Þjóðviljinn - 25.11.1952, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 25.11.1952, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Þriöjudagur 25. nóvember 1952 Hjáip í viðlögum B.'óðnasir er hægr að stöðva með því að Játa sjúklinginn sitja í stól og beygja höfuðið aftur á bak, og' láta hreinan k!út undinn upp úr köldu vatni, yfir nefið. Þá stöðvast blóðrennslið oftast. Blóðnasir, sem koma aftur og aftur „af sjálfu sér“ stafa oftast af „æðahnútum" í miðsnesinu og þá getur læknir auðveldlega tek- ið burtu. Korni í auga — það er oft- ast sandur, mo'd, eða smáflug- ur —- má ná burtu með horninu á hreinum klút eða bómull vafið á endann á eldspýtu. „Sjúkling- urinn" á ekki að horfa á það, sem verið er að láta upp í augað á honum. Börnum dettur í hug að troða þvi allra ótrú'egasta upp i nefið á sér: steinum, perlum, spottum ertum osfrv. Ef þér náið því ekki auðveldega við fyrstu tilraun, skuluð þér láta lækni gera það, því að yður tekst aðeins að troða þvi lengra upp í nösina. Sama er að segja um dót, sem börn troða í eyrað á sér. Ef það er erta eða baun, þá megið þér alls ekki reyna að ná því með því að skola eyrað, því að erturnar þrútna þá út og erfiðara verður að ná þeim. Hættulegast er þó, ef stend- ur i börnum eða eitthvað stend- ur fast í barkanum. Börn láta því miður allt upp í sig og við því er ekkert að gera á meðan þau eru litil. Þegar þau stækka og þeim vex vit, skuluð þér brýna fyrir þeim að láta ekki hvað sem er upp i sig, þvi það geti festst í barkanum, þá geti þau ekki and- að og það sé bæði sárt og hættu- legt. Jafnvel 5-10 ára gömul börn áta glerkúlu, hnappa og peninga upp i sig og gleyma þvi þar eða eru að leika sér að því og getur þá alltaf hrokkið ofan i þau. Komi það fyrir, þá hristið barnið með höfuðið niður eða leggið á magann og berjið laust i bakið um leið og þér stingið fingri of- an i kok og þrýstið á tunguræt- urnar. Ef yður tekst ekki að ná. dótinu eða því sem stendur í barninu, þá bíðið ekki boðanna, en hringið strax í lækni. Svo er hér að lokum ta’ið upp nokkuð af því, sem gott er að hafa. i sjúkrakassanum: skyndi- plástur; heftiplástur, en ekki of mikið því hann getur þornað og orðið ónothæfur. Heftiplástur á aldrei a.ð láta beint ofan í opið sár. Lítið glas af brennsluspritti, svolítið stærra af 3% tvísúruvetni, sáravatn og mentolholspirit- us. Joðáburður verður að vera í afar þétt’uktu glasi, annars gufar hann upp og getur þá brennt húðina. Sár er gott að þvo undir rennandi köldu og hreinu vatni. Vaselín og talkum er ómissandi í kassann. 2-3 stærð- ir af sárabindum og kompressur dauðhreinsaðar, mismunandi stór- ar. Baðmull, öryggisnælur, skæri, að ógleymdum brunaáburðinum, sem ætti bæði að vera í sjúkra- kassanum og á vísum stað í e’dhúsinu, þar sem auðvelt er að ná i hann. Auk þess er ágætt að geyma hitamælinn í kassanum og dropateljara. Gott er að eiga 1-2 bréf af bórsýru. Rafmagnstakmörkunin Nágrenni Rv'kur, umhverfi EIl- iðaánna vestur að markalínu frá Elugskálavegi við Viðeyjarsund, vestur að Hlíðarfæti og þaðan til sjávar við Nauthólsvík í Fossvogi. . Laugarnes, meðfram Kleppsvegi, Mosfellssveit og Kjalarnes, Árnes- og Rar.gárvaltasýfflnr> u. *v . /------------------------------------N Maturinn 1 dag: Síldarbollur, kartöflur. Sætsúpa og tvíbökur. Sildarbollur: 2 sa’ts ldar (út- vatnaðar), 350 gr soðnar kart- öflur, 100 gr kaldar kjötleif- ar (má s'eppa), 3 bolli mjólk, 1 bolli brauðmy’sna, 100 gr. feiti, hveitijafningur og sósulitur. — Malið kartöfl- ur, síld og kjöt. Hrærið með mjólkinni, mótið bollur, veltið þeim í brauðmylsnunni og brúnið í feitinni. Látið þær á heitt fat þegar þær eru steiktar, he’lið grænmetissoði á pönnuna (kartöflur rófur) og jafnið með hveitijafningi — gott er að hræra hann út i mjjlk. Krydd og sósulitur. Hellt yfir bollurnar á fatinu, soðnar kartöflur bornar með og annað soðið grænmeti, ef til er. Brúnaðan lauk má einn- íg hafa. í sósunni. Litlar tvíbökur eru sérstak- ’egar góðar úr heilhveiti: 250 gr heilhveiti, 75 gr smjör.'