Þjóðviljinn - 03.12.1952, Side 4
4) — ÞJÖÐVILJINN — Miðvikudagnr 3. desember 1952
Miðvikudagur 3. desember 1952 — ÞJÓÐVILJINN — (5
þlÓÐVIUINN
Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn.
Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson.
Préttastjóri: Jón Bjarnason.
Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Magnús Torfi Ólafsson,
Guðmundur Vigfússon.'
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skóiavörðustíg.
19. — Sími 7500 (3 linur).
Áskriftarverð kr. 18 á mánuði í Reykjavik og nágrenni; kr. 16
annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið.
Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
Ríkissijérnin ber ábyrgðina
Afgreiöslu fjárlaga er nú það langt komið á Alþingi að
í stórum dráttum má sjá hvemig útkoman verður. Er þar
sýnilegt, að heildartekjur og heildarútgjöld mun hvort
tveggja verða a. m. k. 100 millj. kr. hærri en fyrir þremur
árum eða 1950. Daginn eftir að atkvæðagTeiðslan við aðra
umræðu fór fram birti Tíminn nýja forsíðufrétt um það
að næsta ár myndi verða fjórða árið í röð, sem rekinn
væri greiðsluhallalaus ríkisbúskapur án aukinna álaga.
Mun þetta eiga að bera fjármálastjórn Eysteins Jónssonar
fagurt vitni og einkum ætlað til að sýna trúum Fram-
sóknarbændum hvílík afbragðsviðreisn hafi verið fram-
kvæmd hér þessi. árin. En hverjar eru staðreyndirnar?
Árið 1949 var lagður með lögum sérstakur skattur sem
nefnist söluskattur, og var þaö sérstaklega tekið fram,
að hann væri á lagður til að mæta framlögum ríkisins
til fiskábyrgðarinnar sem þá var í gildi. Var hann það
ár áætlaður 36 millj. kr. En svo sem kunnugt er fóru fram
kosningar um haustið 1949, og var það eitt aðaláróðurs-
mál núverandi stjómarflokka í þeim kosningum að losa
þyrfti ríkið við þau óhóflegu útgjöld, sem af fiskábyrgö-
inni leiddu. Til að ná þessu marki var gengslækkunin
lögleidd snemma árs 1950. Fólkið í landinu getur bezt
um það dæmt hvort sú ráðstöfun hafi ekki skert tekjur
þess og afkomu að neinu leyti. Hins vegar varð hún til
þess að létta fiskábyrgðargreiðslunum af ríkissjóði. En
var þá reýnt að lækka þá skatta sem áður voru lagöir á
s. s. söluskattinn,, sem einmitt hefði sérstaklega verið
ætlaður til að mæta fiskábyrgðinni? Því fór fjarri. Jafn-
framt ,þvi sem fiskábyrgðargreiðslunum var létt af ríkis-
sjóði var söluskatturinn hækkaður um 11 millj., þ. e. upp
í 47 millj. á fjárlögum og næsta ár 1951 var hann enn
hækkaður og það ár áætlaður 55 millj.
Þó er ekki nema hálfsögð sagan með þessu, því þetta
ár varö hann í reynöinnil yfir 90 millj.
Á þessu ári hafði einnig verið gert fleira. Sökum þess
að fljótlega kom í ljós að gengislækkunin brást þeim
vonum sem forsvarsmenn hennar höfðu gert sér og reynt
að telja þjóðinni trú um, var þegar á næsta ári eftir lög-
festingu hennar tekið upp nýtt kerfi, bátagjaldeyrisfyrir-
komulagið svonefndá.
Með einfaldri reglugerð ákváðu stjórnarflokkarnir að
bæta nýjum álögum ofan á vöruverðið í landinu, álög-
um sem nú munu nema a. m. k. 100 millj. kr. árlega.
Þetta er ekki gert með lögum frá Alþingi, og í skjóli þess
er reynt að halda fram þeirri blekkingu að hér sé ekki
um nýjar álögur að ræða. Og eftirtektarverðast er þó, að
jafnframt því sem þessar gífurlegu dýrtíðarhækkanir eru
gerðar, hækka allir skattar og tollar sem leggjast á vöru-
verðið einnig, svo að ríkistekjurnar fara nokkuð á annað
hundrað millj. fram úr áætlun og eru nú notaðir til ann-
arra hluta.
