Þjóðviljinn - 16.09.1952, Síða 8

Þjóðviljinn - 16.09.1952, Síða 8
Maður liverfur að heiman Á laugardagini' vaii, um kl. 11 í'. li. fór Ólafur Jóhannessosi, Hlíðavegi 23 í Kópavogi heiman frá sér, og hefur ekkert til hans spurzt síðan. Talið er að Ólafur muni hafa ætlað í bæinn með strætisvagni kl. 11, en vitað er að hann fór ekki með vagninum. Ólafs hef- ur verið töluvert leitað, en á- rangurslaust. Ólafur Jóhannesson er 44 ára gamall meðalmaður á vöxt, dökkhærður, farinn að gi'ána í vöngum. Hann var berhöfðaður, klæddur dökkteinóttum fötum, grænköflóttri skyrtu, grænu prjónavesti og blágráum frakka beltislausum. Meistari í stjórn fyrirtækja Jóhannes G. Helgason, Hafn- arstræti, íslandi, var í hópi 351 námsmanna, sem fengu afhent prófskírteini við 252. braut— skráningarathöfn Chicagóhá- skóla í Bandaríkjunum, er fram fór 29. ágúst.. Frá þessu er skýrt í tilkynningu frá bla'ða- skrifstofu háskólans, sem Þjóð- viljanum hefur borizt. Jóhann- es hafði lokið meistaraprófi í stjóm fyrirtækja (master of business administration de- gree). Jóhannes G. Helgason fékkst nokkuð við kaupsýslu áður en bann fór til náms í Bandaríkj unum. Meðal annars rak hann Jarðhúsin um tíma. Óháði fríkirkjusöfnuður- inn fær ióð hjá Vafns- geyminum Óháða. frikirkjusöfnuðinum var á sínum tíma gefin lóð í ‘Vesturbænum undir kirkjubygg ingu, en af skipulagsástæ'ðum var ekki hægt að byggja hana þar. Söfnuðurinn sótti fyrir þó nokkru um lóð undir kirkju sína á Vatnsgeymishæðinni, á horni Háteigsvegar og Stakka- hlíðar og hefur nú skipulags- nefnd samþykkt að kirkja Óháða fríkirkjusafnaðarins fái stað þenna. Allír sem kynnu að hafa orð- ið hans varir eftir kl. 11 s.l. laugardag eru beðnir að hafa samband við lögregluna eða hringja í sima 80598. Togararnir B.v. Ingólfur Arnarson kom frá 'Esbjerg 12. sept. Skipið fer á saltfiskveiðar við Grænland 13. sept. B.v. Skúli Magnússon, kom af Grænlahdsmiðúm 10. sept. me'ð ca. 262 tonn af ísfiski og tæp 8 tonn af lýsi. Fór aflinn mestmegnis til herzlu á trönur Bæjarútgerðarinnar. Skipið fer aftur á. ísfiskveiðar 14. þ.m. B.v. Hallveig Fróðadóttir Framhald á 6. síðu. Getraunúrslit Úrslit leikjanna á 14. get- raunaseðlinum urðu sem hér segir: Arsenal — Charlton 3—4 2 Blackpool — Sunderland 2—0 1 Cardiff — Burmley 0—0 x Chelsea—Aston Villa 4—0 1 Derby - Wolverhamton 2—3 2 Liverpool — Portsm. 1—1 x Manch. Utd — Bolton 1—0 1 kíiddlesb. — M.-City 5—4 1 Newcastle — Preston 4—3 1 Scheffield W.-Tottenh. 2—0 1 West Bromwich-Stoke 3—2 1 Birmingham-Leicester 3—1 1 Flestar réttar lausnir í röð voru 10, og komu kr. 76 á röð- ina, en fyrir röð með 9 réttum leikjum koma kr. 18. Hæsti vinningur var 296 kr. fyrir kerfisseðil, sem var með 10 rétta í 2 röðum og 9 rétta í 6 rööum. Hey brennur Um kl. 3 í fyrradag var slökkvilið Akureyrar kvatt til að slökkva eld í 1500 hesta heyi á Hömrum við Akureyri. Helmingur þessa heys mun hafa brunni'ð. Rannveig Kristjánsdéttir Rannveig Kristjánsdóttir lézt í fyrradag í Svíþjóð, en þar var