Þjóðviljinn - 09.11.1952, Síða 4

Þjóðviljinn - 09.11.1952, Síða 4
4) — ÞJÖÐVILJINN — Sunnudagur 9. nóvember 1952 þlÓÐUIUINN ötgefandl: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokurinn. Bitstjórar: Magnús Kjartansson (áb.) Sigurður Guðmundsson. Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Asmundur Slgurjónsson, Magnús Torfl ólafsson, Guðmundur Vigfússon. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Síml 7500 (3 línur). Aakriftarverð kr. 18 á mánuðl í Reykjavík og nágrenni; kr. U annarstaðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Togaraburgeis misnotar aðstöðu sína Það er með öllu vonlaust að Morgunblaðinu takist að gera Ólaf Tryggvason Thors að píslarvotti vegna þess að Þjóðviljinn skýrði frá afstöðu hans og ríkisstjórnarinnar til aukinna slysavarna á sjó. Alþingi fyrirskipaði ríkisstjórninni að láta fram fara ýtarlega rannsókn á togaraslysum og öðrum sjóslysum frá 1948. Og Alþingi fyrirskipaði ríkisstjórninni ennfremur: „Á grundvelli þessarar rannsóknar og með hliðsjón af lög- gjöf annarra þjóða um öryggisráðstafanir á skipum skal rikisstjómin undirbúa og fá lögfest svo fljótt sem verða má ákvæði, sem tryggli svo sem auðið er öryggi skipverja gegn slysum.“ Það sem Ólafur Thors skýrði frá á Alþingi fyrir skömmu var hreinlega það, að í stað ýtarlegrar rannsóknar hefði einungis málamyndaathugun fram farið, og ríkisstjórn- in ætlaði ekkert áð gera til að framkvæma þann einróma þingvilja sem felst 1 þingsályktuninni frá 1951 um stórum endurbætta slysavarnalöggjöf með hliðsjón af löggjöf annarra þjóða. Hann lýsti því í mörgum orðum hvernig dómsmálaráðuneytið (Bjami Ben.) og samgöngumála- ráðuneytið (Ólafur Tr. Thors) hefðu þvælt málinu milli sín og ákveðið að gera ekkert til þess að framkvæma þingviljann. Morgunblaðið getur sparað sér píslavættisdýrðarbaug um togaraburgeisinn Ólaf Tryggvason Thors. Sjómenr, muna, að einmitt þessi auðburgeis lét sér sæma að berj- ast með kjafti og klóm gegn því að 8 stunda hvíldartími' togaraháseta væri lögfestur, á sama tíma og hann rakaði arðinum af vinnu togarasjómanna í lúxuslíf sitt og ætt- ingja sinna og safnaði milljónaskuldum í fátækum bönk- um. Hætt er við að dýrðarbaugurinn um enni þessa manns þoli illa sj ávarseltu og það kalda glott sem sjómenn eiga til gagnvart fínum loddurum. Og sízt mun það auka álit hans að hann nú misnotar aðstöðu sína sem ráðherra til að hindra framkvæmd á einróma vilja Alþingis um end- urbætta slysavamalöggjöf. Mál og menning Seint mun gleymast sá fögnuður sem greip íslenzka alþýðumenn þegar Mál og merinftig var stofnuð fyrir rúmum 15 árum. Þetta var á tímum kreppu, atvinnuleysis og skorts, og góðar bækur voru orðnar bókfúsri alþýðu munaðarvara. Þá hófu róttækir rithöfundar samtök sín undir forustu Kristins E. Andréssonar og skipulögðu samhjálp alþýðunnar til bókakaupa. Og allt í einu átti alþýðufólkið sem glímdi við skortinn kost á því að fá vandaðar úrvalsbækur inn á heimili sín fyrir það lág- marksverð sem alltaf var hægt að klípa af knöppum