Þjóðviljinn - 07.11.1952, Blaðsíða 4
4) — ÞJÖÐVILJINN — Föstudagur 7. nóvember 1952 -—
píémsiumM
ötgefandi: Samelningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokurinn.
Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.) Sigurður Guðmundsson.
Fréttastjóri: Jón Bjarnason.
Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Magnús Torfi Ólafsson,
Guðmundur Vigfússon.
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg
19. — Simi 7500 (3 línur).,
Áskriftarverð kr. 18 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 18
annarstaðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið.
Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
________________________________________________/
35 ára alþýðuvöid
Laust eftir rússnesku byltinguna 1917 varpaði skáldjöfur
Islands, Stephan G. Stephansson, þessari spurningu fram:
,,Er hann heims úr böli boginn,
blóðugur að rísa og hækka,
múgisin vorn að máttkva, stækka?
Sannleiksvottur, lýtum loginn,
ljós, sem fyrir hundrað árum,
Frakkar slökktu í sínum sárum,
lítilmagnans morgunroði,
fóttróðinna friðarboði ?“
I dag minnast tvö hundruð miljónir sovétborgara þrjátíu og
fimm ára baráttu sinnar fyrir því að svara spurhingu Kletta-
fjallaskáldsins, sem um leið var spurning alls hins undirokaða
mannkyns.^á jákvæðan hátt.
I dag gleðjast þjóðir Sovétríkjánna — og með þeim kúgaðar
nýlenduþjóðir og undirokaðar stéttir auðvaldslandanna — yf-
ir því, að fyrsta tilraun mannkynssögunnar til þess að afmá
arðrán eins manns á öðrum og uppræta þar með grundvöll-
inn að úlfúð og missætti mannanna hefur heppnazt.
Með risaskrefum hafa verkamenn, bændur og menntamenn
Sovétríkjanna gengið að framkvæmd hinnar voldugu stefnu-
skár, er felst í ljóðlínum íslenzka skáldsins. Úr eldi baráttunnar
gegn innlendri yfirstétt, gegn erlendum innrásarherjum arð-
ræningjanna, hefur sósíalisminn í Sovétríkjunum risið og hækk-
að úr böli heimsins, máttkvað og stækkað alþýðuna.
Atvinnuleysið, þessi mara verkalýðs auðvaldslandanna, er nú
einungis minnisatriði hinnar eldri kynslóðar Sovétríkjanna. Sið-
an fyrsta fimm-ára-áætlunin hófst 1928 hefur framleiðsla
Sovétríkjanna nær þrettánfaldazt, meðan kreppurnar, krabba-
mein auðvaldsskipulagsins, tæra upp efnahagslif auðvaldsland-
anna.
Sovétþjóðimar standa nú á þröskuldi þess framleiðslumagns,
sem þýðir allsnægtir: þröskuldi kommúnismans, þar sem tækni
og framleiðslumáttur fer langt fram úr tækni og framleiðslu-
mætti auðvaldsins, og íæknikunnátta verður sameign hins
mikla fjölda þjóðarinnar. Meðan gírugir auðhringar kynda elda
nýrrar styrjaldar, meðan kreppur, atvinnuleysi, dýrtið og ör-
birgð alþýðunnar setja mark sitt á auðvaldsheiminn, takast
þjóðir sósíalismans á við náttúruöflin, beizla þau með áður
cþekktum raforkuframkvæmdum, með ávéitu- og gróðurkerfi
landflæma á við heilar heimsálfur, með hraðfara nýtingu
hinna feiknalegu náttúruauðæfa.
Öryggi um afkomu, verðlækkanir, afnám skattaáþjánar og
liúsaleiguokurs, síaukin framleiðsla neyzluvarnings, hækkandi
laun, einstætt tryggingakerfi, æðri menntun fyrir fjöldahn —
þetta eru kennileiti sósíalismans, það sem máttkvar og stækkar
múginn, gerir alþýðuna lífsglaða, reisir hana úr „böli heimsins".
