Þjóðviljinn - 21.11.1952, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 21.11.1952, Qupperneq 8
versk a vmnur e Krafan um frið mætir manni landshornanna á milli, segja íslenzku Kínafararnir 1 Þrír íslendinganna úr fyrstu íslenzku sendinefndinni er Kínverska alþýöulýðveldið býöur heim áttu viðtal viö blaöamenn í gær, Jóhannes úr Kötlum, Skúli ÞórÖarson og ísleifur Högnason. Sögöu þeir frá þeirri miklu ferð er íslenzka sendinefndin fór á rúmum tveimur mánuö- um. Jakob Benediktsson magister skýrði frá því 1 byrjun viötalsins að í sumar hefði verið mynduð nefnd til aö vinna að menningartengslum íslands og Kína, og er Jakob formaður hennar. íslendingarnir sem austur fóru voru auk þremenninganna Þórbergur Þórðarson, Nanna Ólafsdóttir og Zóphónías Jóns- son. Þau lögðu af stað 20. september flugleiðis um Kaup- mannahöfn, Helsinki, Moskvu, Irkútsk og komu til Peking, höfuðborgar Kína, 28. sept. Daginn fyrir þjóðhátíðardag Kínverja 30. sept hélt Máo Tsetung forseti Kína erlendum sendinefndum og fulltrúum á friðarþingi Austur-Asíu og Kyrrahafssvæðisins veizlu, og voru íslenzku nefndarmennirnir þar. Daginn eftir var nefndin áhorfandi að háríðahöldunum í Pekir.g og rómuðu nefndar- menn mjög litskrúð og fögnuð þeirrar þjóðhátíðar, en glamp- andi sólskin var þann dag og veðurblíða. I Peking átti nefndin viku- dvöl, en lagði þá í 19 daga ferðalag um Kína í járnbraut- arlest, og fór alls 5600 km í þeirri ferð. Viðstaða var í Pengpú, en skammt þar frá eru hinar miklu fióðvarnir sem gerðar hafa verið til áð hemja Huai-ána og nota hana í þágu landsmanna; í Nanking, Sjang- haj, Hangtsjá en þaðan var farið til Kanton, og svo aftur norður til Vúhan og Peking. Hafði nefndin sérstakan járn- brautarvagn, sem í voru farar- stjóri, læknir, tveir túlkar og annað fyrirgreiðslufólk. Nefndin kynnti sér eftir megni þær miklu breytingar sem orðið hafa á þjóðlífi og þjóðarbúskap Kína síðan a*l- þýðustjómin tók við völdum, og var allt gert til að auð- velda nefndinni þá viðleitni. Skoðuðu nefndarmenn bygg- ingar, söfn, verksmiðjur, menn- ingarhallir, æskulýðsstöðvar, sveitaþorp, ríkisbú og margt fleira. Sterkust áhrif hafði það, sagði formaður nefndarinn- ar, Jóhannes úr Kötluni, að verða þess áskynja hve á- kveðin og einhuga kínversk alþýða er í því að byggja nýtt og betra þjóðskipulag Framhald á 7. síðu. Föstudagur 21. nóv. — 1952 — 17. árgangur — 264. tölublað Ný bók: Sósíalistaf lokkurinn Stefna og starfshættir eftir Brynjólf B]arnason 1 dag kemur út bókin: Sósíalistaflokkurinn, stefna og starfs- hættir. í bókinni er ritgerð um Sósíalistaflokkinn eftin Brynjólf Bjarnason, lög og stefnuskrá Sósíalíistaflokksins, Iög Sósíal- istafélags Reykjavíkur og skrá yfir nokkur helztu rit um marxismann á íslenzku. Sósíalistar hafa lengi beðið eftir þéssari bók, m. a. vegna þess að fyrra upplag af lögum og stefnuskrá Sósíalistaflokks- ing var longu þrotið. En það sem gerir bók þessa sérstaklega athyglisverða er ritgerð Brynjólfs Bjarnasonar um Sósíalistaflokkinn, stefnu hang og starfshætti. Ritgerðin, sem er nálægt 40 blaðsíður. skiptist í fjóra kafla, auk inn- gangs: 1. Markmið Sósíalistaflokks- ins •— sósíalisminn. 2. Sósíalisminn í fram- 'kvæmd. 