Þjóðviljinn - 17.08.1952, Blaðsíða 5
4) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 18. ágúst 1952
Sunnudagur 18. ágúst 1952 — ÞJÓÐVILJINN
KUÓÐVIUINN
Vtgafandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sóaíalistaflokkurinn.
Ritstjórar Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.),
Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason.
Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Magnús Torfi Ólafsso*,,
Guömundur Vigfússon.
. Auglýsingastjóri: Jónstemn Haraldsson.
Kttfltjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust%
lf — Sími 7500 (3 línur).
Áiki-iítarverð kr. 18 á mánuði í Reykjavik og nágrenni; kr. 1*
asnaxétaSar 4 ,'andinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið.
Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
Baráttueining alþýðunnar
Atvinnuleysið og skorturinn er nú orðið hlutskipti ís-
lenzkra alþýðúheimila fyrir tilverknað afturhaldsstjórn-
arinnar sem situr að völdum í landinu. Og' þótt ekki sé
annað fyrirsjáaniegt en alger neyð bíði verkalýðsins víðs-
vegar um land á komandi hausti og vetri veröur þess ekki
á nokkurn hátt vart að valdhafarnir rumski eða undir-
búi nokkrar þær ráðstafanir sem að gagni mættu koma
til þess að bægja hungrinu og allsleysinu frá dyrum fólks-
ins.
Svo gjörsamlega sinnulaus og svikul hefur rikisstjórnin
l’eynzt að meira áð segja þær litlu ráðstafanir sem hún
hefur lofaö að gerá eru sviknar. Þegar neyðin þrengdi
íastast aö Siglfirðingum á síðastliðnum vetri gaf ríkis-
stjórnin þeim fyrirheit um eina og hálfa milljón króna
til atvinnuaukningar þar á staðnum. Var gert ráð fýrir
áð’ verja því fé til áð koma upp stóru frystihúsi á vegum
Síldarverksmiöja ríkisins, en einmitt frystihússkorturinn
hefur staöið útgerðinni á Siglufiröi mjög fyrir þrifum og
alveg sérstaklega hindrað að unnt væri að hagnýta þar
til atvinnuaukningar þann afla sem bæjartogararnir færa
áð- landi.
Þetta loforð ríkisstjórnarinnar hefur veriö svikiö og
allar framkvæmdir í málinu strandað á Ólafi Thors at-
vinnumálaráðherra. Þótt liönir séu tíu mánuöir síöan lof-
oröiö var gefið bólar ekkert á framkvæmdum. Og aö af-
stöönu einu síldarleysissumrinu í viöbót er alveg augljóst
aö veröi ekkert aðhafzt til bjargar bíöur alger neyö og
bjai'garskortur Siglfiröinga á vetri komandi. Þarf engan
aö undra þótt bæjarfélag þeirra sé þess ekki umkomiö áö
bægja honum frá dyrum eitt og óstutt, eftir öll þau skakka
föil sem gengiö hafa yfir aöalatvinnuveg Siglfixöinga
mörg undanfarin ár vegna aflabrestsins á síldveiðunum.
En þótt horfurnar séu óvíöa eins skuggalegar og á
SiglUfiröi ef-tir algjört síldarleysissumar er þær því miður
engin undantekning. í bæjum og þorpum um allt land
herjar atvinnuleysiö nú meiri fjölda en nokkru sinni síö-
an fyrir stríð. Og ofan á atvinnuleysiö bætist svo sívax-
andi dýrtíð og óbærilegur skattaþungi, hvortveggja af
Völdum þeirrar stjórnarstefnu sem fylgt er af afturhalds-
stjóm Framsóknar og íhalds1.