íki, 3 tsk. lyftiduft, 1 msk. sykur, 1 dl mjólk, % tsk. kardimomm- ur. (Helga Sigurðardóttir: Lær- ið að matbúa). Á morgun: Kjöt í karrý með hrísgrjónum Skyr og rjómabland. Kjötrétturinn: 1 kg frampart- ur, dilka- eða kálfakjöt, 1 1 vatn, 1 tsk. salt, 5 gu’rætur, 50 gr smjörlíki, 50 gr hveiti, ca 1 tsk. karrý, 150 gr hrís- grjón, 1 1 vatn, 1 tsk. salt. Kjötið er sagað mjög smátt, látið í sjóðandi saltvatn, froð- an veidd ofan af. Gulrætur soðnar með í síðustu 1020 mín. Karrý blandað í hveitið eða hrært út í litlu vatni, smjör- bolla búin til og soðið jafnað. Efrúmter í pottinum.þarf ekki að færa kjötið upp úr áður. Hrísgrjónin eru þvegin og lát- in í lieitt saitvatn, soðin þang- að til þau eru meyr, en sund- urlaus. Hellt á sigti og þveg- in undir heitu vatni. Haldið heitum yfir gufu. Látin með matskeið utan um kjötið á fatinu. Söxuðu grænkáli stráð yfir eða látið út í sósuna. .Kartöflur. -soðnar, borðaðar með til drýginda. ___________''JJ' y IH. F. EíMSKEPJIFÉLáG ISLAHDS. Gullfoss Fei'ð til MiðiaESaihalslaiida Vegna fyrirhugaörar ferðar M. s. „GULLFOSS“ til Miöjarðarhafslanda í lok marzmánaöar 1953, geta væntanlegir farþegar látið skrá sig í farþega.deild vcrri frá og meö deginum 1 dag áð telja. áætlaðiz viðkomustaðir: Gert. er ráð fyrir að farið veröi frá Reykjavík miövikudag 25. marz, og komið við á þessum stöðum erlendis: Algier, Palermo, Napoli, Genúa, Nizza, } Barcelona og Lissabon. Til Reykjavikur verður svo væntanlega komið aftur } laugardag 25. apríl, þannig áð öll ferðin mun taka um 30 daga. Landferö- ( ir á ofannefndum viðkomustöðum mun H. f. Orlof annast, og verður nánar ( auglýst síðar um fyrirkomulag þeirra. Fazff jðld: | í þessari ferð skipsins telst áðeins eitt farrými á skipinu, og hafa íarþegar f aðgang aö öllum salarkynnum skipsins, án tillits til þess hvar þeir dvelja í ? skipinu. Munu allir farþegar matast 1 borðsal skipsins á fyrsta farrými. Far- í gjald, ásamt fæöiskostnaði, þjónustugjaldi ogsöluskatti verður það sem hér segir: ( I eins manns herbergi á C- og D-þilfari fyrsta fan*ýmis ................ kr. 8.549.00 ( I tveggja manna herbergi á B- og C- þilfari fyrsta farrýmis............. — 8.034.00 { í tveggja og þriggja manna herbergi á D-þilfari fyrsta farrýmis .. — 7.519.00 \ í tveggja manna herbergi á D- og E-þilfari annars farrýmis.............. — 6.386.00 í í fjögurra manna herbergi á D- og E-þiIfari annars farrýmis .... — 6.180.00 Það skal tekiö fram, að ferðin verður því aöeins farin að þátttaka veröi nægileg að dómi félagsins, og aörar ástæöur leyfi. Reykjavík, 25. nóvember 1952. H . F. EIMSKIPAFELAG ÍSLANDS Farbegadeild — Sími: 1260. THEODORE DKEISER. 314. DAGUTt Það var prcstuxinn í fygd xneð hinum dauðadæmda, sem laá sálumessu. Það var sagt að Cutrone væri ekki lengur með réttu ráði. En, var það ekki rödd hans sem nú heyrðist? Jú vissulega. Clyde þekíkti hana. Hann hafði heyrt hana helzti oft upp á síðkastið, Og inú yrðu hinar dyrnar opnaðar. Hann sæi inn um þær —- þessi dauðadæmdi maður — sem brátt átti að deyja — hann. sæi hami — hann — hettuna — ólamar. Já, haim vissi allt um þessa athöfn, þótt ólamar yrðu ef til vill aldrei spennt- ar um hæan — ef til vill. „Vertu sæll. Cutrone!