Hvað eiga svona blekkingar að þýða? Halda þeir menn,
er þetta skrifa að fólkið í landinu finni ekki hvar skórinn
kreppir og finni ekki að dýrtíöin, sem einmitt á þennan
hátt er búin til af þeim stjórnmálaflokkum sem ráðið hafa
undanfarin ár er aö eyðileggja efnahag þess og afkomu-
möguleika. Og þetta gerist á sama tíma, sem þjóðin hafði
ráö á meiri erlendum gjaldeyri til ráðstöfunar en nokkru
sinni fyrr hefur- verið á einu ári, þótt fullt tillit sé teki.3
til þeirrá géngisbreytinga sem orðið hafa. S. 1. ár var eytt
eilt þúsund og þrjátíu millj. kr. þ. e. meira en einum
milljarði. Hver getur trúað því, að ekki sé hægt aö reka
íslenzkan þjóðarbúskap með því fjármagni svo að afkoma
hvers einstaklings sé fullviðunandi?
Ástandið sem nú ríkir í fjárhagsmálum þjóðarinnar er
afleiðing þeirrar óstjórnar sem hér hefur verið lýst. Og
nú er svo komið’, að þeir fulltrúar sem stjórnarflokkarnir
sjálfir hafa stutt til valda í verkalýðshreyfingunni treysta
sér ekki til að gegna því hlutvsrki sem þeim var ætlað,
heldur standa að víðtækustu verkföllum sem enn hafa
þekkzt á íslandi.
Þannig bitna afleiðingar þessarar stjórnarstefnu nú á
þjóöiiini allri og ríkisstjórn sem hefur mfeira en % hluta
' þings að baki sér, sér engin úrræði, eða máski; réttará sagt
skortir manndóm til að léita þeirrá.
Tvö stórveldi og ísland — Lítið um góðar kvik-
myndir
LANGT ER nú síðan Morgun-
blaðið komst að raun um af
alkunnu hyggjuviti, að jafn-
framt iþví sem Rússar væru
að drepast úr hungri allir
nema leiðtogarnir, sætu þeir
um líf Islendinga. Áhugi Stal-
ins á íslenzkri hreppapólitík
er samt ekki einhlítur, og lík-
lega væri hann löngu búinn að
gera innrás með Grímsey að
stökkpalli ef ekki væru
Reykjavíkurbréfin til þess að
vara við hættunni. Én þessi
hætta vill verða bragðdauf er
til lengdar lætúr eins og vanti
salt og pipar. Annað stórveldi
í hernaðarbandalagí við ísland
gegn Rússlandi hefur því gert
bandalag við Rússland gegn
Islandi svo að Stalínsúpa ÍSLENZK
eiga auðvaldsríkin sér eitt
fullkohMiasta og alþjóðlegasta
bræðralag sinnar tegundar.
Það er bræðralag forréttinda-
stéttar gegn verkalýðnum.
Dagfarslega á íslenzk forrétt-
indastétt það til að kroppa
þannig augu náungans í því
sem þeir kalla frjálsri sam-
keppni og er allra samkeppna
göfugust. Eki fari verkalýður-
skinið til, Islendingar færðu
út landhelgi sína. Þeir sáu
sér leik á borði að útiloka alla
samkeppni, en kæra sig sjálf-
sagt kollótta um landhelgina.
Tilgangurinn' er aðeins einn,
að ræna brezkan verkalýð.
Þeir fiska sama magn og áður
en fá fyrir það hærra verð og
þar með er allt fengið, og al-
þýða þessa stórveldis i banda-
lagi við Rússa gegn íslending-
um og í bandalagi við íslend-
inga gegn Rússurn, er ósköp
Hkt sett og alþýða á íslandi.
Hún á sér sameiginlegan ó-
vin: bándalag arðræningja
gegn verkalýðnum, sem er al-
þjóðlegt bræðralag þótt þeir
kroppi stundum augun úr
hver öðrúm.
inn fram á sanngjarnan arð
af striti sínu og geri verkfall ÞAÐ ER til þess tekið um þess-
til þesa að fá kröfum sínum ar mundir hversu litið berst
framgengt vérður hrafnager-
ið sem einn hráfn gegn sam-
eiginlegum óvin, verkalýðn-
um.
