Þjóðviljinn - 09.11.1952, Page 6
6) —ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 9. nóvember 1952
iiHEIMILISÞÁTTUR
Það býr liklega söfnunarnáttúra
í okkur öllum — og ætli okkur
vanti ekki hœfileikann til að á-
kveða hvað við viljum eifra eftir
nokkur ár. Af þessu leiðir að
skúffur og skápar fyl'ast af dóti,
sem taka verður til í a. m. k.
einu sinni á ári og yfirlíta með
gagnrýni, hverju hefur verið hald-
ið saman. — Það er sjálfsagt heil-
mikið af bréfum sem maður tímdi
okki að fleygja, af því að mað-
ur œtlaði að iesa þau betur
seinna. Nú er bezt að gera það
og vita hvort i þeim er nokkuð
sem gerir þau þess virði að
geymast. Ef maður er i nokkrum
vafa, þá er bezt að fleygja þeim.
I>au bréf, sem haldið er upp á
er égætt að festa inn í bréfa-
möppu, sem síðan getur staðiö í
bókahi’lu eða láta þau í kassa og
merkja kassann.
1 skúffunum eru eflaust ýmsir
smáhlutir, sem brotnuðu eða
gengu úr skorðum á annan hátt.
Þá átti alltaf að gera við og
nú er bezt að gera það eða
fleygja þeim samstundis.
Og ijósmyndirnar. Er ekki tii-
valið að útbúa sig svo að allir í
fjölsky’dunni geti fengið sunnu-
dagsvinnu við að líma inn mynd-
ir, líma öskubakka eða annað og
taka til í skúffum og skápum.
Það getur verið býsna skemmti-
legt, en tryggara er að smelia í
lás, svo að húsið fyllist ekki af
gestum. Lofið eldhúsinu að njóta
af. Þar eru a'ltaf 1—2 skúffur
og hillur með tuskum og tómum
glösum o. fl. Látið saftflöskur og
niðursuðuglösin í góða geymslu,
en seljið hinar strax á mánudag
og sumu er sjálfsagt alveg óhætt
að fieygja. Þér verðið alveg hissa,
hvað hirzlurnar eru rúmgóðar eft-
ir sunnudagstiltekt fjölskyldunn-
a.r.
T i z k a n
Þverteinóttur kjóll með gráum
og svörtum teinum.
s-----------------------ý
Maturinn
r
a
morgun
A
Flskur soðlnu í ofni — Ávaxta-
súpa með tvíbökum.
□
Nýr fiskur er hreinsaður og
skorinn í þumlungs þykkar
sneiðar. Raðað í e’dtraust mót,
sem hægt er að hafa lok á.
Sé ofnskúffan notuð má hafa
ofnpiötu yfir. Örlitlu íinu salti
stráð yfir og þunn lauksneið
látin á hvert stykki. Þykkum
sneiðum af hráum kartöflum
er raðað á milli stykkjanna og
gulrótum iskornum langsum.
50 g af smjörlíki skipt á fisk-
stykkin, ef fiskurinn er magur.
Soðið neðst í ofninum í 20—
30 mín. við meðalhita (má
gjarnan hitna með ofninum).
Bezt er að geta borið fiskinn
fram í sama íláti og soðið er
i. Borðað með soðinu, sem
myndazt hefur á fiskinum,
hrærðu smjörlíki bragðbættu
með sítrónusafa og sinnepi;
og þurru rúgbrauði. Ef græn-
metið með fiskinum er ekki
nóg má bera fram kartöflur
soðnar sér.
>-----------------------s
MEINLEG prentvilla varð f
þessum dálki í gær. Tveim
bollum af vatni var ofaukið
í uppskrift af rabarbaraábætl.
Þar átti ekkert vatn að vera,
en um 2 bollar af kökumolum
o. a., sem talið var upp.
S KÁ
Ritstjóri: Guðmundur Arnlauesson
THEODORE DREISER:
BAMDARÍSIC
301. DAGUIl
ar hennar að lokum — ný réttarhöld — réttlát athugun á
öllu þvl sem var honum í hag. Og þannig stóðu þau drykk-
langa stund.
Svo komu fréfttimar að heiman, ástæðan til komu hennar,
staða hennar sem fréttaritari, sem átti að hafa tal af hon-
um —- og ráðagerð hennar rnn að vera viðstödd þegar dómur-
inn yrði kveðinn upp — en við það varð Clyde ekki um sel.
