og hann sagði honum að' hefja lestur, bætti hann við með glettnislegu . brosi: „En háfið þér ekki hátt, svo að við vekj- um ekki hann Kela.“ Veturinn 1925—’26 var E. O. oft veikur, en dugnaðurinn og ósérhiífnin svo, að hann hætti ekki að vinna fyrr én hann bókstaflega hneig ruður. Einn nemenda hans fór í annan laiidsfjórðung upp úr áramót- um 1925, og fór heim til Einars til þess að kVeðja hann. Þá hafði hann legið um nokkurn tíma, en svo var áhuginn mik- ill, að þrátt fyrir sótthita, reis hann úpp við dogg í rúminu og var að lesa prófarkir af bók sinni um Rousseau, en hún átti þá að fara að koma út. Er þeir höfðu ræðzt við um stund, spurði Einar piltinn, hvort há'nií Væri' tíÓkkúð að flýta sér, og er svo var ekki, rétti hann honum handritið og bað iiann að lesa nokkrar síður, en fylgdist sjálfnr með próf- örkinni. Þessu fór fram þangað til hann gat ekki meira. —■ Svona heíur’Einar ætíð Verið:j Hann kann ekki að hljfa sér. Þessi nemandi bjóst tæpast við að sjá E. O. aítur, því að skömmu síðar var hann fluttur til Vífilsstaða, mikið veikur. En, sem betur fór, tókst Einari að sigra hvíta dauðann, og af mörgum dauða hefur hann borið sigurorð um ævina og á eftir að gera. En hvílíkt happ það var íslenzkri alþýðu, að Einar féll ekki þar, verður seint fullmetið og fullþakkað. Beztu árnaðaróskir Einar, frá nemanda þínum frá 1924 til þes.sa dags. E. Eyjólfsson. * Þegar litið er yfir sögu síðastliðins aldarfjórðungs, rifjaðar upp persónur og at- burðir þes^a viðburðaríka tímabils, furðar mann á því, að Einar Oigeirsson skuli þó ekki vera nema fimmtugur, eftir svo langa og stormasama stjprnmálasögu. En þegar maður hitíir hann sjálfan, finnst manni að margur þrí- tugur mætti öfunda hann af lífsfjöri hans og starfsþrekí. Ég minnist Einárs Olgeirs- sonar fyrst,- er iiann hélt' hátíðaræðu á afmæíi Jóns Sig- urðssonar 1927 á Akureyri. Mér hefur jafnan síðan fimd- izt sú minning táknræn. Einar hefur síðastliðinn aldarfjórð- ung staðið óslitið í fylkingar- brjósti í íslenzkri frelsisbar-' áttu — bæði þeirri, sem inn á við veit, og hinni efnahagslegu og stjórnmálalegu sjálfstæðis- baráttu. Trúin á það, að honum endist líf og kraftar að leiða þá baráttu til lykta, er • afmælisgleði þessa dags. Gísli Ásmundsson. ★ Ég hef stundum ltugsað um það, hvernig myndi vera um- horfs hjá okkur ef Við ættum ekki Einar Olgeirsson. Hvar væri verkalýðshreyl> - ingin á vegi stödd? Hvað hefði orðið úr nýsköpr un? Hvemig stæði sjálfstæðisbar- áttan og hversu stór væri flokkur alþýðunnar? Við þessum hugleiðingum fær maður aldrei fullnaðar svar, en eitt er víst, við stæð- um langt að baki því, sem við stöndum í dag, ef ekki hefði notið hinmtr frábæru forustu og baráttu Einars Ol-. geirssonar. Efling verkalýðs- hreyfingarinnar og sköpun Sósíalistaflokksins, sem Einar á stærstan þátt í að hafa komið fram, stórkostlegum umbótum í landinu allri alþýðu til handa, og er hlutur Einars í þeirri baráttu æði stór. Sá hlútur verður aldrei veginn eða mældur með venjulegu máii, en öll alþýða landsins nýtur hans og geymir hann í hug sínum og hjarta. Það eru aðeins 6 ár síðan-ég kynntist Einari Olge.irsssyni persónulega. Frain að þeim tíma þekkti ég hann aðeins sem hinn afburðasnjalla ræðu- mann og