Þjóðviljinn - 25.11.1952, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 25.11.1952, Blaðsíða 5
4) _ ÞJÓÐVILJINN — Þriðjuda.giir 25. nóvember 1952 — Þriðjudagur 25. nóvember 1952 — ÞJÓÐVILJINN — (5 liióðyiyiNN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Bitstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Guðmundur Vigfússon. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Kitstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig. 19. — Sími 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 18 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 16 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. ______________________________________________________ „Verðmæti kaupsins verður ekki hækkað“ Þegar verkalýðsfélögin lögðu fram kröfur sínar ásamt hinni ýtarlegu og athyglisverðu greinargerð um kjaraskerðinguna und- anfarin ár komust þau þannig að orði í niðurlagi röksemda sinna: „Að Iokum viljum við taka fram. að þótt verkalýðshreyfingin sé nú eins og oft áður til þess neydd að bera frarn kröfur sínar uni kaujiliækkanir, er okkur það Ijóst, að æskilegra væri að öllu leyti, ef umit væri að korna því til ieiðar, að auka kaupmátt launanna með öðrum ráðstöfunum og bæta afkoinuskilyrði hius vinnandi tólks með a'ukinni atvinnu“. Maður skyldi ætla að það tilboð sem í þessum setningum fólst félli í góðan jarðveg hjá stjómarfiokkunum, ef dæma ætti eftir skrifum blaða þeirra undanfarið. Það er ekki svo sjaldan sem þau hafa klifað á þvi að gmnnkaupshækkanir væru gagns- lausar, leiðin til kjarabóta væri í staðinn að lækka vöruverðið og tryggja atvinnuna. Og enda þótt flærðin skíni jafnan út úr þessum skrifum. ekki sízt þegar fylgzt var með samtíma athöfn- um stjórnarflokkanna, var sjálfsagt fyrir verkalýðshreyfinguna að bjóða stjórninni að standa skil á kenningum sínum. Og það hefur nú verið gert. Og hver eru svo svörin. Þau birtast greinilega í Reykjavíkur- brófi ritstjóra Morgunblaðsins í gær, en hann kemst þannig að orði af virðingarverðri hreinskilni: „Verðmæti kaupsins verður ekki hækkað eins og nú er ástatt í þjóðfélaginu1'. Verðmæti kaupsins verður ekki hækkað; — þetta er svar rík- isstjórnarinnar við tilboði verkalýðsfélaganna um ,,að auka kaup- mátt launanna með sérstökum ráðstöfunum og bæta afkomuskil- yrði hins vinnandi fólks með aukinni atvinnu". Svarið er skýrt og ótvírætt, og fylgismenn stjórnarflokkanna úr alþýðustétt skyldu festa sér það sem bezt í minni. Hins vegar er engin ástæða til að undrast þ»tta svar, kjara- skerðing undanfarinna ára hefur verið stefna, sjálfur kjarninn í tilveru ríkisstjómarinnar. Verðbólgan hefur verið skipulögð til að skerða hlutdeild vinnandi fólks í hinum sívaxandi þjóð- artekjum, og atvinnuleysið hefur verið fært í kerfi af sömu á- stæðum og til þess að lama baráttuþrek alþýðunnar. Það var því fásinna að ímynda sér að viðbrögð stjórnarinnar við kröf- um verkalýðsfélaganna yrðu á nokkurn hátt jákvæð, þótt sjálf- sagt væri að leggja fyrir hana prófraunina. En hver verða þá viðbrögð ríkisstjómarinnar. Ritstjóri Morg- unblaðsins svarar því af sömu hreinskilninni: „Það er hreiiilegast og eðlilegast að þetta dæmi verði gert upp áður en til vinnustöðvunar kemur, almenningur fái að vita, hve mildl gengislækkun leiðir af þeim káuphækkunum, sem farið er fram á“. Og blað