3. Leiðin til sósíalismans. 4. Flokkurinn. Ritgerð Brynjólfg er alhliða yfirfit yfir stefnu og viðfangs- efni Sósíalistaflokksins og er í rauninni fyrsta helísteypta rit- Fjórir Kínafaranna. Frá vinstri: Þórbergur, ísleifur, Jóhannes, Skúli. Myndin er tekin við komuna á Reykjavíkurflugvöll. Iðnrekendur ræða við þingmenn og iðnaðarnefndir Aiþingis Almennur fundur í Félagi ísl. iðnrekenda var haldinn í Þjóðleikhúskjallaranum s. I. laugardag. Gestir félags- stjórnaninnar á fundinum voru iðnaðarnefndir beggja deilda Alþingis, bankaráð Iðnaðarbanka íslands h. f. og stjóm og framkv.stj. Landssambands iðnaðarmanna. Fyrstur tók til máls Kristján Jóh. Kristjánsson, en dagákrár- mál fundarins var: Iðnaðarmál á* Alþingi. Ræddi hann m. a. um nauðsyn þess, að iðnaðar- stéttín sýndi sama samtaka- Listi sjémanna Síarfandi sjómenn hafa lagt fram lista sinn við stjórnar- kjör í Sjómannafélagi Revkja- víkur. Listinn er þannig skip- aður: Formaðúr: Karl G. Sigur- bergsson, Úthlíð 4. Varaf ormaður: Guðmundur Pétúrsson, Seljaveg 3A. Ritari: Hólmar Magnússon, Mikiubraut 64. Féhirðir: Bjarní Bjamason, Kamhsveg 7. Váraféhirðir: Kreggviður Daníelssðn, Dlgraiiesveg 35, Kópavogi. Meðst jórnendur: Jón Hall- dórsson, Laufholti við Ásveg, Guðmundur Flías Símonarson, Hriiígbraut 84. Varamenn: Einar Hafberg Öldugötu 41. Einar Ólafssou, Asvallagötu 53. Valdimar Bjömsson, Skeggjagötu 19. mátt og aðrar avinnustéttir, til þess að koma fram réttmæt- um óskum um fyrirgreiðslu af hálfu löggjafans. Einnig fluttu framsögræður þeir Páll S. Pálsson, framkvæmdastjóri F. I. I., er ræddi um Iðnaðar- bankann og lánsfjárþörf iðnað- arins, Björgvin Fredriksson, form. Landssambands iðnaðar- manna, er gerði grein fyrir samþykktum síðasta iðaþings og skýrði viðhorf Landssam- bandsins til hinna ýmsu iðnað- armála á Alþingi, Magnús Víg- lundsson, ræðismaður, ræddi um innflutningsmál iðnaðarins og endurskoðun frílistans, Sveinn Valfells talaði um frum- varp til hlutafé’agalaga. Útbýtt var á fundinum fjöl- rituðu yfirliti um iðnaðarmál, sem nú eru á batigi á Alþingi, og lýst afstöðu F. I. I. til þeirra. Að framsöguræðunum lokn- um töluðu alþingismennirnir Gísli Jónsson, Emil Jónsscn Skúli Guðmundsson og Stein- grímur Aðalsteinsson. Gerði hver um sig grein fyrir afstöðu sinni til ýmsra iðnaðarmála, er nú liggja fyrir Alþingi og fylgdust fundarmenn með ræð- um þeirra af óskiptri athygli. Lánsheintiid vegna 3. virkjunar Sogs- ins Þegar frumvarp ríkisstjórnarinnar um heimild til lán- töku vegna Áburöarverksmiöjunnar kom til 3. umræðu í neðri deild í gær, flutti Einar Olgerisson tillögu um að inn í frumvarpið yröi bætt nýrri grein þess efnis að ríkis- stjórninni heimilist aö taka 90 millj. kr. lán til aö fram- kvmma þriðju virkjun Sogsins. Einar sýndi fram á það hví- likt tjón það mundi hafa í för með sér ef látið yrði dragast að hefjast handa um 3. virkj- unina; sýnilegt væri, að vegna þess hve mikill hluti orkunnar frá 2. virkjuninni færi til Á- burðarverksmiðjunnar, mundi hún reynast allsendis ónóg innan skamms tíma, en það mundi koma mjög hart niður á öðrum notendum rafmagns- ins, þ. e. a. s. heimilunum og iðnfyrirtækjunum, sem þegar hefðu fengið óþyrmilega að kenna á illum afleiðingum