Þjóðviljinn - 17.08.1952, Blaðsíða 8
í hafiiarhverfiiHi
Eiiikunnarorðin eru: Universal, Gargoyle og Dunlop
í hafnarhverfum Reykjavíkur sópar meira aö útlend-
um tungumálum en ýmsir skyldu halda. Viö getum kall-
aö þaö’ alþjóölegan brag á verzlunarborg, en þaö má líka
kenna það viö þjóðleysu og búraskap.
MAÐUR Á EKKI
KOLLGÁTUNA
Hver er Paul Smith? Það er
sjálfsagt enskur sútari í Bristol.
Hver er Bemh. Petersen? Vafa-
lítið danskur slátrari í Vibe.
Þetta eru mjög skynsamleg
svör, en þó á maður hvorki
koilgátuna né hittir naglann
á höfuðið. Paul Smith er nefni-
iega íslenzkur kaupmaður í
Reykjavík, og Bernli. Petersen
siíkt hið sama. Nöfnin þeirra
standa hvort yfir öðru við vest-
tirdyr Hafnarhússins í höfuð-
'borg íslands, þeim er snúa að
Tryggvagötu.
ENSKT H OG
DANSKT E
. Það er mikil útlenzka í hafn-
arhverfinu í Reykjavík. Paul
Smith og Bernh. Petersen eru
engin tvídæmi. Við sveigjum til
daemis fyrir hornið á Hafnar-
liúsinu, og lítum þar upp í
gluggana. Það vekur enga
forðu þó allmargir þeirra séu
merktir ofangreindum nöfnum,
bæði á 2. og 3. hæð. En þegar
þeim sleppir tekur við Gísli J.
Johnsen/með enskt h og danskt
<e í ættarnafninu. Það er um-
svifamikill verzlunarmaður,
enda eru fjórir gluggar skreýtt-
ir honum. í þeim fyrsta er gult
skilti með áletruninni BUDA
DIESEL and GASOLINE ENG-
INES. PARTS and SERVICE.
1 næsta glugga er tuskuflagg
þar sem auglýstir eru Champi-
on Outboard Motors. Og enn
'er meiri útlenzka í þessum
glugga þó ekki verði lesin ör-
ugglega neðan af götu, nema
endirinn sem er Sales and Ser-
vice.
SINCLAIR OPALINE
Síðan kemur þriðji gluggi.
Þar trónar blá og mikil klukka,
pg hún var 10 mínútur yfir 9
þegar ég var þarna !á ferð,
Hún heitir að ofanverðu Juné-
Munktell, en að neðanverðu
Gisli J. Johnsen. Og fjórði
gluggi ber skrautlega áletrun:
DIESEL BUDA GASOLINE.
MARINE ENGINÉS — og því
næst oddfáni upp á endann með
orðinu Universal, að hverju
sem það kanh að lúta.'
Við dyrnar að neðanverðu
þar sem gengið er inn til hans
Þórðar í tollinum stendur: G.
Kristjánsson & Co Ltd. Þar
•undir Shipbrokers. Síðan kem-
ur röðin aftur að honum John-
sen okkar, og allra síðast
að Sölusambandi ísl. fiskfram-
leiðenda, innan sviga: (Union
of Iceíandic Fishproducers) og
og er ekki skammstafað nema
á innlenzkunni. Svo er einhver
' L. Andersen austan á húsinu
uppi yfir Bæjarútgeðrinni, en
ihann er ekki Co heldur h/f.
svo það lítur ekki sem verst. út
á pappírnum. Á einhverri báru
Nýi sérhæðingur í
barnasjúkdómum
Heilbrigðismálaráðuneytið
liefur hinn 8. ágúst sl. gefið
út ieyfisbréf handa Kristjönu
HelgadótJur lækni, til þess áð
mega 'kalla sig sérfræðing í
barnasjúkdómum. Sama dag
veitti ráðuneytið henni leyfi til
þess að mega stunda almennar
iækningar hér á landi. Krist-
jana opnar lækningastofu á
ÍVcsturgötu 4 n. k. þriðjudag.
járnsbyggingu beint á móti
auglýsir Olíusalan Sinclair OP-
ALINE Reg. U. S. Pat. Off.
Motor Oil. Ennfremur er rek-
inn þar einhver áróður fyrir
Jenolite gegn ryði og tæringu,
sími 6439.
ZEBRA BRASSO
HANDA PÚTUM?
Eins og allir vita er Hafnar-
húsið opið eftir endilöngu. Þar
eru skuggalegir veggir að- inn-
anverðu, margar sterklegar dyr
með ógurlegum slagbröndum
en fátt glugga. En hátt uppi
í einu litiu gluggakrili kemur
hann Johnsen enn í ljós með
Universal 100% Marine Motors.
En hinumegin er rekinri áróður
fyrir Zébra Brasso og eirihverju
fleira sem ekki verður lesið
neðan af gólfi, en við hliðina
grillir í dreng á harðahlaupum
að gefa pútu. Og pútan er
alveg himinlifandi yfir þessari
gjafmildi. Allar pútur eru
svangar, en ekki fá allar pút-
ur Zebra Brasso.---
DUNLOP
Nú er að segja frá Dunlop.