En þetta þarf ekki svo aö vera. Ástandiö sem nú ríkir
er rökrétt afleiðing af því aö of stór hluti almennings
hefur veitt öflum afturhalds og hnignunar brautar-
gengi á undanförnum ámm. Vald sitt hafa þau svo notaö
til aö stöðva nýsköpunina og framfarimar sem færöu
verkalýönum og þjóðinni allri atvinnu og velmegun. Og
til þess verks hafa afturhaldsöflin notið fyllstu aöstoðar
sendimanna sinna í röðum verkalýösins sem hafa haft
þaö hlutverk á hendi að halda honum sundruöum og
hindra eölilegt viðnám hans gegn árásum auðvalds og
ttfturhalds.
Þetta er nauösynlegt áö allur verkalýður landsins skilji
og hagi afstöðu sinni og viöbrögöum gegn atvinnuleysinu
og neyöinni í samræmi viö dýrkeypta reynslu. Atvinnu-
leysiö og áörar afleiðingar stjórnarstefnunnar fara ekki
í manngreinarálit. Neyöin kemur jafnt niður á verka-
manninn og heimili hans hvort sem hann telur sig fylgj-
andi sósíalistum eöa Alþýöuflokki, Framsókn eða íhaldi.
Öll verkalýösstéttin veröur herfang fátæktarinnar og
skortsins, alveg án tillits til lífsskoöana sé ekki réttum
úrræöum beitt til bjargar.
Og eina raunhæfa lausnin á þeim vanda sem að verka-
lýðsstéttinni steöjar er sköpun virkrar baráttueiningar al
þýðu. Með því aö standa saman um sameiginleg hags-
munamál sín, bæja sundrungarfjanda afturhaldsins frá
dyrum samtákanna og velja til forustustarfa' þá menn
eina sem reyndir eru aö ötulleik í starfi og órofa tryggö
viö hagsmuni vinnandi fólks getur verkalýöur landsins
tryggt sér batnandi afKoniu og bjartari framtíö. Samtök
alþýöunnar búa vissulega yfir nægilegu afli og reynslu
til 'þess aö ti’yggja hlut vinnandí stétta landsins sé þeim
i)Öeins beitt af dirfsku, festu ög fi’amsýni að lausn vanda-
análaima. .
Amerískir íerðamenn heimsækja ísland.
„KÆRI Bæjarpóstur: Það hef-
ur dregizt nokkuð að ég sendi
þér þessar línur. Nú geri ég
það í trausti þess að þú álítir
ekki ,að það sem í þeim
stendur sé úrelt orðið.
Þáð væri fjarri mér að vilja
halda því fram, að hinir am-
erísku ferðamenn, sem hingað
komu fyrir nokkrum með
skemmtiferðaskipinu „Caron-
ia“ hafi getað talizt menning-
arfulltrúar lands síns, öllu
heldur mætti segja, að þeir
væru fulltrúar sinnar stétt-
ar, sem sé hinnar efiiuðu mið-
stéttar, en samt aúðvitað
mótaðir af því umhverfi, sem
þeir lifa og hrærast í dag-
iega. Það var því ekki alls-
kostar ófróðlegt að kynnast,
þó ekki væri nema einn dag,
hugsunarhætti* og viðhorfi
þessa. fólks, og veittist mér
sem leiðsögumahni tækifæri
til þess. Auðvitað dytti eng-
um í hug, eftir svo skamm-
vinn kynni, að kveða upp'
endanlegan dóm um menning-
arstig þessara einstaklinga, en
stundum sjá menn samt
gleggra við fyrstu sýn en
þegar smáatriði lengri kunn-
ingsskapar eru farin áð villa
sýn.
★
OKKUR túlkunum voru gefn-
ar ýmsar upplýsingar um
ferðamennina., en eitt vakti
eftirtekt allra. Ferðaskrifstof-
an ameríska, sem hafði undir-
búið ferðaáætlun skipsins,
hafði sent þau skilaboð, að
þéss væri óskað, að túlkar
væru sér við bor'ð við allar
máltíðir. Þessi frétt kom mjög
undarlega við okkur íslend-
inga, sem erum ekki vanir
því, að gerður sé þesskonar
mannamunur.
