Þjóðviljinn - 07.11.1952, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 07.11.1952, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 7. nóvember 1952 HEIMILISÞÁTTUR! Hverntg er hausffizkan? Nýjasta bragð tízkuhöfundanna er að setja mittið á kjólinn alls staðar annars staðar en það ætti að vera með eðlilegnm hætti. B'rá París berast myndir af kjó'um, sem hafa mittið upp undir brjóst- um, kápum, þar sem bakspenna er upp’við herðablöð og kjólum og drögtum, þar sem mittið ligg- ur um mjaðmirnar. Það verða vist fáar sem sinna þessu nýja boði, en þó alltaf einhverjar. Þessi tizka kom fyrst fram í vor,. og: það er eftirtektarvert, að hennar gætir lítið á götum Parísar. Að venju er þó hægt að fá margar góðar hugmyndir i haust- Pzkunni. Kjóiarnir hafa yfirieitt hvorki síkkað né stytzt, þó eru þeir kannski ívið siðari en í fyrra Annars virðist svo, sem hver geti válið sér þá sídd, sem henni lik- ar bezt. Valið er jafnfrjá’st milli vxðra og þröngra pilsa. Sá dúkur, sem mest virðist notaður er jers- ey, og ástæða er til að gleðjast yfir því. Hann hefur að visu einn ókost: það er erfitt aö sauma hann, svo erfitt, að sagt er, að súmar saumakonur gefist upp á honum. f yfirhafnir er mikið not- að rúskinn og leður. Leðurfrakk- ar, fóðraðir með ullarefni, geta verið mjög fallegir og eru alltaf h'ýir. En dýrt er það, kosturinn Dragt úr jersayefni. Efnið krefst er Þó sá- að Það endist vel. Af einfalds sniðs. I mynztrum ber mest á teinóttum Maturinn f a morgun Lauicsúpa m/ ostl — Soðnar gellur, kartöflur. □ SÚPAN: 2—3 laukar og 1—2 gulrætur er skorið í sneiðar og brúnað í 50 g af smjörlíki; 1% 1. af kartöflusoði + vatni hellt yfir og soðið í 20-30 mín. Ath., að soðið sé ekki of sa't. 5 þykkar heilhveitibrauð- sneiðar eru smurðar smjörlíki, rifnum osti stráð á og bakaðar Ijósbrúnar í ofni. Ein brauð- sneið látin í hvern disk og súpunni ausið yfir. X staðinn fyrir að baka brauðið í ofni, má g’óðarbaka sneiðarnar á hellu eða í brauðrist, smyrrja síðan og strá osti. efnum, bæði með breiðum og mjó- um teinum, og oft marglitum. Teinarnir eru yfir’eitt látnir liggja þvei-sum, og það kemur sér náttúrlega ekki vel fyrir þær, sem eru í gildara lagi. Aðrar en mjög grannar konur geta ekki notað frakka eða dxagt í þver- teinóttu efni. En minna máli skiptir það, ef það aðeins er blússan sem er þannig. Síðara bindi skáldsögnnnar ÞOKAN EFTIR KBISTMMN GUÐMUNDSSON EB KOMID S BÓKAVERZMIR Sagan um höfund Völuspár sam- einar megjneinkenni Helgafells, Gyöjimnar og uxans og Gróugróö- urs, sem gert hafa Kristmann Guö- mundsson víölesnasta núlifandi rit- höfund íslendinga. Lesandanum opnast undralönd fornaldariimar í sögunni um kappann cg skáldiö ísarr Dagsson, leitina aö vizkunni, fegiu’ö ástarinnar og stórfengleik örlaganna. er allt í senn, listræn og áhrifarík skáldsaga — glæsilegt listaverk og spegill íslsnzkrar og evrópskrar menningar 1 deiglu sÖgunnar. I>@KAN WfSSCJi ER FYRSTI BÓKMENNTA VIÐBURÐUR IIAUSTSINS Borgarútgáían THEODORE DREISER: BANDARÍSK HARMSAGA 299. DAGUR treystu guði. Honum er ekkert ómáttugt. Áfrýjaðu málinu undir eins. Lestu sálm nr. 51. Ný réttarhöld munu sanna sakleysi þitt. Við komum brátt. Pabbi og mamma.“ ,,Ef til vill væri betra, að ég léti yður fá peninga", bætti hún við með vandræðasvip, því að hún vissi ekki hvort það væri viðeigandi, að dagblað borgaði fyrir skeytið, og um leið fór hún að velta því fyrir sér, hvort föðurbróðir Clydes fengist til að leggja fram fó til þess að hægt yðri að taka málið upp að nýju. Þao tílyti að kosta mjög mikið. Síðan bætti hún við: „Skeytið er svo langt“. „Þér skuluð engar áhyggjur hafa af því“, sagði annar, sem var niðursokkinn í að lesa símskeytið. „Skrifið eins mikið og yður lystir. Við skulum sjá um að það komist alla. leið“. „Ég vil fá afrit af því“, bætti hinn þriðji við gremjulega, þegar hann sá fyrsta blaðamanninn stinga skeytinu í vasann. , Þetta er ekki