Hvað er Dunlop? Dunlop er
Bus and truck tyres; ennfrem-
ur The foundation of Good
tennis. Dunlop er helgaður
voldugur gluggi á götuhæð
Hafnarlivols, og getur þar að
líta eitt mesta málverk á ís-
landi, Þungamiðja þess er
nokkur risastór bílhjól sem
gnæfa yfir strætisvagna og
smærri bíla, í stærðarhlutfall-
inu 100 á móti 1. Svona er
Dunlop mikill, og þó er Dunlop
undir öllum bílum — eða ætti
áð vera það, og ég hef meira
að segja ekið hjólbörum með
dunlop-hjóli. Til vinstri handar
kemur í ljós einn stærsti flug-
völlur heimsins og fólk sem er
að leggja í ferð umhverfis
hnöttinn í flugvél með dunlop-
barða undir sér. Og farþegarnir
eru spurðir: Did you remember
to pack your Golf Balls, Tennis
Balls & Racket Sports Jacket,
Raincoat. Og ekki má gleyma
hver hefur einkaumboðið. Það
er Friðrik Bertelsen & Co h/f.
A PASSPORT TO
VALUE
Síðan kemur ritgerð í tveim-
ur samhljóða eintökum um á-
gæti Dunlops. Hún er svolát-
andi:
Although air travel means a
transition from one way of life
to another in a few hours,
there’s one tliing you will find
the same everywhere — Dun-
lop quality. Whether you’re
buying tyres in Teheran, clot-
hing in Cape Town, belting in
Ballarat, or sports goods in
Spokane you have only to
say ,,Dunlop“ to be sure of
getting the best, So wherever
Framhald á 7. síðu.
lUÓÐVIUmN
Sunnudagur 17. ágúst 1952 — 17. árgangur — 183 tölublað
í nýrri útgáfn
í dag eru liðin huudrað ár frá andláti Sveinbjarnar Egilssonar.
Ljóðabók hans, sem kom fyrst út árið 1856, er í tilefni aldar-
ártíðarinnar ein af fólagsbó'kum Máls og menningar í ár, og
er nú í prentun.
Ljóðabók Sveinbjarnar Eg-
ilssonar kom fyrst út árið
1856, fjórum árum eftir and-
lát höfundarins. Sá Jón Árna-
son, þjóðsagnasafnari og síðar
landsbókavörður um útgáfuna
og skrifaði fyrir henni formála,
æyilýsingu höfundar. Bók sú
er félagar Máls og menningar
fá í hendurnar er endurprent-
un þessarar útgáfu. Hafa þó
Rmm ára drengur dettur út
úr bíl frá foreldrum sínum
og systkinum
Meiddist á höíði, kom til meðvitundar í gær
Síðdegis í fyrradag datt fimm ára gamall drengur út
úr áætlunarbílnum, sem fer milli Reykjavíkur og Hólma-
víkur, og meiddilst talsvert á höföi.
Jóhann Salberg Guðmunds-
son/ sýslumaður í Strandasýslu,
skýrði Þjóðviljanum svo frá í
gær eftir frásögn bílstjórans.
Ingva Guðmundssonar, að þetta
hefði gerzt er bíllinn var
staddur í Bitrufirði fyrir. neð-
an baéinn í Hvítuhlíð. Bílstjór-
inn var að aka í gegnum hlið
og beygði til vinstri á 25 til
30 km hraða en drengurinn,
sem er sonur hans, stóð fyrir
aftan sæti hans hægra megin
í bílnum. Drengurinn slangrað-
ist á bílhurðipa, sem hrökk
upp. Bílstjórinn reyndi að grípa
son sinn en *átti að vonum ó-
hægt um vik og tókst það
ekki.
Ingva tókst þó að snarhemla
svo giftusamlega, að þegar út
Leikurinn hennar Þórunnar
Nú dregur nær hausti í blóm-
heimum, og í tónheimum fer
að liinu leytinu aftur að vora
með leik og söng; — þögnin
að þessu sinni rofin af henni
Þórumai litlu Jóhannsdóttur —
með kærkominni skemmtun í
Austurbæjariy.ói um 'kvöldið.
Af þeim tónflutningi er þa'ð
skemmst og bezt að segja, að
liann bar öruggum og eðlileg-
um þroska þessarar bráðgjörvu
listastúlku greinilegt vitni, hún
færðist nú bæði meira í fang
en hirigað til og reyndist þó
vicfangsefnum sínum ekki mið-
ur vaxin — leiknin óbrigðul og
sjálfkrafa, og nærfærnin aðdá-
anleg í túlkun þeirra verka,
sem nokkurnveginn hæf’ðu eðl-
isgerð hennar og aldri; má t. d.
nefna rneðferð hennar á æfing-
unni eftir Henselt (op. 2, nr.