hún búsett síðustu árin. Rannveig Kristjánsdóttir var mikil hæfileika- óg gáfukona. Um skeið var hún kennari við Húsmæðraskólann liér í bæ, þar til hún giftist Peter Hallberg sem þá var sænskur sendikenn- ari hér. Fluttist hún með manni sínum til Svíþjóðar, og hafa þau m.a. þýtt bækur Halldórs Kilj- ans á sænsku. Hún var um eitt skeið rit- stjóri Kvennasíðu Þjóðviljans, og ritaði þar m.a. mikið um hús næðismál og uppeldi barna. Hún stóð framarléga í ýmsum félagssamtökum kvenna, áður en hún fluttist út, og var hvar- vetna öruggur liðsmaður hinna fátæku og umkomulausu. Það er mikil eftirsjá að Rannveigu Kristjánsdóttur. þlÓÐVILKNN Þriðjudagur 16 sept. 1952 — 17. árgangur — 207. tölublað XI. Þingi Æskulýðsfylkingar- innar lokið Forseti endurkjörinn Guðmundur J. Guðmundsson XI. þingi Æskulýðsfylkingarinnar lauk á Akureyil laust fyrir kl. 7 á sunnudagskvöldið og hafði það þá staðið yfir í 3 daga að Hótel KEA. Forseti þingsins var kjörinn Sigurður Guð- geirsson, en varai'orsetar Þórir Danielssoi: og Biiðvar Pétursson. Ritarar þingsins voru Margrét Tómasdóttir, Bogi Ólafsson og Ingólfur ölafsson. Gengu þingsstörfin mjög vel, umræður urðu miklar og fjörugar bæði um störf og skipulag Æskulýðsfylk- ingarinnar og hagsmuiiamál unga fólksins í landinu. Þjóðviljinn mun síðar birta ályktanir þingsins og skýra nánar frá gangi mála þar. Fjölmeunt þing. Á þinginu voru fulltrúar frá flestum deildum Æskulýðsfylk- ingarinnar,- samtals um 60, þaf af 48 með full réttindi. Norð- fjarðardeildin mætti mjög vel til þingsins, en forföll á síðustu Loks fá Siglfírðmgamir fé til að i - . Ríkissfijómin hefur í nær 11 mánuði skotið sér undan að gera þessa sjálfsögðu ráðstöfun til að bæta úr atvinnuleysi Siglfirðinga. Ríkisstjórnin hefur nú loks orðið við þeirri ikröfu að heimila fé til að koma upp liraðfrystihúsi í Siglufirði — eftir að hafa skotið sér undan jieirri sjálfsögðu skyldu í nær 11 mánuði. Síðdegis á laugardaginn var, þegar blaðið var komið í prent- un, barst Þjóðviljanum eftirfarandi: i „Stjórn Síldarverksmiðja rík- isins hefur að fengnu leyfi at- vinnumálaráðherra ákveðiö að hefjast handa um byggingu hraðfrystihúss við Sildarverk- smiðjur ríkisins í Siglufirði. Hafá Síldarverksmiðjur ríkis- ins fengið til umráða í þessu skyni 1% milljón króna af fé því, sem veitt var til atvinnu- bóta á síðustu fjárlögum. Enn- Sýn íngu Kristins Péturssoriar lýkur annaS kvöld fremur hefur atvinnumálará'ð- herra heimilað verlcsmiðju- stjórninni að nota eitt af mjöl- geymsluliúsum verksmiðjanna í Siglufirði fyrir væntanlegt hrað frystiliús. Kostnaður við að reisa hraðfrystihúsið er áætlað- ur um 3 milljónir króna, auk verðmætis mjölgeymsluhússins. Vinnur stjórn Síldarverksmiðja ríkisins nú að því að afla þess viðbótarfjár, sem með þarf til þess að fullgera húsið ,og að öflun naúðsynlegra fjárfesting- ar-, innflutnings- og gjaldeyris- leyfa. Áætlað er að hraðfrysti- húsið geti hraðfryst 12—15 smálestir af flökum á 12 klukku stundum og háfi geymslurúm