einkamál. Eg skal fá það, annað hvort hjá yður eða henni — undir eins“. Og til þess að afstýra deilum, tók blaðamaðurinn skeytið upp úr vasa sínum og rétti hinum það, sem fór strax að skrifa það upp. En meðan þetta var að gerast hafði Griffithsfjölskyldan í Lyeurgus leitað sér upplýsinga um kostnað nýrra réttarhalda, og hyort nokkuð væri upp úr þeim að hafa, og komst að þeirri niðurstöðu, að óráðlegt og tilgangslaust væri að áfrýja mál- inu að minnsta kosti á þeirra kostnað. Hvílík smán og þjóð- félagslegur hnekkir — þau þjáðust hverja stuad. Og .framtíð Bellu, að ekki só minnzt á Gilbert og framtíð hans — var lögð í rúst vegna þessa hræðilega morðs og morðáætlunar, sem ná- inn ættingi þeirra hafði framið. Samúel Griffiths og kona hans liðu nú fyrir afleiðingar þessa vel hugsaða, en tilgangslausa og heimskulega góðverks. Hafði lífsbaráttan ekki kennt honum, að tilfinningasemi mátti aldrei blanda saman við viðskipti? Þangað til hann hitti Glyde hafði hann aldrei látið tilfinningar sínar hafa nein áhrif á viðskiptamálin. Og hanci hafði haft þá bjánalegu hugmynd, að yngsti bróðir hans hefði verið órétti beittur í föðurhúsum. Og nú gerðist þetta! Þetta! Kona hans og dætur neyddust til að hafa sig á brott frá þeim stað, sem þær höfðu árum saman lifað hamingjuríku lífi og urðu nú að dveljast í útlegð — ef til vill ævilangt — í úthverfum Boston eða annars"staðar — eða vera ofurseldar samúð og vorkunnsemi kunningja sinna alla ævi. Og Gilbert og hann sjálfur voru á sífelldum ráðstefnum og veltu því fyrir sér, hvort ráðlegt væri að sameina fyrirtækið einhverju öðru fyrir- tæki í Lycurgus — eða flytja það smátt og smátt til Rocli- ester, Buffalo eða Brooklyn og byrja þar á nýja leik. Það var ógeraingur að yfirvinua þcssa smán nema með því að fara brott frá-Lycurgus og skiljast við allt, sem þeim hafði verið svo mikils virði. Það skipti ekki mjög miklu máli fyrir hann eða konu hans — þau voru búin að lifa sitt fegursta. En Bella, Gilbert og Myra — hvemig átti að tryggja þeim grundvöll í lífinu annsrs staðar? Og áður cn réttarhöldunum var lokið tóku feðgarnir þá á- kvörðun að flytja fyrirtækið til Bostca og hafa aðsetur þar, þangað til um hægðist. Og af þessum sökum var Clyde synjað um alla frekari hjálp. Og Belknap og Jephson settust niður og rcðu ráðum sínum. Tími þeirra var vissulega dýrmætur — þeir höfðu rekið blóm- lega lögfræðiskrifstofu í Bridgeburg — og mörg mikilvæg mál biðu úrlausnar — og þeir sáu þess engan kost að styðja Clyde eftirleiðis nema. þeir fengju það greitt að fullu. Þeim var ljóst að áfrýjun þessa máls hlaut að vera geysikostnaðarsöm. Málið var svo víðtækt og yfirgripsmikið. Það myndi útheimta mikinn tíma og fjárútlát og laun þeirra frá ríkinu voru smán- arlega lítil. En Jephson leit svo á, að það væri heimskulegt að álita að Griffithsfólkið að vestan gæti enga aðstoð veitt. Hafði það ekki fengizt við trúboð og góðgerðastarfsemi árum saman? Og var það ckki hugsanlegt, ef málið yrði skýrt rækilega fyrir þeim, að þau gætu með ýmiss konar ávörpum og samskotum aflað nægilegra peninga til að ko3ta áfrýjun máls- ins? Auðvitað liafði þetta fólk ekkert gert fyrir Clyde fram að þessu, en það var vegna þess, að móður hans hafði verið tilkynnt, að engin þörf væri fyrir hjálp hennar. Nú var öðru máli að gegna. „Það er bezt að senda henni skeý+i um að koma“, sagði Jeph- son. „Við getum fengið Oberwaltzer til að fi’esta réttarslitum til hins tíunda, ef við segjum, að hún sé á leið hingað. Þú skalt segja henni að koma, og ef hún segist efcki geta það, skaltu bjóða henni að annast útgjöldin. En sennilega getur hún aflað sér fjár til fararinnar óg einhvers upp í málskostnaðinn". Og í skyndi sendu þeir frú Griffiths símskeyti og bréf, þar sem þeir sögðu að ættingjar Clydes í Lycurgus hefðu þver- neitað að leggja fram meira fé honum til hjálpar, >þótt Clyde

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.