Mörgum varð stársýnt á hina
mislitu hjörð, þegar hún sté
á iand. Kvenfólkið virtist í
töluverðum meirihluta, en
ekki trúi ég, að piltunum hér
hafi hlýnað neitt yfirtak um
hjartarætur, því áð fæstar
þessara kvenna áttu neitt
skylt við hugtakið blómarósir,
og þar að auki var meikuppið
svo þykkt, að andlitin voru
líkari hrjóstrugu fjalllendi,
þar sem hrukkurnar mynduðu
dáli og jafnvel gildrög, þegar
íslenzka sumarregnið lét til
sín taka. Voru þær einna
líkastar egypzkum múmíum,
og mætti segja, að mönnum
hafi brugðið, þegar þær fóru
að tala og sýna önnur lífs-
merki.
ÞEGAR FERÐAFÖLKIÐ hafði
skoðað helztu byggingar og
söfn í hænum var ekið til
Þingvalla. Áhuginn á landi or
þjóð virtist mér vera af mjör
skornum skammti hjá þessi
fólki, og það, sem fyrst or
fremst einkenndi það, va
þreyta og leiði, sem ekki viri
ist eiga neinar augljósar ?
stæður, heldur væri freka'
yfirþyrmandi lífsleiði. Konurr
ar voru ófúsar að stíga, út ú
bifreiðunum, og margsnurðv
okkur áður, hvort nokkuð vær
nú sérstákt að sjá. Kárlmenn
irnir sýndu ofurlítið meiri á
huga, sem sennilega. hefnr sta’
að af því, að þeir höfðu flesti’
meðferðis myndavél eð;> jafn
vel kvikmyndavél, og þannig
gátu þeir notfært sér náttúru-
fegurðina. Það hlýtur að vekja
menn, og það margir saman,
sem ekki skynja náttúrufeg-
urð, nema hægt sé að nýta
’hana, til. einhvers, einkum þar
sem hin óviðjafnanlega feg-
urð þessa lands er hérumbil
hið eina, sem það hefur fram
yfir önnur lönd. í þessu sam-
bandi minnist ég þess, að
nokkru eftir að við komum til
Þingvalla, og menn höfðu haft
tíma til þess að virða staðinn
fyrir sár, spurði einn þeirra
mig: „Hversvegna kjósa menn
að eyða hér frídögum sínum ?“
Svar mitt, að mönnum þætti
staðurinn fállegur, virtist hon-
um með öllu óskil janlegt.
Lengi á eftir var hann að
velta því fyi-ir sér, hvernig
menn eyddu tímanuni þar, og
spurði mig, hvort ekkert væri
hægt að gera þar, spila tennis
eða golf eða bara gera eitt-
hvað. Af þessum viðbrögðum
hans var mér allt í einu ljóst,
hvað muni valda hinum tíðu
taugaáföllum Ameríkumanna.
Menn, sem ekiki geta setzt nið-
ur, þegar þeir sjá „sólskins-
blett í heiði“ án þess að hafá
um leið eitthvað annað fyrir
stafni, hljóta að fá taugaáfall
að minnsta kosti árlega. En
vel á minnzt, er ekki þessi
sýki farin að gera ískyggilega
vart við sig hér? Fjallgöngur
og útilegur virðast vera að
leggjast niður og, í þeirra stað
koma bowling og golf.
★
ÞEGAR VIÐ vorum að nálgast
bæinn aftur, spurði maður,
Framhald á 6. síðu.
Sunnudagui' 17. ágúst (Anastasf-
us). 230. dagur ársins — Tungl
í hásuðri kl. 10:13 — Árdégisflöð
kl. 3:25 — Síðdegisflóð kl. 15:45
Lágfjara kl. 9:37 og 21:57.
Flugfélag Islands h.f.:
1 dag verður flogið til: Akur-
eyrar og Vestmannaeyja. — Á
morgun verður flogið til Akur-
eyrar, Vestmannaeyja, Seyðisfj.,
Neskaupstaðar, Isafjarðar, Vatn-
eyrar, Kirkjubæjarklausturs, Fag-
urhólsmýrar, Hornafjarðar og
Siglufjarðar.