laun- um. Mikil hlýja og þakklæti umlék þá menn sem forustu höfðu fyrir Máli og menningu, og framtak þeirra mun talinn atburður í íslenzkri menningarsögu. Það varð tómlátara kringum þetta samhjálparfélag al- þýðu á styrj aldarárunum, þegar sósíalistum tókst að tryggja almenningi slíkar tekjur að bækur hættu að verða munaður. En Mál og menning slakaði þó hvergi á; það hélt áfram að gefa út vandaðar bækur og tímarit félags- ins er tvímælalaust í hópi glæsilegustu menningarrita sem út koma á vesturlöndum. En þó var eins og stakkur félagsins væri of þröngur, vegna þess að nauðsynin var ekki eins brýn og fyrr. En nú eru á ný komnir tímar kreppu, atvinnuleysis og skorts. Útgefendurnir, sem með hávaðasamri starfsemi skyggðu á Mál og menningu, hafa dregið saman seglin og slakað á öllum kröfum. Alþýðumenn verða enn aö telja aura sína vandlega áður en þeir láta eftir sér þann munað að kaupa bók. Þá kemur enn 1 Ijós að Mál og menning á óskert vaxtarþrek sitt og trúmennsku við upphaflegt verkefni. Hin aukna starfsemi félagsins er hliðstæður at- burður og stofnun þess fyrir rúmum 15 árum. Ýmsum þykir það djarflegt tiltæki að margfalda útgáfu Máls og menningar, þegar kapítalistarnir telja bókaút- gáfu lélegan bissniss. En forráðamenn bókmenntafélagsins þekkja íslenzka alþýðu og vita að hún býr yfir því fjár- magni bókhneigðar og menntaþrár sem ekki fellur í gengi. Og þeim mun verða að vissu sinni. Gísljónið MARTEINN í Vogatungu skrif- ar: Skyldi ég gera of háar •kröfur fseri ég framá vitrænt samtal um landbúnaðarmál við hljóðnema hins íslenzka ríkis- útvarps. Hér um daginn áttu þar viðræður einhver gísli og jón hins vestræna heims. Jón- ið vildi fá helming þjóðarinnar að landbúskap, hvar stöku manneskjur væru þó uppá dráttarvél, en gíslið taldi of- framleiðslu þegar gera vart við sig í framleiðslugreininni hvað þá ef svo mikill mannfjöldi bættist við. Selja út kvað Jón- ið. Ekki hægt hvað gíslið. Þannig ræddu þeir lengi kvelds og mátti lítt á milli sjá. En að örlaði á þvi, hvemig hægt yrði að selja vöruna, eða hvers vegna fyrirbærið offram- leiðsla og sölutregða væri til orðið, nei það var of heitt við- komu. Þó þarf vart lengi að leita af hvaða rótum heimskan var sprottin, vitið hefði kannske upplýst viðreisnarað- gerðir ýmsra gísla og jóna erlendra og innlendra, svo sem takmörkun kaupgetu allr- ar alþýðu hér á vesturhveli jarðar. En um eitt voru þeir sammála. Þessi helmingur þjóðarinnar skyldi vinna minnst tólf stundir í sólar- hring. Á ISLANDI voru eitt sirin bændur, sem hófu dagsverkið með því að reka verkafólk sitt til starfs kl. fjögur á morgni hverjum, þegar því var lokið gengu þeir aftur til rekkju, og tóku væran blund, stöku sinn- um teygðu þeir andlit útum skjáinn og litu eftir hvort nóg væri unnið. Sumir þeirra létu fólk sitt haust hvert hafa söx til heyristu kringum steina. Það þótti gísljóninu góðir basndur. Þá var þrælahaid á Is- landi. Þar eftir komu bændur sem við þekkjum af eigin raun. þeir gengu sjálfir til verks ásamt skylduliði. Klukkan fjögur hvem morgun, og um miðnætti sást fólk þetta drag- ast heim til rekkju sundur slitið af striti. Um framleiðslu- afköst þarf lítt að ræða, hjá fólki við slíka aðbúð. I þann tíma voru bændur á íslandi þrælar. En glsljónið var á- nægt með þá, enda tók það að sér sölu á framleiðslu þeirra, hvar lenti í útlendum sjó. Þess í stað afhenti gísljónið hinum erlendu vinum sínum veiðirétt við strendur íslands. Það þótti þeim góð verzlun. 