Þjóðviljinn - 18.10.1952, Síða 8

Þjóðviljinn - 18.10.1952, Síða 8
Ætluðu að myrða Ollenhauer og borg- arstjórana í Hamborg og Bremen Uppljóstranirnar um að bandaríska leyniþjónustan í aftökulistinn yfir sósíalidemó- Vestur-Þýzkalandi hafi á sínum vegum hermdarverka- sveitir fyrrverandi nazistaliSsforingja, sem meðal annars undirbjuggju morð á forystumönnum kommúnista og sósíaldemókrata, eru enn helztu umræðuefni vestur- þýzkra blaða. Birt hafa verið nöfn ýmissa sósíaldemókrataflokksins, for- þeirra manna, sem voru á list- unum yfir þá, sem gera átti „óskaðlega“. Meðal þeirra eru Erich Ollenhauer formaður sætisráðherrann í Neðra-Sax- landi, tveir' ráðherrar í Hessen og borgarstjórar flokksins í Hamborg og Bremen. Alls var Orðsending ti! Bretastjórnar Framhald af 1. síðu. (1947 — júlí 1952) hafa Bretar keypt *af Islendingum fyrir kr. 602.669.000, en Islendingar af þeim fyrir kr. 959.490.000 á sama tíma. Engu að síður munar það auð- vitað brezku þjóðina sáralitlu þó að hún yrði án útflutnings til ls- lands, þar sem útflutningur hinn- ar litlu íslenzku þjóðar til Bret- lands er aftur á móti verulegur hluti af öllum útflutningi hennar. Það getur þvi vel lamað fjárhags- líf lslendinga, ef þeir verða - án sölumöguleika á vörum sínum Englandi. Skiljanlegt væri, að slíkum harðræðum væri beitt, ef Islend ingar hefðu sannanlega brotið lög á Breíum og vildu ekki hlíta lög- legri aðferð um lausn deilunnar. Þvi er hinsvegar eindregið mót- mælt. Islendingar hafa ekki ann- að gert en að beita alþjóðalögum, svo sem þeir skilja þau, til að veriida hagsmuni sína. Það verður því að teljast óvin samlegur verknaður, ef, utan laga og réttar, á að beita svo harka- legum ráðum sem útilokun frá mörkuðum, til að reyna að neyða Islendinga frá þvi að fylgja fram þvi, sem þeir telja rétt sinn. Er áreiðanlegt, að þótt það bitni hart á mörgum, munu aliir Is- lendingar sameinast um að standa þá atlögu af sér. íslendingar skilja að vísu, að í Bretlandi sé ekki almennur áhugi eða þekking á örlögum svo fá- mennrar þjóðar sem Islendinga. Reynslan sýnir þó, að Island get- ur verið mikilsvert fyrir Bretland, enda hefur það nú gerzt aðili á- eamt Bretlandi, og m.a. fyrir þess fortölur, að samtökum er styrkja eiga sameiginlegar varnir og tryggja, að ísland verði ekki sið- ar, sökum varnarleysis, samskon- ar hætta fyrir Breta og þeir töldu það vera vorið 1940. Óþarft er að rekja önnur samskipti Bretlands og Islands um alþjóðleg mál, en íslenzka stjórnin hefur ætíð talið þau svo vinsamleg, er fremst mætti vera, og er það raunar einn meginþáttur í utanríkisstefnu Is- lands að halda við og efla vináttu milli þessara landa. Það mundi verða þungt áfall fyrir trú íslenzku þjóðarinnar góðri sambúð lýðræðisþjóðanna og betri heim með vaxandi samstarfi hinna frjálsu þjóða — og þá, sem vilja byggja utanrikisstefnu Is- lands á þessari trú—ef Bretar, sem i hugum Islendinga hafa ætíð staðið sem öndvegisþjóð lýðræðis og frelsis, gripu til viðskiptakúg- unar gegn Islendingum, þegar þeir eiga að verja undirstöðu afkomu sinnar. Islendingar eiga því mjög erfitt með að skilja, að raunin verði sú, að