Þjóðviljinn - 12.10.1952, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 12.10.1952, Blaðsíða 8
Eáflega gengui Bjarna Ben. enzt: Hernámsliðinu smyglað til Reykjavíkur! Málverkasýning VeturliSa Gunnarssonar Veturliði Gunnarsson opnaði málverkasýningu í Listamannaskálanum s. 1. þriðjudag. Sýningin Iiefur verið ágætlega sótt og þegar seld 20 máliverk, Sýningunni lýkur 15. þ. m. Myndin hér að ofan er af ein'u málverki Veturliða og nefnist Fólk við hafið. (Grein um sýninguna á 3. síðu) Sunnudagur 12. október 1952 — 17. árgangur — 230. tölublað Frumvarp um það flult á Alþmgi reymst bæiai' og sveitastjémsr því samþykkar Landbúnaðarráðunej’tið hefur snúið sér til bæjarstjórna Reykjavíkur og llafnarfjarðar og svcitastjórnanna í Garðahreppi, Kópavogshreppi, Seltjarnarneshreppi og Bessastaðalireppi með fyrirspurn úm hvort þær vilji að sauðfjárhald sé bannað með lögum á þessu svæði. Hefur Iandbúnaðarráðherra lýst því yfir að hann muni flytja um þetta efni írumvarp á Alþingi reynist allar viðkomandi sveitastjórnir og bæjarstjórnir því samþykkar. Málið var tekið fj'rir á fundi bæjarráðs Reykjavíkur í fyrra- dag og samþykkti bæjarráð með 4:1 atkv. að lýsa sig samþykkt frumvarpsuppkasti ráðuneytisins í aðalatriðum. I gærmorgun var svo haldinn aukafundur í bæjarstjórninni og afstaða bæjarráðs þar samþykkt með 10 atkv. gegn 3. Hermöiumm leyft að fara í borgaralegum dulbiímngi til Reykjavíkur í von um að biekkja fleiri til félags við ])á Bjarni Ben. dómismálaráðherra hefur nú slegið sín fyrri met í undirlægjuhætti og Bandaríkjaþjónustu. Nú hefur hann gripið til þess ráðs að reyna að smygla bandaríska hernámsliðinu til Reykjavíkur dulbúnu í borgaralegan klæðnað, í því augnamiöi að auðvelda því þannig að eyðileggja fslenzkan æskulýð með drabbi og eiturlyfjanautn. Andúð Islendinga í öllum flokkum gegn yfirgangi her- námsliðsins og svalli þess hér í Reykjavík knúði Bjarna Ben. dómsmálaráðherra nýlega til að gefa út reglugerð um stytt úti- vistarleyfi óbreyttra banda- rískra hermanna frá því sem það áður hafði verið fram- kvæmt. Allir hugsandi menn vissu að þetta var sýndarreglugerð. En fáa mun þó hafa grunað til hváða óþokkabragðs yrði grip- ið til að troða hernámsliðinu inn á íslenzkan almenning. Það er nú komið á dag- inn: Hermönnunum hefur nú verið leyft að afklæðast stríðsmannabúningnum og dulbúa sig í borgaraleg föt og flykkjast þannig til Reykjavíkur. Af ótta við almenna and- úð íslendinga gegn hópferð- um hernámsliðsins hingað til bæjarins og drabbi þess hér hefur nú verið gripið til þess óþokkabragðs AÐ S.MYGLA HERMÖNNUM I dulbUningi til iiöfuð- BORGARINNAR í ÞEIRRI VON AÐ TAKAST MÆTTI AÐ BLEKKJA FÓLK Á ÞANN HÁTT TIL SAM- NEYTIS VIÐ IÍERINN! Ok ausfur Ausfursfrœfi! Maður sem leit inn til Þjóð- viljans í gær skýrði frá því að kl. 19.05 í fyrrakvöld hefði bandarísk herbifreið m.e5 einkennisstöfunum VL 955 ekið óhindrað austur Austurstræti og beygt þaffan ■suður Lækjargötu. Enginn iögnegluþjónn var þarna við- staddur. Væri ékki athugandi fyrir iögregiustjóra að gera