Rafmagnstakmö rkun í dag
Nágrenni Rvíkur, umhverfi EU-
iðaánna vestur að markalinu fri
Flugskálavegi við Viðeyjarsund,
vestur að Hlíðarfæti og þaðan til
sjávar við Nauthólsvík í Fossvogi.
Laugarnes, meðfram Kleppsvegi,
Mosfellssveit og Kjalarnes, Árnea-
og Rangárvallasýslur.
Kl. 8:30 Morgunút-
varp. 10:10 Veð-
fr. 11:00 Messa x
Laugarneskirkj u
(séra Páll Þor-
leifsson prestur að
Skinnastað). 12:15 Hádegisútvarp.
15:15 Miðdegistónleikar (pl.): a)
Fantasía í C-dúr fyrir píanó
(Wanderex’-fantasían) eftir Schu-
bert. b) „Til tónlistarinnar", tón-
verk fyrir einsöngvara og hljóm-
sveit eftir Vaughan Williams. c)
Lagaflokkur úr óperunni „Meist-
arasöngvararnir" eftir Wagner,
16:15 Fréttaútvarp til Islendingá
erlendis. 16:30 Veðurfregnir. 18:30
Barnatími (Baldur Pálmasin): a)
Upplestrar. b) Fjögurra ára telpa
syngur. c) Tómstundaþáttur
barnatímaiis (Jón Pálsson). d)
Tónleikar. 19:25 Veðurfi-. 19:30
Tónleikar: José Iturbi leikur á
píanó (pl.) 20:00 Fréttir. 20:20
Tónleikar (pl.): Chaconna eftir
Vitali. 20:35 Erindi: Sveinbjörn
Egilsson; 100 ára dánarminning
(Vilhj. Þ. Gíslason skólastjóri).
21:00 Tónleikar (pl.): Sinfónískir
dansar op. 64 eftir Gi-ieg. 21:15
Leikrit: „Nafn og æra“ eftir
A. A. Mijne, þýtt og staðfært af
Stefáni Jónssyni fréttamanni. —
Leikstjóri: Ævar Kvaran. Nem-
endúr úr leiklistarskóla hans
leika. 22:00 Fréttir og Veðurfr.
22:05 andslög pl.) til 23:30.
í'tvarpið á morgun
Fastir liðir eins og venjulega.
Kl. 19:30 Tóhleikar: Lög úr kvik-
myndum. 20:20 Útvarpshijómsveit-
in; Þórarinn Guðmundsson stjórn-
ar: a) „Voiið’, forleikur eftir
Moúton. b) „Meditation" eftir Col-
eridge-Tayloi'. c) „Fíorentiner-Int-
ermezzo" eftir Wa.gha.ltei-. d)
„Krolls Ballklánge", vals eftir
Lumbye. 20:45 Um daginn og
veginn (Daníel Ágústtínusson
kennári) 21:05 Einsöngur: Ric-
hai-d Tauber syngur (pl.) 21.20
Erindi: Fæi-eyjar — þing og þjóð-
líf (Ingólfur Kristjánsson blaða-
maður). 21:45 Tónleikar (þl.): Pi-
anósónata í g-moll op. 22 eftir
Schumann. 22:10 Dans- og dæg-
urlög: Frangie Laine o. fl. syng.ja.
Bafmagnstakmöi-kun á morgun
3. hluti Hliðarnar, Noi-ðui-mýri,
Rauðarái-holtið, Túnin, Teigarnir,
íbúðai-'hvei'fi' við Laugarnesveg að
Kleppsvegi og svæðið þar norð-
austur af.
Læknavarðstofan Austurbæjarskól-
anum. Sími 5030. Kvöldvörður og
næturvörður.
Næturvarzla i Ingólfsapóteki. —
Simi 1330.
Mjólkurframleiðendur! Nú er á-
ríðandl að kæla mjólkina vel.
Mjólkureítirllt ríkisins.
