Þjóðviljinn - 18.10.1952, Page 1
Laiigardagur 18. október 1952 — 17. árgangur — 235. tölublað
iKiiið í dag
l>cim peuingum .sem J>ið þeg-
ar hafið tekið á móti fyrir
seída happdrættismiða. f'eir
sem ekkl hafa emi teikið
happdrættisblokkir til sölu
geta vitjað þeirra í skrif-
stofuna Þórsgötu 1.
Herðum söluna. Happ-
drættið er í fullum gangi.
r
Hvað sagði Oiafur Thors
við Breta síðastliðið vor?
Orðsendingin til Breta sýnir að ftill þörf er á því að Is
lendingar hafi vakandi auga með aðgerðem
ríkisstjórnarinnar í landhelgismálenum
Ríkisstjórnin sendi í gær blöðunum orðsendingu þá er
hún lét afhenda í London 11. þ.m., um landhelgismálið
og bannið á löndun íslenzks togarafisks í Bretlandi.
Þar er ítrekað sjónarmið stjórnarinnar um réttmæti
stækkunar fiskveiðilandhelginnar og því lýst yfir að
telja verði það óvinsamlega framkomu gagnvart íslend-
ingum er brezkir togaraeigendur hafi byrjað kúgunarat-
hafnir í' því skyni að neyða íslenzk stjórnarvöld tii að
breyta ákvörðun sinni.
í orðsendingu íslendinga er vitnað í viðtal við Ólaf
Thors atvinnumálaráðherra sem hann átti við Breta.
Þar er sagt að viötal „Ólafs Thors atvinnumálaráðherra,
við stjórnarvöldin í London hafi verið annað en kemur
fram í brezku orðsendingunni.“ Skilningur Breta á því
samtali hefur hinsvegar aldrei komið ótvírætt fram, og
íslendingum er spurn: Hvað sagði Ólafur Thors við
Breta vorið 1952?
Orðsendingin er í heild óþarflega auðmjúk og sýnir
enn að ekki er vanþörf á að ríkisstjórnin hafi sterkt
aðhald í þessu velferðarmáli þjóðarinnar.
Iléliækari arntiir Alþýðii- í
sambands V.-I»ýzkalands
sigraéi á saiiifiamls|iiiigl
Viö stjórnarkosningu í Alþýðusambandi Vestur-Þýzka-
lands í gær fékk róttækari armur sambandsins yfirhönd-
ina.
„Herra utanríkisráðherra.
Undaníarið hafa farið orðsend-
ingar milli islenzku og brezku
stjórnarinnar varðandi ákvörðun
fiskiveiðatakmarka við strendur
Isiands. Brezka stjórnin gerði sið-
ast grein fyrir skoðunum sinum
í orðsendingu, dags. 18. júni 1952.
I orðsendingu þessari eru að vísu
mikilvæg atriði, sem brezka
stjórnin lítur öðrurn augum á en
íslenzka stjórnin.
Af Islands hálfu er þannig tal-
ið, að efni og eðli samtala Ólafs
Thors, atvinnumálaráðherra, við
stjórnarvöldin i London hafi verið
annað en kemur fram í brezku
orðsendingunni, og að brezk stjórn
arvöld geti ekki með réttu kvart-
að undan, að þeim hafi ekki verið
gert aðvart um, hvað í vændum
var.
Þá líta Islendingar einnig öðr-
um augum en Bretar á heimildina
til að drága línuna fyrir mynni
Faxaflóa, svo sem gert hefur ver-
ið.
Loks er íslenzka stjórnin aiveg
ósanrmála brezku stjórninni um,
að þriggja míina landhelgin sé
ákveðin af alþjóðalögum, þannig
að ekki verði breytt með einhliða
ákvörðun.
% Islendinga búa
í bæjum
1 árslok 1950 bjuggu næst-
um þrír af hverjum fjórum Is-
lendingum í bæjum með yfir
300 íbúa en rúmlega einn af
hverjum fjórum í sveitum og
þorpum með minna en 300 í-
ibúa. Tuttugu árum áður, 1931,
bjó næstum helmingur þjóðar-
innar í sveitum. 1 Reykjavík
bjuggu árið 1950 38,8% lands-
búa (26% árið 1931), í öðrum
kaupstöðum 22,3% (16% árið
1931), í kauptúnum með yfir
300 íbúa 11,4% (11,8% árið
1931). Alls í bæjum 72,5%
(53,8% árið 1931). 1 sveitunum
bjuggu 27,5% árið 1950 (46,2%
árið 1931). Tölur þessar eru
úr mannf jöldaskýrslum Hagstof
irnnar 1941—1950.