ráð- stafanir til þess að „vernd- ararnir“ haldi gildandi um- ferðaregiur í bænum eða hafa þeir e.t.v. ofan á allt annað fengið undanþágu frá ; umferðareglunum ? Hernámslið breytist hvergi í heiminum við fataskipti. Hverju sem bandarísku hermennirnir hér klæðast eru þeir eftir sem áður erlent hernámslið, sem dvelur hér í óþökk þjóðarinn- ar og gegn vilja allra Islend- inga nema fámennrar ger- spilltrar yfirstéttar og málaliðs hennar. Bjarni Benediktsson hefur enn einu sinni sýnt að hann hefur lært fræði nazistanna vel ■— og engu gleymt. Það var háttur Hitlers að dulbúa stund- um hermenn sína sem mein- lausa gesti í kurteisisheimsókn! Alþýðusambandskosningar: Stjarnan GrHiidarfirði Grafarnesi. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Tveir listar voru í kjöri í Verkalýðsfélaginu Stjaman við kosningu til Alþýðusambands- þings. A-listi, borinn fram af meiri hluta félagsstjórnar, með .Tóhanni Ásmundssyni sem aSal- fulltrúa og Sigurði Lárussyni varafulltrúa, og B-listi, borinn fram af Páli Cecilsyni og Þór- balli Runólfssyni, með þeim sjálfum sem fulltrúaefnum. B-listinn var kosinn með 43 atlcv., A-listinn fékk 37 atkv. 3 seðlar voru auðir. Af 100 félagsmönnum kusu því 83. Hanclavíiifm- námskeið 'Um þessar mundir er að hef j- ast námskeið í handavinnu á vegum handavinnudeildar Kenn- araskóla íslands. — Námskeið þessi standa yfir í þrjá mán- uði, tvær kennslustundir á viku. Kennslugjaldinu er mjög í hóf stillt, aðeins 50 krónur fyrir alian tímann. Athygli skal vak- in á auglýsingu frá skólanum á öðrum stað í blaðinu í dag. Þetta síðasta óþokkabragð Bjarna Ben. mun þvi hafa þver- öfug áhrif við það sem til er ætlazt. Andúðin gegn hernum verður margfalt meiri eftir en áður. Slík dulargerfi eru öll- um heiðarlegum Islendingum andstyggð. — Og fyrirlitningin á Bjarna Benediktssyni sjálf- um verður aðeins dýpri og inni- legri. Árið 1935 var salan krónur 3.386.695, var svipuð að krónu- tölu fram til 1941 en hækkaði síðan ört, var rúmlega átta milljónir 1942, náði 22 milljón- um næsta ár, 36 milljónum ’43, 40 milljónum 1944 og komst hæst 1951, var þá 66.565.555. Hagnaður 397 milljónir Rekstrarhagnaður Áfengis- verzlunarinnar hefur þessi ár verið samtals kr. 397.373.234.88 eða fjórir fimmtu hlutar af út- söluverðinu. — I fylgiskjölum með hinu nýja áfengislagafrum- Vilborg Ölafs- dóttir látin I fyrradag andaðist að sjúkra- húsinu Sólheimum, Vilborg Ólafsdóttir, sem var lengi for- maður starfstúlknafélagsins Sóknar. Hennar verður nánar getið í blaðinu síðar. 32 sagí upp Fyrir hálfum mánuði var 17 mönnum sagt upp hjá Á- burðárverksmiðjunni í Gufu- nesi. Voru þetta aðallega skóla- nemendur sem fengið höfðu vinnu við verksmiðjna í sumar. I gær var 15 mönnum sagt upp til viðbótar og voru það eingöngu verkamenn. Um 50 verkamenn munu enn hafa vinnu við byggingu verksmiðj- unnar. Á miðviltudaginn hélt land- búnaðarráðherra fund með borgarstjóranum í Reykjavík, bæjarstjórna Hafnarfjarðar og oddvitum hreppanna þar sem málið var rætt. Sama dag sendi ráðuneytið bæja- og