Þjóðviljinn - 24.08.1952, Page 3

Þjóðviljinn - 24.08.1952, Page 3
Sunnudagur 24. ágúst 1952 — ÞJÓÐVILJINN — (3 riENNT VERA PANOVA: Höfundurinn og verk hans Hér birtist meginhluti greinar er rússneska skáldkonan Vera Panova hefur ritað nýlega í bók- ménntatímaritið Soviet Literature. Er hún fyrsta greinin í flokki sem birtist í ár, uhdir fjTÍr- sögninni Rithöfundar ræða verk síh. (Þýð.). Ég hef aldrei getað skrifað skáldsögur niínar eftir fyrir- framgerðri og óbreytanlegri á- ætiun. Persónur mínar eru æ- tíð reiðubúnar að aðhafast eitt- hvað sem ég hafði ekki fyrir- hugað, mæla orð sem ég hef ekki hugsað heldur þær sjálfar. Þær sltapa söguþráðinn og bygg ingu sögunnar, ganga inn á furðulegasta tíma og án þess að Ikveðja dyra, og giftast jafnvel helzt þeim persónum sem ég hefði svarið fyrir að þær mundu nokkru sinni kynnast. Það verða árekstrar, sem ég á enga aðild að, en skapast af geð höfn persónanna þó ég skilji það ekki... Þetta sem ég nú hef sagt á einnig við um sögu þá sem ég nú hef í smíðum. Ég hef velt henni fyrir mér langan tíma, og ég var að lokum orðin þess fullviss að nú væri öllu lokið nema að skrifa söguna. En per- sónumar, sem ég skyldi gera söguna af, féllust ekki á það, og byrjuðu að breyta henni eft- ir sínu höfði og á mjög óhátíð- legan hátt. Til dæmis bættu þær nýjum kafla við söguna, gerðu allar. mínar stílbrellur að engu, þó ég hefði lagt í þær feiknavinnu, og gerbreyttu kaflaröðinni eins og þær væru að stokka spil. Persónur sem ég hugaði aukahlutvcrk trön- uðu sér fram, en aðrar hurfu í skuggann. Þannig fóru allar mínar áætlanir út í veður og vind, og i staðinn fyrir mín slípuðu tilsvör mæla persónur mínar setningar sem koma mér fullkomlega spænskt fyrir eyru. Ég verð að gjöra svo vel og skrifa allt upp á nýt.t, blaðsíðu fyrir blaþsíðu, því það borgar sig ekki að beita persónur sín- ar ofbeldi. Þetta tekur mjög á taugarn- ar og kostar mikla fyrirhöfn. En það hefur einnig sína kosti, því það gefur ímyndunaraflinu frjálsan leik á borði, en án hennar mundi vera erfitt að skrifa; skáldsögur, svo ekki sé talað um að lesa bær. Persón- urnar innblása höfundinn. Ef til vill rís sá dagur að mér tekst að skrifa. sögur eftir strangri áætlun, en' enn sem 'komið er hneigist ég að því að persónur mínar gangi irui án þess að kveðja dyra. Um hvað fjallar sagan? Um sovétborgara, um samtíðafó'k mitt, inn þær konur og þá karla sem eru að grundvalla kommúnismann vegna alþýð- unnar um alla. jörð. Hún er saga um venjulegan sovétborg- ara, er lifir lífi dáðar og at- hafnar; sagan um ráðstjómar- skipulagið í viðleitni og fram- för. í upphafi var efnið nokkuð a.nnað, ef til vill takmarkaðra. Eg hugsaði sem svo; marþt ir þættir í lífi okkar hafa enn ekki verið teknir til meðferðar í bókmenntunum. Til dæmis höfum við ýfir- leitt ekki skrifað um það fólk sem starfar í stjómarstofnun- um okkar, fulltrúa okkar í ráðunum vítt og breitt lun VERA PANOVA landið né um það geisilega uppbyggingarstarf sem þeir vinna og við sjáum daglega á- rangur af. — Og því ákvað ég að skrifa um þetta fólk og starf þess. Þessi var hin uppruna- lega ætlun mín með sögunni... og ég fór að kynna mér starfið í bæjarráðum okkar. Það er mikil fegnrð i hinum stóm borgum okkar, marg- breytni þeirra og skáldskapn- um í lífi þeirra. Það er fegurð í liinum mikilfenglegu opinberu byggingum okkar, styrku brúm, Ijósadýrðinni, umferðinni og ysnum. Sagan sjálf er líkömnuð í fomum byggingum, dómkirkjunum og líkneskjun- um, og hvem dag hækka stór- hýsin nýju. Mér virðist að hvergi rísi fegurðin hærra en í snilliverkum mannsandans. Neva í Leníngarði cr fagurt fljót, en það er fagurt vegna þess að rússneska þjóðin lief- ur girt það fögmm bökkum og lagt yfir það