Þjóðviljinn - 21.11.1952, Side 5

Þjóðviljinn - 21.11.1952, Side 5
4) — ÞJÓÐVILJIN'N — Föstudagur 21. nóvember 1952 Föstudagur 21. nóvember 1952 — ÞJÓÐVILJINN — (5 þlÓOVlLJINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. • Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Magnús Torfi Ólafsson, ' Guðmundur Vigfússon. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Hitstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg. 19. — Sími 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 18 á mánuði i Reykjavik og nágrenni; kr. 16 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. éintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Ólafur Björnsson og Morgunblaðið Ólafur Bjömsson prófessor við Háskóla Íslands er eflaust undarlegasta fyrirbæri sem nokkur háskóli nókkurstaðar í heimi hefur innan sinna vébanda, og raunar er vafasamt að annar eins undrafugl sé til annarsstaðar á byggðu bóli. Er hægt að rekja ,f honum langa sögu; hann hefur aldrei samið út- reikning sem staðizt hefur reynslu; hann hefur aldrei getað dregið rökrétta ályktun af neinni forsendu, en hér skal aðeins á það bent að prófessor þessi er í þokkabót andleg gleðikona og er falur hverjum sem hafa vill. Skiptir hann þá engu þótt skoðanir hans stangist gersamlega dag frá degi. Það er ekki langt síðan að hann stjómaði þingi opinberra starfsmanna og tók þar mjög virkan þátt í að bera fram kröfur þeirrar stétt- ar: veralegar kauphækkanir, endurskoðun á grundvelli visi- tölunnar og síðan fulla uppbót samkvæmt henni. Um leið og þinginu lauk varð hann svo aftur falur ríkisstjóra þeirri, sem kröfunum var beint til, og hefur á vegum hennaf skrifað eina greinina af annarri í Morgunblaðið þess efnig að kauphækk- anir væru taumlaus vitleysa og uppbætur samkvæmt visitölu ennþá fráleitari! Hefur hann jafnframt búið til snilliyrði þess efnis, að það væri jafngott að allir launþegar færu fram á 100% launahækkun og fengju greidda fulla vísitöluuppbót viku- lega. Ólafur Bjömsson starfsmaður ríkisstjórnarinnar lýsir sem sé yfir því að Ólafur Bjömsson forseti B.S.R.B. sé vitleysing- ur, fáfræðíngur og auli, og er það raunar ekki svo fráleitt út af fyrir sig. Morgunblaðið hefur svo auðvitað gert röksemdir þessa sér- kennilega fræðimanns að sínum — það er að segja þær rök- Gemdir sem hann flytur á vegum ríkisstjómarinnar en ekki hinar sem hann ber fram sem forseti B.S.R.B. Segir blaðið að kröfur verkalýðsfélaganna þýði ,,óða verðbólgu“ og afleið- ing þeirra yrði sú ,,að verðlag mundi tvöfaldast á þriggja mánaða fresti og vísitalan að ári liðnu sennilega orðin 1000 stig.“ Og enn talar blaðið um að afleiðingin af kröfum launa- manna verði ný gengislækkun. Það er ekki hægt að rökræða við undrafugl eins og Ólaf Björnsson eða málgagn hans. Hitt þurfa allir að gera sér ljóst að „röksemdir“ Ólafs og Morgunblaðsins eru yfirlýsing um það, að það sé ekki hægt að tryggja almenningi skárri kjör en nú, það sé ekki einu sinni hægt að tryggja óbreytt kjör; þau hljóti að versna jafnt og þétt. Það er vissulega táknræn yfir- lýsing um framtíðaráform þeirra manna sem landinu stjóraa. En yfirlýsingar þessar birta meira en pólitískar hugsjónir valdaklíkunnar; þær eru blygðunarlausar hótanir ríkisstjórn- arinnar. Morgunblaðið segir við launþega: Ef þið knýið fram einhverjar káuphækkanir skal þeim stolið margfaldlega frá ykkur aftur með skipulagðri verðbólgu; ef þið fáið einhverjum öðrum kjarabótum framgengt skuluð þið missa langtum meira með nýrri gengislækkun. Þetta eru svör stærstu flokka lands- ins við nauðvörn alþýðusamtakanna. Og þetta eru svör sem almenningur þekkir. Þau hafa glum- ið í eyrum allt frá því að „fyrsta stjórn Alþýðuflokksins var mynduð snemma árs 1947. Og það hefur ekki verið látið sitja við hótanirnar einar, þær hafa verið framkvæmdar skilvíslega og ekkert úr dregið. 