Þjóðviljinn - 20.01.1953, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 20.01.1953, Blaðsíða 8
SJÖMíM Strgx þarf al taka upp ssmninga á nýjum grundvel áfnema ber þátttöku sjómanna í útgerðarkostnaði og greiða þeim sama verð fyrir fiskinn og útgerðarmönnum Fundur bátasjómanna um miðlunartillöguna á sunnu- daginn var f jölmennur og allir bátasjómenn er tóku til máls töluðu eindregið gegn henni. Við atkvæðagreiðsluna kolfelldu þeir tillöguna, sögðu 67 nei en 24 greiddu atkvæði með henni. Krafa bátasjómannanna er að þátttaka þeirra í út- gerðarkostnaði á línuveiðum sé afnumin með öllu og að þeir fái sama verð greitt fyrir fiskinn og útgerðar- menn fá. Bátasjómennirnir hafa nú sýnt aö ekki þýðir að bjóða þeim slíkt smánarboð og lagt var fyrir þá á sunnudag- inn og þarf því að taka strax upp viðræður við þá á nýjum grundvelli. Kjallari Alþýðuhússins var fullskipaður sjómönnum á sunnudaginn og töluðu þar margir bátasjómenn, — og ALLIR GEGN „miðlunartil- lögunni", sem fyrir fundinum lá. Formaður og starfsmaðu Sjómannafélags Reykjavikur lýstu hinsvegar ekkj afstöðu sinni! Hversvegna mega sjó- mennirnir ekki semja sjálfir? Nokkrir sjómenn fluttu á fundinum svohljóðandi tillögu: „Fundur í Sjómannafélagi Reykjavjkur og Hafnar- fjarðar, 18. jan. 1953, sam- þykkir að kjósa 5 menn úr hópi starfandi bátasjó- manna tii þess að starfa með stjórnum félaganna við samningsgerð bátasamning- anna“. Var þetta annar fundurinn sem tiliaga þessi er flutt, en formaður Garðar Jónsson, neit aði að bera hana undir at- kvæði .einnig í gær. Ritari S.R. veit ekki hvað hann talar am. um! hað er undarlegur þessi ótti stjórnar Sjómannafélags Rvík- ur við það að bátasjómenn fái sjálfir að fjalla um sín eig- in kjör. Fundurinn í fyrrad. sýndi þó Ijóslega að ful] þörf er á því að bátasjómenn fjalli sjálfir um þessi mál, því þegar Jón R. samningana vissi hann ekki um hvað hann var að tala! ruglaði saman samningum, svo bátasjó- menn urðu oftar en einu sinni að grípa framí fyrir honum og leiðrétta hann! Viðræður strax á nýjum grundvelli. Krafa sjómanna er nú að strax verði teknar upp viðræð- ur um bátakjörin á nýjum grundvelli. Atkvæðagrei’ðslan á sunnudaginn hefur sýnt greini- lega að ekki þýðir að halda á- fram með smánarboð. Atvinnurekendur: 25 já, 16 nei. Atvinnurekendur samþykktu miðlunartillöguna með 25 atkv. gegn 16 og fiskimatsveinadeild Sambands matreiðslu- og fram- reiðslumanna samþykkti hana fyrir sitt leyti með eins at- kvæðis mun, 7:6. Óráðið var síðdegis í gær, þegar Þjóðviljinn átti tál við sáttasemjara ríkisins, hvenær samningaviðræður yrðu hafn- ar á ný, en hann taldi það myndi verða fljótlega. Flokksskólinn Erindaílókkur Einars Olgeirssonar um ættar- samfélagið og upphaf ríkisvalds á Íslandi held- ur áfram í kvöld kl. 8.30. Rætt verður um átökin milli norsks ríkisvalds á Sigurðsson ritari S. R og Jslandi íslenZka þjÓð- framkvæmdarstjon Alþýðu- y v J sambandsins, var að ,,útskýra“ lélagsins. — --------------------------------------- Nýtt afrek Bjarna