Bretar bregðist svo við í hinu mesta hagsmunamáli þeirra, sem er verndun fiskimiðanna. Þáu atriði, sem um er deilt, skipta Breta smávægilegu í hlutfalli við íslendinga, og þó að þau kunni að valda Bretum tjóni í bili, hlýt- ur friðun fiskimiða við lsland að verða þeim til góðs í framtíðinni. Bannið á togaraveiðum á hinum umdeildu miðum bitnar ekki síður á Islendingum en Bretum og öðr- um útlendingum. Eins er með bannið á dragnótaveiðum, e kemur mjög hart niður á sjó- mönnum í ýmsum byggðarlönd- um Islands, þar sem lítið er um aðra bjargræðisvegi. Engu áð síð- ur eru menn sannfærðir um, að þessar fórnir nú borgi sig, þar scm fiskimagnið við landið mun aukazt í framtíðinni, einnig á þeim miðum, sem íslenzkum og erlendum togurum er heimilt að veiða. Aðrar þjóðir en íslending- ar koma til þess að hafa beinan hag af auknum fiskistofni við Is- land með tryggari aflabrögðum síðar meir, auk þess sem reynslan hefur sýnt, að á hættutímum kann svo að fara, að Bretlandi berist fiskur hvergi annarsstaðar að en frá Islandi, enda hefur þá allur fiskur, sem Islendingar hafa aflað og ekki sjálfir notað, verið send- ur til Bretlands, og stundum flutt- ur þangað með ærinni hættu hinna íslenzku fiskimanna. Islenzka stjórnin treystir því þessvegna í lengstu lög, að vin- semd brezku stjórnarinnar endist til þess að fallast á sjónarmið is- lenzku stjórnarinnar, og að hún a. m. k. komi í veg fyrir, að kúgunaraðferðum verði beitt í þessu lífshagsmunamáli Islend- inga.“ Ikrata 80 arkir og 15 arkir yf- ir konmiúnista. Fengu bandartska þjálfun. Það var Zinn, forsætisráð- herra sósíaldemókrata í vestur- þýzka fylkinu Hessen, sem skýrði fyrst opinberlega frá því að vesturþýzka lögreglan hefði komizt á snoðir um leynifélags skap leigumorðingjanna. Frétta ritari Reuters segir, að banda- ríska leyniþjónustan hafi veitt 100 liðsforingjum úr her Hitlers sérstaka þjálfun í Odenwald- fjöllum nálægt Frankfurt. I Karlsruhe, aðseturstað hæstaréttar Vestur-Þýzkalands, hefur það verið staðfest að rétturinn hafi úrskurðað að handteknir forystumenn leyni- félagsskaparins skyldu látnir lausir vegna þess að þeir störf- uðu á vegum bandaríska her- námsliðsins. Nýtt Gestapo. Vesturþýzk blöð eru mjög ■harðorð í garð Bandaríkja- manna. Frankfurter Rundschau sem þótt hefur mjög bandaríkja sinnað, segir til dæmis að reynt hafi verið að koma á laggirnar ..nýju gestapo“ og ef það séu aðferðir, sem Bandaríkjamenn hyggist beita í baráttunni gegn kommúnistum, ættu þeir að hafa sig heimleiðis. Frœgur hurmunihusniílimgur rœntanlegur hingað hráðum Norski harmonikusniHingur- inn Toralf Tollefsen er væntan- legur hingað til lands í næstu viku og mun hann hahla opin- bera hljómleilca í Reyltjavík á fimmtudag og föstudag í Aust- urbæjarbíó og síðan leika úti á landi á tveimur eða þremur stöðum. Tollefsen er talinn vera fremsti liamonikuleikari, sem uppi er í heiminum. Hefur hann haldið hljómleika í flestum löndum Evrópu. Tollefsen, sem er fæddur í Glemmen í Noregi, kom fyrst fram sem einleikari þegar hann var átján ára gamall. Eftir stríðið settist Tollefsen að í Englandi og árið 1946 hélt hann í