1 hvert skipti sem launþegar hafa fengið framgengt einhverri réttarbót með styrk samtaka sinna hefur stjómarklíkan rænt henni aftur smátt og smátt og síðan drjúg- um betur. Það þarf mikið blygðunarleysi til að lýsa yfir hótunum þeim sem Morgunblaðið hampar og játa þannig hug sinn til vinn- andi alþýðu. En Morgunblaðsmenn hugsa sem svo: Ef við getum sannfært almcnning um það hversu vonlaus kjarabar- áttan sé, jafnvel þótt stórsigur vinnist, er markinu náð, þá kemur geigur og trúleysi í staðinn fyrir baráttuhug. En röksemdafærsla Morgunblaðsins mun verða almenningi sönnun um annað. Kjarabarátta stéttarfélaganna er ekki ein- lilít, jafnhliða lienni verður að heyja pólitíska baráttu. Það er rökvilla af versta tagi ef launamenn sameinast annan daginn til að knýja fram kauphækkanir og kjarabætur en láta hinn daginn hafa sig til að kjósa þá flokka sem hafa það að yfirlýstu stefnuskráratriði að ræna sigrtun alþýðusamtakanna margföld- um. Verkalýðsfélögin eiga af gefnu tilefni að íýsa yfir að verði nokkru rænt af árangri þeim sem vinnst um næstu mán- aðamót verði kjarabaráttunni haldið áfram í Alþingiskosning- unum næsta sumar. „Ég íæddist klukkan 12.10 —" ég einvörðungu GAMALL ofnotandi skrifar: Kæri Bæjarpóstur. — Fyrir nokkru birtist í Morgunblað- inu viðtal við Jón Þórarins- son tónskáld um útvarpsmál, og getur hann þess þar að ofnotkun útvarps sé mjög hættuleg. Þar sem hér er vissulega hreyft við stóm vandamáli, langar mig til að segja yður lauslega af minni eigin sorglegu reynslu. Ég fæddist kl. 12.10 og byrjaði mjög ungur að nota útvarp, eða þegar ég var á tíunda ári. Á heimili foreldra minna var að vísu ekki viðtæki, en einsetumaður nokkur sem bjó þarna í nágrenninu átti gaml- an Phillips og þangað lagði ég ieið mína öllum stundum til að hlusta. Svo var það eitt kvöld að ég fékk að skrúfa takkana sjálfur, og má segja að á þeirri stundu hafi ég stigið fyrsta skrefið á braut- inni til ofnotkimar þvi það var ekki nema örfáum dögum síðar að ég varð gripinn ó- mótstæðilegri löngun í ork- estermúsikk. — Einsetumaður inn vinur minn gerði sér þeg- ar i stað ljósa hættuha sem yfir mér vofði, og reyndi með öllum hugsanlegum brögðum að hafa áhrif á hlustun mína, gekk jafnvel svo langt að böiva sinfóníum og ar.dlegri tóulist, en allt kom fyrir ekki, og næstu þrjú árin hlustaði á orkester- músikk. En þá fór líka að bera á fleiri einkennum og síst hættuminni. Ég tók eftir því að ég var farinn að hlusta á fréttir og erindi af talsverðum áhuga, og varð brátt mjög sólginn í framhalds sögur. Síðan bættist við hvað af hverju, tungumálakennslan, tilkynningar, mánudagssöngv- arar,i(m daginn og veginn, vett vangur kvenna, búnaðarþátt- urinn, vinningaskýrsla háskól- ans og jarðarfarir. — Þegar hér var komið, var föður mínum nóg boðið og tók að vanda um fyrir mér. Lofaði ég stöðugt bót og betrun, en minna varð um efndirnar, þvi ég fór bara að hlusta á laun. Um skeið tókst mér að blekkja foreldra mína, þóttist þá gjarnan vera á lesstofum eða ? skiðaferðum, en var reyndar að hlusta út um hvippinn o g hvappinn, og varð brátt hin mesta plága á héimilum félaga minna. Og mörg voru þau kvöldin sem ég hímdi við glugga fólks að húsabaki og hleraði eftir út- varpi, oft blautur og kaldur. Eins og nærri má geta var ég löngu farinn að slá slöku við skólanámið og orðinn langneðstur í bekknum. Þeg- ar ég svo kolféll á stúdents- prófi var öllum orðið ljóst, einnig mér sjálfum, að um hamfarir höfuðskeppnanna og hreina ofnotkun var að ræða. Það var hin óumflýjanlega og hryllilega staðreynd, og þar sem nú var ekki lengur ncinu áð leyna, sökkti ég mér nið- ur í hlustun og gaf mig al- gjörlega á vald útvarpinu. ÉG hlustaði blygðunariaust frá morgni til kvölds án þess að fyrirverða mig hið allra minnsta, og vaknaði oft á nóttunni og sperti eyrun með stýrurnar í augimum. Kunni ég brátt utan að allar helztu dagskrár heims, og einn vetur gat ég ekki verið án japanska útvarpsins, vakti þá allar nætur, en svaf í smá- dúrum á daginn, æfinlega með tækið í gangi og hrökk upp við minnstu truflanir. Um það leyti stal ég fyrsta loft- netinu. En það dugði skammt, og nú varð ég að eyða dýr- mætum næturhlustunartíma í ránsferðir á húsaþökum ná- grennisins, og loftnetsþjófnað ur á bröttum þökum í myrkri og rigningu er enginn baraa- leikur, fjarri fer því, enda e'r tæplega heil brú í líkama mínum, allur brotinn og bramlaður. Á sama hátt bætti ég stöðugt í viðtækjasafnið mitt, og um tvítugt losuðu þau dúsínið. Þá var ég orð- inn líkastur könguló í vef sín- um þar sem ég sat í þéttrið- inni loftnetjaflækjunni, ör- kumlamaður og hlustaði á tíu tæki í einu með þrjú til rara, öll skrúfuð upp í topp svo að af varð samfelldur gnýr, sem minnti á æðisgengna Framhald á 6. síðu. * Um BÆKUR og annaS Nýja kvikmynd ChapLins vekur fádæma hrifningu — Graham Green semur leikrit — Enn um Adler Fi KÉTTIB hafa borizt um það, að nýja mynd Chaplins, Svlðljós (Limelight), hafi fengið kuldalegar móttökur hjá banda- rískum gagnrýnendum. Annað er upp á teningnum í Evrópu, þar sem .sýningar eru hafnar á mynd- inni. Einn frémstí kvikmyrtda- gagnrýnandi Frakka, Georges Sadoul, á varla orð til að lýsa hrifningu sinni. Hann byrjar dóm sinn með þessum orðum: Ég grét. Við grétum öll. Ég þekki engan, sem ekki felldi tár á frumsýningu Sviðljósa. þessari mynd kemur Chaplin fram í sínu gamla gervi. Hann leikur aldraðan trúðleikara, sem eitt sinn var frægur, en nú hef úr glatað hæfi- leika sínum til að vekja hlátur. — Hann bjargar ungri stúlku frá sjálfsmorði. Hún er dansmær, sem gcfizt hefur upp. Hann blæs henni kjarki í brjóst, hún öðlazt frægð, Chaplio. en gleymir hon- Þau hittast aftur, fyrir hennar tilstilli er haldin leiksýn- ing honum til styrktar og heið- Þar kemur hann sjálfur fram í síðasta sinn. Hann deyr á leiksviðinu. Chaplin, segir Sadoul, liæsta tindi harmleiksins, en allt er það bor- ið uppi af hinni einlægu og djúpu trú Chaplins á manninn, á lífið. JAMA daginn og þessi kvikmynd Chaplins var frumsýnd í Paris, var frumsýnt í Stokk- hó'.rni fyrsta leikrit Graham Grenes, katólska reyfarahöfund- arins viðkunna. Leikritið hafði hvergi verið sýnt áður og var höfundurinn sjálfur viðstaddur sýninguna. Það heitir The Living Koom (Setustofan) á enskunni. Stokkhólmsblöðin voru allósam- mála um sýninguna, en flestum ofbauð prédikunartónn höfundar- ins. Hins vegar þótti leikritið vel samið og sagði Dagens Ny- heter, að engan gæti grunað að