Islenzka stjórnin sá þó ekki á-
stæðu til að gera athugasemdir
um þessi atriði í sérstakri orð-
sendingu, þar sem hún hafði þeg-
ar áður lýst skoðunum sínum á
þeim, og eru þær enn óbreyttar,
enda kom í sjálfu sér ekkert
nýtt fram um þessi efni í síðustu
orðsendingu brezku gtjórnarinnar,
heldur endurtók hún einungis fyrri
skoðanir sínar. Að svo vöxnu máli
mátti búast við þvi, að frekari
orðaskipti, sem jafnóðum væri
birt, mundu einungis auka á ó-
ánægju á báða bóga.
Niðurstaða brezku orðsendingar-
innar gaf og ekki efni til sér-
staks svars, en hún var þessi:
„....Enda þótt brezka rikis-
stjórnin lýsi ánægju sinni yfir
því, að íslenzka ríkisstjórnin ætli
einungis að nota hin nýju tak-
mörk í sambandi við fiskveiðar og
sjái, að þær takmarkanir, sem nú
eru í gildi, gera ekki upp á milli
fiskiskipa hinna ýmsu þjóða, telur
hún nauðsynlegt eftir atvikum að
gera fyrirvara um að hún áskilur
sér rétt til skaðabóta frá íslenzku
ríkisstjórninni að því er snertir
hverskonar afskipti af brezkum
fiskiskipum á svæðum, sem brezka
ríkisstjórnin telur vera á úthaf-
inu.“
Islenzka stjórnin og brezka
stjórnin eru að vísu á öndverðum
meið um það, hvort brezka. stjórn-
in geti átt nokkra skaðabótakröfu
af þessu tiiefni. En íslenzka
stjórnin getur að sjálfsögðu ekk-
ert haft við það að athuga, að
brezka stjórnin geri fyrirvara
slíkan sem þennan. Það er í sam-
ræmi við alviðurkennda reglu.
Ennþá síður gat íslenzka stjórnin
haft við það að athuga þó að
brezka stjórnin gerði slíkan fyrir-
vara, þar sem með slíkri fyrir-
varagerð virtist koma fram viður-
kenning á þvi, að ef úr deilu
yrði bæri að ráða henni til lykta
á lögformlegan hátt, svo sem tíðk-
ast milli þeirra einstaklinga og
þjóða, sem hafa lög og reglur í
heiðri, og vonaði íslenzka stjórnin
þó að Bretar munau að athuguðu
máli fallast á skoðanir Islendinga
í þessum efnum, svo ekki kæmi
til slíkrar deilu.
En því meiri eru vonbrigði ís-
lenzku stjórnarinnar sem það nú
virðist staðreynd, að brezkir út-
gerðarmenn ætli að taka lögin í
sínar eigin hendur og beita úti-
lokun við Islendinga til að knýja
fram vilja sinn. Er þar auðsjáan-
lega ætlunin, að hinn sterki beiti
hinn veika.afli svo að hann verði
undan að láta.
Nú er það að visu svo, að við-
skipti Islendinga og Breta eru
tölulega miklu hagstæðari Bret-
um en Islendingum. Síðustu ár
Elsa Gress hafði lokið mag-
istersprófi í bókmenntum þegar
henni bauðst styrkur til fram-
Albert Einstein
Einstein móbnæl-
ir skoðanakúgnn
Þrjátíu og fjórir af kunnustu
vísindamönnum Bandaríkjanna
með Albert Einstein í broddi
fylkingar hafa borið fram öflug
mótmæli gegn þeirri stefnu
Bandaríkjastjórnar að neita
róttækum útlendingum utn leyfi
til að koma til Bandaríkjanna
og meina róttækum Bandaríkja-
mönnum að fara úr landi með
því að neita þeim um vegabréf.
Mótmælin eru birt í málgagni
bandarískra kjarnorkusérfræð-
inga. Þar er skýrt fhá því að
26 kunnum, erlendum vísinda-
mönnum, sem höfðu verið boðn-
ar kennarastöðum við banda-
ríska háskóla, hafi verið neitað
um landvistarleyfi vegna stjórn
málaskoðana þeirra. Auk Ein-
steins skrifa fjórir aðrir Nó-
belsverðlaunaþegar undir mót-
mælin.
Hægrikratinn Christian Fette,
sem verið hefur formaður sam-
bandsins undanfarin tvö ár, féll
við forsetakjörið í gær en kosn-
ingu hlaut Walter Freitag, sem
verið hefur formaður sambands
málmiðnaðarmanna.
Harðari barátta gegn her-
væðingunni.