penna. Síðan hef ég átt því láni að fagna að hafa við hann náið samstarf og það sem hrifið hefur mig mest til viðbótar þeim hæfileikum, er ég þekkti, eru hinir frábærú mannkostir hans og hinn brennandi eldlegi baráttuhug- ur, sem aldrei dvin fyrir öllum þeim málum, er varða gengi alþýðunnar og sósíalismans. Það er eins og maðurinn sé ó- þreytandi, þó hann þreytist, er áhuginn svo mikill, hugurinn svo stór, trúin svo sterk á land og þjóð. Það grunar fæsta hversu þreytandi og lýjandi það er að standa í fremstu víglínu stjórnmálabaráttunn- ar í fleiri tugi ára oít við mjög erfið skilyrði, fjárhagserfið- leika og margvíslegar ofsóknir valdhafanna og unna sér aldrei hvíidar. Þetta hefur Einar Ol- geirsson gert. En þrátt fyrir alla þessa þrotlausu og hvíld- arlausu baráttu er hinn eld- legi brennandi áhugi hans ætíð hinn sami og slíkur, að maður gæti vart trúað því að -hann í iiafi verið meiri um tVitugt.- Ég minnist þess ekki-öll þau ! ár síðan ég kynntist Einari, að [ hann hafi nokkru sinni neitað ! að gera eitt eða annað í þágu flokksstarfsins eða verkalýðs- '; hreyfingarinnar, ef til hans var . leitað, en það skal játað, að við : félagar hans höfum stundum gengið feti lengra en góðu hófi < gegndi í því efni sökum þess, ; hve auðvelt það er og örúggt ; að afgreiða málið í hendur Einari. Það er stórfenglegt að éiga að baki sér annað eins lífsstarf og Einar Olgeirsson á nú að- eins fimmtugur. íslenzk alþýða er stolt af foringja sínum og það skapar • henni öryggi og sigurvissu í hinni nýju sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar að njóta forustu hans. Um leið og ég flyt Einari Ol- géirssym mínar beztu þakkir og hamingjuóskir á fimmtugs- afmælinu viídi ég bera fram þá ósk íslenzkri alþýðu til handa, að hún megi undir hans for- usíu og leiðsögn Ijúka veginum yfir hinar hrjóstrugu lendur kaþítalismans að markinu mikla — sósíalismanum. Guðmundur Hjartarson. ★ Það er margt að þakka í dag á fimmtugsafmæli Einars Olgeirssonar. Og þó skal ekki gerð tilraun til neinnar upp- talningar. Aírek og lífsstarf Einars Olgeirssonar er samofið baráttu íslenzkrar alþýðu um þrjá áratugi þar sem' hann hefur verið ókvikull forustu- maður og óþreytandi eldhugi á vettvangi hinnar faglegu og pólitísku sóknar íslenzka erfið- ismannsins til batnandi lifs- kjara, aukinnar menningar og . áhrifa á gang þjóðmála og jafnframt með hið mikla tak- mark sósíalistískrar þjóðfé- lagssköpunar að leiðarhnoða og lokamarki, En hæst hygg ég að Einar Olgeirsson hafi risið í því stór- íenglega forustuhlutverki sem hann hefur gegnt í þeirri nýju og örlagaríku sjálfstæðisbar- áttu íslendinga sem yfir stend- ur. Enginn heilskyggn ísiend- ingur efast um að þar hefur hann borið hæst allra sam- tíðarmanna sinna. Enda mun leitun á manni sem býr yfir víðtækari og traustari þekk- ingu og yfirsýn yfir sögu lands og þjóðar, jafnt á tímum hörm- unga og niðurlægingar hinna löngu og myrku alda og eftir að þjóðin hóf endurreisnar- starfið og sókn sína til frelsis og íullveldis. Sú yfirgrips- mikla þekking hefur áreiðan- lega reynzt Einari verðmætt vopnabúr í sókn hans og vörn fyrir málstað íslands í átökun- um við umboðsmenn hins ame- Framhald á 7. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.