forsætisráðherrans tekur undir og segir jafn afdráttarlaust „að eins og ástatt er, myndi almenn kaup- hækkun ekki vera neitt annað en upphaf að gengisiækkun". Því er sem sé þverneitað að koma til móts við launafólk með lækkun á vöruýerði og skattpíningu og auknu atvinnuöryggi. Því í staðinn hótað að mæta þeim sigri sem vcrka- lýðshreyfingin vinnur um næstu mánaðamót með nýrri gengis- lækkun, með því að stela á ný öllu því sem vinnst og eflaust meiru. Rí'kisstjórnihni skjátlast ef hún ímyndar sér að dólgsleg svör og siðlausar hótanir beygi íslenzkan vcfkalýð, hann mun þvcrt á móti ganga að baráttu sinni einbeittari en fyrr. Hitt er engu síður nauðsynlegt, að íslenzk alþýða dragi sínar ályktánir af viðbrögoum ríkisstjórnarinnar. Og þær geta aðeins orðið á eina lund. Hin stéttarlega eining verlialýðsfélaganna verður einnig að þróast yfir í pólitíska eiiiingu. Einginn verkamaður má kjósa Tipkkurn þann alþingismaim sem urdanfarin fimm ár hefur unnið að því að leiða fátækf og öryggisleysi yfir íslenzk aljiýðú- heimi’i. Verkalýðsfélögin verða að skapa sér á þingi jal'n sterka aðstöðu og þau hafa nú með stéflarsamtökum síuum. Kiningin verðiir af haída áfram og verkalýðshreyfingin þarf að beita sér af sömu atorku í alþingiskosningunum na&sta ár og í kjara- Imráttuuni nú. L.____ „Hagíræðingurinn” — Gamanmynd í Nýjabíó. ABC skrifar: Opinberir starfs- menn virðast ekki hafa mikið mannval, ef þeir geta ekki fundið heppilegri mann, til þess að framfylgja kröfum sínum um bætt kjör en Ólaf Björnsson, hagfræðing ríkis- stjórnarinnar og leiðsögu- mann hennar undanfarin ár á þeirri braut, sem legið hefur til síversnandi lífskjara laun- þega. Ekki virðist hann þó hafa staðið vel í stöðu sinni, sem formaður BSRB síðastlið- ið ár, þar sem hann segir í Mbl. 15. þm. að sér hafi ekki verið kunnugt um ár- angur af starfi mikilsverðrar nefndar, sem starfaði á veg- um bandaiagsins síðastliðið ár og ekki vitað hverjar þær tillögur yrðu sem hún legði fyrir fulltrúaþing það sem lauk störfum um sl. mánaða- mót. Þingið mun hafa staðið yfir nær viku en hagfræ'ðingn- um vannst ekki timi til þess að átta sig á tillögunni á þeim tíma og var ekki búinn að því 15. þm, Ekki virðast þeir sem í nefndinni störfuðu hafa haft mikið traust á Ólafi ef þeir hafa ekki leitað eftir upplýsingum hjá honum, sem hagfræðingi og borið undir hann, sem forustumann sam- takanna, niðurstöður af at- liugunum sínum. Ekki hefur hagfræðingnum þó þótt tillagan svo fráleit, að ÞAÐ er röskleg aðalfyrirsögn í Frjálsri þjóð í gær: „Verkalýðúrinn verður að eign- ast framleiðslutækin og þann arð, sem þau skapa“. En rösk- leikinn dvínar þegar greinin er lesin. Þar er lagt til að fram- leiðslukerfi landsmanna verði leyst upp í „fámenn rekstrar- félög“ framleiðenda sjálfra, og það er lögð á það megináherzla að rekstrarfélögin verði a'ð vera fámenn því „algjör þjóð- nýrting kann að vera ágæt fyrir Breta, Rússa, Kínverja og jafnvel Bandaríkjamenn, en hún hentar hvorki íslenzkum aðstæðum né íslenzkum hugs- unarhætti". Samkvæmt þessum kenningum ætti þá t.d. að leysa stórfyrirtækið Gefjuni upp og mynda „fáirfennt rekstrarfélag" um hvem vefstól. ★ Fyrir nokkru lýsti Tíminn því að Þjóðviljinn hefði ipiklu áorkað til þess „að líkurnar vaxi fyrir því, að hinn vest- ræni heimur hrynji ,í rúst, eins og Stalín