Ben. dómsmáiaráðherra: Yfirritstjorn þríflokkablað- anna AB-blaðið og Morgunblað- ið birtu í fyrradag alger- lega samhljóða grein og skeikar ekki orði þegar und- an eru skildar prentvillur. Grein þessi er ven julegt blað- ur um gyðingahatur í Sov- étníkjunum og segjast bæði blöðin hafa tekið ívitxiaidr í ýms stórblöð úti um heim. Væri fróðlegt að fá skýringar blaðanna á því, hvernig á því stendur að blaðamenn beggja blaða taka upp ívitnanir sínar, þýða þær og gera við þær athugasemdir með nákvæm- lega sama orðalagi. En þessa gerist ekki þörf. Allir vita að bæði þessi blöð lúta sameiginlegri yfirrit- stjórn, bandaríska sendi- ráðsinu. Þaðan hefur grein- in verið seud, og ritstjór- arnir beygja sig í auðmýkt og birta sendinguna ó- breytta. En hitt væri t'róð- Iegt að vita hversu miliið af efni þríflokkablaðanna er þannig til komið; t.d hversu oft bandaríska sendiráðið semur leiðara handa þessum máigögnum sínum. bjómnuvNN Þriðjudagur 20. janúar 1953 — 18. árgangur — 15. tölublað Stjórn Verkamaenaíélags Akureyr- arkaupstaðar Þnfiokkarnir gáfus! upp víð framboð Akureyri. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Verkamannafélag Akui*eyrarkaupstaðar hélt aðalfund sinn s. I. sunnudag. Var aðalstjórn félagsins sjálfkjörin. Eignir félagsins eru nú 80 þús. kr. og höfðu aukizt á árinu um rúml. 19 þús. ltr. Aðeins einn listi kom fram við stjórnarkjörið og varð stjórnin því sjálfkjörin. Hafa þríflokkarnir því gefizt upp í valdabaráttu sinni, en á sl. hausti gerðu þeir hatramma hríð til að ná mejrihluta og voru svo vissir um sigur sinn að þeir voru byrjaðir að halda sigurhátíðina áður en talningu Iauk. Aðalstjórn Verkamannafé- lags Akureyrarkaupstaðar skipa þessir menn: Formaður Björn Jónsson, varaformaður: Jóhannes Jósefsson, ritari: Þórir Danielsson, gjaldkeri: Svavar Jóhannesson og vara- ritari: Guðmundur Baldvins- son. Félagsmenn eru nú 480 og hafði fjölgað um 58 á árinu. Eignir félagsins eru rúmlega 80 þús. kr., og höfðu aukizt um rúmlega 19 þús. kr. á ár- inu. Aðalfundarstörfum varð ekki BJÖRN JÓNSSON lokið, þ.á.m. mjög víðtækum lagabreytingum er stjómin bar fram og verður framhaldsaðal- fundur siðar. Helga Hannessyni verður fótaskortur á eigin holabrögðnm unaFiilraun iáía araQ 1 Ðómur hefur nú verið kveðinn upp yfir bandarjska hermanninum sem reyndi að nauðga íslenzkri stúlk'u á Keflavíkurflugvelli seint í október á s. 1. hausti. Hermaður þessi, Ray Oiven Bond, úr bandaríska flug- liðinu, var dæmdur í þrig'gja mánaða fangelsi og greiðslu skaðabóta. Má geta nærri hve sárt Bjarna Ber.. Iiefur tekið það aö treysta sér ekki til að hvítþvo elsku Kanaiin einu sinni enn og sýkna Iiann alveg. Samt sem áður vann hann nýtt afrek: fyrirskipaði nýjan skilning á verknaði, — þegar Bandaríkjamaður á í hlut heitir nauðgunartilraun ekki nauðgunartilra'un heldur „líkamsárás“!!! Hermaðurinn var semsé alls ekki dæmdur fyrir nauðg- unartilraun, heldur „13iamsárás“ — og dómsniðúrstaðan fe samlivæmt því. Telja ekki íslenzkar konur valdatímabil Bjarna