1 þátíð höfðu ýriis gísljón hins vestræna heims framkvæmt sín viðreisn- aráform, semsagt skorið svo Sunnudagur 9. nóvember 1952 — ÞJÓÐVILJINN — (5 niður kaupgetu allrar alþýðu að hún svalt. Síðar komst þó framleiðsla bændanna ekki í útlendan sjó heldur var hún jörðuð suðrí Hafnarfjarðar- hrauni. Þá át alþýða á íslandi ekki ket, ekki bændur heldur þó þeir framleiddu það. Þetta þótti gísljóninu „fín“ viðreisn. Nókkru eftir hóf gísljónið starf sitt, og tók að framleiða, framleiðslan var styrjöld. Þá gerðist það að íslenzk alþýða fékk gjaldmiðil og tók að éta ket og drekka nýmjólk, og landbúskapur á íslandi varð blómleg atvinnugrein. Stöku bóndi fékk sér dráttarvél í stað þræla og þurfti jafnvel ekki að vinna nema 8 stund- ir dag hvem, þrátt fyrir það urðu framleiðsluafköstin margföld. Og hið ófyrirgefan- lega fyrirbæri allra gísljóna, komst stöku sinnum í fram- kvæmd: bændahjón tóku sér jafnvel sumarfrí eftir fyrri slátt, meðan háin var að spretta. Þetta þótti gísljóninu ekki góðir bændur, enda kom viðreisnarframkvæmdin fljót- lega svo að segja strax í stríðs lokin. Stöðva þurfti kaupgetu allrar alþýðu, voru einkunnar- orðin. Og nú er öll alþýða hér á vesturhveli jarðar, að hætta að éta íslenzkar landbúnaðar- vörur, sem svo ekki seljast. Þó hvað gísljónið hafa fundið á liðnu ári, nokkra ameríska hunda sem vildu kaupa ís- lenzkt dilkakjöt, hvað þeir þó aldrei borguðu. En síðan standa gíslið og jónið við _hljóðnema hins íslenzka ríkis- Framhald á 7. sxðu. 1932 — 9• nóvember — 1952 * Um BÆKUR og annaS * £ ITT sinn sumar var því skotið fram hér í blaðinu að ekki mætti öilu lengur við svo búið standa: við yrðum að fá okkar eigin bókmenntasögu. Við höfum i öll þessi ár ekki haft tíma til að koma okkur upp neinni samfelldri sögu okkar eig- in bókmennta. Það er mikið tjón, þó það sé á hinn bóginn góðs viti ef við höfum þá meiri áhuga á að lesa bækurnar sjálfar en um þær. Hins vegar eru góðar bók- menntasögur mjög nytsamar bæk- ur ekki síður en önnur fræðirit. ALMENN bókmenntasaga hefur heldur engin verið hér til. Greinar hafa verið ritaðar hér um ýms útlend skáld, eldri og yngri; auk þess kom út fyrir nokkrum árum árgrip af enskri bókmennta- sögu á vissu tímabili, en það var ekki merkilegt rit fyrir utan ár- .töl og bókaheiti. Nú hefur loksins spurzt að farið sé að rita al- menna bókmenntasögu á íslenzku Mun það verk eiga alllangt í land ennþá, og skiptir þó meira máli að þvi verði lokið með sæmilegri prýði. En sem sagt: Kristmann Guðmundsson, rithöfundur, er að semja sögu heimsbókmenntauna fyrir Menningarsjóð, og láti guð gott