höfundurinn væri byrjandi í fag- inu. Hann er það nú ekki að öllu leyti. Á seinni árum hefur hann mjög stundað samningu kvik- myndaleikrita, og að vissu leyti tekizt vel. H ÉR var í sumar sagt frá mun'nhörpusnillingnum Larry Adler og tónleikum þeim sem hann hafði haldið með undirleik sinfóníuhljómsveitar Lundúna undir stjórn sir Malcolm Sargent. Hann heldur áfram á þeirri braut að leika tónverk meistaranna á þetta fyrirlitna hljóðfæri með þeim árangri, að tónlistargagn- rýnendur allir sem einn kikna í hnjánum af undrun og hrifningu. Hann virðist helzt leika Bach. T ónlistargagnrýnandi Manchester Guardian hrósar honum einkum fyrir meðferð hans á gavotta og prelúdii úr 6. fiðlusónötu Bachs. Hann segir Adler tvímælalaust í hópi mestu tónleikara, sem nú eru uppi. SKÁLKURINN FRA BUKHARA Þann 1. þ. m. sögðu blöð frá þvi, að þá fyrir nakkru hefðu tvær nauðgunartilraunir verið gerðar, önnur á Kefla- víkurflugvelli, hin í Keflavík- urkaupstað. 1 þessu sambandi opinberaðist ýmislegt það, sem til nýunga má teljast. Er þar fyrst að nefna, að nauðgun eða tilraun til nauðg- unar er ekki daglegur viðburð- ur á Islandi. Það em liðin meir en fjögur ár síðan hér var seinast dæmt fyrir nauðg- un, eftir því sem mér hefur verið tjáð af skrifstofu saka- dómarans í Reykjavík. Nú em gerðar tvær tilraunir til nauðg unar í einni og sömu viku. Annað, sem til nýjunga má teljast í þessu sambanai, er sú staðreynd, að viðkomandi lög- regluyfirvöld gáfu blöðipn ekki skýrslu um fyrri nauðgun artilraunina fyrr en viku eftip að hún var framin. Jafn- aðarlega er þó blöðum tilkynnt um afbrot, hvort sem eru af þessu tagi eða t.d. þjófnaðir eða ofbeldisárásir annarar teg- undar, mjög stuttu, og yfir- leitt í hæsta lagi sólarhring eftir að þau em framin. En nú dróst þetta sem sé í viku, til- kynning lögreglunnar um atburðinn var sjö daga á leið- inni frá Keflavíkurflugvelli á skrifstofur blaðanna í Reykja- vík. Er þetta undarlega sein- læti helzt sambærilegt við af- greiðslu þýðingarmestu opin- berra tilkynninga, sem þurx'a að ganga milli margra hátt- settra embættismanna og ráðu* neyta, til samþykktar, áður en talið er óhætt að birta þær. — Og þó virðist jafnvel ekki víst, að blöðunum hefði nokkum- tíma verið skýrt frá málinu, ef eitt þeirra hefði ekki verið bú- ið að tilkynna viðkomandi lög- regluýfirvöldum, að það heíði fengið nákvæmar upplýsingai um atburðinn frá öðrum aðilj- um, og mundi birta þær, ef ekki kæmi opinber skýrsla. Það þriðja, sem til nýunga má telja í þessu sambandi, er sú staðreynd, að útbreiddasta og stærsta blað landsins, sem venjulega gerir mikið úr af- brotum á fróttasíðum sínum, krefst ströngustu refsingar >-f- ir frakkaþjófum og ungling- um sem slást uppá fólk, og er oft með ábyrgðar-þrungnar hugleiðingar um nauðsyn þess, að nöfn slíkra afbrotamaima séu birt skýrum stöfum öðrum til viðvörunar, þetta blað virt- ist allt í einu hafa misst úr sér áhugann á að berjast gegn afbrotum á þennan hátt. Það sagði frá fyrri nauðgunartil- rauninni í stuttri tveggja dálka grein, þar sem lítið bar á henni á innsíðu, frá seinni tilrauninni sagði það í örstuttri eins dálks klausu á öftustu síðu. 1 fréttinni af fyrri tilrauninni ÞETTA ER ALÞINGI ISLENDINGA Kaflar úr rœSu Jónasar Árnasonar um hernámsmálin á þingi i fyrradag lagði blaðið auk þess sérstaka áherzlu á það í fyrirsögn, að kvenmaður sá, sem fyrir árás- inni varð, hafi verið drukkinn, og gæti maður haldið