Þjóðviljinn - 28.10.1952, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 28.10.1952, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR RITSTJÓRl: FRlMANN HELGASON ASalfundur HKRR Jón Erlendsson kosinn formaður ráðsins Aðalfundur Handknattleiks- ráðs Reykjavikur var haldinn sl. föstudag. Formaður ráðsins flutti skýrslu stjómarinnar sem haldið hafði 23 fundi á árinu. Var skýrslan glögg og greindi frá margþættu starfi í þessari grein. Má þar nefna m.a. að rætt hefur verið um stofnun sérsambands í handknattleik og ekki ólíklegt að það verði stofn- að áður en langur tími ]íður. Þá hefur stjóm ráðsins lát;ð sér detta í hug keppni Reykja- víkurliðs við aðra höfuðborg Norðurlanda. Þá hefur verið unnið að stofnun dómarafélags. Með skýrslunni fylgir skrá yfir aha leiki sem farið hafa fram á vegum ráðsins og eni þeir rösklega 150. Er skrá þessi hin merkileg- asta og mjög góð heimild fyr- ir framtíðina. Á fundimun var samþykkt tillaga til breytingar á regl- um um handknattleiksmót varð- andi rétt II. flokks manna að leika með meistaraflokki án þess að missa við það réttindi til að leika með n. flokki. Þá Zatcpek setur 3 ný beimsmet Emil Zatopek gerði sér lít- ið fyrir á sunnudaginn og setti ný heimsmet á þrem vegalengdum. Hann hljóp 15 enskar mílur á 1 Idst. 16 mín. 26.4 sek. 25 kílómetra hijóp hann á 1.19.29,8 og 30 kílómetrana á 1.35.23,8. Það var eklti fyrr en á sunnu dagsmorgun sem Zatopek ákvað að reyna við heims metin á þessum vegalengdum. Dumbðdse setur kriugSukasti var rætt um stofnun sérsamb. og stofnun dómarafélags. Þá var kjörinn sérstakur sérrláðs- dómstóll fyrir HKRR og skipa hann þessir menn: Hannes Sig- urðsson, Sigurður Magnússon og Þórðúr Sigurðsson. Hannes Sigurðsson, sem verið hefur formaður ráðsins sl. ár, baðst eindregið undan að starfa í því áfram. Fulltrúar félag- anna í stjóm HKRR eru: Jón Erlendsson (Á), Jón Einarsson (Fram). Þorleifur Gunnarsson (ÍR), Guðmundur Georgsson (Kr), Valgeir Ársæ^sson (Val- ur), Þórir Tryggvason (Vík.) og Bjöm Ámason (Þróttur). Or þessum fulltrúahópi var Jens Erlendsson kosinn for- maður. Stalía — Sví- þjóð 1:1 Svíþjóð og ítalia kepptu í knattspjrmu sl. sunnudag og fóru leikar svo að jafntefli varð 1:1. Var ítalska liðið mun betra, fljótara og leiknara og hefði 3:1 gefið réttari mynd af leiknum, sem fór fram á Rásunda leikvellinum í Stokk- hó'mi. Aðsókn var svo mikil að leiknum að aðgöngumiðar seldust á örskömmum tíma, eðá svo að þeir hafa aldrei selzt á svo stuttum tíma. Italska lið- ið hafði legið í þjálfun marga daga fyrir viðureignina. Bezti árangur 474 kr. f yrir 9 rétta Enn á ný urðu óvænt úrslit í ensku deildakeppninni á laugar- dag til þess, að bezti árangur- inn í getraun síðustu viku varð ekki nema 9 réttir leikir. B'ezti vinningurinn var kr. 474, og koma 242 kr. á röð fyrir 9 rétta og 58 kr. á röð fyrir 8 rétta. Mót UMS Úlfljóts hjóðviljanum hefur borizt frá- sög-n af íþróttamóti UMS Úlfljóts, í Austur-Slcaftafellssýslu, sem fór fram í sumar að Höfn í Horna- firði. — Hér 'fara á eftir úrsiit í nokkrum gréinum, frá öðrum verður skýrt síðar. 