á vita. Það mun síðar koma í ljós hvaða skilyrði skáldið hafði til að vinna verkið á viðhlítanai hátt. Við bíðum róleg þangað til. B. B. ALMENN SAGA HEIMSBÖKMENNTÁNNA 1 VÆNDUM VEBÐLAUN HANDA LIKI ÞEIR SEM HAFA BAKÍIJARL hlaut greind verðlaun. Mauriac þegsi hefur aldrei haft nein gagn- leg áhrif, hvorki í bókmenntum né öðrum gr.einum, en hefur hins vegar stundum verið vinsælt rök- streituefni í svonefndum bók- menntaklúbbum heldra fólks sem hefur ekkert jákvætt vit á bók- menntum. Annars er ónauðsjm- legt að veitast að þessum rithöf- undi eða akademíunni sjálfri. Hún gekk framhjá Ibsen, Gorky, Tol- stoj og Strindberg, og hefur þar með sannað i fjögur skipti fyrir öil að ekki er hægt að bera til hennar neitt bókmenntalegt traust. Nú er sá rithöfundur sælli sem ekki fær Nóbelsverðlaun en hinn sem fær þau. VG svo þegar kreppan er að komast í algleyming, þegar at- vinnuleysið er sezt um hús vor, þegar menningin gæti virzt eitt af aukaatriðum lífsins, þegar landið er komið á vonarvöl — þá kemt’.r eitt útgáfufyrirtæki þjóðarinn- ar með tíu bækur á maTkaðinn sama dag. Það urðu margir miki- ir af stríðsgróðanum fyrir nokkr- um árum, margir freistuðu þess að taka þátt í menningunni með bókaútgáfu, og slógu mjög um sig. Nú heltast þeir úr lestinni, aðrir kvarta yfir hinum erfiðu tímum sem við lifum á, það eru i stórum dráttum mjög slæmar horfur. Þátttakan í menningunni fer minnkandi. Nú sést hver hafði hinn raunverulega menningarbak- hjarl í starfsemi sinni. Hin nýja útgáfa Heimskringlu og Máls og menningar er höfuðviðburður í ís- lenzku menningarlifi, og mun verða metinn þvi meir sem timi líður. Island er með í þessum bókum, þessu útgáfuverki. Mál og menning lætur ofureinfaldlega sem það þekki ekki þá „erfiðu tíma sem við lifum á.“ Það er eina leiðin til sigurs. SKALKURINN FRÁ BUKHARA NS GEGN AFTURHALDSÁRÁS Fyrr á dögrnn átti Morgun- blaðið til að haga áróðri sín- txm hreinskilnislega beint gegn verkalýðshreyfingunni. Hver sem flettir blaðinú fyrir valda- daga þýzka nazismans mun furða sig á hve áróður þess fyr- ir hagsmunum auðstétta lands- ins er nakinn og blygðunarlaus, að ekki er dreginn fjöður yfir beinan fjandsikap gegn ver'ka- lýðsfélögusium og öllu þeirra starfi. En fyrstu valdaár nazismans þýzka verður á þessu mikil breyting. Áróðurstækni þýzka nazismans verður þá Sjálfstæð- isflokknum og MorgunblaðL hans hin mikla fyrirmynd, ýms- ir helztu flokksforingjaruir standa í nánu sambandi við þýzka valdamenn og áróðurs- stofnanir (Nordisehe Gesllh- sohaft o.fl.) og í áróðrinum verð ur hin almenna formúlu Hitlers og Göbbels „baráttan gegn ikommúnismánum“ að því töfra orði sem allt á tmdan að láta, smám saman þoka allflestar aðrar áróðursformúlur úr Morgunblaðinu og formúla Göbbels rikir ein. Þessi breyting eftir þýzkri nazistafyrirmynd er mjög á- berandi í áróðursafstöðinni til verkalýðshreyfingarinnar. I stað grímulausrar andstöðu smyr Sjálfstæðisflókkurinn þýkkra og þykkra á sig felulit „verikalýðsvieiáttu", eftir fyrir- mynd þýzka nazistaflokksins, stofnuð