Þjóðviljinn - 24.08.1952, Page 4
4) _ £>JÓÐVILtJINN — Sunnudagur 24. ágúst 1952
þlÓÓVIUINN
Oteafandi bameining-arflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurina.
Bitstjórar: M&gnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (é.l>.)
Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason.
Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Magnús Torfi Olafsso*.,
Guðmundur Vigfússon.
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg
1S — Sími 7500 (3 línur).
Áskriftarverð kr. 18 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. I*
Kmsrstaðar 4 landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakiö.
Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
i -----------------—-------------------------------**
Öngþveiti
Það fer varla hjá því, að grein þeirra Elíasar Þorsteinssonar
og Finnboga Guðmundssonar um sölumöguleika útflutnings-
framleiðslunnar í Morgunblaðinu á miðvikudaginn var veki menn
til alvarlegrar ihugunar um hvar þjóðin er á vegi stödd
1 atvinnu-og viðskiptamálum fyrir tilverknað rikisstjórnarinnar
og stefnu hennar. Að yísu verður ekki sagt að um þessi mal hafi
ekki verið rætt og ritað fyrr og staðreyndimar dregnar fram.
Það hefur margsinnis verið gert af Þjóðviljanum og Sósíalista-
flokknum. En nú er svo komið að fulltrúar útflutningsfram-
leiðslunnar geta sjálfir ekki lengur orða bundizt, enda ástandið
crðið á þann veg að ekki er annað fyrirsjáanlegt en alger stöðv-
un atvinnutækjanna sé framundan verði e'kki snúið við á óheilla-
braut ©tjórnarstefnunnar.
Frystihús landsins eru yfirfull af freðfiski og erlendis liggja
miklar birgðir óseldar. Afleiðingin er sú að fiskiskip landsmanna
geta ekki losnað við aflann til hagnýtingar innanlands þótt
þörfin hafi s'jaldan verið jafn brýn fyrir þá atvinnu sem fryst-
ingin skapar. Af sömu ástæðum eru miklir og vaxandi erfið-
leikar á að hagnýta Faxasíldina. Og fiskveiðar í salt eru einnig
áhættusamar þar sem miklar birgðir liggja í landinu af salt-
fiski sem engin vissa er um verð eða sölu á.
Það er nauðsynlegt að þjóðin geri sér það Ijóst að þetta á-
stand í afurðasölumálum hennar er sjálfsskaparvíti. Afleiðing-
arnar af stefnu ríkisstjórnarinnar í dýrtíðar- og kaupgjalds-
málunum eru þær að kaupgetan í landinu hefur verið eyðilögð
svo gjörsamlega, að fólkið getur ekki lengur keypt þær erlendar
yörur sem við þurfum að taka í skiptum fyrir okkar fram-
leiðslu eigi hún að ganga út erlendis. Atvinnuleysið sem ríkis-
stjórnin hefur skipulagt yfir vinnandi stéttir landsins og síendur-
teknar árásir hennar á launakjörin, undir hinum ólíkustu form-
iim, eru orsakir þess að alþýða landsins hefur ekki lengur efni
á að veita sér þá vöru sem við þurfum að flytja inn í skiptum
fyrir útflutningsframleiðsluna.
Þessi er hin raunverulega orsö'k þess að fiskafurðirnar hrúgast
upp óseldar í landinu, alger stöðvun vofir yfir framleiðslutækj-
unum og ægilegra atvinnuleysi bíður verkalýðsins á næsta leiti
en nokkru sinni fyrr. Og meðan útlitið er þannig horfir ríkis-
stjórnin á voðann sljóum augum, án þess að gera nokkrar til-
raunir til úrbóta. Hitt er meira að segja miklu líklegra að enn
verði haldið áfram á braut kjaraskerðinganna, — nema því
aðeins að verkalýðurinn og allur almenningur í landinu rísi upp
og hristi af sér það ok ófrelsis og kúgunar sem afturhaldsklík-
urnar með ríkisstjórn sína að verkfæri hafa á hana lagt.
Og það er þetta sem verður að gerast eigi að afstýra algeru
öngþveiti og hruni. Reynslan hefur sýnt að núverandi ríkisstjórn
og flokksklikur hennar eru verkfæri ófyrirleitinna einokunarafla
sem í engu skeyta um hag alþýðu eða þjóðarheildarinnar.