8
iórar ríkisbanka
Heigidagslæknir er Arinbjörn Koh-
beinsson, Miklubraut 1. Sími 5298.
Lausii á nr. 24:
1. Rg7—e6.
8'
Era fiæktir í gjaMeyrisbrask sem nemitr íugum
miiljána króna
Fyrir rúmri viku var átta af bankastjórum Creditan-
statt Bankverein, þjóðbanka Austurríkis, varpað í fang-
elsi.
Bankastjórarnir eru grunaðir
um þátttöku í stórfelldu gjald-
eyrisbraski og gjaldeyrissmygii.
Áður hafði starfsmaður í gjald-
eyrisdeild bankans verið hand-
Hreindýr flntt
til Grænlands
Tveir lappar gæta nú beztu
hreindýrahjarða Finnmerkur
við Altafjörð í Nor'ður-Noregi.
Hreindýrin á að flytja til Græn
lands.
Þau bíða eftir fari meðan
verið er að breyta flutnings-
skipinu svo að það geti tfekið
300 hreindýr í lestarrúm. Lapp
inn Hagen hefur verið-í Græn-
landi á vegum dönsku Græn-
landsstjórnariimar og hefur
hann komizt að raun um að
Góðrarvonarhérað væri vel fall
ið til hreindýraræktar.
tekinn og við yfirheyrslur gaf
hann upplýsingar sem urðu til
þess að bankastjórarnir voru
handteknir. Talið er að þeir
félagar hafi smyglað gjaldeyri,
sem nemur tugum milljóna
króna, miili Austurríkisi ,og
Sviss.
Þetta gjaldeyrismál er búið
að vera lengi á döfinrii. Yfir-
endurskoðunarskrifstofa rikis-
ins og rannsóknarnefnd frá
þinginu hafa borið fram harða
gagnrýni á Josef Joham, yfir-
bankastjóra Creditanstalt, en
hann er ekki í hópi þeirra,
sem varpað hefur verið í fang-
elsi.
Hneykslismál þetta í ríkis-
bankanum getur haft alvarleg-
ar pólitískar afleiðingar. Þjó'ð-
flokkur Figl forsætisráðlierra
Austurrikis hefur haldið hlífi-
skildi jdir Joham en sósíal-
demokratar, sem eru í sam-
steypustjórn með þjóðflokkn-
uiri, háfa rekið hart eftir því
að hann segði af sér.
Slökkviliðsmeim
6ðu í bráðnu gulli
Brunaliðsmennirnir óðu í
Straumum af bráðnu gulli er
eldsvoði varð hjá gullsmið í
París um síðustu helgi. Eldur-
inn kom upp í afgreiðslunni á
neðstu hæð en breiddist eftir
lyftugöngum upp á hinar hæð-
irnar, þar sem verzlun, verk-
stæði og birgðageymsla voru.
Allar unnar gullvörur í húsinu
bráðnuðu við hitann.
Nú vill enginn
heifa Farúk
Fyrstu dagana eftir að Farúk
var steypt af konungsstóli
Egyptalands var þröng mikil í
manntalsskrifstofunum um allt
landið. Voru þar komnir feður,
sem vildu fá nöfnxun sona sinna
brfeytt. Höfðu þeir alíir látið
heita í höfuðið á konunginum
fyrrverandi.
Kanínum ntrýmt í
Ástralíu
Talið er að meira en 100
iriillj. kanínur hafi farizt úr
kanínupest í Ástralíu- síðast
liðið hálftannað ár.
Stjórnarvöldin hafa skipulágt
faraldurinn í því skyni að út-
rýma kanínunum, sem hafa
verið plága í Ástralíu í langán
tíma og orsakað tjón sem hef-
ur numið mörgum milljónum
sterlingspunda á ári. Allt sem
hingað til hefur verið notað til
að útrýma þeim hefur komið
fyrir ekki, en nú er talið að
góðar horfur séu á því að það
takist.