Stephan G. sá rétt: afnám arðránsins í Sovétríkjunum var
morgunroði lítilmagnans. En lítilmagninn hefur ávallt orðið að
verjast kúgurum sínum. Rússneski lítilmagninn, rússneska al-
þýðan, sem braut af sér hlekki arðráns og kúgunar og kaus
frelsið, hefur í 35 ár verið „lýtum login“ á sama hátt og
kristnir menn voru ofsóttir fyrir boðskap sinn, á sama hátt
og frelsisboð frönsku byltingarinnar var rægt og nítt og of-
sótt af þeirri stétt, er velt var af sjónarsviði sögunnar.
En rússneski lítilmagninn hefur unnið hverja orustu, af því
að hann barðist fyrir frelsi sínu og frelsi allra undirokaðra.
Rússneska alþýðan er hætt að vera lítilmagni. Hún er orðin
voldugasta afl heimsins, sem hefur staðið af sér margfaldar
útrýmingartilraunir, og er að fýlkja um sig meirihluta mann-
kynsins. Við hverja árás á Sovétríkin, hafa enn fleiri þjóðir
brotizt úr viðjum heimsvaldasinnanna, sem eru nú komnir í
aðstoðu hins úrkynjaða aðals Frakklands.
Það er eðli hvers verkamanna að vilja frið. Þess vegna er
það eðli fyrsta verkalýðsríkisins á jörðu að vilja frið, því ann-
ars er ekki hægt að byggja upp það frjálsa og glaða líf mann-
anna, sem velsæld sósíalismans, kommúnismans þýðir. Frán augu
Klettafjallaskáldsins sáu því enn rétt: lítilmagninn, sem er að
reisa sig úr böli heimsins, er einnig „fóttroðinna friðarboði“,
meðan arftakar franska aðalsins s'tefna á stríð.
Vitundin um ómótstæðilegan sigur „lítilmagnans", sigur
fiósíalismans og friðarins breiðist ört um lieim allan, meðal
allra þjóða, inn á hvert heimili. Vituadin um það, að hinn
vinnandi lýður getur komizt af án arðræningja, er grundvöll-
uð á 35 ára sigurför sósíalismans í Sovc/tríkjunum, og reynslu
600 milljóna manna að auki. íslenzka þjóðin, sem þráir fram-
farir, frið og hagsæld er einnig að sjá þetta og skilja. Það er
skýringin á æði og vanstillingu íslenzku yfirráðaklíkunnar, sem
fótumtreður lítilmagnann í krafti auðs og illa fenginna valda.
Islenzk alþýða óskar alþýðu Sovétríkjanna til hamingju i dag.
Hún óskar þess, að hið vinnandi fólk Sovétríkjanna megi njóta
varanlegs friðar til þess, að morgunroði lítilmagnans verðj sem
fyrst að heiðum degi.
Föstudagur 7. nóvember 1952 — ÞJÓÐVILJINN — (5
Vandamál í vörinni
UM ÞAÐ er mikið rætt og rit-
að að koma af stað smábáta-
útgerð í stórum stíl, ög á að
styrkja menn og styðja (a.
m. k. í orði) í þeirri sjálfs-
bjargarviðleitni, sem sá at-
vinnurekstur þykir bera vott
um. Allt er þetta' nú gott og
blessað. En langt eigúm við
í land að ná þéirri aðstöðu,
sem starfsemi sem þessi út-
heimtir a. m. k. hér í .Réykja-
vik. Eg er einn þeirra, sem
stúnda sjóinn á þessum fleyt-
um, én þó aðéins í aukavinnu.
Varla er hægt að hugsa 'sér
frúinstæðári skilýrði við þessi
störf, heldur en hér er áð
hafa. Engin höfn þar sem
hægt er að leita sér athvarfs
með þessa báta. Engin trygg-
ing fyrir því að báturinn liggi
ekki brotinn eftir eina óveðurs-
nótt. Nú kunna menn að segja
að okkur ætti ekki að vera
vorkunn, við gætum þó alltaf
tryggt bátana. Leitað hef ég
mér upplýsinga um þetta at-
riði og fékk ég þau svör að
þeim væri eiginlega ekkert um
það gefið að tryggja þessar
fleytur, en ef svo væri gert
þá væri iðgjaldið 1% á mán-
uði, eða 12% á ári. Fyrir bát
sem tryggður er fyrir 10.000.