fyrsta skipti sjálfstæða hljóm leika. Ári síðar flutti hann „Harmonikukonsert No. 1“ eft- ir Pietro Deiro í Roygl Albert Hall í London með aðstoð „London International Sym- fóníuhljómsveitarinnar“ undir stjórn Fistoulari. Hljómleikar þessir mörkuðu þáttaskipti sögu harmonikunnar og leið e'kki á löngu áður en harmonik- an kom oftar og oftar fram sem einleiks hljóðfæri 'með að- stoð symfóníuhljómsveita. Þess má geta að á efnis- skránni verða ekki aðeins hin vinsælu lög, sem Tollefsen er kunnur fyrir heldur og verk klassisku meistaranna, m.a. eft- ir Mozart, Chopin, Tschaikow- sky, Liszt og fleiri. Aflasölur 1 gær seldu Jörundur og Eg- ill Skallagrímsson afla sinn í Þýzkalandi. Jörundur seldi 192 lestir fyr- ir 73 960 mörk og Egill 239 lestir fyrir 91700 mörk. I næstu viku selja þrír ísl. tog- arar í Þýzkalandi og auk þeirra eru tveir á veiðum fyrir Þýzka- landsmahkað. Laugardagur 18. október 1952 — 17. árgangur — 235. tölublað Meiri upplýsingar um manntalið Breyting, sem gerð var á tilhögun hinnar fyrirhuguðu all.s- herjarspjaldskrár eftir að manntalseyðublöðin voru prentuð, gerir það að verkum, að nauðsynlegt er að taka fram á skýrsl- unum, hvar í húsi menn búa. Þetta gildir þó aðeins um skýrsl- ur úr kaupstöðunum og úr Kópavogshreppi og Seltjarnarnes- hreppi. Af eðlilegum ástæðum er ekkert tekið fram um þetta á manntalseyðublaðinu, og þykir því rétt að láta í té eftirfar- andi upplýsingar til frekari skýringar: 1 Reykjavík, Kópavogshreppi og Seltjarnarneshreppi skal til- greina: 1. Á hvaða hæð ihúss hver f jölskylda býr, en þó þarf ekki að gera það, nema fjölslkyldur í húsinu séu fleiri en ein. — Sama þarf að gefa upp fyrir leigjendur, ef fjölskyldur í húsi eru fleiri en ein, svo framar- lega sem þeir búa ekki á sömu hæð og fjölskyldan, sem þeir leigja hjá. 2. Ef íbúðir á hæð í húsi eru . fleiri en ein, þá skal til viðbót- ar ofangreindu gefa upp fyrir hverja fjölskyldu, hvort íbúð, sem hún býr í, er til hægri eða til vinstri á hæðinni. 1 öer'um kaupstöðum en Reykjavík skal hæðin, sem bú- ið er á, gefin upp á sama hátt og í Reykjavík, en ekki skal gefið upp, hvort íbúð er til hægri eða vinstri á hæð. Skammstafanir. Kjallari - kj., 1. hæð - l.h., 2. hæð - 2.h., o.s.frv. Rishæð - ris. Rishæð t.d. næst yfir 2. hæð má annað hvort nefna ris eða 3.h. Til hægri - t.h., til vinstri - t.v. Kennda í sænskn Það skiptir ekki miklu máli, hvar á skýrslunni þetta atriði er upplýst,, ef það er aðeins gefið greinilega til kynna. Þó er bezt að það sé sett í fremsta dálk skýrslunnar, næst undir tölunni, sem á Reýkjavíkur- skýrslum á að vera í línu heim- ilisföður eða heimilismóður. Á eyðublöðum þeim, sem notuð eru utan Reykjavíkur, er bezt að þessi merking sé fram- an við nafn heimilisföður eða heimilismóður. Ástæðulaust er að lagfæra skýrslur sem búið er að skrifa, nema þessi merking hafi verið ófullnægjandi á einhvern hátt. Húseigendur eða þeir, sem færa skýrsluna síðastir í hverju húsi, eru vinsamiega beðnir að ganga úr skugga um, að skýrslan sé réttilega færð í þessu efni. Snæski sendikennarinn, frú Gun Nilsson, hefur í vetur sænskunámskeið í háskólanum