En síðan varð honum Ijóst, að öll framtíð hans var undir
henni einni komiu. Griffithsfjölkkyldan í Lycurgus liafði af
einhverjum gildum ástæðum ákveðið að veita honum ekki
frekari aðstoð. En ef hún gæti komið fram fj’rir aimenning
með réttlátar kröfur, gæti hún ef til vill hjálpað honum.
Hafði guð ekki hjálpað henni hingað til? En til þess að hún
gæti borið fram bænir sínar við guð og menn, varð hún fyrst
af öllu — nú á þessari stundu — að heyra sannleikann, hvort
hann hefði slegið Róbertu óviljandi eða að yfirlögðu ráði —
eða hvort hann hefði óviljandi eða að yfirlögðu ráði látið hana
drukkna. Hún hafði lesið um sannanimar og lesið bréf hans,
en hún hafði einnig tekið eftir gloppunum í vitnisburði hans.
Voru staðhæfingar Masons sannar eða ekki?
Og eins og ævinlega kom hin afdráttarlausa hreinskilni
hennar og heiðarleiki illa við Clyde, sem hafði aldrei skilið þá
hlið hennar, og liann lýsti því yfir með þeirri festu sem hann
átti til — en skalf þó innst inni — að hann hefði sagt sann-
leikann. Hann hefði ekki gert það sem harm var ásakaður um.
Nei, hann hafði ekki gert það. En, æ, hvað var það sem hún
sá í augum hans — vom þau flöktandi? Hann var ekki einsi
öruggur, ekki eins einbeittur og sannfærandi og hún hafði
gert sér vonir um — eins og liún hafði beðið guð um að hann
yrði. Nei, nei, það var eitthvað í framkomu lians, orðum hans,
meðan hann talaði — einhver hikandi, ótraustur, órólegur
undirtónn, og henni rann kalt vatn milli skinns og hörunds.
Hann var ekki nógu sannfærandi. Og ef til vill hafði hann
gert einhvers konar áætlun, eins og hún hafði óttazt þegar
hún heyrði þetta fyi’st r— ef til vill hafði hann slegið hana
úti á þessu afskekkta, leyndardómsfulla vatni! Hver gat vitað
það ? (En hvað þetta var skelfileg hugsun!) Þrátt fyrir vitn-
isburð hans.
En „Drottinn, almáttugi faðir, þú mátt ekki krefjast þess
af móður, að hún vantreysti syni sinum á myrkustu stundu
*..hans _r~i sendi hann í dauðann fyrir sakir vantrúar sinnar? Æ,
nei — það máttú Úlcki. 'Ó, þú guðs lamb — það máttu ekki!“
Hún sneri sér við; undir hæl sínum marði hún nöðru efa-
semdanna — og hún var eins skelkuð yfir því og hann var
yfir sektartilfinningu sinni. ,,Ó, Absalon, Absalon! Nei, nei,
við vei-ðum að fordæma þessar hugsanir. Guð sjálfur getur
ekki neytt móður til að hugsa þannig.“ Stóð hann ekki þarna
— dréngúrinn hennár — fyrir framan háha ög hélUþví' fram,
að hann héíði élcki’ gert þetta. Hún varð að trúa — liún’Mlaði
að trúa honum. Hún ætlaði að gera það — og hún gerði það
— þótt djöfull efans leyndist í inasta skoti hins ólánsama
lijarta hennar. Heimurinn skyldi fá að vita, hvað liún hugs-
aði. Hún og sonur hennar urðu að finna, einhver ráð. Haim
varð að trúa og biðja. Hafði liann biblíu ? Las1 hann í henni ?
Og Clyde, sem hafði fyrir löngu fengið biblíu í hendur, full-
vissaði hana um að hami hefði biblíu og læsi hana.
En nú þurfti liún að hafa tal af lögfræðingum hans, skrifa
síðan grein fyrir blaðið og senda hana af stað og síðan kæmi
hún aftur. En þegar hún kom út á götuna gekk liún beint í
flasið á nokkrum blaðamönnum, sem spurðu hana spjörunum
úr um erindi hennar. Trúði hún á sakleysi sonar síns?Á-
leit hún, að hann hefði notið sanngimi og réttlætis? Hvers
Jens Enevoldsen: Tredlve aar
ved skaJkbrættet. — Jespersen
og Fio, 1952.
Af öllu þvi sem um skák hefur
veiið ritað fjallar ekki nema ör-
lítill hluti um skákmennina sjálfa.