eru félög „sjálfstæðis- verkamanna“, íhaldshátiðahöld reynd 1. maí og Ioks tekið að leita sambands við Alþýðuflokk- inn til að smeygja áhrifum bur- geisafloklfsins inn í sjálf verkalýðsfélögin og stjóm Al- þýðusambands Islands. Fyrir tveimur áratugum var Morgunblaðið allsendis ófeimið að heimta almenna kauolækkun af verkalýð Reykjavíkur óg annarra staða. Kreppan mikla skall yfir Island síðsumars 1930 og skapaði sívaxandi neyðará- stand alþýðu næstu árin. 1 Reykjavík dró stöðugt úr atvionu, svo að árið 1932 býr hálft annað þúsund manna við atvinnuleysiskjör. Hafa verður í huga að íbúar Reykjavíkur voru þá aðeins röskur helming- ur af íbúunum nú. Gagnvart þeirri þungu neyð sem býr að baki slíkum tölum sýndu valdamenti bæjar- og rík- is glæpsamiegt tómlæti. Mál- flutningur Morgunblaðsins og ýmissa helztu forvígismanna Sjálfstæðisflokksins var ögr- andi og ósvífinn í garð verka- manna. Hugsjón afturhaldsins var í þessari kreppu sem endra- nær að velta byrðum hennar yf- ir á alþýðuna og það taldi sig nógu sterkt til að þurfa ekki að fara neinar krókaleiðir. Krafa afturhaidsins var launalækkun, almeíin launalækkun. Huggun- in siem heimili atvinnuleysingj- anna fengu hjá Morgunblaðinu, aðalmálgagni Sjálfstæðisflokks- ins, var á þessa leið: „Það er nxíg \inna til t'yrir fjölda fóiks, fyrir aUa þá sem vilja vinna . . . “ En kaup það sem þessir menn heicma er svo hátt að ENGINN at- venmirekstur hvorki á sjó né iandi getur greitt það“. (Mbl. 6. júlí 1932). ★ Dagina eftir ögraði Jakób Möller á bæjarstjómarfundi at- vinnuleysingjunum með þessum orðum: „Alltnlkill f jöldi manna get- ur nú fengið atvinnu, sæmi- lega borgaða, en það stend- ur á viljanum til a.ð taka at- vinuunni, eða ölhi heldur á því að fé!agsskapurinn“ (þ.e. verkalýðsfélögin) „vilji leyfa mönnum að vinna“. Kröfum atvinnuleysingjanna um ráðstafanir til atvinnuaukn- ingar svaraði Jákob Möller á þesáum sama bæjarstjómar- fimdi svo: „Það kemur ekkt til mála að bæjarstjórnin fari nn að gera neinar ályktanir um það hvað á að gera, heldur á hún að taka málið til rækilegrar í- )hugniiar.“ (Ummælin tilfferð eftir frásögn Morgunblaðsins Úti fyrir Góðtemplarahúsinu þar sem þessi orð voru töluð beið mikill mannfjöldi. Lögregla var látin hindra að atvinnuleys- ingjamir kæmust inn og fesigju að heyra málflutning bæjar- stjómar. Er menn vildu ekki láta sér það lynda var lögreglu sigað á vamarlausan fjöldann, og urðu af snörp átök verka- manna og lögreglu. Næstu daga hófust handtökur, yfirheyrslur og málsókn, með sama sniði og þekkt eru frá slíkum átökum síðar. En tvímælalaust bar það árangur að verkalýður Reykja- víkur sýndi valdhöfunum að hann léti ekki bjóða sér allt. Áminningin frá 7. júli mun hafa átt drýgstan þátt í þeirri litlu atvinnubótavinnu sem höfð var síðari hluta ársins. Alþýðan var illa við því búin að mæta samfylktu afli aftur- haldsins og stjórnarvalda lands- ins. Alþýðuflokkurinn hafði ein angrað Alþýðusambandið sem einskonar flokkstæki sitt, gengið berserksgang í klofn- ingi