4 félög tóku þátt í íþróttakeppninni: Umf. Val- ur, Mýrum; Umf. Hvöt, í Lóni; Umf. Máni, Nesjum; Umf. Sindri, Mýrum. — Umf. Máni sigrraði í keppninni og hlaut 74 stig; Umf. Sindri hiaut 26 stig, Hvöt 8 stig og Valur 7 stig. 100 m lUaup 1 Sigurjón Bjarnason M 11,8 2 hórhallur Kristjánsson S 12,2 1500 m hlaup 1 Þorsteinn Geirsson H 4:45,7 2 Jón Arason V 4:52,2 800 m lUaup kvenna 1 Guðrún Rafnkelsdóttir M 11,3 2 Nanna Lára Karlsdóttir S 11,5 Hástökk kvenna 1 Nanna Lára S 1,30 2 Guðrún Rafnkelsdóttir M 1,10 Þriðjudagur 28. oklóber 1952 — ÞJÖÐVHJINN —(3 Fróðlegt ferðalag <v / » i b i # *• feeng/ö meo husmoöur / buoir Flestar húsmæður munu vera sammála um það, að aldrei hafi verið eins erfitt og nú að láta tekjur heimilisföðurins hrökkva fyrir nauðsynjum heimilanna. Þegar þannig er ástatt þurfum við konurnar að fylgjast vel með verðlagi á þeim vörum sem við kaupum. Sícan verðlags- ákvæðin vom afnumin er verð á nauðsynjavörum töluvert mismunandi í hinum ýmsu búð- um í Reykjavík. Til að færa orðum mínum stað ætla ég að segja ykkur frá eftirfarandi ferðalagi. Fyrir nokkrum dögum kom drengtirinn minn inn í e’dhús með miklum bægslagangi. Hann biður mig að koma með sér niður í bæ að kaupa. Hann á enn eftir dálítið af sumar- kaupinu og segist þurfa að kaupa skólavörur, sportbelti og blússu. Honum er mikið niðri fyrir. Siggi er nýbúinn að fá blússu. Þær fást í öllum litum, brúnar, grænar og bláar með allavega loðkrögum og rauðu silkifóðri. Ég sá mér ekki annað fært en verða við þessum tilmælum drengsins og eftir litla stund vorum við lögð af stað í bæ- inn. Við gengum nú sem leið lá niður Laugaveg, fórum þar inn í bókabúð og keyptum Pelikan liti á 14.00 kr. kass- ann. Blýant sem okkur var ^ýndur og kostaði krónu keypt- um við ekki, höfðum hugmynd um að fá hann ódýrari annars otaða”. Næst fórum við inn í vefnað- arvöruverzlun vi5 Skólavörðu- stíginn og spurðum um sport- belti. Jú, okkur var sýnt ljóm- andi fallegt teygjube'.ti, en það kostaði 30 krónur. „Voða er það dýrt“, sagði drengurinn og við gengum út án þess að kaupa. Siðan héldum við niíur göt- una og fórum inn í vefnaðar- vörubúð KRON. Þar skoðuðum við hina áður umtöluðu blúss- ur. Þær kostúðu 525,00 kr. en voru því miður allar of stórar svo ekki gat orðið úr kaupum. en þarna fengum við sport- belti á 15.00 kr. nákvæmlega sömu tegundar og kostaði 30.00 kr. nókkriun föðmum ofar við sömu götu. Framhald á 7. siðna. 57 ríki Af f jörrum löndum Borg vonleysis og eymdar Nina Dunibadse Hinn fræíra. frjálsíþróttakona, Nina. Dumbadse frá Sovétrikjun- um, stítti heimsmct í kringhikasti á borgarmeistara.móti í Tbilisi. — Kastaði húh 67,04 m eða 3,43' m lengTa en met löndu hénnar og ólympíusigurvegarans Nínu Rom- ashkova scm sett var í sumar. Fusan á suðausturodda Kóreu- akagana, hefur undanfarin tvö ár verið höfuðborg Suður- Kóreu. Þar situr stjórn S. Rhee, fulltrúar bandaríslta. utanríkis- ráðuneytisins og bandaríska her- stjórnin. Um Fusan fara ahir her- og vöruflutningar til og frá Suð- ur-Kóreu á sjó og mikið af flug- flutningum. Borgin er því eins og brennidephl., þar sést innsta eðli þeirrar styrjaldar, sem Bandarík- in hej'ja í Kórcu í naíni Sam- einuðu þjóðanna. Hér fara á eftir nokkrir kaflar úr grein, sem fréttaritari brezka sósia'demo- kratablaðsins New Statesman and Natlon skrifaði eftir ferð til Suð- ur-Kóreu. Borgin er full af hatri. Kóre- arnir