Þjóðviljinn - 21.11.1952, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 21.11.1952, Qupperneq 6
6) __ ÞJÖÐVILJINN — Föstudagur 21. nóvember 1952 Q^iini Bakstur 50 sveskjur eru lagðar í bleyti, þangað til þær hafa þrútnað dálítið út, en verða þó að halda lögun sinni. Steinana má taka úr, ef vill. 20 g smjör- líki og 2 msk. púðursykur er brætt saman í djúpu tertu- móti, eða því móti sem baka á kökuna í. Sveskjunum raðað þar í. 100 g hveiti, 1 tesk. lyftiduft, hnífsoddur salt, og 100 g sykur er sáidrað í skál, vætt í raeft 1 dl. mjólk, 1 eggi og 2 msk. bráðnu smjörlíki. Hrært þangað til það er jáfnt og hellt yfir sveskjurnar í mót- inu. Bakað í meðalheitum ofni. I staðinn fyrir sveskjur má nota aðra þurrkaða ávexti eða ni'ðursoðna. Nú er i tízku að hafa prjónuð stykki í ullarkjólunum og þannig mætti gera upp gamla kjó'a. Á myndinni eru sýndir tveir slikir kjólar. Á köflótta kjólnum er miðstykkið prjónað. Það fellur vel að og er fallegt á mittismjó- um. Á einlita lcjó’num er prjónað hálsmál, framan á ermum og of- an á vösum, þar sem oft er haft efni af öðrum lit. Skemmtileg til- breyting. Maturinn á morgun Síldarbúðingnr — Iírúnað brauð með saítsósu. □ Síldarbúðingur: 2-3 saltsildar eru afvatnaðar og hreinsaðar, skornar þversum í 4-5 ræmur, hvert flak. Kartöflurnar 1 kg. eru burstaðar vel og þvegnar og skornar í þykkar sneiðar. Síld og kartöflur er lagt í lög- um í eldtraust smurt mót, kartöflurnar efst og neðst. 2 msk. heilhveiti og 6 dl. mjólk er hrist saman og 1-2 eggjum b’andað þar út i. Hellt yfir sildina í mótinu, smjörlíkis- bitar látnir ofan á og 1 msk. brauðmylsna stráð yfir. Bakað í 45 mín.—1 klst. — Hveitibrauðssneiðar eru vætt- ar i mjólk, velt upp úr kanql og sykri, brúnað i smjöriíki og borðaðar með saftsósu eða ójafnaðri góðri saft. Rafmagnstakmörkunm í dag Hlíðarnar, Norðurmýri, Hauðar- árholtið, Túnin, Teigarnir, ibúðar- hverfi við Laúgainesveg að Klepps- vegi og svæðið þar norðaustur af Bæjarpósturimi Framhald af 4. síðu. náttúruskaða. — Þá fór líka að bera á greinilegri geðbil- im í fari mínu, ég rauk upp í vonsku ef minn3t var á önn- ur heimilistæki, einkum var mér uppsigað við hrærivélar og ryksugur, og varð blátt áfram óður ef nefud var þvottavcl. I dúrunum milli hlustananna dreymdi mig ogurlegar komh- ínasjónir heimilisvéla, lifandi og hryllilegar, gæddar mann- legu viti, og í þessum maskínum var ég ýmist hrærður, skrúbbaður, hakk- aður, skorinn, frystur, mal- aður eða hrað3oðinn. Á dag- inn fékkst ég við að smíða attatíu og fjögurra lampa tæki með þriggja kílómetra joftneti. Nú hlaut að draga að endalokum. Og þau komti líka þegar nýi sendirinn í Reykja- vík var prófaður. Þegar ég frétti hvað í vændum var, vi’ð- aði ég aé' mér nesti, stal nokkr. um tækjum og loftnetum til viðbótar, lokaði mig inni og stillti allt á fullt. Þegar brot- izt var inn til mín nokkrum sólarhringum seinna var ég að bryðja lampana úr stóriim Markoni og grenjaði válega. Fí'.efldir lögregluþjónar færSu mig í 'böndum á hæ’i og þar var ég settur í afhlustun. Var byrjað á áð venja mig af þingfréttum og morgunandakt, og síðan öðru útvarpsefni smátt og smátt, og að lokurn var ég lækriáður varlega af orkestermúsikk. Að því búnu var ég sendur á rólegt sveita- heimili til hvíldar og hressing- ar um nokkra mánaða skeið. Ég verð að vísu aldrei full- hraustur aftur, en þarna 5 fáðmi náttúrunnar varð mér fyllilega Ijóst úr hví’íku hyl- dýpi ofnotkunar ég hafði bjargazt og strengdi þess heit að hlusta aldrei framar á út- varp, hvað ég vona mér auðn- ist. En freistingarnar eru miklar. eins og allir vita, og væri ekki úr vegi að hinir f jöl mörgu og ágætu fyrirlesarar útvarpsins (ég nefni engin nöfn) brýndu fyrir mönnum í ræðu og riti, að ofnotkun útvarps er mjög hættuleg, Bærinn ssmji við verkalýðsféíögin THEODORE DREISER: Framhald af 1. siðu. bæjarstjórnarinnar