samtakanna og ýtt út úr félögunum mörgum dugmestu leiðtogum verkalýðshreyfingar- innar. Enda voru viðbrögðin gegn kreppuárásum afturhalds- ins linleg frá þeirri hlið. Það var Kommúnistaflokkur Islands sem þessi fyrstu ár ævi sínnar skipulagði atvinnuleysisbarátt- una í Reykjavík og víðar á land inu og þröngvaði henm einmg inn í verkalýðsfélögin sem Al- þýðuflokksmenn stjórnuou. Það voru metin Kommúistaflokksins sem þessi ár tóku forystu í þeirri geysihörðu verkfallsbar- áttu sem háð var víða um land. ekki einungis um kaupgjalds- mál heldur jafnvel um sjáífa tilveru verkalýðsfélags á hlut- aðeigandi stað. Þessi barátta varð árangursrík og örlagarík fyrir verkalýðshreyfinguna á íslandi. I stað undansláttar og úrræðaleysis Alþýðuflokksins 'kom fram í verkalýðshreyfing- xmni nýtt afl sem var þess megnugt að samfylkja verkalýð íslafids til stéttvísrar, harðrar baráttu, og það er sú barátta sem leggur grunn hinna glæsi legu sigra alþýðunnar á fimmta aldartugnum. Árið 1932 var einmitt ár stór- kostlegra átaka. Afturhald landsins og stjórnarvöld beita þá öllum áróðurstækjum til að knýja verkamenn til almennrar launalækkunar. Sterkustu at- atvinnurekendurnir gera hverja tilrauna eftir aðra: Síldarverk- smiðjurnar reyna að kúga verka menn, Eimskip hótar að selja skip sín úr landi verði ekki gengið að kauplækkun, Kveld- ulfur nær „samningum" við Sjómannafélag Reykjavíkur um kauplækkun. Þetta ár ríkti sam- stjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar. Það er þvi úr stjórnarherbuðum að Hermann Jónasson gefur þennan vitnis- burð í Tímanum: „Ihaldsmenn telja aðal- atriðið að kaupgjald verka- lýðsins lækki og vilja nota þá aðstöðn sem skapazt hefur til þess að þvinga kauplækk- un fram. Þeir leggjast í móti ariinnubótum af sömu stæðum“. Áhrif kommúnista og sam- 250. dag-ur. L NNÞÁ einu sinni hofur þeim tekizt að sæma dauðan mann bókmenntaverðlaunum. Sú var tiðin að bókmenntaverðlaun Nó bels voru af misskilningi, talin fullgildur aðgöngumiði að ódau'5- leikanum. Sá sem hlotið hafði' þann pening var kominn í örugga höfn frægðar og lofstírs. Sænska akademían hefur frá upphafi haft úthlutun verðlaunanna xneð hönd- um, og á síðari árum hefur íhaids- eðli samkundu þessarar kom’ð æ Skýrar í ljós. Mörg síðustu árin heíur hún einkum leitað eftir skrýtnum fuglum héðan og har.d- an úr bókmenntaheiminum, mönr.- um sem annaðhvort hafa aldiei haft neina þýðingu fyrir mann- kindina, eða voru þá iöngu hætt- ir að hafa nokkur áhrif. Nýj- asta afrekið í verðlaunaveitingúm akademíunnar gerðist nú fyrir nokkrum dögum, er Francois Mauriac, franskur ritmakari um synd og spiUingu manneakjui. nar, fylkingar þeirra voru hinsvegar það sterk, að ékki fékkst fram það sem afturhaldið ætlaðist til, almenn launalækkun. Viðnám verkalýðsins, í gifurlegu at- vinnuleysi og með deiga for- ystu Alþýðuflokksins á ýmsum þeim stöðum er mesta hernað- arþýðingu höfðu, hlýtur að vekja heita aðdáun komandi kynslóða. Stjórn Sjálfstæðisflókksins aðalflokks afturhaldsins í land- inu, leiddist þóf