00 kr. þarf að greiða í iðgjald
kr. 1200.00 á ári. Ekkert lýs-
ir betur öryggisleysi báta okk-
ar en þetta sjónarmið vá-
tryggingafélaganna. þau líta
næstum sömu augum á báta
okkar og hafskipið Hæring,
að þessu iejcti.
NÚ MUNU menn e. t. v. svara
því til að okkur ætti ekki að
muna mikið um það að snara
út 100.00 kr. á mánuði í vá-
tryggingariðgjald, því ekki sé
lúðan okkar svo ódýr í fisk-
búffunum. „Ekki er kálið sop-
ið þótt í ausuna sé komið“,
segir máltækið. í sumarleyfi
minu stundaði ég lúðuveiffar
suður með sjó og aflaðist
sæmilega. Verðið, sem við
fengum þar var kr. 4.50 fyrir
kílóið af stórlúðunni tálknskor
inni og hrogndreginni. Þegar
til Reykjavíkur kom og ég fór
að frétta af því, að flyðran
væri farin að hlaupa á sciærin
hjá þeim hér úti á Sviði og
jafnvel inná sundum, leitaði
ég mér upplýsinga um verðið
hér í sjálfri Reykjavík. Fisk-
höllin varð fyrir svörum:
„Við greiðum 5.00 krónur fyr-
ir kílóið ef hún er tálknskor-
in og hrogndrögin“. Þá spurffi
ég um útsölnverðið, og svar-
ið var 12.00 kr. kg. Eg furð-
aði mig á þessari óskaplegu
álagningu, én skýringu fékk
ég á því. „Það er ekkert há-
marksverð á lúðu.“ Þá vissi
maður það. Hitt vissi ég að
sama verð var á þessari fisk-
tegund í öllum fiskbúðum R-
vikur. Sem sagt, hér var um
að ræða einn af leyndardóm-
um frjálsrar verzlunar, sem
þeir einir skilja, sem fást við
haiia. Góðir hálsar! Er það
heilbrigt að sá aðilinn sem
aflar vörunnar, kostar til
þess fé og fyrirhöfn beri
minsaa úr býtum, lieldur en
hinn, sem tekur við henni og
afhendir hana öðrum?
Einn úr vörinni.
* Um BÆKUR 09 annaS ★
S,
Ú var tíðin að manni
þótti síminn mesta undur verald-
ar. Og- raunar þurfti maðUr að
beita skynsemi sína nokkru valdi
áður en manni auðnaðist að taka
þvi sem sjálfsögðum hlut að hljóð
bærist eftir járnstreng hundruð
kílómetra á augabragði. Þó var
það lítið hjá þeim ósköpum seöi
yfir mann þyrmdi þegar útvarpið
hélt innreið sína á heimilið. Það
var þó aðeins hægt að hugsa sér
að hljóð bærist eftir streng milli
landshornanna. Hitt var örðugra
að skilja að það bærist sömu leið,
og á jafn stuttum tima, í loftinu,
án nokkurra tengsla við fasta
hluti. Þetta vöru galdrar, og
maður reyndi vart að ná á þeim
skilningstökum. En hvað er þó
þetta allt saman hjá þeim nýju
ósköpum sem nú hafa verið að
gerast undaiifarið úti í heimi?
Vér meinum sjónvarpið. Að út-
varpa, myndum: er allt mannkyn-
ið orðið að galdrakindum?
¥ ÉR Islendingar höfum
nú um skeið lagt mikla áherzlu
á að mennta okkur verklega. A
siðasta áratug voru flutt inn til
landsins firnin öll af hverskyns
tækjum, sem við sjáum nú að
okkur eru öldungis óhjákvæmileg
( lífsbaráttunni, daglegu lifi. En
vér höfum ennþá farið gjörsam-
lega á mis við nýjasta árangur
tæknivísinda nútímans, þann sem
nú ryður sér óðast til rúms vítt
um heim: sjónvarpið. Vér höf-
um aldrei haft nein tæknileg
frumkvæði sem neitt mark væri
að, heldur aðeins tekið fegins
hendi við þeirri tækni sem aðrir
hafa skapað. Af þeim ástæðum
höfum við alltaf verið eftirbátar
í þessum efnum, og raunar lítt
skilið gildi tækninnar fyrr en á
síðustu árum. Það er því eðlilegt
að við höfum lítið haft af sjón-
várpi að segja enn sem komið
er. Það eru ekki svo ýkjamörg
ár síðan þeir byrjuðu fyrir al-
vöru að fást við það i útland-
inu. Fyrst eftir styrjöldina komst
verulegur rekspölur á þróun þess
og útbreiðslu. Um þessar mundir
mun fyrsta sjónvarpsstöðin i
Danmörku vera að talca til starfa,
og Svíar eru að gera áætlanir um
að hefja sjónvarp árið 1954.