vonar“. í fyrradag segir sama blað að samvinna verkalýðsfélaganna í kjaramál- um sé undirbúningur að „hinu cina nauðsynlega, að Moskvu- kommúnisminn breiðist út og veldi Rússa aukist“. — Við er- um sannarlega engir smákallar, Islendingar. ic AB-blaðið segir í fyrradag að nauðsjrilegt sé að þing A’- þýðusambandsins kanni sem bezt „hvernig hrundið skul; i- rásum yfirstéttarinnar ög r*kis- Stjórnar hennar og sú kjara- sker'ðing bætt, sem verkalýíur- inn og launastéttirhar haf" undanfarið orðið að þo’a af vöidum óstjórnar og dýrtíðár". Eitt mikilvægasta ráðið er auð- vitad aí koma í veg fyrir aö sendlar vfirstéttarinnar og rik- isstjóraar hennai- eigi nokkur ítök í stjóra heildarsamtak- anna. Eru ÁB-menn ekki • á hann neitaði að vinna að henni eða neitaði að taka við formennsku þeirra samtaka sem samþykktu slíka til- lögu. I Morgunb'.aðinu 15. þm. tal- ar Ólafur um nauðsyn þess a’ð visitalan verði leiðrétt og kvartar um það að blöðin fáist ekki til þess að berjast fyrir því. Ég vil benda á það, að mán- aðárlega, að minnsta kosti, hefur Þjóðviljinn varið til þess nokkru rúmi að sýna fram á skekkjur í vísitölunni og krafizt leiðréttinga á þeim. En Ólafur krefst annarra leiðréttinga en Þjóðviljinn. — Þjóðviljinn hefur oft og mörgum sinnum útskýrt og mótmælt þeirri kjaraskerð- ingu. sem leiddi af þeirri „leið- réttingu“, sem gerð var á vísitölunni að ráðum Ólafs Björnjssonar veturinn 1950. Það eru slíkar „leiðrétting- ar“ sem Ólafur vill láta gera, því ekki ætlast hann til að leiðréttingin hafi í för með sér kauphækkun sem heitið geti, þá gæti hann ekki mælt með henni, vegna þess að í Morgunblaðinu 15. þm. telur hann 10-20% kauphækkun svo alvarlegt áfall fyrir efna- hagskerfi þjóðarinnar að hún hlyti að leiða af sér gengis- lækkun eða eitthvað verra, en kauphækkun hlýtur að liafa sömu skoðun, og reiðubúnir að breyta í samræmi við það? ★ I sama blaði er grein eftir Vilhelm Ingimundarson þar u^lriWn^r sem hann segist hafa „kynnzt íhaldinu í sinni réttu mynd, grímulausu og í allri sinni nekt“. Væntanlega hafa þau kynni farið fram á samsæris- fundum þeim scm hann átti með framkvæmdastj. íhalds og Framsóknar til að tryggja. ítök þeirra í verkalýðshreyfing- unni. ★ Vísir birtir í gær heldur ó- efnilega frétt fyrir varnir hinna vestrænu lýðræðisríkja: sömu afleiðingar hvort sem hún stafar af því að vísitala hefur verið leiðrétt eða af því að grunnkaup hefur verið' hækkað. Ekki getur Ólafur um það í Mbl. að þáo sé eitthvað bogið við það að kaupmáttur tíma- kaups verkamanna hafi hækk- að aðeins um 30% og dag- kaup þeirra skv. því aðeins um 10%, á sama tíma og þjóðartekjurnar hafa hækkað um 100%. Það var umræðu- efni lians 1. maí sl. og við önnur tækifæri, til þess að ófrægja forustumenn verka- lýðsins. Ég er sammála Ólafi í því að það sé ekki einhlítt til kjarabóta að fá fleiri krón- ur í kaup. Launþegar verða að knýja fram breytta stefnu í efnahagsmálum þjóðar sinn- ar. Þeir verða að hætta að kjósa mann eins og Ólaf Björnsson og hans nóta til þess að stjórna málum sínum, hvort sem það er í stéttar- félagi, á Alþingi, rikisstjórn eða annarsstaðar. Það er grundvaíllarskUyrði þess að hægt sé að framkvæma varan- legar kjarabætur íslenzkri al- þýðu til handa. — abe. NÝJA BÍÓ sýnir nú góða mynd (franska) létta að efni og hlægilega. Öllum er óhætt að