Frammistaða hennar í markaðs- og afurðasölumálum er vissu-
lega eitt augljósasta dæmið. Bezti markaðurinn sem aflað hefur
verið fyrir íslenzka útflutningsframleiðslu, freðfiskmarkaðurinn
í Ráðstjórnarríkjunum, var eyðilagður á sinum tíma, eingöngu
vegna ofstækis Bjarna Benediktssonar og þrælslundaðrar hlýðn-
isafstöðu hans við erlent vald. í stað þess að vinna að því að
tryggja þennan nýja og hagstæða markað, til hagsmuna fyrir
útflutningsframleiðsluna og þjóðarheildina, sneri utanríkisráð-
berra Islands sér að öðru verkefni sem hann taldi þýðingarmeira.
Hann hóf skipulögð rógskrif um stjórnendur Ráðstjórnarrikj-
anna í málgagn sitt Morgunblaðið og stundaði þau af slíkri elju
missurum saman að engu var líkara en að afkoma og hagsmunir
þjóðarinnar væru undir því komið að sú framleiðsla yrði sem
mest. að vöxtum.
Bjarna Ben. varð að ósk sinní. Honum tó'kst að koma í veg
fyrir áframhaldandi sölu á íslenzkum freðfiski til Ráðstjórpar-
ríkjanna. En hver eru afrek þessa ráðherra í afurðasölumálun-
um síðan ? Og hvernig eru horfurnar nú ? Þessum spurningum
þarf ekki að svara. Ástandið nú skýrir þær til fullnustu. En
hversu lengi á þjóðin að búa við slíka „forustu" í afurðasölu-
málum sínum, og hvað þarf hún að verða dýrkeypt til þess
«ð framleiðendurnir, verkalýðurinn og þjóðin öll rísí gegn henni
og geri þær ráðstafanir sem duga til þess að breytt verði um
^tef nu ?
Sunnudagur 24. ágúst 1952 — ÞJÓÐVILJINN — (5
. Hjónunum Heklu
y / Árnad. og Geir
J ~ GuSmundss., Laug-
\ arásvegi 43, fædd-
1 W V ist 14 marka son-
** ur 13. þ. m.
„Ekið yíir Dragháls" — Jólasveinar
UM SÍÐUSTU helgi brá ég mér
upp að Draghálsi sem ekki er
í sjálfu sér nein tíðindi. Með-
an við borðuðum kvöldmatinn
var hlustað á útvarpið, til-
kynningar og fréttir. Eins og
venja er um þetta leyti árs,
rigndi þar yfir mann skemmti-
ferðááætlunum sem margar
enduðu á þessu gamalkunna
viðlagi: Ekið yfir Dragháls
aðra leiðina. — Kunnið þið
ekki illa við þessar sífeldu
hótanir um yfirkeyrslu ?
spurði ég. Jú, bölvanlega,
sagði heimafólkið. Og þótt
þeir hafi hingað til látið sitja
við orðin tóm, þá er aldrei
að vita hvenær til alvörunnar
kemur. Það er ekki víst að
skemmtiferðafólkið láti enda-
laust snuða sig um þetta, sem
venjulega er eina auglýsta
skemmtiatriði ferðarinnar. —
Ósköp værirðu nú væn ef
þú vildir nefna það við ferða-
skrifstofukallana fyrir sunn-
an að hætta þessum liótunum
við okkur friðsamt sveitafólk-
ið- Mætti kannski benda þeim
á að hægt væri að auglýsa
eitthvað annað í staðinn, sem
ekki væri öllu minna sport
fyrir þá sem vilja lyfta sér
upp um helgar, t. d.: Ekið yfir
Botnssúlur í heimleiðinni, eða;
Ekið yfir S'korradalsvatn báð-
ar leiðir! — Eg sagði sem
satt var að ég hefði stundum
reynt að nöldra í þeim útaf
þessu, en fengið litla áheyrn.
VILT ÞÚ NÚ ekki Bæjarpóst-
ur góður, sem ert svo léttur
uppá löppina, taka af mér
ómakið. Viltu ekki þeyta lúð-
urinn fyrir utan ferðaskrif-
stofurnar í fyrramálið og
segja þeim það að það sé að-
eins bærinn sem heitir Drag-
háls, en vegurinn sem þeir
aka milli Skorradals og Svína-
dals, liggur um Draga, eða
fullu nafni Geldingadraga,
og svo gamalt er þetta ör-
nefni að þeir geta fengið stað-
festingu á því í Harðarsögu.