verið hægt að sjónvarpa yfir fjöll,
en nú mun það spursmál vera
um það bil að leysast, er visinda-
mennirnir ná va'.di yfir hinum
svonefndu míkróbylgjum loftsins.
Enn má það einnig kallast óleyst
vandamál að gera móttökutækin
S]ónvarp og
tykkluföll
svo ódýr að venjuleg alþýða
manna, i öllum löndum, geti keypt
þau, eins og til dæmis útvarps-
tæki.
C N eitt er það vandamál
sjónvarpsins sem ber yfir öll önn-
ur: sjónvarpsefnið sjálft. Það
þyrfti að vera mjög fríður þulur
ef ætti að sjónvarpa vehjulegum
fréttum með árangri. Eina tón-
listin sem hægt væri að sjónvarpa
áhorfendum til ánægju væru sin-
fóníutónleikar beint af hljómleika-
sviði. Sem sagt: sjónvarpið verður
sjálft að hafa sína eigin dag-
skrá. Þar sem það er orðið út-
breiddast, i Bandarikjunum, hef-
ur eitt helzta úrræðið orðið það
að búa til firnin öll af tiltölu-
iega stuttum kvikmyndum til
'sjónvárps.
C N hér er enn margs að
gæta. Menn sem hafa áhuga fyrir
sjónvarpinu sem menningartæki
hafá uppgötvað leiðan gaíla á
megni þeirra bandarísku kvik-
mynda sem gerðar hafa verið
í þessum tilgangi: þær eru af-
siðandi. Það hefur verið reiknað
út að bandarískum sjónvarpseig-
endum standi til boða að horfa
vikulega upp á ein 40 morð og
aðra hastarlega dauðdaga í tæk-
inu. Börnum er bannaður aðgang-
ur áð ótölulegum grúa mynda í
kvikmyndahúsum, ef þeim er ekki
talið hollt að kynnast því lífi
sem þar er leikið. En hver á að
banna börnum að horfa á morð í
sjónvarpstæki heimilisins? Eiga
foreldrarnir að banna það? Eiga
þeir að fara inn í stofu þegar
morðið byrjar, læsa að sér og
horfa í spenningi á það hvernig
Smith drepur Jones, og láta börn-
in lönd og leið á meðan? Mundu
börnin sætta sig við það til lengd-
ar? Nei, það er vitaskuld ófær
leið.
Framhald á 7. síðu.
SKÁLKURINN FRÁ BÚKHARA
1 dag er 35 ára afmæli rúss-
nesku byltingaritmar, þess at-
burðar er fatækir verkanienn
og bændur Rússaveldis brutu
blað í sögu mannkynsins og
hófu nýja atburffarás sem mót-
að hefur líf mannkynsins í æ
ríkara mæli ár frá ári og felur
í sér örugga vissu um endan-
legatx sigur. Eg skrapp til
Brynjólfs Bjarnasonar fyrir
nokkrum dögum og bað hann
að segja lesendum Þjóðviljans
sitthvað frá 19. flokksþingi
Kommúnistaflokks Sovétríkj-
anna af þessu tilefni, en við
hófum spjall okkar á léttara
hjali um Morgunblaðið.
.— Það er svo a'ð sjá sem
afturhaldsblöffin hafi ekki haft
allskostar rétt eftir þér það
sem þú sagðir á 19. flokks-
þingi Kommúnistafloklcs Sovét-
ríkjanna.