Morgunblaðsins er orðin
merkilegur grautur um þessar
mundir og ekki má á milli sjá
hvort er hættulegra saltið eða
piparinn. Sagt er að hrafnarn-
ir kroppi augun hver úr öðr-
um. Þegar allt er með felldu
FORRÉTTÍNDA-
STÉTT á sér bróður í Eng-
landi. Bróðir sá hefur lengi
séð ofsjónum rfir sölu ís-
af sæmilegum kvikmyndum,
hvað þá góðum. Tjarnarbíó er
eign Háskólans og ætti því að
vera menningarstofnun. Væri
ekki tilhlýðilegt að það væri
rekið sem slíkt að minnsta
kosti jöfnum höndum á við
sjónarmið gróðans ? Tjarnar-
bíó ætti að ganga á undan
með val úrvals kvikmynda
lenzks fisks í Englandi. Þarna j þótt slíkt borgi sig ef til vill
var sámképpni og stóri bróðir | ekki í bili f járhagslega. Há-
beið færis að kroppa augur.'íí skólinn er heldur ekki gróða-
úr litla bróður. Svo varð yfir-' fyrirtæki í þeim skilningi.
SaGA heilagTar Jóhönnu
frá Orléans, Jeanne d’Arc, vifðist
vera kvrkmyndasmiðum óþrjót-
andi yrkisefni. Nýlega gerði
Hollywoöd mynd eftir henni, með
Ingrid Bergman í hlutverki Jó-
hönnu. Áður höfðu að m. k.
verið gerðar þrjár kvikmyndir
um sama efni, saga Jöhönnu rak-
in alit til bálsins. Margar beztu
kvikmyndaleikkonur aldarinnar
hafa leikið hlutverk Jóhönnu: Si-
mone Génevois, Falconetti, Ang-
ela Salloker. Kvikmynd Danans
Caris Th. Dréyers, sem gerð var
fyrir 1930, fyrir talmyndina, hef-
ur jafnan verið mest rómuð, enda
einstætt afreksverk. Nú er í París
vérið að taka enn eina mynd um
þetta efni, og þó nokkuð ólík
þeim sóm á undan hafa farið.
Um BÆKUR og onnoð
H.K.L. að koma, — Kvikmynd um heilaga Jóhönnu
ú
KaÐ er Jean Delannoy,
einn af kunnari kvikmyndastjór-
um Frakka, sem stendur fyrir
henni. Myndin er ójík þeim, sem
á undan fóru að því leyti, að í
henni er aðeins sagt frá einu at-
viki í lífi heilagrar Jóhönnu, og
það atvik finnst ekki i helgisögu ar.
hennar. Delannoy hefur semsé
látið sér detta í hug, að heiiög
Jóhanna hafi ekki verið heilagri
en svo að hún hafí fellt ástai-
hug til dauðlegs manns, og það
er ekki að sökum að spyrja, að
það verður jafnan sögulegt þeg-
ar andinn og holdið eiga í striðt
Michéle Morgan ieikur Jóhönnu i
þessari mynd.
sér nýtt nafn tii að villa á sér
heimildir. Hann tekur þá’tt í
stjórnmálabaráttu, hugsjónatrú
hans og barátta er misnotuð af
flokksvél demókrata í borginni.
Um seinan uppgötvar hann, hvers
erinda hann hefur gengið. Mot-
ley þrífur huluna af hinu marg-
rómaða bandaríska lýðræði, sýnir
glögglegra, hve rotið og spillt það
er. Hann er einn þeirra fáu
bandarísku höfunda, sém enn
dirfast að halda merki frjáls-
lyndis og mannúðar hátt á lofti.
B
ÓK Hal’dórs Kiljans
Laxness, sem menn hafa beðið
iengi með eftirvæntingu, mun
koma út á föstudaginn kemur.
Mikil leynd hvílir yfir bókinni,
enn er ekki haégt að fá að vita
hvað hún mun heita. Hins veg-
ar þykjást menn vita, að þetta
sé mikið verk, bókin a.m.k. jafn-
löng öllum þreife bókunum um
Jón Hréggviðsson. Vitað er, að
í bókinni er víða farið, allt frá
Garðariki hinu foma til Irlands
og heyrzt hefur, að höfundur hafi
haft Fóstbræðrasögu tiP'hliðsjón-
R sjóði, sem nýlega hef-
ur verið stofnaður og kenndur
við Síbelíus, verður framvegis út-
hlutað verðlaunum annaðhvort ár
til tónlistarmanns, sem.getið hef-
ur sér orð á alþjóðavettvangi....