Drakk þrjá lítra í einum
teyg
í kappdrykkju í Kaupmanna-
höfn í síðustu viku var Franz
IBinder frá bjórborgirini Miinch-
en krýndur ölkóngur eftir að
hann hafði unnið það afrek að
tæma þriggja lítra ölkrús í
einum teyg. Þessir þrír lítrar
voru fimm mínútur að renna
niður í Binder.
Stærsta tré
Evrépu fallið
Stærsta tré í Évrópu, sem
óx í Stenderup Midskov á suð-
urströnd Koldingfjarðar í £>an-
mörku, er fallið að velii. Þetta
var 34 metra há gráösp, sem
talin er vera 150 til 200 ára
gömul. Tréð brotnaði við rót-
ina í rigningu vegna þess að
krónan var orðin svo þung af
rigningarvatni að stofninn, sem
orðinn var fúinn og holur, bar
hana ekki lengur. í stofninum
eru 43 rúmmetrar af timbri
og hann ér svo mikill um sig
að engin leið-er að vinna hann
með sög eða exi, verður því
sprengiefni notað til að búta
það og kljúfa.
(5
Serenaðe (Krokodil, Moskva)
un í Skaw-sjóð
í fyrra var með miklu brauki
og bramli efnt til fjársöfnunar
í Bretlandi til að stofna. minn-
ingarsjóð um leikfitaskáldið
G. B. Sháw. Sjóðurinn átti að
fara til að gera heimili Shaw.
að safni og standa straum af
árlegum hátíðasýningum á
veikum hans.
Ætlunin var að safna um 12
milljónum króna en til þessa
hafa einungis safnazt um 45
þúsund krónur. Gárungar kenna
því um að formaður fjársöfn-
unarnéfndarinnar var kosinn R.
Á. Butler, fjármálaráðherra í
ríkisstjófn íhaldsmanna í Bret-
landi. Segja þeir að óheppilegri
maður hefði ekki getað valizt
í þá stöðu, ekki sé von til að
fólk, sem ráðherrann kréfur
um drápsskatta, fást til að
gefa honum fé af fúsúm vilja.
Nú er i ráði að hætta með öllu
að safna í minningarsjóðinn.
HoMið er veikt
Hópur rannsóknarlögreglu-
þjóna var um daginn sendur á
-glímukeppni í Pretoria í Suður-
Afríku til að rannsaka ákæru
um að þar væru viðhöfð óleyfi-
leg veðmál og áfengisneyzla.
Málalok urðu þau að rann-
sóknarlögregluþjónarnir voru
helltir fuliir og síðan fleygt út.
Lá rúmíásí í tvö ár efiir löm-
nntírreihi* rann siifnrrerð-
Itíun fyrir listreiðar á ÓL
Dönsk kona, s&ni fyrir átta árum var svo hart leikin
af lömunarvéiki, aö' læknar sögöu henni aö hún myndi
p.ldrei framar geta stundaö eftirlætisíþrótt sína, vann
önnur verölaún í reiökeppni á Ólympíuleikjunum í
Helsinki vmi daginn.
STARFSMAÐur flóttaniarmalxjálp-
ax-innar: — Nú er mér nóg hoðlé-
ég segl upp. Kjarnorkuspfertgfifg-
ar- í Astralíu og bandarískar her-
stöðvar á heimskautunxmx! Éklxi
nenia það þó!
(Daily Worker, New York
Frú Lis Harteí fékk svæsna
iömunarveiki árið 1944, er hún
gekk með annað bam sitt.
Hún var rúmföst í tvö ár og
það var ekki fyrr en búið var
Hoasja Nasreddín hafði nýlokið við leir-
ker, sett það í solskinið til þurrkunar
og var þcgar byrjaður á því næsta.
undrun og jafnvel greinju Is-. skyndilega var bankað á hiiðið, mjög
lehdirigs, að til skuli vera stcrkiegá.