-v- Datt þér í hug að þau
myndu gera það? Eg minnist
þess ekki að þau hafi nokkurn
tima borið við að minnast á
ræðu sem ég hef haldið án þess
að allar ívitnanir væru falsað-
ar, og hvemig í ósköpunum
væri þá hægt að gera ráð fyr-
ir að ummæli mín kæmu óföls-
uð í þetta skipti, þegar leiðiri
lá gegnum ameríska sendiráð-
ið. Eg flutti ræðu mína á íst
lenzku, síðan var hún þýdd á
þýzku, því næst úr þýzku á
rússnesku, þá hefur ameríská
sendiráðið tekið hana upp úr
rússneska útvarpinu, og loká
hefur einhver starfsmaður
sendiráðsins þýtt hana á ensku
og enn einn snúið henni á ís-
lenzku á nýjan leik með sínu
lagi. Þegar ofan á þetta bætist
svo fyrri reyhsla af Morgun-
blaðinu og Valtý Stefánssyni,
langfrægum ívitnanafalsara,
hvernig ættu menn þá að láta
sér til hugar koma að haft
væri eftir nokkúð nálægt rettu
lagi ?
— Blöðin þykjast hafa gert
einhverjar stórmerkar uppgötv-
anir og afhjúpanir í sambandi
við það áð þið þremenriingarn-
ir mættuð á flokksþinginu í
Moskvu.
— För okkar þangað er auð-
vitað ekkert annað en fram-
kváemd á einu stefnuskráratriði
Sósíalistaflokksins. I stefnu-
skránni segir: „Flokkurinn lýs-
ir samúð sinni méð starfserni
bræðraflokka sinna,
flokkanna í öllum löndum“; og
það hefur jafnan verið kapp-
kostað að hafa sem bezt sam-
band við alla slíka flokka. Um
Sovétríkin segir sérstaklega
m. a.: „Flokkurinn fylgist af
mikilli athygli og samúð méð
starfsemi alþýðunnar í Sovét-
lýðveldasambandinu að skapa
sósíalistískt þjóðfélag. ......
Flokkurinn vill auka hið við-
skiptalega og menningarlega
samband við Sovétríkin og veita
Malenkoff'fl.vtur skýrslu miðstjórnar á 19. flokksþ. Sitjandi í fremri röð frá vinstri: Stalín, Kaganovitsj, Moiotoff, Vorosjiloff,
'Krúsjtéff, Beria, Búlganin. I aftari röð: Aristoff, Bagiroff, Kuusirien, Andrianoff, Njasoff, Korotsénko, Sjakmetoff, Patolitséff.
||*n vj i *8i^«bi iraa 3
Raeft Wð Bryn]ólf Bjarnason um 19. flokks-
þiríg Kommúnistaflokks Sovétrikjanna
óhlútdræga fræðslu um bar-
áttu þeirra fyrir sköpun sósíál-
ismans. Flokkurinn vill hagnýta
sér þá reynslu erlendra stétt-
arbræðra og sósíalistískra
flókka, sem eiga við íslénZka
staðhætti, en viíl jafnframt
taka það skýrt fram, að hlut-
verk íslenzkrar alþýðu og
flokks hennar, er að skapa sós-
íalistískt þjóðfélag á þeim
sögúlega og þjóðfélagslega
grundvelli, sem fýrir heridi er
hér á landi.“
— Hváð geturðu helzt sagt
mér um flokksþingið ?
— Þetta var mikið þing, og
sóttu það 2600 fulltrúar frá
Sovétríkjunum og auk þess
gestir frá meira en 40 flokk-
um og samtökum er’endum.
Viðfangsefni þingsins má
nokkuð sjá af dagskrá þess en
alþýðu- hún var á þessa leið: 1. Skýrsla
miðstjórnar, þar sem Malen-
koff hafði framsögu. 2. Skýrsla
eftirlitsnefndarinnar. 3. Á-
kvarðariir flokksþingsiris úm
fimm ára áætlun Sovétríkjanna
og þróun áranna 1951—’55, en
Saburoff, formaður áætlunar-
nefndarinnar hafði framsögu
um það efni. 4. Breytingar á
lögum flokksins. Að lokum fóru
svo fram kosningar til mið-
stjómar og annarra flokks-
stofnana.