þokkafullar brýr. Og mér virðast ekki hin stór- brotnu forrn náttúmnnar taka fram mimim Kreml um feg- urð og tign, þessum fomu minnismerkjum um gamla rússneska byggingarlist . . Og hugsið ykkur allt það fólk sem maður mætir á götunni hve mörg göfug hjörtu, hve margar átækanlegar ævisögur! Hér er vissuiega jörð fyrir at- hugunargáfu, tilgátur og í- myndunaráfl. Miðaldra kona kemur gang- andi á móti mér. Ég þekki hana, hún er fulltrúi í bæjar- ráðinu okkar, sveitastúlka sem giftist í borgina og fór sjálf að taka þátt í bæjarlifinu. Hún gdkk í Kommúnistaflokk- inn; að iokum. fékk hún ábyrgðarstarf í bæjarfélaginu. — Eða litli drengurinn með bækumar sínar undir liandleggnum, er stekkur upp í spor\'agn á ferð — hvað verður hann er hann vex upp? Hvaða gagn mun liann vinna þjóðfélagi okkar, þjóðfélagi sem eflist dag hvem af því það gefur þegnum sínum tæki- færi til að þroska hæfileika sína og veitir þeim færi á að velja það starf sem þeim hent- ar? Hvaða bækur hefur hann imdir handleggnum? Fyrir hverju hefur hann me&tan á- huga? Hér getur ímyndunar- aflið sleppt taumnum, skáldið getxu- kjörið þessum dreng hvaða starf sem er, látið hann vinna þrekvirki; og þó má hann vita að hugmyndaflug Mordið inlkla Fyrir nokkrum mánuðum kom út í Bandaríkjunum bók í einu stærsta upplagi sem bók hefur hlotnazt hingað til Hún nefndist The Big Kill, en höfundurinn heitir Mickey Spill- ane. Derek Kartun, blaðamaður við Daily Worker í London hefur ritað eftirfarandi grein um bók og höfund: Síðasta morðið af tólf í The Big Kill (Morðið mikla) frcm- ur eins árs gamalt bam, er það skýtur ástmey söguhetj- unnar, einkaspæjarann Mike Hammer. Spillane segir að honum hafi hugkvæmst þetta morð er hann sá 3ja ára dóttur sína hleypa af einni þeirra mörgu byssna sem hann hefur i húsi sínu. ic Fyrsta útgáfan af Morðinu mikla var prentuð í 2.500-000 eintökum. Þar á undan hafði fyrsta bók Spiilanes,, Ég er kviðdómurinn, verið prentuð í 21 útgáfum og hans tekur seint fram veru-i 2 milljónum eintaka samanlagt. leik sovétþjóðanna.. Þessi kona, þessi drengur og þúsundirnar sem maður mætir á götunni — það er fólkið sem ráðin okkar eru gerð fyrir, og fyrir þeirra tilstilli eru þau starfhæf. Og er mér hafði orð- ið þetta Ijóst tók ég að víkja frá hinni upphaflegu áætlun minni: að lýsa starfsemi bæj- arráðanna sem meira eða minna einangruðu- verki. Mér skildist að þessháttar bók hlyti að reynast mjög lítið hug- tæk. Og smá.tt og smátt tók ný saga að mótast í huga mér, saga um líf og örlög fólksins, saga er lýsti starfi fóLksins, leið þess að markinu mikla og þt'irri baráttu sem það heyr gegn leifmn auðhyggjunnar í hjörtum manná. Meðal persón- anna í bók minní er þessi kona, litli drengurinn. með bækurnar, formaður bæjarráðsins, ”stúd- ent, byggingafræðingur, kapp- iðjuverkamaður, o.s.frv. Framhald á 6. síðu. Samtals hafa 5 bækur Spillan- es verið prentaðar í 10 milljón- um eintaka síðustu 5 ár. Fjórar útgáfur bóka hans hafa komið út í Englandi, en sú fimmta er vænta.nleg í septem- ber. Útgefendur segja að Spill- ane sé metsölhöfimdur voða- sagna. Allar bækur hans selj- ast upp og eru endurprentað- ar. Velgengni hans grundvallast ekki á listfengi- Bækur hans eru lausalopalega byggðar, mannlýsingarnar frumstæðar, stíllinn uppsölumeðal. Hverju hefur þá Spillane að miðla, að amerísk æska hrifsar til sín bækur hans af borðum lyfjabúðanna jafnskjótt og þær koma út? Hann leiðir þessa æsku inn í hættulegan og skelfilegan draumheim, þar sem sá rudda- fengnasti ber sigur úr býtum, þar sem lögum er úthýst, þar sem kyn, ónáttúra og kvala- losti eru þrjár hliðar sama hlutar. Spillane hefur farið í hring í leynilögreglusögum sínum, Aða.lpersóna hans, leynilög- reglumaðurinn