sjá hana að því leyti að liún krefst engrar umhugsunar. ■ — Hún heitir Edvard et Caroline. NÚ' nálgast sú stund óðum að dregið verðúr í happdrættinu. Félagar, sækjum fastar, selj- um alla miðana. rússneskar flugvélar eru komn- ar upp í 2700 km hraða á klúkkustund þar sem þær bandarísku komast ekki nema 1990 km á sama tíma. Þetta er þó auðvitað ekki áreiðan- legri frétt en svo að Mogginn mun af þessu gefna tilefni koma með Reutersfregn innan s'kamms, þess efnis að Rússar séu langt á eftir Bandaríkja- mönnum í allri tækni. Til dæm- is muni þeir verða ein þrjú ár að ná þeirri tækni sem Banda- ríkjamenn hafi nú öðlazt í smíði og framleiðsiu flugvéla! Nei, það er varla mikið að ótt- ast! ★ „Fólki“ verður gefinn kostur á að fara með Karlakór Rvíkur til Miðjarðarhafs, segir MOGGI í gær! ★ Og svo birtir Vísir fregn um merkjasölu BÆR, með þessari f yrirsögn: Tillögur Ihdverja verja (svo) bjartsýni. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ TOPAZE eftir MMCEL PáGHOL ■— LeikstjÓEÍ: Indriði Waage „Peoingarnir eru almáttkir, leyfa allt, veita allt“ — að' þeirri einföldu niðurstöðu kemst fjárglæframaðurinn Topaze í hinum gázkafulla og hispurslausa háðleik sem Þjóð- leikhúsið sýnir um þessar mundir, en frumsýndur var leikurinn í París árið 1928 og gerði skáldið víðfrægt á samri stundu. Þa.r er óspart skopazt að botnlausri spillingu og rotn- un liins borgaralega þjóðfélags, en sjálfur er Topaze í raun og veru fulltrúi heiðarleikans. Hann er fátækur kennari í upp- hafi leiksins, barnaleg ráð- vendni gengur öfgum næst, og kemur mjög skemmtilega fram er hann kennir bömununi siðfræðina, lærdómskverið franska; skilyrðislaus ráð- vendni er eini vegurinn tjl ver- aldargengis að hans dómi. En kaldhæðni örlaganna bitnar á Topaze og hann er rekinn frá starfi sínu •—- einmitt vegna réttsýni sinnar og heilagrar einfeldni. Síðan lendir hann af tilviljun í klóm ósvífins brask- ara, bæjarfulitrúáns Castel- Bénac, er notar aðstöðu sína skefjalaust til hinna verstu fjársvika. Topaze verður leppur og undirtylla þessa flugríke bófa, samvizkan kvelur hann án afláts og hann sér svart- hol og opið víti gína við fót- um sér. En klækina lærir hann þrátt fyrir allt og gerbreytist á ótrúlega skömmum tíma hann verður húsbónda sínum fremri í refjum, hrifsar af hon- um fyrirtæki hans og frillu og boðar að lokum nýja og dá- lítið óhugnanlega siðfræði: Peningamir eru allt í öllu og hið eina sem færir mönnum virðingu. og sanna farsæld. En mikið fé er eklti hægt að græða með heiðarlegu móti, því stærri svik, því meiri arður, völd og heiður. Leikurinn á erindi hvert á land sem er, en franskur er hann að efni, ætt og sniði, enda mun hið almáttka gjald hvergi ákafar tignað en í Frakklandi, og. hvergi eru stjórnmálamennirnir mútuþæg- ari né spillingin ofboðslegri í opinberu lífi. Fjör og hressi leg kímni eru einkenni leiksins. hnitmiðað fórm og kátbrosleg atriði, en mikill ástungumaður er Marcel Pagnol ekki, og er þrátt fyrir alla ádeilu mest í mun að skemmta áheyrendum; gamanið ræður ríkjum á svið- inu, og fjárplógsmennimir og braskararnir í beztu sætunum geta horft á leikina sér til ó- blandinnar ánægju. Sýningin vakti mikinn fögn- uð leikhúsgesta, salurinn kvað við af lófataki og hlátri frá fyrsta þætti og allt til lbka. enda eru aðalhlutverkin þrjú í góðúm hcndum