fyrir almenning. Kennslan hefst n.k. mánudag, 20. þ.m. kl. menna a 8.15 e.’h., í II. kennslustofu há- skólans. Kennslan er fyrir byrj- endur. SendiráSið á Þjóðviljanum hefur verið tjáð af manni sem ætlaði í Tjarnarkaffi í fyrrakvöld að dyravörðurinn hafi skýrt svo frá að þar væri einkasamkvæmi á vegum bandaríska sendiráðs- ins. Kvaðst maðurinn að sjálf- sögðu hafa trúað þessu. er hann sá bifreið frá bandaríska sendi- ráðinu fyrir utan, en hinsveg- ar nokkuð undrandi á því að inn í húsið streymdu sjóliðar með „dömur“ sínar. Mellueigeiidur biðja þeÍKEi griða Að tilhlutan Fjáreigendafé- lags Reyikjavíkur var haldinn fundur í Verzlunarmannaheim- ilinu í Reykjavík, 16. okt. 1952 kl. 8.30 um kvöldið. Á fundin- um voru mættir um 140 sauð fjáreigendur og nokkrir aðrir jarðeigendur og ábúendur Reykjavík, Hafnarfirði, Sel- tjarnarneshreppi, Kópavogs hreppi, Garðahreppi og Bessa- staðahreppi. Fundarmenn voru ákveðnir í því að standa sem fastast sam- an gegn hvers konar viðleitni til að skerða þessa hagsmuni þeirra. Samþykktar voru tillögur um: 1. að senda Alþingi bréf, þar sem skýrt væri frá afstöðu fundarmanna gegn banni við sauðfjárbúska.p. 2. að skora á þingmenn kjör- dæmanna á umræddu svæði og aðra velunnara landbúnaðarins að vera á móti frumvarpinu um bann gegn sauðfjárbúskap, ef það kæmi fram á Alþingi. 3. að senda Stéttarsambandi bænda og Búnaðarfélagi ís lands bréf og biðja þessar stofnanir að beita sér fyrir þvi við ríkisstjórn og Alþingi, að hætt verði við fyrirætlanir um bannið. 4. að boða til annars fundar um málið þar sem óskað væri eftir nærveru landbúnaðarráð- herra, þingmanna Reykjavíkur, Hafnarfjarðar og Gullbringu- og Kjósarsýslu. Fundinn setti Stefán Thor- arensen, form. Fjáreigendafé- lags Reykjavíkur, en Óskar Bjartmarz stjórnaði fundi. Myndin sýnir Lárus Pálsson í hlutverki Daly Joxers í Júnó og páfuslinn, leikritinu sein nú er sýnt í Þjóðleikhúsinu. Sýning verð- ur í kvöld, og ætti fólk að fjöi- sýning-ar þessa ágæta ieikrlts. Hýðingardómarar fuíu í iægra haldi Sakadómarafélag Bretlands felldi í gær með 219 atkvæðum. gegn 166 áskorun á þing og stjórn að lögleiða hýðingar sakamanna á ný í Bretlandi en þær voru teknar úr lögum fyr- ir fáum árum. Margir brezkir dómarar sjá mjög eftir hýðing- unum, sem fyrir löngu hafa. verið numdar úr lögum í öllum. öðrum siðuðum löndum, en andstæðingar hýðinganna bentu á að þeim afbrotum, sem hýð- ing lá áður við, hefði farið fækkandi síðan hýðingarnar voru numdar úr lögum. Vöruhappdrætti á iðnsyningurmi „Farið með vönirnar heim“ 1 dag er næstsíðasti ilagur iðnsýningarinnar og hefur nú verið tekin upp óvænt nýjung síðustu sýningardagana. Kjör- orðið er: farið með vörurnar heim. Það er framkvæmt þannig að aðgöngumiðarnir gilda sem happdrættismiðar. Dregið verður um 5—7 vinn- inga á klukkustundarfrest:' báða síðustu sýningardagana frá kl. 4 til 10 e.h. Vinningar eru allt fyrsta flokks íslenzk- ar vörur eins og konfekt, sæl- gæti, öl, gosdrykkir, skiði, skjól fatnaður, skyrtur, skór, stólar, ullarteppi, sápur, snyrtivörur, matvörur o.fl. o.fl.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.