Vegur þessi liggur fullan km.
frá bænum Draghálsi. — Bezt
væri að þú gætir lúnkað þá
til þess með góðu að hætta
þessu ansvítans nafnabrengli-
Annars er ekki að vita hvar
þettg endar. Ef þetta gerir
um sig, er ekki að vita nema
Svíndælingar fari bráðum að
enda sínar ferðaáætlanir til
Reykjavíkur á þessum yfir
lætislausu orðum: Að lokum
verður gengið yfir Þjóðleik-
húsið.
Halldóra B. Björnsson.
I REYKJAVÍK er talsvert stór
hópur manna, sem vill telja
sig forframaðan. Þeir eiga
margiv híl og hafa ráð á. að
gefa konunni pels árlega. Þeir
bjóða hver öðrum I fín boð
og reyna yfirleitt að líkjast
þessu sem þeir álíta fínast af
öllu, útlendingum- Oft fara
þeir utan til þess að fríska
uppá fínheitin og forframast
enn meir. Samt eiga þeír oft
erfitt með, er öryggi smábæj-
arins þrýtur, að vera verald-
arvanir með útlendum þjóð-
um. og. undrun þeirra oft lík
viðbrögðum Eiriks á Brúnum
þótt þeir haf-i glatað öllu því
upprunalega scm prýddi, þann
karl. Þéir gapa ennþá yfir
furðuverkunum ,,útlandinu“.
Sumir þeirra hafa kannske
komið alla leið til Parísar og
séð þar gosbrunna á Place de
la Concorde og litlu karlarnir
sem la;igar til að verða stór-
ir segja við sjálfa sig: Svona
þurfum við líka að eiga. Og
það fyrsta, sem þessum „par-
vennues" dettur í hug, er að
setja gosbrunn út í stöðuvatn
á Islandi og heimsborgara-
skapurinn hrynur eins og
spilaborg. Þeir setja sig aldrei
úr færi við að gera sig hlægi-
lega í augum þeirra sem þá
langar til að lílcjast, útlend-
ingum. Það er líka einkenn-
andi fyrir þá áð þeir fela lista
manni eða arkitekt að gera
einhvem hlut. Svo þegar verk
ið er tilbúið kemur í ljós að
þeir þykjast geta gert það
sjálfir og vilja öllu ráða um
útlit þess- Þeir halda næst-
um að sá sem hefur peninga
eða völd geti orðið Einstein
livenær sem er í skjóli þeirra.
Reykviska á orð yfir svona
fugla: Jólasveinar.
Sunnudagur 24. ágúst (Barthól-
ómeusmessa). 237. dagur ársins —
Tungl í hásuðri kl. 15.08 — Há-
flæði kl. 7.15 — Lágfjara kl. 13.27.
Skipadeild S.l.S.
Hvassafell er væntanlegt til
Akureyrar í dag, frá Stettin. Arn-
arfell fór frá Rvík í gær, áleiðis
til Italíu. Jökulfell kom til N.Y.
í gær, frá Rvík.
Skipaútgerð ríkisins:
Hekla er á leiðinni frá Glasgow
til Rvikur. Esja er á Austfjörð-
um á norðurleið. Herðubreið er á
leið frá Austfjörðum til Rvíkur.
Skjaldbreið er í Rvík. Þyrill verð-
ur væntanlega á Akureyri í dag.
Skaftfellingur fer frá Rvík á
þriðjudaginn til Vestmannaeyja.
Frá barnaheLniilinu Vorboðanum.
Börnin scin dvalið liafa í Rauð-
liólum koma í bæinn á morgun
kl. 10.30 árdegis að Austurbæjar-
skóianum. Vandameim taki þar á
móti þeim.
Næturvarzia í Ingólfsapóteki.
Sími 1330.
Helgidagslæknir er Esra Pét-
ursson. Simi 81277.
Morgunblaöið seg-
ir í gær að ýmsir
hafi stundum hald-
ið að AB-liðið „ætti
*?' jafnvel liugsjónir í
pokahorninu." —
Hvað sem AB líður þá virðist það
nokkuð undarlegt að Mbi. skull
einmltt staðsetja liugsjónir í
pokahorni. Og þó er það kannski
ekkert undarlegt.