að gera sitt til þess að ekki þyrfti að koma til vinnustöðvunar og- það væri siðferðileg skylda hennar að bera hag almennings fyrir brjósti. Ef dæma mætti eftir ályktunum sem ýmis atvinnu- rekendasamtök hafa gert liti út fyrir að nú ætluðu þeir að láta skerast rækilega í odda. Þar sem bærinn er einn af stærstu atvinnurekendunum gæti afstaða bæjarstjórnarinn- ar haft úrslitaáhrif á hvort samningar tákast án vinnu- stöðvunar eða elcki. Jón Axel kvaddi sér næst- ur hljóðs og ræddi um nauð- syn þe’ss að vélja stað fyrir ráöhús," nýju lögreglustöð og tollskrifstofu! Engir penirigar til — segir borgarstjóri. Borgarstjóri kvaðst viður- kenna þörf launþeganna fyrir kauphæk'kun, en það væru eng- ir peningar til. Hinsvegar á- ætlaði hann að útgjöld bæjarins myndu aukast um 4 millj. cf gengið yrði að kröf- um verkalýðssamtakanna. Yrði einnig gengið að kröfum opin- berra starfsmanna þýddi það 3 millj. kr. útgjaldaaukningu til viðbótar. Kvað liann Guð- muad þurfa að benda á leiðir til að afla tekna ef hann vildi semja við verikalýðssamtökin bví annars væru ekki peningar til. eins og tónlistarráíunautur- inn sagði svo réttilega. Og mikið vilai ég gefa fyrir a'ð hafa aldrei skrúfað frá í fyrsta sinn. Gamail ofnotandi". NO fer að styttast þar til dregið verður í happdrætti Þjóðviljans. Ilver sósíalisti og velunnari Þjóðviljans æ’tti því að athuga gaumgæfilega hvort hann hefur enn lagt sig allan fra.m við sölu miðanna. Munið að vöxtur og viðgang- ur blaðsins okkar byggist á starfi okkar og framlagi í þágu þess. Bent á leiðir Guðmimdur benti ■ borgar stjóra á, að við afgreiðslu fjár- hagsáætlimar hefði verið miðað við meðalvísitölu 155 stig þetta ár, en vísitalan hefði hæst orð ið 151 stig og ætti því að vera nokkur afgatigur til að vega upp móti kauphækkun í des ember, en sjálfsagt væri að gera ráðstafanir fyrir nauðsyn- legum útgjöldum í næstu fjár- hagsáætlun. Jón Axel reiöist. Jón Axel kvað tillögu Guð mundar, ef samþjjtkt yrði, myndi verða til þess að fækka í bæjarvinnunni^ Lögðu AB fulltrúarnir fram tiílögu um að déilan yrði leýst á ffiðsamleg- an hátt, — en ekki minnzt á hver sá friðsamlegi háttur ætti að vera. Þuríður Friðriksdóttir ávítaði Jón Axel fyrir að gefa undir fótinn með að fækka í bæjar- vinnunni og Guðmundur Vig- fússon kvað slík ummæli koma úr hörðustu átt frá gömlum forustumanni úr verkalýðs hreyfingunni. Jóéi reiddist á- káflega og ikvaðst ekki þurfa að skrifta fyrir Þuríði né Guð- mundi. .... eða hrörnað! Þuríður minnti Jón á þátt- töku hans í verkalýðshreyfing- unr.i í gamla daga, en það hefði orðið hugarfarsbreyting hjá Jóni, — sem hann myndi glíma við það sem eftir er. „Honum hefur farið fram!“ kallaði einhver íhaidsfulltrúi. „Já, — eða hamn hefur hrörn- að“, svaraði Þuríður. íhaldið þakkar Jóni Borgarstjóri flutti tillögu um að vísa tillögum sósíalista og AB-manna til bæjarráðs, en áð- ur en greiða skyldi atkvæði félldi liann niður orðin: til- lögu Alþfl., og kvaðst vilja láta samþykkja hana! Tillögu Guðmundur Vigfús- sonar vísaði Ihaldið frá, til bæjarráðs með 8 atkv. gegn 4. Fulltrúar Alþfl. og Framsókn- ar sátu hjá. — t»eir fylgja því ekki að gengið sé að sjálfsögð- um krofum verkalýðssamtak- anna. 311. DAGUR y sonar hennar. Þeir myndu sjá um að öll skjöl varðandi á- frýjun málsins yrðu tilbúin í tæka tíð. Og þegar hún var laus við þessa þungu byrði — og var búin að heimsækja Clyde og fullvissa hann um, að hún kæmi aftur eins fljótt og hún gæti — strax og Asa væri kominn til heilsu og hún gæti á einhvem hátt aflað sér fjár til fararinnar — lagði hún af stað heimleiðis, en þegar hún var komin til Denvér aftur, komst hún fljótlega að raun um, að Asa næði sér ekki á næstunni. Og á meðan liafði Clyde næði til að hugsa og sætta sig við umhverfi, sem var raunverulegt helvíti og kvalastaður sálarinnar — og Dante hefði getað skrifað yfir innganginn — „Gefið upp vonina — þið sem hingað komið.