Innanríkisráðherra Egyptalanda
hefur bannað „mágadansinn",
sem var bezta skemmtun Farúks,
meðan hann var og hét. Sagt er,
að bæði „heimilislífinu og þjóðfé-
laginu" stafi hætta af þessum
búkæfingum........ Nýlega fuíid-
ust veggmálverk í Vatíkaninu,
sem áður voru ókunn. Þau voru
falin bak við vegg sem Páll páfi
16. lét reisa á 16. öld. .... Félág
hefúr verið -myndað í Frakklandi
til að koma upp minnismerki um
Louis Jouvet, hinn kunna leik-
ara, sem dó fyrir einu ári. Sjóð-
ur handa leiknemum verður stofn-
aður og kenndur við hann óg éin
gata Parísar kölluð eftir hor.um.
.... Marcel Pagnoí, höfundur
Topaze, sem Þjóðleikhúsið sýnir
um þessar mundir, hefur í
hyggju að gera kvikmynd um Don
Quixote og hefur hann valið Fern-
andel til að fara með hlutvérk
hins göfuga riddara.......
1 einum garðinum við Ás-
vallagötu sátu Stjáni, Tobbi,
Siggi og Krúsi og horfðu þegj-
andi niðrí kexkassa. Venjulega
eru þeir allt annað en þegj-
andi, og þess verður mjög
sjaldan vart að þeir geri sér
nokkra grein fyrir alvöru lífs-
ins. Þessvegna varð ég strax
forvitinn að sjá þá í þessu á-
staodi, og gekk nær til að
kíkja líka niðrí kassann. Þetta
gerðist fyrir tæpum tveim vik-
um eða nánar tiltekið daginn
sem eplin komu í Pétursbúð.
Það var dúfa í kassanum.
Þeir félagar höfðu fundið hana
daginn áður í gafðinum hjá
honum Viktor. Hún hafði ekki
flögið neitt þegar þeir nálguð-
ust hana, bara hoppað pínu-
lítið, en datt svo niðrí holu,
óg þar náði Stjáni henni. Síð-
an hafði hún átt heima í kex-
kassanum. Þetta Var rauðúr
kassi og stóð á honum ENG-
ELSK-DANSK BISCUITS. Þeir
félagar sníktu haún í Péturs-
íbúð. Þegar þeir voru búnir að
hórfa niðrí kassann góða
stund, breiddu þeir yfir hann
'hvítan poka af þeirri tegund
sem notuð er utanum kjöt-
skrokka. Þeir höfðu gert gat
á pokann og létu það vera fyr-
ir miðju kassaopinu, því að
þeim var fyllilega ljós nauð-
syn þess að loftræstingin væri
í lagi. Pokann sníktu þeir í
Kjötbúð Sólvalla. Síðán tóku
þeir hann aftur af og héldu
áfram að horfa niðri kasiann.
Og nú eruð þið sjálfsagt far-
in að velta því fyrir ykkur
hvað amað hafi að fuglinum,
— af hverju í ósköpunum
hanti hafi viljað kúra í kássa
uindir vörumerki ENGELSK
DANSK BISCUITS, helduren
fljúga upp og setjast einhvers
staðar undir þakskegg einsog
aðrar dúfur. Þessu er ekki gott
að svara. Þó er skylt áð geta
þess er fram keiúur í kvæði
sém þeir félaga? höfðu ort um
þennan merka fugl, en það
hljóðar svo:
Þama er hún Dúfa.
Fihuwanrarnir fljúga.
Hún trítiaði yfir ána
og missti af sér tána.