og leikstjórn Indriða Waage listfeng og vönduð og miðar að því fram- ar öllu að seiða fram gaman- semina i leiknum, leysa hlát- urinn úr læðingi. í annan stað virðist leikurinn bera fá merki uppruna síns og umhverfis á hinu ísienzka sviði. Þar gætir lítt hins franska léttleika og glæsimennslcu, hins sérstæðs hraða í látbragði og snerpu í orðsvörum, en enn sem komið er mun flestum íslenzkum leik- urum þýðingarlítið að líkja eftir hnitmiðuðum leikstíl Barnakennarinn gamli, Valur Gíslason, talar við nemanda. Fra’tka, og gæti orðið óskapn- aður úr öllu saman. — Fremur viðfelldin er þýðing Bjama Guðmundssonar og fér víðast vel í munni, tilsvörin mættu auðvitað vera mergjaðri og fágaðri á sumum stöðum. Leik- tjöld Lárusar Ingólfsscnar eru smekkleg og vönduð og falla mjög vel að efni leiksins, þó ætti skrifstofan, hinn nýi vinnustaður Topaze, að vera með meiri gliesibrag — and- stæða hinnar fomfálegu kennslustofu í upphafi leiksins. Róbert Amfinnsson á heiður skilinn fyrir Topaze, hið vanda- sama tvískifta hlutverk, og sannar svo að ekki verður um villzt að hann er í hópi hinna traustustu leikara. Svo gagn- ger eru sinnaskifti Topaze að hann er í rauninni tveir menn, barnalegur og ráðvandur mein- leysitigi og slunginn fjár- glæframaður. Barnakennaran- um og öllum hans raunum lýs- ir Róbert á mjög skemmtileg- an og fyndinn en mannlegan hátt, enda klæddur prýðilegu gerfi. Minnisverð er kennslu- stundin í skólanum, svo að dæmi sé nefnt, eða innilegur klaufaskapur hans, auðmýkt og sveitamennska er hann kytin- ist fyrst spillinguinni og öll- um hennar ytri ljóma, og ekki sízt sturlun hans og gráthlægi- leg ofsahræðsla þegar hann heldur að lögreglan sé á hæl- um sér og . öllu glatað. Leikur Róberts er ekki eins þróttmik- ill né sannfærandi í síðasta þætti þegar Topaze hefur fleygt sínum gamla hámi, hann er næstum of geðfelldur eða hversdagslegur til þess að trú- að verði fjárglæfrum hans og forherðingu og hið tvísæja háð í samtali þeirra fornvin- anna njóti sín til fulls. Sérstæður er leikur Haralds Björnssonar, hins gerspillta bæjarfulltrúa, heilsteyptur og skemmtilegur með afbrigðum og kemur þó ekki á óvart, því oft hefur Haraldur lýst svip- uðum náungum með miklum ágætum. Fágaðri og skirari verður list Haralds með liverju ári, og mun ekki auðvelt að benda á marga galla á fram- sögn hans að þessu sinni, hon um tekst að gæða orð sín ein kennilegum mætti og iðandi lífi, þótt lítilmótleg liunni að vera í sjálfu sér og myndu litla athygli vekja í annarra munni. Og franskastur er liann allra leikendanna í sjón og raun, orðheppinn, slóttugur og öruggur heimsmaður, glæsi menni og forhertur bófi. Lauslátar 'kenur og fagrar eru ómissandi í frönskum gam- anleikjum, en Suzy heitir sú er þeir elska báðir, Castel- Bénac og Topaze — ástin er jafnspillt sem annað í þessu leikriti. Þó að Erna Sigurieifs- dóttir birti ef til vill ekki nýj- ar hliðar leikgáfu sinnar, sann- ar hún fyllilega réttmæti álits þess og vinsælda sem hún hef- ur þegar unnið, hún er gædd miklum kvenlegum þokka og leikurinn fágaður og skýr, við- feldinn og hófsamlegur. Við hlið Haralds Björnssonar verð- Erna Sigurleifsdóttir, Róbert Arnfinnsson og Haraldur Bjömsson í hlutverkum sínum. ur stundum minna úr hinni ungu leikkonu en efni standa til, en ágætur er samleikur þeirra Róberts, og