Það er leikurinn sem allri athygl-
inni er venjulega beint að, leik-
endurnir hverfa gersamlega í
skngganh.' •'*•<>• • -rw*.. - •
Afstaða skákvinar til góðs tafl-
meistara er ekki ósvipuð afstöðu
lesanda til höfundar. Hann þekk-
ir verk þeirra, bækurnar eða
skákirnar, og þá grípur hann oft
löngun til þess að kynnast per-
sónunni sjálfri, þeirri er bak við
verkið stendur. En sjaldan gefst
færi á sliku í skákinni. Hið eina
sem ég man eftir af bókum af
því tagi er lítil bók eftir Spiel-
mann: Rundflug durch die
Schachwelt — hringflug um skák-
heim — er ég hefi alltaf haldið
upp á, önnur eftir Edward Lask-
er: Chess for fun and chess for
blood, ágæt bók líka, og svo
nokkrar timaritsgreinar eftir
Tartakower.
Nú hefur danski taflmeistarinn
Jens Enevoldsen sent frá sér
stóra bók (um 350 siður) minn-
inga, er ná frá 1923, þegar hann
vinnur fyrsta minnisstæða sigur
sinn á skákborðinu, þá fimmtán
ára gamall. Bóklnni lýkur 1940
þegar Enevoldsen verður skák-
meistari Danmerkur í fyrsta sinn.
Því fer fjarri að bókin fjalli
öll um höfundinn sjálfan, hann
lýsir öllum helztu skákmönnum
Dana á þessu timabili eins og
þeir hafa komið honum fyrir
.sjónir, og mestu skákviðburðum.
Hann bregður upp myndum af
daglegu skáklífi í Kaupmanna-
höfn, skákþingum í erlendum
horgum: Folkestone, Hastings,
Varsjá, Barcelona, Buenos Aires.
Auk norrænna skákmanna
þefur hann þekkt og teflt
við marga af lcunnustu meist-
urum nútímans: Nimzowitsoh,
Capablanca, Aljechín, Euwe, Ker-
es, Finc, Reshevsky, Najdorf. Frá-
sögnin er fjörug og 6kemmtileg.
Enevoldsen er opinskár og hrein-
skilinn, hann vlll segja jafnt kost
sem löst á því er hann kynnist,
hreyfir stundum við hlutum, sem
eins vel hefðu legið kyrrir, og
má því búast við að bókin veki
umtal og deiiur í heimalandi sínu,
en hann er aldrei leiðinlegur.
1 bókinni úir og grúir af skák-
um og skákbrotum, Enevoldsen
birtir ekki siður tapskákir sinar
en vinningsskákir, og svo eru
þarna að auki .XÍQlniargar skákir,
sem hann hefur ekki teflt sjálfur,
en verið áhorfandi að.
Freistandi er að taka dæmi úr
bókinni. Faliegasta skák Enevold-
sen verður að bíða, en hún kem-
ur seinna. Hér koma í staðinn
lokin á fyrstu skákinni sem hann
vann af Erik Andersen, en úiann
har höfuð og herðar yfir aðra
skákmenn Dana um langt skeið.
Skákin er tefld í Odense 1937.
Erik Andersen hefur svart og
eftir 22 leiki er sú staða komin
fram, sem sýnd er hér á mynd-
inni.
A-BCDEFGH
Érik Andersen á sýnilega afar
þrönga stöðu. Hann lék síðast
22.-DÍ8 til þess að valda h6, svo
að nú er ekkert gagn í manna-
kaupum á f6. En hvítur á aðra
leið: 23. Rh5—-f4!! Df8—e8 24.
Rf4—e6! Þcnnan riddara má
svartur ekkf drepa vegna (24.
fxe6) 25. fxe6t Iíh8 26. Bxf6 og
vinnur i fáum leikjum. En hvítur
hótar 25. Rc7. Svartur er í tíma-
hraki og verst henni en honum
sést alveg yfir aðalhútun hvits
eins og eðlilegt er. 24. Ha8—-c8
25. Re6xg7! Kh7xg7. 26. Dd2xh6t!
og mát í næsta leik. Lokin eru
fa’leg, enda fékk Enevoidsen feg-
urðarverðlaun fyrir þau.