„Verður gróðafíkn-
in ítölskum kvik-
. myndum að bráð?“
J spyr bróðir minn
hjá Mogganum. Ja,
það skuhun við
vona að verði, kæri bróðir. Hinu
skulum við biðja guð að forða
að til dæmis kvikmyndirnar verði
gróðafíkninni að bráð!
Fastir liðir eins og
venjulega. Kl. 11.00
Messa í Laugarnes
kirkju (séra Jó-
hann Hlíðar). 14.00
Messa í Fossvogs-
kirkju (séra Lárus Halldórsson
prestur í Flatey). 15.15 Miðdegis-
tónleikar. a) Valsar op 39 éftir
Brahms. b) Fetes galantes eftir
Debussy. c) Slavnesk rapsódía op
45 eftir Dvorák. 16.15 Fréttaút-
varp til Islendinga erlendis. 16.30
Útvarpað prédikun, er séra Páll
Þorleifsson á Skinnastað flutti í
Laugarneskirkju s.l. sunnudag.
18.30 Barnatími a) Róbert Arn-
finnsson leikari les sögu og leik-
ur á harmoniku. b) Frásöguþættir
c) Tómstundaþáttur barnatimans
(Jón Pálsson). 19.30 Tónleikar:
Pabló Casals leikur á celló. 20.20
Tónleikar úr sjónleiknum ,Álfhóll‘
eftir Kuhlau. 20.40 Erindi: Friðar-
höllin í Haag (Ragnar Jóhannes-
son skólastjóri). 21.05 Horfnir
snillingar: Claude Debussy, Maur-
ice Ravel, Manuel de Falla, Arth-
ur Nikisch, Ferruccio Busoni leika.
á pianó. 21.30 Upplestur: Smásaga
eftir Kristján Bender (höfundur
les). 22.05 Danslög. 23.30 Dagskrár
lok. — Útvarpið á morgun: 19.30
Tónleikar: Lög úr kvikmyndum.
20.20 Útvarpshljómsveitin; Þórar-
inn Guðmundsson stjórnar: a)
Syrpa af alþýðulögum. b) Valse
papillonne eftir Friml. c) Ein
Stimmungsbild eftir Franz von
Blom. 20.45 Um daginn og veg-
inn (Sigurður Benediktsson blaða-
maður). 21.05 Einsöngur: Guðný
Jensdóttir frá Hafnarfirði syngur;
Fritz Weishappel leikur undir: a)
Passing by eftir PurCell. b) Panis
angelicus eftir César Frank. c)
Ljúfar, ljósar nætur eftir Jón
Framhald á 7. síðu.
LAUSN Á NR. 25:
1- c2—c4
Tannskemmdir 47% minni
þar sem flúór er sett i
neyzluvatn
Heilbrigöismálaráðherra New York fylkis telur full-
sannaö aö flúór í neyzluvatni dragi mjög úr tann-
skemmdum.
Síðan 1944 hefur farið fram
samanburður á tannskemmdum
barnaskólanemenda í borgunum
Newburgh og Kingston í New
York fylki. Frá því ári hef-
ur einn hluti af flúór á móti
milljón hlutum af vatni verið
látinn í neyzluvatnið í New-
burgh. I neyzluvatninu í
Kingston, sem er 45 km frá
Newburgh, er ekkert flúór í
vatninu.
Að sögn Herman E. Hille-
hoe heilbrigðismálaráðherra,
eru tannskemmdir meðal skóla-
barna í Newburgh orönar 47%
fátíðari en í Kingston. Með-al
barna, sem neytt hafa vatns
með flúór í frá fæðingu, er
munurinn enn meiri eða tveir
þriðju.
Hillehoe segir að ekki hafi
komið í Ijós hin minnstu skað-
leg áhrif af að drekka vatn,
sem flúór er í. Sem stendur
er flúór bætt í neyzluvatn 13
bæjarfélaga í New Yorlc með
yfir 300.000 íbúa og í ráði er
að taka upp flúórblöndun vatns
í 14 öðrum borgum með sam-
tals nærri 1-300.000 íbúa.
Þar sem mikið er um flúór
í jarðveginum blandar náttúr-
an því sjálf í vatnið. Fyrsta
bendingin um áhrif flúór á
tannskemmdir var rannsókn,
sem leiddi í Ijós að í þeim
hlutum Bandaríkjanna, þar sem
flúór úr jarðveginum er í
neyzluvatni, eru tannskemmdir
fátíðari en þar sem vatnið er
laust við flúór.
