Þjóðviljinn - 25.11.1952, Blaðsíða 1
F U N I) U R í liúsmæðra-
deiltl MlK miðvikudasskvöld-
ið 26. þ. m. kl. 8.30 stund-
vísléga. — Áríðandi ielags-
máj á dagskrá.
Stjórnin.
pa franfiar þjóðarmnar, frelsis hennar og sóma verður
tafarlaust að segja upp hemámssamningnum
Frumvarp sósíalisfa um uppsögn ,,varnar-
samningsins" frá 1951 fil 1. umr. á Alþingi
Enginn þeirra róðherra eða þingmanna sem
óbyrgð bera á hernómi landsins treysti sér
til að andmœla hinni þungu ódeilu Einars
Uppsögn hernámssamnings íslands við Bandaríkin væri holl áminning
til auðvalds Bandaríkjanna einmitt nú er stríðsóðasti hluti þess er að kom-
ast til valda. Það væri holl áminning til þess írá lítilli þjóð sem vill írið.
Einmitt með uppsögn þessa samnings kvæðu íslendingar sér hljóðs á
þann hátt, sem bezt er í samræmi við erfð vora og sögu. íslenzka þjóðin á
að bera sættarorð milli þjóða, leggja fram sinn skerf til þess að heimsfriður
haldist. Vér eigum ekki að leigja landið sem árásarstöð stórveldis, heldur
kynna ísland heiminum sem land menningar og vopnlausrar, friðsamrar
þióðar. Vegna framtíðar þjóðarinnar, frelsis hennar og sóma verður tafarlaust
að segja upp hernámssamningnum.
Á þessa leið mælti Einar Olgeirsson á Alþingi í gær, í framsöguræðu
fyrir frumvarpi sósíalistaþingmanna um uppsögn hernámssamningsins frá
1951.
Enginn þeirra ráðherra né þingmanna sem ábyrgð bera á því að banda-
rískum her var hleypt inn í landið trevsti sér til að mótmæla þeirri þungu
og rökstuddu ádeilu sem fólst í ræðu Einars.
I hinni efnismiklu og ýtar-
legu framsöguræðu rakti Einar
hlekkingarnar er beitt var til
að hræða þingmenn til að
gera hernámssamninginn 1951,
en aðalatriði þeirra var grý!an
um yfirvofandi árás Sovétríkj-
anna á Island! Nú þegar væri
öllum ljóst hve tilefnislaus sú
hræðsla var. Allan tímann
liefði verið hér tiltölulega fá-
mennt herlið, svo sýnt væri að
Bandaríkjastjórn hefði aldrei
óttazt neina slíka árás.
inn betur um sig á íslandi, tæki
á sitt vald þær stöðvar um
land allt sem hann teldi sig
bæra reynslu af samningum
við Bandarikin. X>au hefðu þver
brotið samninginn frá 1941 og
þurfa. Islendingar hefðu þung- neitað að flytja brott herlið
sitt nema Keflavíkursarnning-
urinn væri gerður og marg-
brotið þann samning í fram-
kvæmd. Samt hefði Atlanz-
hafsbandalagssamningurinn
verið gerður, með fullvissun
ríkisstjórnar Bandaríkjanna að
aldrei yrði farið fram á her-
stöðvar á friðartímum og svo
loks tveimur árum síðar her-
námið grímulaust en með því
höfðu Bandaríkin fengið fiain
það sem ekki fékkst 1945 er
þau lieimtuðu 3 herstöðvar á
Islandi til 99 ára.
Það er mín skoðun, sagði
Einar að eina hættan sem Is-
landi hefur verið og er búin
af utanaðkomandi árás er sú
að Bandaríkin hernemi landið
—og sú hætta er n-ú orðin
veruleiki.
Friðarþörí sósíalistísku
ríkjaima
Nokkrum hluta ræðu sinnar
vai'ði Einar til að sýna fram
á haldleysi þeirrar kenningar
að líklegt væri að Sovétríkin
eða önnur sósíalistísk ríki hæfu
styrjöld. Sósíalistísku ríkin
þörfnuðust friðar til hins
mikla nýsköpunarstarfs síns.
Engin stétt græddi þar á stríði.
Hins vegar væri ptríð og stríðs
undirbúningur vísasti gróða-
vegur auðvaldsins um heim
allan, hættan á stríði væri því
úr þeim herbúðum.
Islenzk menning í veða
Islenzk menning hefur staðið-
af sér tvennar miklar áhrifa-
öldur erlendrar menningar. Is-
lendingar risu gegn því úð
gera latínu að bókmenntamáli
sinu og stóðust einnig þýzku
áhrifin sem flæddu yfir Norð-
urlönd. og gerbreyttu tungu
þeirra. Nú steðjar að þriðja og
hættulegasta áhrifaaldan, eng-
ilsaxnesk auðvaldsmenning og'
ómenning, studd voldugum á-
hrifatækjum svo sem útvarpi,
kvikmyndum og blöðum. Þessi
áhrifaalda skellur á íslenzku
þjóðinni þegar hún er mitt í
gerbyltingu allra hátta sinna
og því variiarlausust fyrir.
Og nú flytja Bandaríkja-
menn inn í landið, búast hér
til langdvalar og beita ölluln
hugsanlegum tækjum til að
smeygja inn álirifum sínum.
Þeim er fengin hér aðstaða
herraþjóðar, gefin forréttindi
fram yfir Islendinga og hamp-
að á allan hátt af íslenzkum
valdamönnum. Þó ekki sé rætt
um hina ægilegu hættu sem
Island gæti beðið í striði, eru
stórkostlegar hættur fyrir
þjóðina í langvarandi hernámi
á friðartímum. Af öllum þess-
um ástæðum ber að segja her-
námssamningnum upp, án taf-
ar.