þetta. Sannað er að í stjóm flokksins var samþykkt árásin sem átti að duga til að kmýja fram almenna launalækkun, samþykkt um að beita meirihluta Sjálfstæðis- flo'kksins í bæjarstjórn Reykja- víkur til árásarinnar. Og her- stjórn Sjálfstæðisflokksins valdi þann stað til árásar sem hún dæmdi veikastan fyrir: Ráðizt skyldi á atvinnuleys- ingjana í Reykjavík, og kaup þeirra í hinmi vesælu atvinnu- bótavinna lækkað úr 1,36 kr. í 1 'krónu. Atvinnuleysingjarnir í Rvík voru um þetta leyti hálft ann- að þúsnnd, í 30 þúsund manna bæ. Um 200 manns vom í at- vinnubótavinnu um haustið, og sveikst 'bæjarstjórnin um að fjölga í henni 1. október um 150 manns, sem hún þó hafði lof- að. Unnið var sex stundir á dag, og var vinnunni jafnað þannig niður að þeir sem mesta vinnu fengu unnu aðra hverja viku, en aðrir höfðu vinnu 1 viku í mánuði. Það var því ekki hár garðurinn sem stjóm Sjálf- stæðisflokksins afréð að ráðast á til að brjótast gegnum varn- arlínur verkamanna. Á bæjar- stjórnarfundi 3. nóv. 1932 fram- kvæma bæjarfulltrúar flo’kk- ins svo vilja stjórnar sinnar og samþykkja eftirfarandi tillögu: „Bæjarstjórnin ályktar að taka að láni í Landsbanka- íslands kr. 100.000,00 til framhalds atvinnUbótavinnu til næsta nýárs og ákveður jafnframt að kaupgjald fyrir vinnuna skuli vera 1 kr. fyr- ir raunveruléga vinnustund almennra verkamanna og lækka annað kaup við þessa vinnu hlutfallslega." ★ Þarna átti að brjótast í gegn. Þarna áttu varnir verkalýðsins að bila, því fyrir vom til vam- ar langsoltnir og þrautpíndir atvinnuleysingjar. Forystu- menn Sjálfstæðisflokksins reiknuðu dæmið með því blygð- unarlausa kaldlyndi sem hæfir nöktu arðránseðli yfirstéttanna. Þeir hafa sjálfsagt líka treyst því að Verkalýðshreyfingin, sjálfri sér sundurþýkk, gæti ekki snúizt til vamar svo dygði. Samt var þessari áiús hrund- ið, hmndið í bardaganum mikla 9. Tióvember fyrir réttum 20 árum, einni af örlagastund- um íslenzkrar verkalýðshreyf- ingar. Nýja aflið í verkalýðs- hreyfingunni hafði þegar öðl- azt mátt til að skipuleggja bar- áttu fólksins sjálfs, baráttu. gegn hinum ægilega vágesti, at- vinnuleysinu. Allt frá 1930 er sú barátta að aukast, verða markvissari og taka á sig ný og ný form, og hún er orðin að fjöldahreyfingu í Reykjavík og víðar þegar kemur fram á ár- ið 1932. Fundir, kröfugöngur, nefndir á fundi stjórnarvalda og stöðugt aðhald, eiribeitt starf innan verkalýðsfélaganna, stöð- ugur, markviss áróður í aðal- Framhald & 7. siðu. Sýning Valtýs Péturssonar í Listvinasalnum Með sýningu sinni i Listvina- salnum, sem nú stendur yfir, sýnist mér Valtýr Pétursson hafa náð áfanga, sem öll list- þróun hans síðustu árin virð- ist hafa stefnt að. Myndflötur- inn hefur verið fullkomlega hreinsaður hverri skírskotun untanaðkomandi mótífs, litborð ið er orðið hljómhreint, og það verður hver áð viðurkenna, sem auga hefur fyrir mynd- skipun, að þeir standa fallega og þegar maður sér ráSna ið á, hvað mig snertir per- sónulega, að þær veiti mér znyndræna fullnægingu. Það er eins og öll