Hana vantaði sem sé eina tá
á vinstri fót. (Varðandi kveð-
skapinn skal ánnars tekið
fram, að það sem þar segir
um ána, ber ekki að skiljast
bókstaflegá, vatnsfall þetta ér
aðeins sett þarna rímsins
vegna, á sama hátt og Tómas
lét Hitler og Stalin vera í
peysum frá prjónastofunni
Malin. Athugasémdin um
fimmaurana sem fljúga mun
hinsvegar hafa þjóðfélagslegt
iíinta'k; með þessu hafa skáld-
in líklega viljað minna fólk á
fánýti yfirstandandi upplausn
Jónas Árnason:
Þarna er hún Dúfa
Mynd eftir KJAKTAN GUÐJÓNSSON
artí’ma þegar hin forna spar-
semi og nægjusemi þjóðarinnar
virðist fyrir bí). — Já, en e'r
skortur á einni tá aægileg á-
stæða til þess fyrir dúfu að
fljúga ekki upp heldur láta
baunir og annan æðri kornmat
uppúr hankalausum bolla þá
sjaldan hún vaknaði.
Rejndar verður að viður-
kenna að þeir félagar létu dúf-
unni ekki alltaf verða svefn-
hann Stjána ná sér með berum
höndum niðri í holu í garðinum
hjá honum Viktor? Satt að
segja mátti vel láta sér til
hugar koma a’ð þetta væri ein
værukær dúfa sem hefði scð
sér leik á borði að láta þá fé-
laga stjana við sig, og þess
vegna ek'ki hi'rc um að fljúga
upp þegar þeir komu. Svo mik-
ið er víst, að dúfan virtist una
sér hið bezta í kassanum þar
sem hún lá á gömlum ullarbol
af Tobba, oftast mókandi með
himnuna dregna skilmérkilega
fyrir bæði áugu, eða étandi
samt. Sérstaklega hafði Stjáni
tilhneigingu til að halda fýrir
henni vröku. Hann lét hana
sitja á útréttri hönd sér, eða
á öxl sér, eða á hofði sér.
Þegar hann var búinn að láta
hana á höfuð sér, gerði hann
sig í framan einsog fína frú
og sagði: „Nýmóðins hattur“.
Hinir horfðu á fullir aðdáunar.
Þegar Stjáni lét dúfuna sitja
á útréttri hönd sér, sögðu þeir:
„Alveg einsog örn á kletti“.
Samt var þetta ósköp veajuleg
dúfa. En hverjúm þykir sinn
fugl fagur.
Stjáni var eiginlega sá eini
þeirra félaga sem handlék dúf-
una. Hinir gerðu það mjög
sjaldan. Og mig grunar, að
Tobbi hafi hólcstaflega aldrel
fengið að snerta hana. (Tobbi
er yngstur í hópaum og bróðir
Stjána). Þó var auðséð á aug-
um Tobba, að þar átti dúfan
einn sinn allra mesta aðdá-
anda.
Þeir bræður, Stjáni ög Tobbi,
höfðu haft dúfuna heima hjá
sér nóttina eftir að þeir fundu
hana. Tobbi sagði að fyrst
hefðu þeir Iátið hana vera
frammi í eldhúsi, co þar flaug
hún uppúr kassanum og síkitti
á eldhúsborðið. Svo settu þeir
hana fram í baðkar, og þar
skitti hún líka. Og þegar þeir
vöknuðu um morguninn var
hún komin inní stofu og upp
á ógurlega fína skrifblokk sem
elzti bróðir Stjána og Tobba,
lærður maður í 10 ára bek'k
barnaskólans, hafði fengið fyr-
ir fáum dögum. Hún skitti þar
líka.
Það var auðheyrt að þeir fé-
lagar gerðu alls ekki ráð fyrir
að dúfan yrði nokkurntíma leið
á þeim og flygi úr kassanum
uppundir þakskegg einsog aðr-
ar dúfur. Enda voru þeir bún-
ir að gera áætlun um líf henn-
ar langt fram í tímann. Þar á
meðal hafði það orðið sam-
komulag milli þeirra, að hún
skyldi gista heima hjá þeim til
skiptis, eina nótt hjá Sigga,
eina nótt hjá Krúsa, eina nótt
hjá Stjána og Tobba. — Nótt-
ina eftir að ég hitti þá átti hún
að gista hjá Sigga, og veit ég
ekki annað en þetta hafi allt
gengið eftir áætlun. En auð-
vitað Cr aldrei hægt að treysta
neinu í þessum efnum. Hugs-
um okkur til dæmis að mamfna
Sigga hefði frétt hvað dúfan
•skitti mikið héima hjá Stjána
og Tobba?
