Þjóðviljinn - 01.02.1953, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 01.02.1953, Blaðsíða 6
•: ]'. ím«"JUVí ’ tíL>_í-«ir- 6). — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 1. febrúar 1953 : H M U ]' n.'i i :•' /l r Sama hugmynd — m'ismun- andi kjólar Kjólamir þrír á myndinni eru allir byggðir á sömu hugmynd, og við sýnum þessar þrjár gerð- ir af sama sniði vegna þess að það er nauðsynlegt að vita hve lítið þarf til að breyta kjól. Það er gott að geta gert sér í hugarlund, hvernig kjóll liti út, ef gerðar væri á hon- um stöku breytingar. Oft og iðulega er erfitt áð finna rétta sniðið, þegar maður er í leit að nýjum kjól. Einkum er það erfitt fyrir konu, sem fær sér sjaldan föt. Ef til vill sér hún snoturt snið, en á ekki nóg efni í vítt pils og getur ekki séð fyrir sér, hvernig kjóllinn verður ef pilsinu er breytt. Annar kjóll er tvílitur, og hún Rafmagnstakmörkunin Kl. 10,46-12,30 Hliðarnar, Norðurmýri, Rauðar- árholtið, Túnin, Teigarnir, íbúðar- hverfi við Laugarnesveg að Klepps- vegi og svæðið þar norðaustur af. • Á morgun (mánud.) kl. 10,46-12,30 Austurbærinn og Norðurmyrl, milli Snorrabrautar og Aðalstræt- is, Tjarnargötu og Bjarkargötu að vestan og Hringbraut að sunn- an. Hafnarfjörður og nágrenni. — Reykjanes. Eftir hádegl (kl. 18,15-19,16) Nágrenni Reykjavíkur, umhverfi Elliðaánna vestur að markalínu frá Flugskálavegi við Viðeyjar- sund, vestur að Hlíðarfæti og þaðan til sjávar við Nauthólsvik í Fossvogi. Laugarnes, meðfram Kleppsvegi, Mosfellssveit og Kjal- arnes, Árnes- og Rangárvallasýslur. vill sjálf hafa hann einlitan og veit ekki nema Ijóminn fari af kjólnum ef honum er breytt. Þa'ð er hægt að sigrast lávanda- málum af þessu tagi með því að virða fyrirmyndirnar vand- lega fyrir sér og brjóta heil- ann um, hverju hægt sé að breyta og lagfæra. Fyrst er hér upphaflega fyr- irmyndin, ermastuttur kjóll handa ungri stúlku úr tvenns konar efni, mynstruðu og ein- litu. Ef manni lízt vel á kjólinn en hefur samt ýmislegt út á hann að setja, er þá hægt að breyta honum? Auðvitað. Ger- um ráð fyrir að skrifstofustúlka vilji nota hann fyrir hversdags- kjól. Það er kalt á skrifstof- unni hjá henni, svo að hún vill Frámh. á 7. síðu SKAK Ritstjóri: Guðmimdur Arnlaugsson Ein af skemmtilegri skákun- um er ég hefi séð frá Saltsjö- baden er viðureign Kotoffs við Eliskases í fyrstu umferð. Hún fékk að vísu engin fegurðar- verðlaun en er engu að síður ljómandi vel tefld — af báð- um. Hvitur nær ögn betri stöðu út úr byrjuninni, en svartur verst svo vel að honum verð- ur lítið sem ekkert ágengt. Þegar manni virðist Eliskases vera. alveg að jafna metin grípur Kotoff til hvítagaldurs, en þrátt fyrir hann eru úrslitin tvísýn til loka. Drottningarbragð. Cambridge-Springs vörn. Kotoff Eliskases Sovétr. Argentína 1. d2—d4 d7—d5 2. c2—c4 e7—e6 3. Rbl—c3 Rg8—f6 4. Bcl—g5 Rb8—d7 5. c2—e3 c7—c6 6. Ddl—c2 Dd8—a»5 1 7. c4xd5 Rf6xd5 ! 8. e3—e4 Rd5xc3 9. Bg5—d2 e6—e5 10. b2xc3 eaxd4 11. c3xd4 Bf8—b4 12. Hal—bl Bb4xd2t 13. Dc2xd2 Da5xd2t 14. Kelxd2 Rd7—b6 Með mannakaupunum hefur «vartur komizt fram hjá ýms- um hættum. Þótt flestir mundu kjósa hvíta liðið er aðstöðu- munurinn ekki mikill og liggur frekast í því að miðpeðin tryggja hvít meira rúm og þar með meira frjálsræði fyrir lið sitt. 15. Bfl—d2 Bc8—e6 16. a2—a4 0—0—0 17. Kgl—e2 Rb6xa4 18. Ilbl—al Ra4—b2 Svartur getur ekki haldið peðinu: 18. — b5 19. Bc2. 