Þetta þing var sögulegur at-
burður í tvennum skilningi. I
fyrsta lagi vegna ,þess að það
lagði mat sitt á atburði þá sem
gerzt hafa milli þinga, og í
annan stað vegna þeirra á-
kvarðana og áætlaha sem gerð-
ar voru um framtíðina.
— Hver voru þau atriði síð-
ustu ára sem mest áherzla var
lögð á ?
— Á milli þinga hafði það
fyrst og fremst gerzt að háð
hafði verið sú heimsstyrjöld
sem mestum aldahvörfum hef-
ur valdiff' allra styrjalda, en
með henni hafa endanlega ver-
ið mörkuð úrslitin í barátt-
unni milli kapítalisma og
sósíalisma. I kjölfar hennar
kom svo bylting'in í Kína og
stofnun alþýðulýðveldanna,
þannig að Sovétríkin eru ekki
lengur einangruð, heldur hafa
600 milljónir að auki brotizt
undan oki heimsvaldastefnunn-
ar. Við þetta bætast svo þær
gífurlegu framfarir sem orðið
hafa í Sovétríkjunum eftir
styrjöldina, framkvæmdir sem
ekki eiga sinn líka. Sem dæmi
má taka iðnaðarframleiðsluna.
Sé miðað við 100 stig 1929
var iðnaðarframleiðslan í Sov-
étríkjunum komin upp í 1266
stig á árinu 1951 eða hafði
næstum þrettánfaldazt. Séu
-
s
JÓNVARP ér mjög
dýrt, bæði stöðvarnar sjálfar,
rekstur þeirra, móttökutækin, og
síðast en ekki sízt efnið. Enn ber
þess að geta að ekki hafa verið
leyst öll tæknivandamál sjónvarps.
Til dæmis hefur til þessa ekki
248. dagur.
i
Það lítur út fyrir að þú hafir álveg tap-
að málinu vegna útnefningar þinnar sem
kvennabúrsstjóra, göfugi vitringur Húss-
ein Húslía, sagði Baktíar með sigurbros
á vör. Én hirðsiðirnir bjóða þér að þakka
emirnum.
Hodsja Nasreddín kraup á kné: Ósk min
er að lokum uppfyilt. og það er mjög
hörmulegt að enn skuli þurfa að Vera
nokkur frestur, sökum þess að það tekur
mig nokkurn tíma að búa til lyfið handa
ástmey emirsins.
Getur það þá tekið svo langan tima að
búa til smályf? spurði Báktíar órólegur.
Það er enga stúnd verið að búa til eitt
meðal. — Já, einmitt, sagði emirinn, há!f-
timi er hæfilegur tími til slíks.
Ó, mikli herra, allt er komið undir stjörn-
unni Sadadsabíb; eftir afstöðu hennar
þarfnast ég milli þriggja og fimm daga.
— Fimm daga! hrópaði Baktíar upp yfir
sig. Heldurðu þú þurfir fimm daga til að
búa til svona lyf!!
kapítalistísku löndin tekin til
samjöfnunar var samsvarandi
framleiðsluaukning komin upp
í 200 stig í Bandáríkjunum,
160 stig í Englandi og aðeins
104 stig í Frakklandi, þar
hafði hún sem sé svo til stað-
ið í stað í 22 ár. Þessar tölur
sýna hina geysilegu yfirburði
sósialismans. Sé tekinn saman-
burður við 1940, síðasta frið-
arárið í Sovétríkjunum, er iðn
áðarframleiðslan nú komin úpp
i 223 stig, hefur meira en tvö-
faldazt, þrátt fyrir hörmungar
og eyðileggingar styrjáldarinn-
ar.
Það gefur góða mynd af þró-
uninni að á árunum 1951 og
’52 verður framleiðsla iðnaðar-
varnings 22% meiri en samtals
var framleitt af þessum vörum
meðan tvær fyrstu firiim ára
áætlanimar stóðu yfir.
Um landbúnaðinn er sömu
sögu að segja. Sáðlandið hefur
aukizt um 5,3 milljónir hekt-
ara frá því fyrir stríð, kom-
uppskeran er orðin 8000 millj-
ónir púða (púð: rösk 16 kg)
1952. en 1913 var hún aðeins
4.800 milljónir og fyrir síðasta
stríð um 6.800 milljónir.