hata Kínverja,. Japani, Norður-Kórea og Bandaríkjamenn. Bandarikjamennirnir hata skítinn, rykið og Kóreana. AHir hata ! stríðið. Samt er 'til fólk, sem legg- j ur mikið á sig til að komast til þessar liörmunagaborgar. Því að hér er hægt að græða fé, ef menn komast hingað. Þetta er banda- r’skt yfirráðasvæði og ef menn hafa ekki bandariskt vegabréf og eru frá fyrirtæki, sem tekið er tillit til í Washington, er eins gott að spara sér blekið, sem fer i að fylla út landvistarleyfisum- sókn í sexriti. En sá sem þekk- ir hershöfðingja eða aðmirál getur vonazt eftir að fá tíu daga land- vistarle.yfi hjá yfirforingja Banda- ríkjahers í Japan,... ■JTvar sem bandarískur her á i striði er bandariskum her- mönnum greiddur máli í M.P.C., Millitary Payment Certificate, og ekki lejrft að borga fyrir neitt sem þeir kaúpa í búðum hersins, klúbbum eða vcitingahúsum í neinni annarri mynt. Svo á að j héita að þeil1' hafi ekki neina bandariska-dollara undir Itöndum. Þetta „kemur i veg fyrir" svarta- markaðsverzlun með doilara- Það gerir það á þann hátt að skapa svartamarkaðsverzlun með M.P.C., eins dollars M.P.C. er hægt að kaupa í Kóreu á 55 bandarísk sent. Ef maður er í bandaríska hernum getur maður svo fengið M.P.C.-unum skipt í bandaríska dollara í Japan á nafnverði en ef maður er bara óbreyttur boi-gari er hægt að selja þau á svarta markaðnum í Japan á 85 banda- rísk sent hvern M.P.C.-do’lar. Máske er það þetta, sem veldur því hve Fusan dregur til sín ýmsa. landshornamenn, sem enn muna hina gömlu, góðu daga í Kína árið 1945.... jH' Fusan ríkir smitandi hugsýki. Allir, sem ég átti tal við í Kóreu, voru að einhverju lejrti haidnir af henni. Sjúkdómsein- kennið er setningin „En hvað getur maðui' gert?" Hver einn einasti embættismaður í bandaríska ut- ani'íkisráðunej'tinu, sem aðsetur hefur í Fusan, álítur ríkisstjórn Sj'ngman Rhee gegnrotna. „En hvað getur maður gert? Er völ á nokki'um öðrum?" Allir vita af núitugreiðslunum, sem háttsettir embættismenn krefjast en „hvað getur maður gert?“ Allir vita, að striðið er háð á röngum tíma á röngum stað en — „hvað getur maður gert?" Eða öllu heldui', hvað ætti að taka til bragðs cf það væri ekki? Því að ef stríðið væri ekki mj'ndi vera regluleg kreppa hjá okkur og að minnsta kosti Japan væri komið á haus- inn. Þessi síðasta játning er á allra vörum og fuÚkomnar eymd- ina. Það er ekki hægt að stöðva stríðið, það myndi fara með at- vinnulífið, og það' er "’ekki hægt að byrja stríðið, .það..myndi alveg fara með mann sjálfan. Svo — „Hvað getur maður gert?“ En meðan þessu fer fram liggja menn í andarslitrunum á göt- unum í Fusan og tötra’eg börn með framstandandi hungurmaga læra ekkert nema að stela og dcj'ja. Jánbrautarstöðin 5 Fusan er eitt bezta veiðiland þeirra og á leiðinni til Seoul skríða börn inn í lestina á hverri stöð og stela öllu, sem hönd á festir. 