Eldflaugarami-
sóknir á geim-
geislum frá
Grænlandi
Þrír vísindamenn frá Iowa-
háskóla í Bandaríkjunum eru
um þessar mundir að leggja af
stað til Grænlands til að fram-
ikvæma rannsóknir á geimgeisl-
um sem næst segulskauti jarð-
arinnar. Fara þeir til Thule í
Framhald á 6. síðu.
STEINALD ARMAHURINN:
■— Varið ylikur, símskeyti!
(Regards, París).
Tóbakssalar
í verkfalli
47.000 tóbakssalar á Italíu
hafa hótað að loka verzlun-
um sínum, þartil stjórnarvöld-
in liafa unnið bug á svarta-
markaði á sígarettum. Þeir
segja,, að ríkiseinkasalan fram-
leiði svo lélegt tóbak að eng-
inn vilji kaupa það, hins veg-
ar sé alls staðar hægt að
fá bandarískar sígarettur á
svartamarkaði ódýrari en í
búðunum.
Ostasali hreppti
bitann
Undanfama mánuði hefur
verið háð hörð barátta röilli
danskra auðkýfinga um yfir-
ráðin yfir stærstu og þekkt-
ustu bókaútgáfu landsins Gyld-
endal. Nú hefur ostasali náð
ráðum yfir meira en. helmingi
hlutabréfanna.
Meðal þeirra sem keppt
höfðu um bitann var kvennær-
fatasali, pappírssali og eigandi
stærstu gúmkjaftasmiðju Dan-
merkur.
Svínaræktarfræðingar við há-
skólann í Cambridge í Bret-
landi hafa látið smíða flytjan-
legt gegnumlýsingartæki, sem
ætlað er til að gegnumlýsa. svín.
Tækið er vel meðfærilegt fyr-
ir einn mann og hægt að setja
það í samband hvar sem
venjuleg raflögn er .fyrir hendi.
Brezkir svínaræktarráðu-
nautar eru önnum kafnir við
að gegnumlýsa gelti og gyltur
til að telja í þeim rifin, Svo
er mál með vexti, að því lang-
vaxnari sem svín eru því meira
er á þeim af þeirri fleskteg-
und, sem Bretum þýkir bezt,
sambreyskingi af fitu og vöðva.
Þegar byrjað var að kynbæta
brezk svín með það fyrir aug-
um að teygja þau á langveg-
inn hafði meðal svín 13 rif.
Nú er meðaltala rifja í brezk-
um svínum komin upp í sautján
og með því að velja dýr til
undaneldis með hjálp gegnum-
lýsingartækjanna er vonazt til
að þau eigi enn eftir að lengj-
ast drjúgum.
Fæla burt sjald-
gæfa fugla
BREZKIR fuglafræðingar
munu fæla burtu alla sjald-
gæfa fugla á eyjunni Monte-
bello vestur af Ástralíu-
ströndum áður en fyrsta
kjarnorkusprengja Breta
verður reynd þar, einhvern
næstu daga.
’ w * ia -
Vinsæl
drengjanöfn
Síðustu vikurnar hefur nafn-
ið Múhameð Naguib verið það
sem flestir foreldrar hafa val-
ið nýfæddum sonum sínum í
Kaíró. Sumir foreldrar kalla
■drengina Batal Múhameð Nag-
uib, sem sagt er að þýði Hetj-
an Múhameð Naguib. Elzti son-
ur Naguibs hershöfðingja heit-
ir annars Farúk.
— Úr því aðgangurinn er ekld ódýrari en þetta, flnnst mér aS það
niiniista, sem þelr gætu gert væri að kaupa heilar myndastyfctur-
(Vie Nuove, Róm).
Embættismaður aí Gyðíngaættum
fremiir sjálfsmorð í þýzku fangelsi
Taldi sig ofsóttan fyrir uppruna sinn
Philipp Auerbacli, f>rrv. forstöðumaður skaðabótastofnuna r
Bæjaralancls, var nýlega dæmdur í 2*4 árs fangeEi og
2700 marka sekt fyrir „tilraun til fjárkúgunar, sjóðþurrð.
skjalafölsun, óréttmæta notkun háskólatitils og mútuþægni".
E5"”—
Sú frétt hefur nú
bor-
ist frá Miinchen, að Auer-
bach hafi framið sjálfsmorð
í fangelsinu á Iaugardaginn
í fyrrí viku.