Fréttaritarar í V-Þýzkalandi
segja að kosning Freitag muni
þýða það, að Alþýðusambands-
haldsnáms við Columbiaháskól-
ann í Bandaríkjunum. Þegar sá
styrkur var útrunninn bauðst
henni styrkur frá Rockefeller-
sjóðnum og var hann veittur
til hausts 1953 en nú er hún
komin heim til Kaupmanna-
hafnar brottre'kin úr Bandaríkj-
unum.
Skrifaði í Politiken og
Information.
Éins og vant er neitaði
bandaríska utanríkisráðuneytið
algerlegt að gefa nokkrar upp-
lýsdngar um hvers vegna Elsu
Gress var vísað úr landi. I við-
tölum við dönsk blöð segist
hún ekki efast um að ástæðan
sóu greinar frá Bandaríkjunum,
sem hún skrifaði fyrir dönsku
borgarablöðin Politiken og
Infonnation. Starfsmaður sá
við bandaríska sendiráðið í
Kaupmannahöfn, sem útvegaði
henni fyrri námsstyrkinn, skrif
aði henni eftir að greinarnar
birtust og varaði hana við að
skrifa um dekkri hliðarnar á
bandarísku þjóðlífi.
íran og Bretland
Ríkisstjórn Irans hefur beðið
Svía að gæta hagsmuna Irans
í London eftir að stjórnmála-
sambandsslit Irans og Bret-
lands koma til framkvæmda.
Brezka stjórnin hefur beðið
Svisslendinga að gæta hags-
stjórnin muni taka upp harðari
stefnu í kaupgjaldsmálum en
fyrri stjórn fylgdi og ekki s'kirr
ast við að leggja í vinnudeilur
til að fá kröfum verkamanna
framgengt. Einnig muni and-
staða sambandsstjórnarinnar
gegn samningi þeim um her-
væðingu V-Þýzkalands, sem Ad-
enauer forsætisráðherra hefur
gert við Vesturveldin, harðna
til muna.
Fette lagði allt kapp á aði
hafa gott samstarf við vestur-
þýzka stóratvinnurekendur og
hann var fylgjandi hervæðingar
samningnum. Bæði hann og
Freitag eru sósíaldemókratar.
Vishinskj talar í
dag á þingi SÞ
Vishinski, utanríkisráðberra
Sovétríkjanna, hefur beðið um
orðið á þingi SÞ í dag.
I gær samþykkti þingið með
46 atkv. gegn 6 að taka á dag-
skrá kæru Asíuríkjanna yfir
kynþáttákúgun í Suður-Afríku.
Hvít þrœla- '
sala í Vestur-
Þýzkalandi
Rannsóknarlögreglan í V.-
Þýzkalandi hefur gefið út að-
vörun til ungra stúlkna um að
vara sig á hvítri þrælasölu.
Lögreglan kveðst hafa komizt
á snoðir um að fögur og trayst
vekjandi kona milli tvitugs og
þrítugs hafi ferðast um og ráð-
ið að minnsta kosti tug tvítugra
stúlkna til starfa í næturklúbb
í Súdan í Afriku. Við rannsókn
hefur komið í ljós að klúbbur-
inn er ekki til en samningarn,
ir, sem stúlkurnar hafa verið
fengnar til að skrifa undir eru
svo lævíslegir að þær væru al-
veg á valdi ,,vinnuveitendanna“.
Meðal annars skuldbinda þær
sig til að starfa „í öðrum hús-
um“ og að hafast við meðal
gestanna „klæddar kokteilkjól-
um“ eftir sýningarnar.
Kekkonen, forsætisráðherra
Finnlands, lagði í gær lausnar-
beiðni stjómar sinnar fyrir
muna Breta í Teheran.
Paasikivi forseta.
Féfag róttækra stúdenta:
Kernámsliðið haldi sig innan
girðingar Keflavíkurfiugvallar
„Fundur lialdinn í Félagi róttækra stúdenta 16. okt.
1952 bendir á hina auknu hættu í samskiptum við
bandaríska hernámsliðið sem er fólgin í því háttaríagi
þess að klæðast borgarleguni fötum í bæjarrápi sínu.
Fundurinn mótmælir harðlega þessari lynaskufullu til-
raun bandaríska hernámsstjórans til að smygla her-
mönnum inná íslenzk heimili og krefst þess að þeim
verði haklið innan girðingar á Keflavíkurflugvelli.“
Framhald á 8. síðu.
Dönskum bókmenntaf rœðingi
vísoð úr landi í USA
Bandaríkjastjórn hefur vísað dönskum bókmennta-
fræðingi úr landi fyrir það aö hún skrifaði ekki nógu
íallega um Bandaríkin í dönsk blöð!