raf- magnsleysisins. Hér væri um að ræða hið brýnasta hags- munamál fyrir Reykvíkinga. Einar minnti á að hann hafði við 2. umr. frumvarpsins beint þeirri fyrirspurn til ríkisstjórn- arinnar, hvort hún hyggðist ekki á þessu þingi gera ráð- stafanir til lánsheimildar svo hægf væri að hefja undirbún- ing 3. virkjunarinnar, en ekki fengið svar. Hinsvegar teldi hann óhæft, að ekki yrðu gerð- ar ráðstafanir á þinginu í þessa átt, og því flytti hann fyrrnefnda breytingartillögu við frumvarpið. Umræðunni var frestað, svo að fjárhagsnefnd gæti athugað tillögu Einars. ið, sem birtist um Sósíalista- flokkinn. Öll ritgerðin ber glöggt vitni hinna fágætu hæfi- leika höfundarins til þess að skilgreina jafnvel flóknustu viðfangsefni á auðskilinn og ó- brotinn hátt. Hér verður ekki fjölyrt nán- ar að sitini um þessa ritgerð. Hún á erindi til hvers einasta sósíalista og hvers einasta ís- lendings, sem vijl lcynna sér stefnu og starfshætti þess eina flokks í landinu, sem hefur sósíalismann á stefnuskrá sinni og þess eina flokks, sem berst ótrauður og undansláttarlaust fyrir sjálfstæði landsins. Bókin um Sósíalistaflokkinn er viðburður, sem varðar alla þjóðmálabaráttu yfirstandandi tímabils. Hún kostar aðeins 10 krónur og fæst í skrifstofu Sósíalista- flokksins, afgreiðslu Þjóðvilj- ans og í bókabúðum Máls og menningar og KRON. Sósíalistafélög og einstakl- ingar, sem óska að fá bókina, eru beðnir að senda pöntun sína hið fyrsta. FuíItiúaráSsfundur um sveitarstjornmá! Fulltrúaráð Sambands ís- lenzkra sveitarfélagai ikemur saman kl. 2 í dag í bæjarstjórn- arsaV Reykjavíkur. •— Fulltrúa- ráðið er skipað 20 mönnum víðsvegar af landinu, auk 5 manna framkvæmdastjórnar. — Á fundinum verður m.a. rætt um tekjustofna sveitarsjóða, og stækkun sveitarfélaga og fram- kvæmdastjóm þeirra. Verkafólk! Sjá samherja þína! MORGUNBLAÐIÖ er a3 burð- Guðlausrur Þorláksson, fast- ast við það í frær að þræta fyr- eisnasali ir félagsréttindi atvihnurekenda Guðjón Jónsson, kaupmaður í ver7.1 unarstétt, heildsala, kaup Kinar Guðmundsson, lielldsali nianna og forstjóra í Vei/.l- Eyjólfur Jóhannsson, forstjóri unarmannafélagi Reyltjavíkur. Friðrik Sigurbjörnsson, heild- Þetta er alveg tilgangslaus.t sali fyrir Mbl. Á kjörskrá VR úir Haukur Herbertsson, forstjóri og grúir af nöfnuni heildsala Haraldur Á. Sigurösson, með- og kaupnianna eins og Þjóð- eigandi í Edinborg viljinn hefur skýrt frá undan- Hjörtur Jónsson, kaupmaður farna daga. ÓIi J. Ólason, skókaupmaður Hér koma til viðbótar nöfn Sigurhjörn Þorkelsson, kaupm. nokkurra þessará nýju „stétt- Sigurður Egilsson, framkv.stj. arbræðra" verkamanna, tekin Landssanibands ísl. útvegsm. upp úr „kjorskrá" þeirri sem Pétur Þ. J. Gunnarsson, stór- nota átti við hina ólöglegu kaupmaöur kosningu félagsins á Alþýðu- Og svona mættl lengi teija. sambandsþing: Furðar svo nokkurn á því þótt Jón Maríasson, bankastjóri launþegar í verzlunarstétt frá- Björn Pétursson, forstjóri biðji sér þátttöku í kosningu Arinbjörn Jónsson, lieildsali sem þannig er efnt tii á þing Hafliði Halldórsson, forstjóri heildarsamtaka alþýðunnar? Sósíalistar! KjörorÓlS er: Sel]um alla happdrœttismiÖana!

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.