Auerbach, sem var Gyðing-
ur að ætt, hélt fram sakleysi
sínu af öllum ákærunum nema
einni: hann hefði freistazt til
að kalla sig dr., en þann titil
liafði hann fengið í fangabúð-
um nazista. Hann hélt því
frám, að hann væri ofsóttur
vegna uppruna síns, en í dóm-
stólnum sem dæmdi hann var
meirihluti dómaranna fyrrv.
meðlimir í nazistaflokknum.
Þegar fréttin barst um lát
Auerbachs voru kaupmenn af
Gyðingaættum hvattir til að
loka verzlunum sínum meðan á
jarðarför hans stæði.
Litlu síðar gekk Hodsja Nasreddín út úr
húsinu, duibúinn sem kona. Biddu min
hér, Níjas, og vertu rólegur_ Hann leiddi
asnann út úr stiunni, söðlaði hann og
hvarf á braut og kom ekki aftur fyrst
um sinn.
Áður en Arslanbekk leiddi Gullsjönu inn i
hallargarðinn köllaði hann til gömlu kon-
urnar í kvennabúrinu og skipaði þeim að
snyrta Gullsjönu svo emírinn hrifist því
mcir af liinni undursamlegu fegurð hennar.
Konurnar hófust þegar handa og þær
kunnu sannarlega til verks sins. Þær þóu
grátið andlit Gullsjönu úr volgu vatni,
kiæddu hana léttum silkifötum, svertu
augnabrúnin hennar, lituöu nogUir hennar
og kinnar, og- báru rósaolíu í hárið.
Þvínæst kölluðu þær á kvennabúrsstjór
ann, illræmctan kvennabósa frá fornu fari,
er vegna reynslu sinnar var lcvaddur til
þessa starfs hjá emírnum eftir að hirð-
læknirinn hafði gelt hann. Hann hafði yfir-
umsjón mcð hinum 160 konum emirsins.
Ekki þó Hrogn
kelsson
íslenzkum hlustendum mun
hafa komið undarlega fyrir
hlustir leikritið eftir A. A.
Milne, sem Stefán Jónsson
staðfærði fyrir útvarpið og
flvitt var fyrir \úku, þar sem
fjállað var tun þann vanda, sem
tveir þingmenn komust í er
hvorum tæmdist þriggja millj-
óna arfur með því skil\mði að
þeir tæ'kju sér nafnið Hrogn-
kelsson.
Fregn frá Kóreu sýnir hins
vegar, að slíkt og þvílíkt við-
gengst meðal engilsaxneskra
þjóða.. Fréttaritari Associated
Press með kanadisku hersveit-
inni í Kóreu hefur haft tal af
Edward Murray Dalziel Mc-
Naughton ofursta, en fræn’a
hans heima í Kingston i Ont-
ariofylki er nýlátin og arf-
leiddi ofurstann að 250.000
dollurum (rúmvtm fjórum millj-
ónum króna) með því skilyrði
að’hann tæki upp nafn hennar
og nefndist þaðan í frá Leslie.
McNaughton, scm er 32 ára
gamall og einhleypm', kvað sér
ekki véra geðfellt að skipta úm
'nafh en hann æflaði að hugsa
málið í ár.
Hlun fuUkomni herberg-tsþjómu
(Searle i Les Lettres Fraxicaise-).
Tónlistarborgin
nétmælir skrií-
drekaskrölti
Borgarstjórinn og borgarar í
austurrísku tónlistarborgin ni
Salzburg eru ævareiðir yfir
þeirri fyrirætlun bandarísku
setuliðsstjórnarinnar að gera
æfingavöll fvrir skriðdreka rétt
fyrir utan borgina. Hemáms-
yfirvöldin hafa tekið land þar
eignarnámi og herforinginn,
sem í hlut á, hefur látið rnct-
mæli Stanislaus Pachej- borgar-
stjóra sem vind um eyrun þjóta.
Salzburg er fæðingarbær
Mozarts og þar hafa verið
haldnar síðan 1920 tónlistahá-
tíðir, sem náð hafa heimsfrægð.
Fegurð Salzburg er mjög rómuð
og s'egja borgarbúar aö það
væru helgispjöll af Bandaríkja-
mönmtm að lýta umhverfi henn-
ar -með flagi eftir sðriðdreka-
belti og yfirgnæfa með rn.órð-
tóladran.um tónlistina, seöi þar
Cp flutt.