fyrir um 1000 smálestir af fisk- flökum." stundu hindruðu fulltrúa frá Ólafsfirði og Vestmannaeyjum. Meðan á þinginu stóð skrapp Guðmundur J. Guðmundsson til Húsavíkur og gekk frá undir- búningi áð stofnun deildar þar. Á þinginu voru mættir fulltrúar frá Keflavík og Njarðvíkum, er fluttu athyglisverðar skýrslur um ástand suður þar. Árnaðaróskir. Þinginu bárust fjölmörg skeyti meðal annars frá Dan- marks Kommunistiske Ungdom og Alþjóðasambandi lýðræðis- sinnaðrar æsku svo og frá ýms- um innlendum aðilum. Þingið sendi einnig fjölmörg skeyti meðal annars mótmælaskeyti vegna árásar grískra stjórnar- valda á EDNE-æskulýðssam- tökin. Ilin nýja sambandsst,jóm. Þingið samþykkti lagabreyt- Framhald á 6 bí<5u Skemmtiferð gamla fólksins Félag íslenzkra bifreiðaeig- enda fór s.l. laugardag ineð gamla fólkið á elliheimilinu Grund og fleira. gamalt fólk austur á Þingvelli. Farið var um Þingvelli, inn í Bolabás og drukkið kaffi í Val- höll í boði félagsins. Þar skemmtu þeir Brynjólfur Jó- hannesson með upplestri og gamanvísum og Guðmundur Jónsson söngvari er söng við undirleik Weisshappels, og skemmti gamla fólkið sér ágæt- lega. Framhald á 6. síðu 'Laxveijli vfénsÉ góð í suitiar Dagurinn í gær var síðasti dagur sumarsins sem veiða mátti lax og göngusilung í ám og vötnum. Eftir þeim fróttum sem Veiði- málaskrifstofan hefur fengið af veiðinni í sumar, virðist hún hafa verið í betra lagi. Málverkasýning'u Kristin's Péturssonar í veitingasal iðnsýningariimar lýkur annað kvöld og eru því sjðustu l'orvöð fyrir fólk að skoða hana í dag eða á morgun. Myndin hér að ofan: Mynda- samstæða úr Gísla sögu Súrssonar. Stærsta myndin: Síðasta ferð Vésteins til systur sinnar í Hankadal. Neðri myndin til vinstri: Síðasta hreysi Gísla í Geirþjófsfirði. Efri myndin til \instri: Örlaganornir sögunnar. Enn hafa skrifstofunni að- eins borizt tölur um veidda laxa ffá nokkrum ám, og er þar sums staðar um verulega aukningu áð ræða miðað við í fyrra. 1 Elliðaánum hafa þann- ig í sumar veiðzt rúmlega 1500 laxar á stöng, en í fyrra tæp- lega 800. Má áætla. verðmæti veiðinnar um 80'.000 krónur. í Miðfjarðará liafa veiðzt tæp- lega 1000 laxar í sumar, í fyrra Eðnsýningin: 17JII gsslir S.l. sunnudagskvöld höfðu 17 305 menn séð iðnsýninguna. Mikill áhugi er fyrir sýningunni einnig víðsvegar um land og hafa verð skipulagðar hópferðir norðan úr landi, af Austfjörð- um, Vestmannaeyjum og víðar. 655. í Laxá í Þingeyjarsýslu um 1200, í fyrra 965. Eins og sjá má af þessum Framhald á 6. síðu. Nýr forseta. Hinrik Sveinsson Björnsson, sendiráðsnautur í París, hefur, af forseta ísiands og ríkis- stjórn verið ráðinn ritari for- seta íslands. Hann ver'ður jafn- framt starfsmaður í utanríkis- ráðuncytinu að nokkrum hluta. Hinrik Sveinsson Björnsson er fæddur 2. september 1914 í Reykjavík. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykja- vík 1933, cand. juris frá Há- skóla Islands 1939, aðstoðar- Framhald á 6. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.