Tvö sönglagahefti
eftir Emil Thoroddsea
Emil Thoroddsen
I
Tvö sönglagahefti eftir Emil
Thoroddsen eru komin út. Ann-
að hefur að geyma 10 sönglög
úr sjónleiknum Pilti og stúlku,
en hitt eru 11 sönglög, samin.
á ýmsum tímum. Mörg lagar.na
hafa þegar hlotið hylli alþjóð-
ar og er mikill fengur aö ú’c-
gáfu þeirra.
Útgefandi er Áslaug Thor-
oddsen, en heftin eru prentuð
í Danmörku.
Áhrif menniflg-
arviðskipta
STEF skrifaði nýlega sam-
bandsfélagi sínu í Bretlandi,
sendi umferðabréf íslenzkra
innflytjenda og vakti eftirtekt
á þvi að svo gteti farið, að
héi« yrðu ekki íengur fSlutfc
brezk verk né brezkar kvik-
mymlir sýndar þar til aflétt
væri löndunarbanni gegn togur-
um frá íslandi.
Þoivalduir Þórarinsson:
OG GUÐI HVAÐ GUÐS KR *
!>?
Nú eru verkföllin skollin á
hjá mörgum. Sumir hafa víst
búizt við einhverjum kjarabót-
um ef baráttan yrði sigursæl,
og margir telja sig jafnvel
þurfa bæði meiri laun og stöð-
ugri atvinnu svo að heimilið
komist nokkurn veginn af.
Mjög fjölmetin samtök svro-
kallaðra athafnamanna eru
fyrir alllöngu búin áð senda frá
sér og kunngjöra hið venjulegá
ákall til allra launþega um að
g;æta hófsemi í kröfum til þess
að sliga ekki atvinnuvegina „á
þessum erfiðu og viðsjárverðu
tímum fyrir þjóðfélagið". 1
þessum ávörpum er eihs og að
uodanförnu einkum skírskotað
til þegnskapar fólks, ábyrgðar-
tilfinningar og annarra þeirra
manndyggða sem almennt er
talið að atvinnurekendur séu
gæddir í miklu ríkara mæli held-
ur en hinir sem hrifsa til sín
kaupið án skilnings, nærgætni
eða umhyggju gagnvart hag og
þoli fyrirtækjanna.
Þessi verkföll eru ekki enn
orðin langvinn, enda hefur held
ur ekki unnizt tími til að rök-
styðja fyrrnefndar þegnskapar-
bænir með tölum, sem er þó
jafnan háttur góðra fjármála-
W,
ILLARD IMOTLEY ei
eitt af nýju nöfnunum í banda-
rískri skálosagnagerð. Bók hant
Knock on any door, sem kom ú,
fyrir nokkrum árum, vakti mikla
athygii og éftir henni var geru
kvikmynd. Nú hefur hann samio
a'ðra bók, ög virðast höfuðein-
kenni hennar svipuð og þeirrar
fyrri: Spennandi frásögn, sannar
mannlýsingar og þung þjóðfélags-
ádeila. Þessi bók heitir á ensk-
unni We fished all night. Hún
gerist í Chicago eftir siðasta strið.
Aðalpersónurnar eru þrjár: Ungt
skáld, sem kemur heim úr stríð-
inu, bilaður á taugum. Risavax-
inn verkamaður, sem kemur heim
með spillta kynhvöt, hjónabandið
fér i hundana. Ungur maður af
pólskum ættum, sem tekið hefur
Og nú fór Tsjafar að verða órólegur
undir teppinu: viðurstyggilegur api með
gular vargstennur stóð honum allan tím-
ann fyrir hugskotssjónum, gretti sig
framan í hann, rak út úr sér tunguna
og beraði á sér rauðan bakhlutánn.
Hodsjá Nasreddín hélt áfram að lesa bæn-
irnar, en skyndilega hætti hann og þóttist
híusta eftir einhvérju. Ættingjarnir þögn-
uðu l’ka og hörfuðu aftur á bak, en apinn
undir teppinu fór heidúr en eklci að láta
til sín taka.
Nú varð Hodsja gripinn hamslausri reiði:
Hvað er þetta! hrópaði hann þrumurödd,
þið forhertu guð'astarar! Þið hafið brotið
bann mitt og hugsað einmitt um það sem
ég fyrirbauð ykkur á meðan ég las bæn-
irnar!