Enevoldsen hefur fengizt tals-
vert við að tefla samtimaskákir
blindandi og hefur komizt upp í
24 skákir í einu, en það er Norð-
urlandamet. Blindskákir þykja
alltaf skemmtilegar, áhorfendum
finnst ótrúlegt að unnt skuli
vera að tefla heiiar skákir án
þess að sjá taflborðið og mennina.
Hér kemur ein af blindskákum
Enevoldsen, tefld samtímis 19 öðr-
um. —^Hvítur: svartur': N. N. Tens Enevoldsen
1. d‘>—di d7—d5
2. c2—c4 c7—c6
3. Rgl—f3 Rg8—f6
4. e2—e3 RbS—d7
5. c4xd5 Rf6xd5
6. e3—e4 Rd5—f6
7. Rbl—c3 e7—cö
8. e4—e5 Rl'6—d5
9. Rc3xd5 c6xd5
10. Bcl—d2 Bf8—e7
11. Bfl—d3 12. Ii2—h4 0—0
Þessi framrás er vel kunn.
Svartur hefur ekki teflt byrjun-
ina vel, enda sja’dgæft að sterk-
ir taflmenn taki þátt x samtíma-
skákum af þessu tagi.
12...... n—fe
Nú kemur tvifórnin gamaikunna.
13. Bd3xh7t! Kg8xh7
14. Rf3—g5f I6xg5
15. Ddl—h5t Kh7—g8
16. h4xg5 Hf8—f5!
Bezta vonin. Til greina kemur
lika 16. Bxg5 17. Bxg5 Da5t, en
hvitur heidur þá sókninni áfram.
17. Dli5—li7t Kg8—f7
Ef Kf8 þá vinnur hvítur með
18. Dg6.
18v g5—g6t Kf7—e8
19. Dh7xg7 Be7—18
Vítaskuld á svartur aðrar leið-
ir: 19. Hf8, 20. IIh8 Db6- 21. Df7t
KdS 22. g7 o. s. frv. Eða 19. Rf8
20. Dg8 og hótar g7.
20. Dg7—g8 I)d8—e7 ?
21. Hhl—h7 De7—d8
22. Dg8xe6t Bf8—e7
23. DeÖ—f7f! Ilf5xí7
24. g6xf7t Ke8—f8
25. Bd2—h6 mát.
' ilæjarWnii*
Fi’amhaid af 2. siðu.
ai'sdóttir kennari. Sr. Þorsteinn
Björnsson syngur einsöng. Lárus
Pálsson leikari les upp. Að lok-
um verður sýndur gamanleikur
Haralds Á. Sigurðssonar Karó’ína
snýr pér að leiklistinni, en það er
í fyrsta skipti sem hann er sýnd-
ur hér í bænum. Leikstjóri er
Emilia Jónasdóttir leikkona. —
Skemmtunin hefst kl. 8:30.
11:00 Messa. 13:00
Erindi: Hafið og
huldar lendur, eft-
h' Raehel Carson;
III. Uppruni og
ævi úthafseyja.
(HjÖrtur Halldórsson menntaskóla
kennari). 15:30 Miðdegistónleikar.
18:30 Barnatími. 19:30 Tónieikar.
20:30 Tónleikar (pl.): „Fug’arnir”,
hljómsveitarverlc eftir Respighl.
20:35 Erindi: Á framandi slóðum
(Ragnheiður Jónsdóttir rithöfund-
ur). 21:00 Óskastund (Benedikt
Gröndal ritstjóri). 22:05 Danslög-
Útvarpið á morgun
17:30 lslenzku kennsla II. fl. 18:00
Þýzkukennsla I. f'- 20:20 Útvarps-
h'jómsveitin. 20:40 Um daginn og
veginn (Sig. Magnússon kenn-
ari). 21:00 Einsöngur: Guðmunda
Eliasdóttir syngui’. 21:20 Dagskró,
Heimilisiðnaðarféiags Islands. Frú
Ai’hheiður Jónsdóttir og frú Sig-
rún Stefánsdóttir tala um heimil-
isiðnaðarmál. 21:45 Hæstaréttar-
mál. 22:10 Désirée. 22:40 Dans-
og dægui’lög: Svend Asmussen og
hijómsv. leika.
SVEITARFÉLÖG
Framhald aí 8. síOu.
an fundur bæjarstjóra eins og;
á síðasta ári. Á þeim fundi
munu koma til meðferðar ýmis
áþekk viðfangsefni og á full-
trúaráðsfundinum, en þó eink-
um þau, sem íýTst og fremst
varða kaupstaði landsins.