að það hafi með þessu viljað gefa í skyn, að þetta væri í rauninni ekkert mjög óeðlilegur atburð- ur, miðað við kringumstæður. Ekki komst blaðið þó hjá að segja frá því, sem kom fram í tilkynningu lögreglunnar, að eftir árásina var stúlkan „með glóðarauga, og allmikið bólgin í kringum munninn og á vinstri kinn“, þegar að henni var komið um morguninn, þar sem hún hafði legið í rúminu bjargarlaus heila nótt. Og enn má nefna atriði, sem til nýunga hlýtur að teljast, í sambandi við þetta mál. I til- kynningu lögreglunnar ixm fyrri nauðgunartilraunina seg- ir að fjórir menn hafi heyrt neyðaróp stúlkunnar, en eng- inn þeirra hreyfði legg né lið til að hjálpa henni Einn þeirra, ístenzlxur maður, var meira að segja staddur í bragganum, þar sem atburðurinn gerðist. Það hefur nú sem sé átt sér stað á Islandi, að karlmenn láta það afskiptalaust, að kvenmanni sé misþyrmt á hinn viðurstyggilegasta hátt, svo að segja fyrir augunum á þeim; karlmennska þeirra er ekki meiri en svo, að þeir leggjast aftur útaf og sofna, þegar neyðaróp stúlkunnar hafa vak- ið þá. Af mörgum nýungum, sem opinberazt hafa í sam- bandi við málið, er þessi held ég athyglisverðust. .★ En hvað kemur til, að nú ber svo margt nýrra við? Þessari spurningu . er fljót- svarað. Ástæðan til þess er einfaldlega sú, að erlendur her hefur setzt upp í landinu. Það voru bandarískir hermenn sem frömdu báðar umræddar nauðg unartilraunir. Og það liggur beinast við að álykta, að ein- mitt af þeirri ástæðu hafi orð- ið hinn undarlegi dráttur á að viðkomandi yfirvöld veittu blöðxmum skýrslu í málinu. Hvað snertir afstöðu íslenzkra stjórnarvalda til hinna svo- nefndu verndara virðist nefni- lega gilda sú regla, að í lengstu lög skuli reynt að kom- ast hjá að láta verða uppvíst um það sem miður fer í fram- komu þeirra, hversu mikil af- brot sem þar kann annars að vera um að ræða, því að slíkt muni vekja hjá almenningi grunsemdir um að verndin sé nokkuð dýru verði keypt, já sé jafnvel ekki nein vernd, heldur þvert á móti eyðilegg- ing á öllu því sem þjóðinni var sagt hún ætti að tryggja: sjálfstæði, frelsi og menningu. Öll gagnrýni á framferði her- námsliðsins sé sem sagt stuðn- ingur við þá sem hafa barizt gegn því að það hefðist við í landinu — eða einsog vitrir stjóramálamenn og vel gefnir blaðamenn kalla það: vatn á myllu kommúnista. Kjaminn í þessum siðaboðskap er í raun- inni sá, að þjóðin skuli öryggis síns vegna koma fram við hið erlenda herlið af auðmýkt og undirgefni, og er þess þá ef- tilvill ekki langt að bíða, að það verði álitið bera vott um þjóðhollustu að láta svonefnda verndara sina sparka í sig, berja sig í andlitið, jafnvel hrækja á sig möglunarlaust. ★ Já, það voru bandarísikir hermenn sem nauðgunartilraun imar gerðu, og enn af þeirri ástæðu var svo lítið gert úr málinu, sem raun bar vitni, í stærsta blaði landsins. Maður getur verið ábyrgðarfullur og harðúr í horn að taka þegar við er að eiga umkomulausa unglinga sem stela frökkum úr forstofum betri borgara, en það verður, að sýna fyllstu varkárni, fyllstu aðgæzlu i á- lyktunum, þegar fulltrúar mesta herveldis heims, vernd- arar vorir, vilja nauðga kon- um. Kurteisi kostar ekki pen- inga, stendur þar. Og enn af þessari sömu á- stæðu hefur það nú gerzt, að íslenzkur karlmaður getur leg- ið hinn rólegasti í rúmi sínu, þó hann viti að í næsta her- bergi er verið að berja unga konu til óbóta. Þama brenna í einum punkti