Hann þreif teppið af okraranum og laut
ýfir hann: Hvers vegna kallaðir þú mig
á þinn fund úr þvi þú vilt ekki líelcnast!
Eg segi emírnum að méðan ég las bænir
mínar hugsaðir þú stöðugt um viðurstyggi-
légt apafés.
manna, eða til að gefa almenn-
ingi hugmynd um sjálfafneit-
un og fómfýsi atvinnurekenda.
En á meðan slíkár upplýsingar
skortir er mjög hætt við að
lauhþegar ali með sér allt of ó-
ljósar hugmyndir (eða jafnvel
alrangar) um gjaldþol atvinnu-
veganna yfirleitt og bágindi
hinna einstöku fyrirtækja sér-
staklega.
Svo heppilega vill til að eitt
fyrirtæki sem heitir Sameinað-
ir verkfakar h. f. hefur fyrir
skömmu lokið fyrsta aðalfundi
sínum, og lágu þar frammi end-
ursltoðaðir reikningar fyrir
fyrsta starfstímabilið sem var
að þessu sinni hálfur ellefti
mánuður (10’A mán.), þ. e. til
30. júní 1952. Þetta fyrirtæki
er nýgræðingur og munu for-
vigismenn þess því ekki telja
eftir sér að hlúa að því og
reyna að verja það kali í hret-
viðrum íslenzkrar skattakúgun-
ar og annarra byrjunarörðug-
leika. Þess vegna hafa valizt
þarna í stjórn eingöngu menn
sem voru fúsir að taka að sér
störfin í ólaunaðri tómstunda-
vinnu, eða svo til, enda eru þsir
sem betur fer allir eftir sem
•áður ön'num kafnir við skyldu-
störf- sín í þágu eigin fyrir-
tækja og þjóðfélagsins í heild.
Dæmi þetta er því e. t. v. ekki
nógu vel valið, e-n yrði senniloga
ljósara ef kunnugt yrði hvað
menn þessir bera úr býtum í
starfi sínu.
Stjórnendur þessa fyrirtækis
sem eins og ailir vita gegnir
þjóðhollu starfi við varnir
'landsins, að því er talið er,
hafa þó ekki viljað skorast með
öllu undan að taka við lítils-
háttar umbun fyrir ofangreint
hjáverk, eti hún nam ekki nema
röskum kr. 830.000.00 handa 9
mönnum þennan hálfa ellefta
mánuð. Ekki mun þessi upp-
hæð hafa skipzt alveg jafnt, því
að menn eru misjafnlega hlé-
drægir. Til dæmis mun formað-
ur stjóitiarinnar hafa látið sér
nægja í laun liðug kr. 80.000.00
á fyrrnefndu tímabili öllu, en
það nær ekki alveg kr. 8000.00
á mánuði, auk ca. kr. 10.000.00
þóknunar fyrir afnot áf einka-
skrifstofu siftni. Vonandi géta
sterk og gróin fyrirtæki gert
betur við hugsuði sína, en hér
er hollustan ekki skorin við
nögl og ekki spurt um launin.
Þetta litla dæmi gæti ef til
vill orkað mildandi á einhverja
harðsvíraða verkfallsseggi og
vakið þá til umhugsunar um
það að ekki er allt mælt út í
bláinn hjá þeim forystumönn-
um athafnamanna sem kalla á
þegnskap og fórnarlund með-
borgara sinna þegar atvinnu-
vegir þjóðarinnar eiga í vök að
verjast andspæais óbilgjörnum
kaupkröfum eigingjarnra og
skammsýnna launþega sem
meta meir þægindi sín og stund-
arhagsmuni heldur en heill og
gengi þeirra fyrirtækja se:n
greiða þeim kaunið af örlæti
miðað við getu.
Reykjávik, 2. desember 1952.
Þorvaldur Þórar?issso«.
im
•tv i
maimafélagslns
Lögmaanafélag Island's hélt
aðalfund fyrir nokkm og sam-
þykkti áskorun til Aiþingis urn
að sámþykkja frumvarp það
til laga um breytingu á lögum.
um málflytjendur frá 1942»
sem nú liggur fyrir Álþingi. ,
L