6), Impromptu Faures í f-moll,
Kirkjunni á hafsbotni, Impres's-
ion Jóhanns Tryggvasonar,
skemmtilegri hugleiðingu um
dansinn í Hruna, og eins Chop-
inæfingunum í lok hinnar fjöl-
breyttu efnisskrár. Hins var
ekki að vænta, sem ómögu-
legt er, að hún færðist af
nokkurri sannfæringu í andleg-
an ham hinna svipmiklu meist-
ara Bachs og Beethovens
(Partita í B-dúr, Sónata í Es-
dúr); til þess vantar jafnvel
margan snillinginn svo mörg
kíló á þyngdina.
Merkilegustu verkanna á efn-
isskránni er síðast að geta —
tveggja æfinga í c-moll eftir
töframeyna sjálfa, ljóðkenndra
og leikhæfra í bezta lagi. Mikið
væri gaman, ef þess yröi ekki
langt að bíða, að við féngjum
að sjá á prenti nokkur af litl.u
lögunum hennar. — Þ. Vald.
Útkkemmtun
oð JaSri
Urídanfarin sumur hefur ver-
ið efni til útiskemmtana að
Jaðri, sumardvalarstað reyk-
vískra templara, að minnsta
kosti einu sinni á sumrinu.
í dag ikl. 3 verður ein slík
skemmtun að Jaðri. Þar
skemmta lei'kararnir Emilía
Jónsdóttir og Árni Tryggvason.
Ræðu flytur Guðmundur G.
Hagalín rithöfundur. Þarna
verður keppt í handknattleik og
reiptogi og sungið og leikið á
hljóðfæri.
Ferðir að Jaðri verða á
klukkutíma fresti frá kl. 10 ár-
degis. Bílarnir leggja af stað
frá B.S.R.
var komið lá drengurinn fyrir
framan afturhjól bilsins. Voru
föt hans föst undir hjólinu svo
hreyfa varð bílinn nokkuð aft-
ur á bak til að losa þau en
drengurinn reyndist óskaddað-
ur eftir hjólið. Hins vegar var
hann meðvitundarlaus og með
áverka á höfði. Er ekki ljóst
hvort liann stafar af því að
drengurinn hafi í fallinu ]ent á
bílhurðinni eða hliðstólpanum.
Læknir frá Hólmavík, kom
á vettvang og var farið með
drenginn í sjúkrahúsið þar. Á-
verki var á gagnauga, hnakka
og munni. Óttast er að höfuðr
kúpa drengsins hafi brákazt
og jafnvel blætt eitthvað inn
og átti að taka röntgenmynd
af höfði hans. Hann var nokk-
uð kominn til meðvitundar í
gærmorgun.
Ingvi bílstjóri er búsettur á
Akranesi. Með honum í bílnum
var kona hans og böm þeirra
á leið til Hólmavíkur til sum-
ardvalar.
kvæðin verið að nýju borin
saman við eiginhandarrit
skáldsins eftir því sem til hef-
ur unnizt; og Snorri Hjartar-
son, sem sér um útgáfuna,
slcrifar formála fyrir henni.
Bókin er nú í prentun, en enn
er ekki hægt að segja til um
livenær hún verður fullbúin
til afgreiðslu og sölu.
Sveinbjörn Egilsson þekkja
allir Islendingar, og þó hann
væri gott skáld mun vísl annað
halda nafni hans lengur á lofti
en skáldskapurinn. Okkur mun
hann vera einna kunnastur fyr-
ir þýðingar sínar á Kviðum
Hómers, sem Menningarsjóður
gaf út fyrir nokkrum árum í
vandaðri útgáfu. Hin mikla
skáldamálsorðabók hans. Lexi-
con Poeticum, er einnig víð-
fræg að verðugu, enda hreint
brautryðjendaverk. I þriðja
lagi er Sveinbjöm frægur af
nemendum sínum, en meðal
þeirra var Jónas Hallgrímsson.
Framh. á 2. síðu
35 húseignir á
nauðungar-
upphoð!-
I Lögbirfcingablaðinu 13. þ. m.
eru 35 húseignir í Reykjavík
auglýstar til nauðungaruppboðs
samkvæmt kröfu bæjargjald-
kerans í Reykjavík til lúkning-
ar ógreiddra útsvarsskulda.
Útsvars- og skattaklyfjar
bæjar- og ríkis ganga nú svo
nærri efnahag og afkcmu alls
almennings að þeim fer eðlilega
fjölgandi sem ekki geta stað-
ið í skilum og sæta þeim af-
leiðingum að missa eignir sínar
í óráðshít þess afturhalds sem
stjómar bæ og ríki. Má nærri
geta að hið skipulagða atvinnu-
leysi á höfuðþáttinn í þessari
óheillaþróun.
ollfit göfuga syálfsvarnarlist*
Frá hnefaJeikalveppnínni á ÓL. í Helsinldi. Mednoff frá
Sovétríkjunum og Frakkinn Weismami eigast við í létt-
veltivigt. Mednoff vann á stigum en eftir myndinni að'
dæma hefur Weismann, sem er til vinstri, komið á hann
að minnsta kosti einu höggli.