19. Halxa7 Kc8—b8 20. Hal—al Be6—c4 21. Be2xc4 Rb2xc4f 22. Kd2—d3 Rc4—b6 23. g2—g4 Kb8—c7 24. f2—f4 Hd8—d7 Eliskases reynir mótspil á d- línunni. Hann gat einnig knúið fram hrókakaup með því að leika Ha8. 25. Ha7—a5 Hh8—d8 26. Ha5—g5 f7—f6 27. Hg5—að Rb6—c8 28. f4-—f5! Kotoff hótar nú að leika Re2—f4—e6 eftir hæfilegan undirbúning. Eliskases kemur í veg fyrir þetta, en það kost- ar hann nýjar veilur í peða- stöðunni. 28....... g7—g5 29. h2—h4! h7—h6 30. h4xg5 h6xg5 31. Hal—hl Rc8—d6 32. Hhl—h6 Hd7—e7 Nú strandar e5 vitaskuld á fxe og Rxf5f. 33. Re2—c3 Hd8—e8 Nú verður e-peðinu ekki bjargað, en þar með er g-peðið einnig í hættu. Svartur sýnist vera búinn að jafna. En hér grípur hvítur til galdra! ABCD EFGH 34. e4—e5!! f6xe5 35. Rc3—d5!! c6xd5 36. Ha5—c5f Kc7—b8 Eftir Kd7, Hxd5 fellur riddar- inn með skák. 37. Hh6xd6 e5xd4 38. Hc5xd5 He7—e3f 39. Kd3—c4! He8—c8f 40. Kc4xd4 He3—g3 Nú er tímaþröngin liðin hjá og næsti leikur hvíts er biðleikur. Maður skyldi ætla að skákin væri jafntefli, en Kotoff tekst að vinna á snjallan hátt. 41. f5—f6 Hg3xg4f 42. Kd4—e5 Hg4—f4 43. Hd6—d8 Hc8xd8 44. Hd5xd8f Kb8—c7 45 Hd8—g8 Kc7—d7 Kóngurinn verður strax að nálgast peðið: b5 46. Hxg5 Hf2 47. Hf5 He2f 48. Kd5 He8 49. f7 Hf8 50. Ke6, eða 47. — Hxf5 48. Kxf5 Kd7 49. Kg6ö 46. Hg8—g7t Kd7—e8 47. Hg7xb7 Hf4—f2 48. Ke5—e6 Hf2—e2t 49. Ke6—f5 g5—g4 50. Kf5—g6! Kóngurinn fer í skjól á bak við peðið. Eftir Kxg4 væri skákin jafntefli! 50. He2—f2 51. f6—f7t Ke8—f8 52. Hb7—b8t Kf8—e7 53. Hb8—e8t Gefst upp Og svo að lokum lítil skák- þraut eftir tékkneska höfund- inn og taflmeistarann L. Prok- es. Hún er ekki flóknari en svo að margir munu leysa hana án þess að setja stöðuna upp á taflborði. Hvítur á að halda jafntefli. Lausnin er á 3. síðu. Tafllok eftir L. Prokes ABCDEFGH Hvítur á að halda jafntefli. 27. HllóSpípusmiðurinn „Sjáðu,“ sagði hún. „Þarna klifrar Jacko beint upp ran- ann á Barbar og upp á bakið á honum.“ Hún tísti af hlátri. „Er hann ekki óþekkur." Hann beygði sig og leit á myndina með þeim. „Þetta er mesti óþckktarapi er það ekki?“ sagði hann. Sheila sagði: „Hann er agalega óþekkur." Rósa spurði lágt: „Hvað var monsieur að segja?“ Ronni skýrði það út fyrir henni á frönsku og börnin héldu áfram að tala á því máli. Við Howard töluðu þau alltaf ensku en þeim var jafn eðlilegt að tala frönsku, þegar þau léku sér við önnur börn. Howárd tók fram skjalatöskuna og virti hana fyrir sér; hún var helzti lítil til að rúma nauðsynjar þeirra þriggja. Hann komst að þeirri niðurstöðu að Ronni gæti borið þessa tösku og sjálfur gæti hann keypt stærri tösku til að bera. Með það í huga fór hann út úr svefnher- berginu. Á stigapallinum mætti hanti herbergisþernunni. Hún hik- aði við; síðan ávarpaði hún hann. „Er monsieur að fara á morgun?" sagði hún. „Ég verð að losa herbergið," svaraði hann. „En ég held að litla telpan sé orðin nógu hress til að ferðast. Ég ætla að klæða hana áður en við borðum hádegisverð, og í dag ætla ég að fara með hana út að ganga.