Ben. þegar vera orðið of langt? Hinn 11. sept. 1951 lét AB-meirihlutinn í Hafnar- firði samþ.vklija nýja bruna- máiareglugerð tll þess að geta bolað Háraldi Krist- jánssyni slökliviliðsstjóra úr starfi, og var í 2. gr. reglu- gerðarinnar áliveðið aC bæj- arráð skyldi taka við störf- ’um brunamálanefndar. Nú fyrir síðustu heígi bárust þeim mönnum, er sæti áttu í brunamálanefnd til 11. sept 1951 bréf undir- ritað af Helga Iíannéssyni bæjarstjóra, þar sem þeim er falið að íaka sæti í bruna málanefnd bæjarins frá 13. jan. 1953. Menn þeir er fengu þessi bréf Helga Hannessonar urðu ekki lítið forviða þar sem þéim var eklii Iumnugt að bæjarstjórn hefði breytt reglugerðinni frá 11. sept. 1951. Hvað hér býr undir vita bæjarbúar ckki, en vel má vera að Emil Jónsson og Hellgi bæjarstjóri vilji nú losna við að bera ábyrgð á slökkviliðinu, eða þeir vilja fara að biðja afsöliunar á óskammfeilmi framferði sínu við slökkviliðsstjóra og brunamálanefnd, enda bend- ir margt til að svo sé, því heyrzt hefur að Emil hafi nú boðið ein'um þeirra manna, Giiðmundí Þ. Égils- syni, starf í slökkviliðinu er hann fyrir ári siðan felldi frá starfi sökum „chæfni"! Það sem líklegast þykir er þó það að hér sé um að ræða heimsku Helga Hann- essonar, auk margþættra bitllhgastarfa hans utan bæjar og innan, sem tor- velda honum að gera sér grein fyrir undir hvað hann skrifar í nafni bæjarins, því einmitt Emil og Helgi komu á þeirri reglugerð sem bæj- arstjórinn virðist elilti vita um núna! Áfengismálin á stúdentafundi Eins og auglýst er á öðrum stað í blaðinu efnir Stúdenta- félag Reykjavíkur til umræðu- fundar um áfengismálin í Tjamarbíói kl. 8.30 í kvöld. Hafa fjórir kunnir menn veri'ð fengnir til að hafa framsögu, og er þess að vænta að málið verði rætt á hlutlægum grund- velli og án pólitískra augna- gota. Kóp hefur verið bjargað Vélbáturinn Iíópur frá Siglu- firði sem strandaði á .Siglunesi s. I. fimmtudag, var dreginn til Sigl'uf.jarðar á laugardaginn. Báturinn Stígandi frá Siglu- firði náði Kóp út og dró hann til hafnar. Hafði vélin verið tekin úr Kóp til að létta harin Tryggvi og Lórenz sjálíkjöroir Fjöldi aðkomn- manna í atvinnn- leit Vestmannaeyjum. Frá fréttaritai’a Þjóðviljans. Margir bátar eru nú byrjaðir róðra hér, en afli liefur verið heldur tregur. Enn er þó ósamið við vél- stjórana og geta því veiðarnar stöðvazt enn ef e'kki næst sam- komulag. Esja kom að austan í gær og með henni fjöldi manna hingað í atvinnuleit. TRYGGVI HELGASON Akureyri. Frá frétta- ritara Þjóðviljans. Sjómannafélag Akureyrar hélt áðalfund sinn síðastliðiim sunnudag. Voru Tryggvi Helga- son formaður og Lórenz Hall- dórsson varaform. sjálflijörnir. Aðrir í aðalstjórn félagsins voru kjörnir: ritari: Ingvar Árnason, gjaldkeri: Aðalsteinn Einarsson og meðstjórnandi Sigurður Rósmundsson. Félagsmenn eru nú 179 og hafði fjölgað um 16 á árinu. Félagið gerði marga nýja Ijjarasamninga á sl. ári og er Stú í verkfalli um kjör báta- f'ómanna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.