1 Fusan bíða fjögur eða fimm börn bana á viku hverri, þegar þau eru að skríða undir lestum á ferð og öðru hvoru rejmir herlögreglan að smala þeim saman. Ég varð þeirrar ógæfu aðnjótandi að horfa á eina'af þessum „smöl- unxxrn". Herlögreglumenn vopnað- ir reiðpískum eiga fullt í fangi með að gripa og halda föstum sparkandi og bítandi krökkum. Þeir hrinda þeim inn í gi'ipa- vagna og eftir hálftíma eru þar komin 70 æpandi, stynjandi og' grátandi börn ásamt nokkrum fulloi-ðnum, sem eru of aðfram- komnir til að hafa á móti því að vei'a lokaðir inni í loftlausum gripavagni.... vorki flugsprengja né fall- ** bj'ssukúla hefur nokki-u sinni lent á Fusan, en samt er hún tvíiiiælalaust stríðshrjáðasta boi'g sem ; ég hef nokkru sinni séð. Seoul, sem hefur fengið að kenna á striðinu, ber næstum friðsam- legan svip í samanburði við haná. Ef einhver skyldi enn vera til í heiminum sem heldur að hægt sé að leysa pólitísk vandamál með styrjöld, ætti hann að fara til Fusan og hafa samvizku, sína með í ferðinni. hafa veiit honum kosn- ingarétt til jaíns við karla Nýlega hefur 57. rikið bætzt í hóp þeirra rikja, sem veitt hafa konum stjórnmálalegan i-étt til jafns við karla. Það er Grikk- land. 1 Pakistan hafa konur nú hlotið rétt til þátttöku í bæjar- og sveit- arstjórnarkosningum, þótt þær hafi enn ekki hlotið lagaheimild til þátttöku í almennum kosning- n. Aftur á móti hefur eitt ríki bætzt í hóp þeirra ríkja, sem ekki veita konum stjórnmálarétt- indi, hvorki i smá né stóru. Það er Lybía, sem er nýstofnað sjálf- stætt ríki. 1 þessu efnir fyllir Lybía flokk með Afghanistan, Columbiu, Egj-ptalandi, Etiopíu, Honduras, Iran, Iraq, Jórdaníu, Líbanon, Lichténstein, Nicara- gua, Paiaguay, Saudi Arabiu, Ye- men og Sviss. Raunar er þannig ástatt með tvö þessara landá: Eriopiu og Saudi Arabíu, að karl- ar hafa þar ekki heldur kosninga- rétt. Senn eru liðin sextíu ár siðan fj’rsta ríki veraldarinnar veitti konum stjórnmálajafnrétti á við karla. Það var Nýja Sjáland er það gerði árið 1893. Þax- næs.t kom Ástralía 1902, Finnland 1906, Noregur 1913, Island og Danmörk 1915. Fyrir 1920 höfðu konur einn- ig hlotið kosningarétt í þessum löndum: — Ráðstjórnarríkjunum, Hvita-Rúsjaijd, Tjþj-ajnu og Hol- landi (1917), Kanada, Irlandi, Lux- emburg og Stóra-Bretlandi (1918), og í Bandaríkjunum og Ungverja- landi (1920). 1 Svíþjóð fengu kon- ur kosningarétt árið 1921. Á ár- unum til 1930 bættust 4 lönd við i hópinn, þar á meða.1 Ecuador, sem hafði forystu um það mál í Suð- ur-Ameríku. Á tímabilinu 1930-1940 komu 10 ríki og frá 1940-1950 bættust við 22 lönd. 1 Morgunhlaðinu fyrir nokkr- um dögum er birt bréf fré Fjólu og mynd af henni þar sem hún situr stúrin á svip með tóman blómavasann sinn. Fjóla getur nú orðið ekki keypt sér blóm í vas- ann sökum hinnar skelfilegu dýr- tíðar, en b'óm fyrir tíu krónur á viku hefur undanfarið verið hennari einasti munaður. Fjóla segir meðal annars í bréfi sínu: „Ó, þú íslenzka króna, ósköp ertu litil og vanmáttug". Ætli þær séu ekki nokkuð marg- ar reykvísku konurnar sem geta tekið undir þessa setningu með Fjólu og sitja sorgmæddar eins og hún yfir tómum ílátum, en þvi miður eru þessi ílát i fæstum til- fe’lum blómavasar, heldur blétt áfram mjólkurflöskur og önnui' matarílát. Þa.nnig eru flokksbi'æður Fjólu,: og aðrir ráðamenn islenzku þjóð- arinnai' búnir að gjöreyðileggja íslenzku krónuna og skapa þá' dýrtið, sem gerir jafnvel mönnum í fastri atvinnu ókleyft að veita sér og sinum nægilegt fæði ef þeir ætla að standa í skilum með skatta og húsaleigu. — Löa.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.