sveita stjórnunum bréf þar sem spurzt var fyrir um afstöðu þeirra til málsins og óskað svars fyrir n. k. mánudag. Samkvæmt frumvarpsupp- kasti landbúnaðarráðuneytisins er gert ráð fyrir því að girt verði úr Grafarvogi í Elliðavatn, um Heiðmörk, Sléttuhlíð og varpi, sem þessar tölur eru teknar úr, er ekki heildartala um innflutningsverð áfengis á þessu árabili, en þó er frá því greint að árin 1947 til 1951 var gjaldeyriseyðslan til á- fengiskaupa kr. 15.340.268.00. Þessi fimm ár var áfengissal- an hinsvegar 314 milljónir kr. 460 krónur á hvert mannsbarn Áfengissalan á hvert manns- bam á Islaadi var 29 krónur 1935. Hæst hefur hún orðið árin 1948 og 1950, var 460 krónur á mann hvort árið. 50000 50.000 gesturinn sem heimsótti Iðn- sýninguna var frú Ingibjörg Daní- elsdóttlr, Engihlíð 14 Reykjavik. Til minningar um þennan atburð var henni boðið að velja sér kjól eða kápu í Feldinum h.f. Á myndinni er Helgi Bergs fram- kvæmdastjóri Iðnsýningarinnar og 50000. gesturixm. — (Fóto: Pétur Thomsen). sunnan við Hvaleyrarholt til sjávar og sauðfjárhald bann- að á svæðinu. Ætlazt er til að 'kostnaður við girðingu svæð- isins, bætur til sauðfjáreigenda og matskostnaður verði greiddur að hálfu af ríkinu og hinn helm- ingurinn af viðkomandi bæjar- og sveitafélögum eftir nánar til- greindum reglum. Á þessu svæði öllu voru aðeins 2500 f jár þegar niðurskurðurinn fór fram í fyrrahaust, þar af 1150 fjár í Reykjavík. Fjáreigendur í Reykjavík voru rúmlega 70 og höfðu fáir eða engir þeirra sauð- f járrækt sem aðalatvinnuveg Bæjarstjórn Reykjavíkur höfðu borizt áskoranir um friðun bæj- arlandsins fyrir ágangi sauð- fjár frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur, Fegrunarfélagi Reykjavíkur, Framfarafélagi Vogahverfis og Skógræktar- og menningarfélagi Jaðar3. Mót- mæli höfðu aðeins borizt frá Félagi fjáreigenda í Reykjavíík. Auk bæjarstjórnar Reykja- víkur hefur bæjarstjórn Hafn- arf jarðar og hreppsnefnd Garða hrepps þegar lýst sig samþykka frumvarpinu í aðalatriðum. Bú- izt er við að hreppsnefndir Kópavogshrepps, Bessastaða- hrepps og Seltjarnarneshrepps taki sömu afstöðu til málsins. Alþýðusambandiskosningar: Mylkingin tap- úi VerkalýðsféL Lokið er fulltrúakjöri á Al- þýðusambandsþing í Verkalýðs- félagi Dyrhólahrepps í Vestur- Skaftafellssýslu. Kosinn var fulltr. sameiningarmanna Gunn- ar Stefánsson, Vatnsskarðshól- um og til vara Vigfús Ólafs- son. Verkalýðsfélag Dyrhóla- •hrepps er eitt þeirra mörgu félaga sem brostið hefur úr hendi þrífylkingarinnar í yfir- standandi fulltrúakosningum til sambandsþings. Sameiningarmaður frá Verkalýðsfélagi Flateyjar 1 Verkalýðsfélagi Flateyjar var Jón Guðmundsson kosinn aðalfulltrúi á Alþýðusambands- þing og Jón Matthíasson til vara. Þeir eru báðir samein,- ingarmenn. Áleiigtssala ÁVII á 17 áruin fæpar 500 iifilljónir króna Síðan 1935, er afnumið var bann viö innflutningi sterkra drykkja, fram til ársloka 1951, hefur Áfengisverzlunin selt vín fyrir kr. 494.187.669.25.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.