“ Það var hás, titrandi rödd úr ná- lægum klefa — Clyde þekkti hana ekki. „Farðu inn í betri. heim en þennan“. Og síðan fleiri raddir: „Vertu sæll Cutrone, Guð varðveiti þig — þótt þú getir ekki talað enöku“. Mennimir voru komnir framhjá. Það var búið að loka dv'r- unum. Nú var hann kominn inn. Nú spenntu þeir liann fastan. Spurðu hann, hvort hann hefði eitthvað fram að færa — liann sem var búinn að missa vitið. Nú hlaut að vera búið að spenna, ólarnar um hann og draga hettuna yfir höfðu hans. Eftir andartak — andartak — Og svo — þótt Clyde tæki ekki eftir því um leið og það gerðist — minnkuðu ljósin skyndilega i klefanum — og öllu . fangelsinu — vegna þess heimskulega hugsunarleysis að nota. sömu leiðslumar við helstrauminn og við lýsingu klefanna. Og um leið heyrðist rödd: „Jæja, þetta var fyrsta skiptið. Þá er úti um liana“. Og önnur rödd: ,,Já, nú er hann búinn að vera, veslingur- inn“. Og andartaki síðar minnkuðu ljósin aftur í þrjátíu sek- úndur — og loks í þriðja sinn. „Jæja. Nú er þessu lokið". „Já, nú veit hann hvað bíður hinum megin“. Síðan þögn — dauðaþögn — og seisina heyrðust lágværar bænaþulur. En Clyde var kalt og hann skalf. Hann þorði hvorki að hugsa — né gráfa. Þannig var þetta. Þeir drógu. tjöldin fyrir. Og svo — og svo. Nú var haiui dáinn. Ljósið minnkaði þrisv’ar sinnum. Já,| það var rafmagnsstraumurinn — þrisvar sinnurn. Og eftir allar þessar bænir, daga óg nætur! St-unur og andvörp! Enninu ibarið í gólfið! Og rétt áðan var hann lifandi — gekk eftir ganginum. En nú var hann dáinn. Og einn góðan veðurdag yrði hann — hann! — hann gat * ekki vcrið öruggur! Hvemig átti hann að geta það ? ’•.* Hann lá á giúfu á járnfletinu og hríðskalf. Fangavorðirn- ir komu og drógu tjöldin frá — og þeiL- vom öruggir og ó- hultir, eins og dauðinn væri ekki til. Og síðar heyrði hann þá tala — ekki við hann — hann hafði verið svo fáskiptinre fram að þessu — heldur \dð hina fangana. Veslings Pasquale! Það var rangt að beita dauðarefrinpa. Það fannst fangelsissijóranum. Það fannst öllum. Hann barð- ist fyrir afnámi dauðarefsingar. En þessi maður! Bænir hans! Og nú var hacc dáinn. Klefi hans stóð tómur og annar maður yrði settur í bann • sem síðar gengi þessa sömu göngu. Nokkrir — margir — höfðu setið í þessum klefa — á þessu rúmfleti. Hann reis á fætur —settist á stólinn. En þeir — hinir mennirnir — höfðu líka setið á þessum stól. Hann reis á fætur — og lét fallast niður á rúmfletið á ný. „Guð minn góður! Guð minn góður!“ sagði hann nú upphátt — en ekki mjög hátt — en samt eins hátt og maðurinn sem hafði gert hann svo óttasleginn fyrstu nótt- ina, og sá maður var hérna ennþá. Og dauðinn beið hans líka. Og allra hinna — einnig hans sjálf3 —ef — ef — Fyrsta aftakan hafði farið fram. ÞRÍTUGASTl OF FYRSTI I4AFLI En líðan Asa hafði verið svo alvarleg, að fjórir mánuðir iiðu, áður en hann komst aftur á fætur, og fyrr gat frú Griffiths ekki farið að hugsa um að hefja fyrirlestraför að nýju. En á meðan hafði ýhugi almennings á örlögum hecmar og sonar hennar rénao til muna. Ekkert blað í Denever hafði áhuga á að kosta ferðir hennar, því að hún gat ekkert gefið í aðra hönd. Að vísu mundi fóikið í nágrenni morðstaðarins eftir frú Griffiths og syni hennar og hugsaoi til hennar með samúð — en það áleit þó að hann væri sekur og hlyti verð- skuldaða refsingu — það væri misráðið að áfrýja málinu en væri því áfrýjað — þá vonaði það að dómur undir- réttar yrði staðfestur. Þessir'scku glæpamenn og hinar eilífu áfrýjanir þeirra! En Clyde beið— fleiri aftökur fóru fram — og honum tií mikillar sk.elfingar komst hann að raun um, að það var ekki. hægt að venjast þeim; Mowrer vinnumaður var líflátinn fyrir morðið á húsbónda sínum; Riordan lögregluþjónn fyi’ir morðið á konu sinni — rólegur og teinréttur fram í andlátið; í saraa

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.