afleiðingar þess hugsunarháttar sem virðist ráðandi í afstöðu íslenzkra stjórnarvalda til hins erlenda herliðs. Islendinguriim, sem lá hinn rólegasti í rúmi sínu, meðan bandaríski hermaður inn reyndi að nauðga íslenzkri stúlku í næsta herbergi, er persónugerfingur þeirrar vesal- mennsku sem reynt er að leiða íslenzku þjóðina í. ★ Islendingum ríður nú ekki á neinu meir en því að stöðva þetta undanhald og snúa því upp í sókn. Og það er ekki hvað sízt af þeirri ástæðu sem flutt er tillaga sú sem hér liggur fyrir á þingskj. 83. Þau mál, sem þessi tillaga snertir, hafa sem kunnugt er verið mikið rædd að undan- förnu, bæði hér á hv. Alþingi og utan þings. Fyrir 4 vikum var hér til umræðu tillaga sem tveir hv. þingmenn, Rannveig Þorsteins- dóttir og Gísli Guðmundsson, flytja um takmarkanir á ferð- um hermanna. I ræðu, sem Magn ús Kjartansson flutti þá, sýndi hann fram á galla þá sem eru á þeirri tillögu og komst rétti- lega að þeirri niðurstöðu að hún væri mjög gagnslítil og ekki líkleg til að bæta raun- veralega úr þvi ófremdará- standivsem hér er um að ræða. Tel ég óþarft að tefja störf þingsins með því nú sé aftur farið nákvæmlega út í þetta atriði. Gylfi Þ. Gíslason tók einnig til máls í umræðunum fyrir 4 vikum og hneig ræða hans einnig í þá átt að ákvæði um- ræddrar tillögu væru eklti nógu ströng, og hefur hann látið á sér skilja, að hann mundi fylgjandi því, að hernámsliðið yrði algjörlega einangrað, dvöl þess takmörkuð við þá staði að minnsta kosti í frítímum sem það hefur sérstaklega fengið til umráða með gerð- xun samningi við ísl. stjórn- arvöld. Ekki lýsti hann þó, að svo stöddu, yfir stuðningi sín um við tillögu þá frá okkur Magnúsi Kjartanssyni sem hér er nú til umræðu, en ætla má, að í henni felist einmitt það sem hann vill að gert sé í málinu. Og það þori ég að fullyrða, að I þessari till. okkar felst algjöra einangrun herliðsins verður æ háværari, enda væri þá Islendingum illa brugðið, ef þeim leyndist það enn, eftir allt sem á undao er gengið, hvilíkur voði hernámið er orð- ið fyrir siðferði æskunnar og menningu þjóðarinnar. ★ Já, mál þessi hafa verið mikið rædd að undanförnu, og margur orðið til að lýsa þeirri spillingu sem viðgengizt hefur hér í Reykjavík og nágrenni af völdum hernámsins. Þar á meðal dró Rannveig Þorsteins- dóttir upp mynd af ástandinu í ræðu sinni hér fyrir fjórum vikum. Einnig eru málinu gerð allnáin skil í greinargerð fyr- ir tillögu okkar sem hér er nú til umræðu. Má þannig ætla, að alþingismenn hafi þegar gert sér fullljósa grein fyrir alvöru málsins, og tel ég því ástæðulanst að tefja tíma þingsins með því að rekja hina ljótu spillingasögu henaárosins að þessu sinni. En ég vil endurtaka það, og leggja sérstaka áherzlu á, að almenningur mun ætlast til að farin sé einmitt sú leið sem í þessari tillögu felst — „Al- þingi ályktar, að á meðan er- lendur her dvelst í landinu, skuli hermönnum óheimil öll ferðalög og vist í frítíma sín- um utan yfirlýstra samnings- svæða.