þessi heflun og slípun hafi fyrirgert einhverj- um sálarlegum gildum, ein- hverri heitri, persónulegrl kennd, sem mér finnst listaverk verða að búa yfir. Þær vékja ekki hjá mér hrifningu, þessar myndir, — frekar einhverja kalda gleði skynseminnar, líkt a- Hodsja Nasreddín gekk til híbýla sinna. Verðirnir sátu i skugga turnsins og léku teningum. Sá þeirra sem mest hafði tap- að var einmitt að taka af sér stígvélin til að Veðsétja þau. Inni í turninum, bak þykkum múrum ríkti kuldi og raki. Hodsja Nasreddin gekk upp þröngan steinstigann, framhjá sínum eigin dyrum og upp í efsta herbergið þar sem vitringurifin frá Bagdad var geymdur. Hár öidungsins hafði vaxið gífurlega í fangelsinu, og sisjóna hans öll var mjög mikilúðleg. Augun skutu gnexstum undir síðum brúnunum. Kann heiisaði Hodsja Nasreddín ókvæðisorðum: Þú heidur mér hér bakvið lás og s'.á, tíkar- sonur, og ég vildi óska þess að steinn félli í hausinn á þér og kæmi út um ilina, við hjóðslegi þorpari og lygari. — En Hodsja Nasreddín lét þetta ekkert á sig £á. í fletirium, þessir lýsandi, ó- brotnu litir. Þörf listamannsins til að tjá sig á þennan hátt er ofur eðli- leg. Það er raunar sama þörf- in, sem knýr okkur hina til að velja okkur einfalda og form- hreina hluti, — það er and- svar nútímamannsins við þeim köngulóavef ofhlæðis og þoku- kenndra hugtaka, sem síðasta öld hefur leift okkur í listum sem öðru. Tækni og vísindi nú- tímans hafa þroskað smekk okkar fyrir því, sem er skírt ótvírætt og látlaust, og það eru engin undur, þótt nútima listin hafi orðið hljómgrunnur þessarar þróunar. Eg býst við þá að seinni tímar muni einmitt sjá í mynd- um sem þessum einna greini- legasta spegilmynd aldarinna" sem við lifum. Þær eru klárar og fortaks'ausar eins og vís- indaleg niðurstaða, og þær dylja ekkert á bak við sig af ó- ráðnum grun. Áhrif þeirra eru bein og vafningslaus. Þótt ég sé þannig ekki í vafa urn, að Valtýr hafi hér náð listrænum tilgangi sínum frá- bærlega vel, skortir samt mik- snjalla hugarþraut. Þannig vill iðulega fara, þegar listamaður leggur sig allan fram til að ná formrænu marki. En von- andi er þetta aðeins millistig hjá Valtý, meðan hann er að komast yfir örðugan hjalla í formtúlkun sinni (eða þá sljó- leiki hjá mér). Það ririá enginn taka þessi orð mín sem tilætlaða véfrétt, en ég held að þessi sýning Val- týs Péturssonar muni marka lokastigið í þeirri listrænu hreindýrkun, sem íslenzkir mál- arar hafa glímt við síðustu ár- in. Það tímabil hefur verið nauðsyn’egt til þess að losa um, meta og viðurkenna ákveð- in gildi málverksins, slíta af því, ef svo mætti segja, sííustu bönd natúraliskrar hefðar, og greiða veginn sterkari mann- legri tjáningu. Framtíð'n mun sanna, að það hefur ekki að- eins orðið góður skóii. heluur óh’ákvæmilegt þróunarstig" á þeirri braut, að gera myndlist- ina aftur að myndlist. í feg- urstu merkingu þess orðs. Menn ættu að fara að skoðá þessa sýningu. hún er áreiöan- lega þess virði. — B. Th. B,

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.