Hvað búpeningi viðvíkur var
miklum hluta hans ejút í stríð-
inu, en síðan 1945 hefur tala
nautgripa aukizt um 13,4 millj-
ónir, sauðfé um nærri 42 millj.
og svín um meira en 21 millj.
Jafnhliða þessari þróun hafa
lífskjör fólksins batnað mjög
mikið. Þjóðartekjurnar hafa
aukizt um 83% frá 1940—’51,
og á tímabiiinu frá 1947 til
1952 hefur verðlag á matvæl-
um og iðnaðarvörum lækkað
um helming að meðaltali.
Raunveruleg laun verkamanna
og starfsmanna hafa hækkað
um 57% síðaci 1940 og tekjur
bænda miffað við kaupmátt um
60%.
— Og hvað hugðist flokks-
þingið svo fyrir um framtíð-
ina?
— Á grundvelli þessarar þró-
unar er næsta fimm ára áætl-
un reist, en henni á að vera
lokið 1955. Sú áætlun er talin
fyrsti áfanginn í umbreyting-
urini frá sósíalisma til komm-
únisma, til þjóðfélags allsnægt-
anna. Samkvæmt þeirri áætlun
sem nú er hafin er ætlazt til
að iðnframleiðslan aukizt um
70% miðið við 1950, aúkníng
framleiðslutækja verði um 80%
og neyzluvamings um 65%.
I landbúnáðinum er ætlazt
til þess að heildárframleiðslan
á komi aukist um 40—50%, á
baðmull um 55—65%, á hör
um 40—50%; nautgripum á að
fjölga um 18—20%, sauðkind-
um um 60—62% og svínum urn.
45—50%.
í samræmi við þessa þróun
munu lífskjörin ^iuðvitað stór-
batna meðai almennings. þjóð-
artekjumar eiga að aukast
samkvæmt áætluninni um a. m.
k. 70%, raunveruleg laun
verkafólks og starfsmanna um
a. m. k. 35% og tekjur sam-
yrkjubænda miðað við verðlag
um a. m. k. 40%. Enn má
nefna það sem dæmi að í lok
fimm ára áætlúnarinnar er
ætlazt til að vöruveltan í smá-
sölu verði 70% hærri en 1950.
— Var ekki mikið rætt um
vandamál stríðs og friðar?
— Þáð leiðir af sjálfu sér að
frumskilyrði þess að þessi
mikla áætlun geti staðizt og
þjóðir Sovétríkjanna geti haldið
áfram að auka framfarimar
með slíkum risaskrefum er að
friður haldizt. Það var því lögð
megináherzla á það á þtnginu
að höfuðverkefni flokksins
jafnframt uppbyggingu sósíal-
ismans væri að vinna að . því
að friður geti haldizt í heimin-
um. Stalín lagði í lokaræðu
sinni mikla áherzlu á það að
til þess þyrfti Kommúnista-
flokkur Sovétríkjanna að halda
á stuðningi bræðraflokkarina
og framfaraaflanna í auðvalds-
heiminum. En jafnframt hljóta
Sovéti’íkin að Ieggja kapp á
það að vera viðbúin hverju
sem að höndum ber. Malenkoff
sagði í ræðu sinni að heimur-
inn hefði sannfærzt um það í
síðustu styrjöld að Kommún-
istaflokkur Sovétríkjanna fer
ekki með staðlausa stafi. Og
hann bætti við: „Sovétríkin
óttast ekki ógnanir stríðsæs-
ingamanna. Þjóð okkar hefur
aflað. sér reyns’u í barátturni
gegn stríðsæsingamönnurium
og það þarf ekki að ke'r.na
heuni hveraig á að fara að því
a'ð sigra þá. Hún s’graði árás-
arseggina þegar í borgara-
styrjöldinni, meðan Sov)tríkin
. voru ennþá ung og tilfö’úlega
veik, hún sigraði þá í síðari
heimsstyrjöldinni og mun érnn-
ig sigra þá, ef þeir skyldu enn
einu sinni dirfast að ráðast á
ættland vort“. Og síðar sagði
Framhald á 7. síBu.