“ Allt var svo óhugnanlegt. Hægfara en nistandi sálar- kvöl! Skelfing og örvænting — sífelld og óbugandi — allra þeirra, sem sátu þarna og biðu — þrátt fyrir yfirborðs kæruleysi, gorgeir og mannalæti. I þessari ægilegu og beizku fangavist hafði hann sífellt andlegt samneyti við tuttugu aðra dæmda menn, af ýmsu tagi og þjóðemum, og þeir höfðu allir, eins og sjálfur hann, orðið fómardýr ofsa, ástríðna eða sálarveilu. Og eftir að upp komst um morðið. þetta sjúklega afsprengi hugar og handar, og eftir lamandi réttarhöld og lagaílækjur, sem enduðu með ósigri, voru þeir einangraðir — múraðir inni — í einhverjum þessara tuttugu og tveggja járaklefa — og biðu — biðu hvers? Þeir vissu það vel. Og hann vissi það vel. Og þama urðu þeir vitni að æðisköstpm, vonleysi, bænahaldi. Og þess á milli — hvilíkar bölbænir — gróf og viðbjóðsleg fyndni — eða sögur ætlaðar allra eyrum — ruddalegur hlátur — eða stunur og andvörp, þegar skyggja tók og sál og lík- ama var ætlað að hvilast. Á æfingavelli, handan við langa ganginn, var föngunum leyft að hreyfa sig tvisvar á dag, fimm eða sex í hóp, í nokkrar mínútur í hvert sinn — og þar máttu þeir anda, ganga, æfa íþróttir — hlaupa og hoppa eins og þeim sýnd- ist. En einatt undir eftirliti varðmanna, sem gátu haft í fullu tré við þá, ef þeir gerðu tilraunir til uppreisnar. Og þangað var farið með Clyde daginn eftir að hann kom í fangelsið. En fyrst í stað fannst honum hann ekki geta tekið þátt í þessum æfingum fyrir allra augum—-sem hinir mennirnir virtust fúslega taka þátt í — þótt dauðinsi væri á næsta leiti. Dökkeygðu og skuggalegu ítalamir tveir! Annar þeirra hafði myrt stúlku, af því að hún vildi ekki giftast honum; hinn hafði rænt og síðar myit og reynt að brenna lík tengdaföður síns til þess að komast yfir peninga handa , sér og eiginkonu sinni. Og Larrj' Donahue — höfuðstór og samanrekinn — handstór og stórfættur — uppgjafaher- maður, sem hafði verið rekinn úr varðmannsstarfi í verk- smiðju í Brooklyn, setið fyrir verkstjóranum, sem hafði rekið liann — og síðan myrt hann úti á víðavangi að næt- urlagi, en var þó ekfki slyngari ea svo að hann hafði týnt ■heiðursmerki á morðstaðnum og náðist af þeim sökum. Clyde hafði frétt þetta hjá fálátum, kærúlausum vörðun- um, sem þó vom býsna vingjamlegir og gengu framhjá þessum klefum jafnt nótt sem dag — tveir og tveir, fram og aftur — í átta sundir í einu. Og lögregluþjónn, Riordan frá Rochester, hafði myrt kouu sína’ vegna þess að hún ætlaði að yfirgefa hann — og nú átti hann sjálfur að deyja. Og Tómas Mowrer, ungi ,,bóndinn“ eða vinnumað- urinn, eins og hann var í raun og veru, sem Clyde hafði heyrt stynja fyrsta kvöldið — maður sem hafði drepið yfirboðara sinn með heykvísl — og átti að deyja innan skamms — maður sem gekk og geJkk í sífellu, meðfram veggjunum, niðurlútur, með hendur fyrir aftan bak — 6- heflaður, sterklegur kúgaður maður um þrítugt — sem virtist fremur hafa orðið að þola órétt af öðrum en að hann hefði kvalið og tortímt öðram manni. Clyde hugsaði 59 þúsund krónum sfoliS I fyrrinótt var brotizt inn í verzlunina Síld & Fiskur á Bergstaðastræti 37 hér í bænum og stolið um 50.000 krónum. alverðmætið í skápnum voru um 50.000 krónur í reiðufé, og hafði innbrotsmaðurinn það allt á brott með sér. Lögreglan kom fljótlega á staðinn, því vart hafði orðið Peningar þessir voru geymd- ir í þar til gerðum slkáp í skrifstofu inn af sjálfri búð- inni á Bergstaðastræti 37. Hafði innbrotsþjófurinn brotizt inn um glugga á bakhlið húss- ins, réðst síðan á hurðina að skrifstofunni. Er inn kom réðst hann að peningaskápnum og tókst að brjóta haain upp. Að- ferða mannsins, en að sjálf- sögðu var hann þá allur á bak og burt. Málið er í rannsókn.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.