“ „Já, hún hefur gott af að vera dálítið úti í sólinni." Hún hikaði aftur og sagði síðan: „Ætlar monsieur beint til Eng- lands ?“ Hann kinkaði Ikolli. „Eg ætla ekkert að stanza í París. Eg fer með fyrstu lest til St. Malo.“ Hún leit á hann og andlit hennar var tekið og ellilegt. „Monsieur — það er hræðilegt að nefna þetta. Gætuð þér tekið Rósu iitlu með yður til Englands?" Hann starði á tárvott, kvíðafullt andlitið og reyndi að tefja tímann En hvers vegna viljið þé.r senda hana til Eng- lands?“ spurði hann. „Styrjöldin nær aldrei til Dijon. Herpii er alveg óhætt hér.“ Konan sagði: „Eg á enga peninga, monsieur. Faðir henn- ar er í Englandi, en hann getur ekki sent okkur neina pen- inga hingað. Það er bezt að hún fari strax til Englands. Hún flýtti sér að halda áfram. ,(Eg hef peninga fyrir fargjaldinu, monsieur. Og Rósa litla er góð og prúð telpa — hún er ósköp indæl skinnið litla. Monsieur þyrfti ekki mikið fyrir henni að liafa.“ Gamli maðurinn fann á sér að hann varð að neita þessu afdráttarlaust strax í upphafi. Þótt hann viðurkenndi það ekki, þá vissi hann að hann þurfti að neyta allrar orku sinn- ar til þess að komast á leiðarenda með, tvö ung börn í eftir- dragi. Innst inni bjó hann yfir ótta, skelfingu við yfirvofandi ógæfu. Hann sagði: „Ef til vi'll gæti ég komið því í kring að hann gæti sent ykkur peninga." Hann átti enn nokkra inneign í Frakklandi. „Þér viljið ógjarnan missa hana?“ Hún sagði: „Monsieur, það er ýmislegt að gerast í Fra'kk- landi, sem Englendingar skilja ekki. Við erum öll hrædd við það sem kann að bíða okkar....“ Þau þögðu um stund. „Eg veit að útlitið er slæmt,“ sagði hann lágt. „Ef til vill verður erfitt fyrir mig, þótt ég sé Englendingur, að komast til Englands. Eg býst ekki við því — en þó kann svo að fara. Ef ég gæti nú ekki komizt með hana út úr landinu af einhverjum ástæðum?" Það fóru viprur um andlit hennar og hún brá svuntuhorn- inu upp að augum. „1 Englandi væri hennj óhætt,“ tautaði hún. „Eg veit ekki hver ósköpin eiga eftir að dynja yfir okkur í Dijon. Eg er svo hrædd.“ Hún fór aftur að gráta. Hann klappaði henni vandræðalega á öxlina. „Svona, svona,“ sagði hann. „Eg skal hugsa um þetta í dag. Það er ekki hægt að ráða þetta við sig í flýti.“ Hann komst undan og fór út á götuna. Þegar hann var kominn út var hann alveg búinn að gleyma. hvaða erindi hann hafði átt. Viðutan gekk hann inn í borg- ina og var að velta því fyrir sér, hvernig hann gæti komizt hjá að taka að sér eitt barn í viðbót. Bráðlega settist hann inn á veitingahús og bað um glas af bock. Hann hafði enga andúð á Rósu litlu. Þvert á móti geðjaðist honum vel að telpunni; hún var hæglát og móðurleg táta. En hún yrði honum enn einn f jötur um fót og hann vissi að ekki var á það bætandi sem fyrir var. Hann vissi að hann var í hættu. Það var ekki lengur neitt leyndarmál, að Þjóðverj- ar streymdu inn í Frakkland; það var eins og þegar flóð- bylgjan streymdi inn í Belgíu í fyrra stríði. Ef hann frestaði brottförinni andartaki lengur gat verið að hann lenti í flasinu NEVIL SHUTE:

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.