Nágrannaniir
þannig ;— og-
óljóst glamur
varðmcniiijnii'
ságði Níjás.
voru ckki vanir að banka
Hodsja Nasreddín heyrði iíka
í kopar og járni. Þáð eru
hvíslaði hann. ■—■/ Flýðu,
Hodsja Nasreddin stökk yfir niúrhm, en
Níjas stóð eftir, gekk síðan mjög' hægt
að hliðinu, dokaði þar við eins lengi og
hann gát, en að lokum vágð hann þó að
ljúka úpp.
I sama bili hófu áliir fugiarnir í garðin-
uni sig til flugs. En Nijas gámii hafði
ekki vængi, og fór því hvei-gi. En hann
bliknaði og fór að titra cr liann só hver
kominn vár.
að gera. tvo míkla uppskurði á
fótunúm á henni að hun fór að
geta gengið dálítið við hælcjur.
Hún segir svo frá að læknar
liafi enga von gefið sér um að
liún gæti stigið á . hestbak
framar.
; En frú • Hartel missti ekki
kjarkinn. Hún lét aka með sig
á skfeiðvöllirin og lyfta sér' á
bak hesti sínum í óbifandi trú
á það að reiðíþróttih myndi
styrkja hana og auka henni
'krafta.
Nú, átta árum eftir að Lis
Hartel veiktist, er svo komið
að hún hefur náð miklum bata
enda þótt báðfr fótleggir hcnn-
ar beri merki löfnunarinnor.
Það var Dönum mikið undrim-
ar- og gleðiefni að hún skyldi
vinna silfurverðlaunin í skóla-
reiðmennsku á Ólympíuleikjun-
um. Varð hún önnur í hópi 23
karla og fjögurra kveniia, sem
. jkepptu i þeirri grein. Sjálf gat
.: ffúin. ekki tára bundizt þegar
úrskurður dómaranria hafði
verið kunngerður og hún sagði
blaðamönnum, að þctta væri
sælasta stúnd, sem hún -hefði
lifað.
Heitt bað læknar
blindu
Átján ára gömul ehsk stúlka
Joan Horhby úc Lancashirehér-
aðí, sem hefur verið blind síð-
an hún var á fyrsta ári, fékk
stjómina aftur um daginn é
undarlégan hátt.
Hún hafði farið í baö, ferr.
vatnið var svo heitt að hún
stökk uppúr baðkarinu, fékk
taúgaáfall og varð að fara f
rúmið. Þegar systir hénnar
korii til að stumra yfir henni
sagði hún: Ég sé þig, og sjón
hemiar hefur farið batriandí
síðan. Faðir hennar segir eftir
lækni hennar, að heita baðíð
hafi þanið út æðarnar að baki
augunum, og sé það senníiega
orsök batans.
Engisprettuplága
í Pakistan
Rikisstjórn Pakistan iiefur’
kallað flugherinn til hjálpar :
baráttunni við engisprettuhóps
sem setzt hafa að á 250 kirf
af akurlendi.
Ástandið er talið mjög alvar-
legt og jafnvel búizt við aé*
Pakistan ' verði að leíta sér
hjálpar erlendis frá til áð ráða
niðurlög-um plágunnar. Einn
hópurinn er þannig t. d. 30
km á lengd og 8 km á breidd.
Flugvélar hafa sprautai ejtrt*
á. þennan hóp og hefur á þann
hátt tekizt aö ráða niðurlögum
mikils hlrita hans. Landbúnað-
arráðherra Pakistans Abdus
Sattar Pirzada segir, að hingað
til hafi heppnazt að bjarga
baðmullaruppskerunni.
Pissaði í logann á gröf
óþekkta kermannsins
Átján ára gamall Daui, Gio-
vanni Lauring, bíður dóms í
París ákærður fyrir að gerazt
brotlegur gegn almennu ve.-
sæmi og að hafa saurgað helg-
an stað. Lögreglan segir að
Lauring hafi kastað af sér
vatni í logann á gröf ójwkkta
hermannsins við Sigurbogann.
Hann og- félagi hans voru að
koma úr kynnisferð um vín-
stofumar í Montmartre.