orð hennar og framkoma verulega ismeygi- leg og hnitmiðuð þegar hún blekkir hinn fáráða barnakenn- ara og vefur um fingur séir. Vera má að hin léttúðuga, á- gjarna og kaldrifjaða kona sé helzti geðfeld í meðförum Ernu, um það má deila. Snjallastur aukaleikendanna allra er Valur Gíslason, barna- kennarinn gamli, hlutverkið ör- lítið en mannlýsingin þróttmik- il og fýndin. Jón Aðils er skólámeistarinn, einhver versti þrjóturinn í leiknum. Sann- færandi og s’kýr er leikur hans, þótt ekki beri sérstök einkenni skólamannsins, og minnisstæð fjárgræðgi, undirhyggja og flærð þessa tungumjúka þorp- ara. Stundum minnir leikur Jóns nokkuð á annan og skemmtilegri náunga, mála- Verðlaunin Framhald af 8. síðu. tími of stuttur fyrir þátttak- endur. Heita má að þátttaka hafi verið almcnn hjá nýlenduvöru- verzlunum, en síðri hjá öðrum t. d. sérverzlunum. Dómnefndin telur að margt megi af þessari íslenzku sölu- viku læra, einkum þó af því sem aflaga fór, og. að dýrmæt reynsla hafi fengizt, sem hægt só að byggja á svo betri árang- ur náist næst þegar íslenzk vika verður haldin“. færslumamiinn í „Hve gott og fagurt“. Dóttur skólastjórans leikur Hildur Kalman af tals- verðu tápi, en gerfi hennar og framkoma er of ýkt og ógeð- fellt til þess að gaman sé aó, ög á betur heima í venjuíegum skrípaleik. Ýkt er líka gerfi Ævars Kvarnas, rödd og lat- bragð, en hann leikur fjárkúg- ara, aldraðan og reyndan. Þóra Borg er barónsfrúin sem verð- ur til þess með ósvífni sinnL að Topaze er rekinn frá starfi. glæsileg kona og vel búin og hæfilega eigingjörn og kald- ranaleg í framgöngu. Þorgiim- ur Einarsson er einn af sam- starfsmönnum bæjarfulltrúans og gerir heiðarlega. tilraun til þess að lýsa spjátrungshætti hans og innantómu gorti, en nógu öruggur og traustur er lei'kurinn ekki. Geðfeldur er Klemens Jónsson sem Tamise barnakennari, góðmannlegur. trugjam. og hæfilega mikill hversdagsmaður. Skemmtileg eru lögregluþjónn Gests Pálssonar og skrifstofustúlka. Margrétar Ólafsdóttur, en „2. vélritunarstúlka“ er fyndni of- vaxin mínum skilningi. Loks skal yngstu leikendunum ekki gleymt, drengjunum litlu á skólabekknum, þeir eru vel æfðir og bæði sér og öðnim til ánægju. Á. Ilj. SKip/UlTGCRÐ RIKJSINS Herðubreið austur um land til Raufarhafn- ar liinn 29. þ. m. Tekið á móti flutningi til Hornafjarðar, Djúpavogs, 'Breiðdalsvíkur, Stöðvarfjarðar, Mjóafjarðar, Borgarfjárðar, Vopnafjarðar, og Bakkafjarðar i dag óg á morgún. Farseðlar seldir á f immtudag. Þar sem útlit er fyrir, að víðtækt vérkfall skelli á, áður en ofangreindri ferð er lo'kið. ;er vöfusendendum sérstakléga bent. á að vátrvggja niéð t.illiti til þess. 'Vatnsberinn stökk út í tjörnina í öllum ifötuiium, i'étti fram liöndina og' kallaði til hins drukknandi okrara: Talitu í hana! Ogr okror ekki seinn á sér, og var land á áíðustu standu. inn. Tsjafar var þanhig drégdnri í — iftg hef. einu sinni áður séð Tsjafár bjargað úr þessari sömu tjörn og á alveg' nákvaúnlegra. sáfna háth Hodsja Nasreddín ijretti sigr, þvi það hafði einmitt verið hann. — Okraranum skal •samt Verða drckkt, sór hann. • fér fil Vestmaimaeyjæ i kvöld. Vömm.ófUvka í dítg. hreinsun á jiZri og dún úr göml- um sœngur- fötunii Fiðwthmnsun Látiö okkur annnst Hverfisgötu ó-. iuaaiiaa .ájS'á'fi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.