“ Með þessu er tekið undir kröfu almennings um einangrun herstöðvanna, yfir- lýst samningssvæði eru Kefla- víkurflugvöllur og bækistöðvar hersins í Hvalfirði. Því miður verður þaraa að miða ein- göngu við frítíma hermann- anna, enda gæti Alþingi ógjam an bannað þeim allar ferðir út fyrir herbúðirnar til skyldu- starfa, meðan enn er í gildi sá samningur sem það hefur illu heilli gert um dvöl þeirra í landinu. Tillagan felur í sér skýlausa viljayfirlýsingu Alþingis, enda hlýtur almenningur að líta svo á, að Alþingi sé eini rétti að ilinn til að taka af skarið t þessum efnum, — eða hver ætti annars að gera það þegar það, sem almenningur vill að um er að ræða svo örlagaríkt gert sé í málinu. Krafan um| Framhald á 7. síðu Hljómlist þriggja meistara Eftir skáltísögu Leoniíis Solovjoifs ★ Teikningar eftir Helge Kuim-Nielseiv 260. dagur. rETTA er þráður raynd- arinnar, hann virðist ekki flók- í eða gefa tilefni til miki s. En úr þessu einfalda, útþvæ'da yrkisefni tekst Chaplin að skapa heilsteypt Jistaverk, áhrifamikinn harmleik. Sadoul minnir á, að Elie Faure, hinn mikli franski listfræðingur, líkti Chaþlin við Shakespeare þegar árið 1920. Og hann bætir við, að aldrei hafi þessi samlíking virzt sannari en dag. Með þessu verki sínu nær Hér er ægilega djúpt, kvartaði okrarinn. Þú hefur líklega eklci gleymt þvi, Hússein Húslía, að ég er ósyndur. — Ættingjarnir hörfðú þögúlir á. Hann fann að lokum stað þar sem vatnið var aðgrunnt, settist á hækjur sínar, greip um trjágrein og dýfði annarri löppinni í vatnið. — Það er kalt, kvartaði hann. Þú hikar alltuf lengi, svaraði Hodsja Nas- redd'n. Hann leit ekki á olcrarann til þess að fá ekki meðaumkvun með honum. Svona, farðu nú út í! Okrarinn potaði sér niður í vatnið, en sneri þegar við og lagðist á magann á bakkanni Að lokum herti hann þó upp hug- ann og sleppti sér. Sinfóníuhljómsveitin er þegar orðinn ríkari þáttur í menning- arlífi höfuðstaðarins en margur hyggur. Hún hefur slitið barns- skónum, og tekst á hendur hin erfiðustu viðfangsefni án þess að láta sér bregða. — I Aust- urbæjarbíói á þriðjudag lék hljómsveitin verk eftir meist- arana miklu, Mozart, Wagner og Beethoven. Fyrsta viðfangsefnið var kon- sert í D-dur (K.V. 218) eftir Mozart. Þar lélc Ruth Hermans fiðluleikinn og fór það vel úr hendi, og fögnuðu áheyrendur leik hennar. Þess ber að gæta, að það er meira en lítill vandi að koma fram sem einleikari með sinfóníuhljómsveitinni næst á eftir Erling Blöndal- iBengtson. Annað viðfangsefnið var úr óperunni Tristan og Isold eftir Richard Wagner, forleikurinn að dauða ísoldar. Þar reyndi ti: hlítar á hljómsveitina og ekk' síður hljómsveitarstjórann. Scr kennilegt og heillandi er upphaí forleiksins og notkun sellóanna. 1 traustum höndum hljómsveit- arstjórans léku hinir marg- slungnu þræðir rómantískrar á- stríðu og djúprar íhygli svo, að hvergi bar út af. Síðast en ekki sízt var 1. sinfónía Beethovens, björt og tær, æskuverk snillingsins, og þó áratug í .smíðum. Unun var að sjá og heyra, hvemig hljómsveitarstjórinn, Olav Kielland, leysti hlutverk sitt af hendi, enda má fullyrða, að hljómlistarmenn þeir, sem sinfóníuhljómsveitina mynda, eru engir viðvaningar; sér- hvert hljóðfæri er í öruggum höndum. Sinfóníuhljómsveitin hefur hvað eftir aonað sannað, að hún á fullan rétt. á sér, og væri það milkill vansi fyrir íbúa höfuðborgarinnar, ef hún neydd ist til að leggja niður störf sín, en stundum mun liafa stappað nærri, að svo yrði. el. Kosningasigur ííölsku veika- iýðsilokkana 1 Alesandriahéraði á Italíu fóru fram bæja- og sveita- 1 1 stjórnarkosningar í s'ðustu 1 1 viku. Sameiglnlegur listi ' Ivommúnista og sósíaklemó- , , krata jólx hvarvetna í'ylgi ( , sitt. Listi þeirra hlaut meiri-1 1 hiuta atkvæða í 12 af 41 1 1 kjördæmi, áður hafði hann ( f meirihlnta í 7 kjördæmum.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.