Mike Hammer. er sjálfur morðingi, glæpafífl með villimannlegar hvatir. Þeg- ar Hammer ofsækir morðingja — eða kommúnista eins og í einni bók Spillanes — er hann í einu ákærandi, dómari, kvið- dómur og böðull. Hann nauðgar, slær, srnýgur og þrengir sér í gegn imi þessa daunillu atburðarás, án þess að eiga það sjálfur á hættu að veröa sóttur að lögum. Og amerísk æska, sem aldrei hefur lesið neitt annað, gleypir þetta í sig og æpir á meira. Þann hugarheim, sem Spill- ane þjónar, hafa ráðamenn Ameríku skapað af ásettu r-áði til að gera ungling;ana færa um að varpa napaimsprengjum yfir Kóreu og sýklum yfir Kína og verða þannig viljalaust verk færi í höndum þeirra sem vinna að undirbúningi þriðju heims- styrjaldarinnar. Varnarli'ðsmenn vestrænnar „menningar" yppta öxlum yfir hinu blóðistokkna inni- haldi sorabókmenntanna og kalla það undantekningu sem ekki hafi neina þýðingu- En engar axlaypptingar get.a þó gert að engu þær 10 milljónir eintaka af bókum þessa. höf- undar. Spillane sjálfur hefur enga siðferðilega eða sálfræðilega innsýn, en hann veit hverju bækur hans valda. Hann hefur sagt í ,,Mac Leans Magazine": „Ég veit að bækur minar hafa. stuðlað að hnignun þess- arar kynslóðar. Ég lýsi þvi lífi sem þetta fólk lifir í dag. Það les bækur minar og heldur síð- an áfram sama líferninu. Bæk- urnar stuðla að hinni siðferði- legu hnignun". Vegna efasemda sinna hefur Spillane nú gengið í flokk „Vitna Jenóva", ber á sér bibl- íuna og prédikar við dyr grann- anna.- Framhald á 7. síðu. Ritstjóri: Guðmundur Arnlauesson Vtiddar ab allett Gangur L-iddarans minnir meir á dans en gangur nokk- urs annars manns á taflborð- inu. HaiiLi kann að vísu ekki nema. eitt spor, en á þessu spori dansar hami fram og aftur um borðið afmældum skrefum og lætur engar torfær- ur tálma förinni. Irving Chei-nev er maður nefndur. Hann hefur ritað tals vert um skák og skrifar meðal annars i bandaríska skákritið Chess Review. Hann er safn- ari á fáséna hluti. Fyrir nokkru sá ég í þætti hans skákir, er hann hafði grafið upp, þar sem 25 SKAKDÆMI. ABCDBFGH co i s i c- ÍH w Hi Pi co W H * H i lO ■ k |H| HH rf< k ■ k: : 07 |1§| • Hll •• • #® Ci W á Wá . 18 . 81 T—< riddararnir láta sér ekki nægja að dansa, heldur raða þeir sér upp í skrautlegar myndir eins og reglulegir dansarar í ballet. Hér koma tvær af þessum skákum. BÚDAPEST 1942 Khloyber Nagy 1. e2—e4 c,7—c5 2. Rgl—f3 Rb8—c6 3. d2—d4 c5x<14 4. Rf3x<14 Rg8—f6 5. Rbl—c3 <17—(16 6. Bcl—g5 a.7—a6 7. Ddl—d2 Rf6—d7 8. Bfl—e2 g7—g6 9. Rc3—<15 Mát í öðrum leik Lpusn á ösðrum stað í blaðinu. Nú er ekki unnt að leika Bg7 vegna Rxc6, bxc6,Bxe7 og drottningin kemst ekki undan. En svartur velur óheppilegan leik til að komast úr þeirri klípu. 10. Í7—-16? 11. Rd4—e6! Nú standa riddararLLÍr skeLLimti lega! 11. Dd8—að 12. Rd5—c7f Ke8—f7 13. Re6—d8f Kf7—g7 14. Rc7—e8t Gefst upp. Riddararnir hafa lagt undir sig trón konungshjónanna, sem þeir sbökktu á flótta! DORPAT 1869 Clemens Eisensehtmidt 1. e2—e4 e-7 e5 2. Rgl—Í3 Rb8—c6 3. Bfl—c4 BfS—cö 4. b2—b4 Be5xb4 5. e.2—c3 Bb4—cð 6. d2—d4 ®5xd4 7. c3.vd4 Bc5—bfi 8. 0—0 <17—d6 9. Rbl—c3 Bc8—d7 10. c4—e5 döxeö 11. Hfl—el RgS—e7 12. Rf3—g5 Bd7—e-6 13. Bc4xe6 f7xefi 14. Rg5xe6 Dd8—d6 15. Rc6xg7t KeS—18 16. Ddl—g4 Bb6xd4 17. Rc3—e4 Ddg_b4 18. Rg7—e6t Kf8—e8 19. Re4—f6t KeS—fí 20. Re6—g5t Icf7—1'8 Kxf6 leiðir til máts. 21. Bc l—a3 Hvítur verður að losna við máthættuna áður en hann get- ur leikið næsta leik. ' 21. Db4xa3 22. Dg4—c6 Rc&—<18 HindL-ar mátið á f7. Nú standa riddaramir snoturlega á lín- : u, og eftir augnablik verða. 1 þeir'eru búnir að raða sér upp í aðra mjmd, sízt tilkomuminni. 23. De6—f7t Rd8xt7 24. RgÓ—e6 mát!

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.