Hér hefur aðeins verið drep-
ið á örfá atriði þessarar stór-
merku þingræðu, en hún verð-
ur nánar kynnt lesendum blaðs
ins á næstunni.
ískyggileg reynsla
Ársreynslan af hernáminu hef-
ur orðið ískyggileg og ömurleg,
siðspillingunni og ihættunum
sem menning.u Islendinga staf-
ar af því hefur margoft verið
lýst á Alþingi í vetur án þess
að þeir þingmenn sem ábyrgð
bera á hernáminu hafi svarað
því með öðru en skömmustu-
legri þögn.
' Sjálfur samningurinn hefur
verið þverbrotinn á Islending-
um, svo scm með hinu ósvífna
tiltæki að leyfa hermönnum
að dvelja meðal Isiendinga ó-
einkennisklæddum og með
bandarískri íhlutun um íslenzk
mál, tilraunum til að láta gilda
hér á landi bandarísk skoðana-
kúgunarlög, enda þótt lög
þau sem sett voru um sam-
skipti hernámsliðsins og Islend-
inga hafi ákvæði e.r banni því
öll afskipti af íslenzkum mál-
um. — Tók Einar dæmi um
þessi samningsbrot.
Bandaríkin ijúfa gerða
samninga
Þunga áherzlu lagði Einar á
hættui- þær sem ólijákvæmi-
lega yrðu samfara framhald-
andi hernámi, með hverju ári
sem liði byggi Bandaríkjaher-
Tveim dögum af tima þingsins eytt í þarfiausar deilur i stað
þess aS rœSa alvarleg, aSkallandi hagsmunamál.
IJndirbÚHÍngur AIþýðusambandsstjórnarinnar að 23. þinginu
og franikoma hennar á því er ineð fádæmum. Fyrir tilstilli
hennar liafa nær 300 fulltrúar verkalýðsfélaganna hvarvetna
af landino e.vtt tveim dögiun til þarflausra deilna um ágrein-
ingsmál sem Alþýðusainbandsstjóriiiii stofnar til.
Þðnnig læínr Alþýðusambandssfjórnin eyða
þingtímaimm þegar verkalýðurinn býr sig undir
sfærri áfök en nokkru sinni fyrr fil að rétfa falut
sinn ©g fuMirúum verkalýSssamtakanna ríður á að
nota fímams sem feezt til þess undirbúnings.
A1 þýðusambandsstjórnin stofnar til ágreinings um Dagsbrún
eimmgis með tiHiti til yfirráða yfir Fulltrúaráði verkalýðsfé-
laganna í Rejiijavík, eu ekki vegna þess að Dugsbrún hafi á
nokkurn hátt af sér brotið.
Um þaé verður efeki deiif að verkalýður lands-
ins vill aS Dagsbmn njóti fuiira rétfinda á sam-
bandsþinginu og þurfa þingfulltrúarnir því aö upp-
ræfa deilurnar og snúa sér að þeim alvarlegu verk-
efnum sem þeirra bíða varðandi brýnusfu hags-
munamálin.
Alþýðusambandsþingið í gær
hófst með umræðum um kjör-
bréf, liafði Jón Sigurðsson
framsögu fyrir meirihluta kjör-
brófanefndar og Jón Rafnsson
fyrir minnihlutann.
Jón Sigurðsson vildi taka
gild kjörbréf annarra fulltrúa
en Dagsbrúnar, þar sem full-
trúar Dagsbrúnar væru of
margir. Hann kvað Ðagsbrún
bera skylda til að greiða fuil-
aa s'katt af aukameðlimum og
þá jafnframt réttur til að
kjósa fulltrúa út á þá, — en
hann skiptj aukameðlimum
Dagsbrúnar í ,,aukameðlimi“
og ,,vinnuréttindamenn“!!
Þótti þmgfulltrúum skörin
vera farin að færast upp í
bekkinn eí útiloka ætti Dags-
brún, forustufélag íslenzkra
verkalýðssamtaka, á s\'o aug-
ljósri tyiiiástæðu.
Um 180 fulltrúar samþykktir
af nær 300.
1 kjörbréfanefndinni var
enginn ágreiningur um kjör-
bréf um 180 fulltrúa. Kærur
höfðu verið bornar fram á
kosningu í Pvakarasveinafélag-
inu, Sambandi Matreiðslu- og
framreiðslumanna og Prent-
myndasmiðafélagi Islands. Auk
þess gerði Jón Rafnsson ágrein
ing um fulltrúa Sjómanaafé-
lags Reykjavíkur, Verkakv.fél.
Framsóknar, Hreyfils, Félags
ísl. rafvirkja og Verkalýðs- og
sjómannafólags Keflavíkur.
DtanfélagSm&ðurinn réð úr-
slitilm.
I framsöguræðu sinni rakti
Jón Rafnsson ágreiniagsatrið-
in. I Rakarasveinafélaginu lét
Þorsteinn’ Pétursson útlending
og utanfélagsmann greiða at-
kvæði og réð atkvæði hans úr-
slitum kosningar. Maður þessi
hafði atvinauleyfi frá atvinnu-
leyfanefnd á sínum tíma og
greiðir Rakarasveinafélaginu
gjald, samkvæmt regluin þeirr-
ar aefndar, en liefur aldrei sótt
Framhald á 8. síðu.
Flokksskálina
Erindaílokkur Einars
Olgeirssonar um ættar-
samfélög og uppbaf
ríkisvalds á íslandi held-
ur áfram í kvöld kl. 8.30.
Byrjað að ræða um þjóð-
félagsvandamál ættar-
samfélagsins og íslenzk-
ar tilraunir til að leysa
það.