Þjóðviljinn - 06.02.1953, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 06.02.1953, Blaðsíða 6
6) —- WÓÐVILJINN — Föstudagur 6. febrúar 1063- JL : ■ Alþýðan helðrar mínningu Sigfúsar Siprhjarfarsonar með glæsilegri söfnun Vmnum öll að stœkkun Þ/óð- viljans til frambúSar Miðstjórn Sameiningarflokks alþýðu — Sósíalistaflokksins þakkar hér með öllarn þeim er lagt hafa sinn skerf t stœkknnar- sjóð Þjóðviljans, og óskar ís- le.nzkri alþýðu til hamingju með glœsilegan sigur i fyrsta áfanga baráttunnar fyrir stækkun blaðs- Arangur þessa sigurs er þvi athyglisverðari sem hann bar upp *á fjárhaglega óhagstæðan tima fyrir alla alþýðu manna, laust eft- ir áramót og skömu eftir verkfall alls þorra verkalýðs, Þjóðvilja- happdrætti og almenna fjársöfnun til ver'kfallsmanna. Með þvl að ná settu hámarki og fara langt fram úr áætlun hef- ur alþýða landsins heiðrað minn- ingu Sigfúsar Sigurhjartarsonar á verðugan hátt, þar sem söfnunin og stækkun blaðsins var tengd 51. fæðingardegi þessa mikilhæfa brauiryðjanda islenzkrar alþyðu- einingar. Miðstjórnin litur á úrslit söfn- unarinnar sern eindregna viljayf- irlýsingu íslenzkrar alþýðu urn stækkun Þjóðviljans og sem hvatningu Islendinga til Sósíal- istaflokksins um að halda ótrauð- ur áfram baráttunni fyrir varan- legri stækkun blaðsins. En varanleg stækkun Þjóðvilj- ans kemst ekki í framkværnd, nema með þvi móti, að alþýðan og aðrir þjóðhollir tslendingar hjálpi Sósialistaflokknum til að framkvæma áætlun hans um aukna útbreiðslu og styrktar- >i mannakcrfi blaðsins. blaðsins urn minnst 500 skil- unnara Þjóðviljans að halda sókn- Miðstjórnin vill því beina at-,.~ visa-kaupendur, og. inni fyrir stækkun blaðsins áfram bygli allra.flokksmanna og ann- 2, Að útvega minnst 500 manns til sigurs. ara landsmanna að næsta áfang- til að greiða blaðinu 10 króna Miðstjom anum, sem er: aukagjald á mán.uði. Sameiningarflokks alþýðu 1. Að hækka kaupendatölu Miðstjórnin heitir á alla vel- — Sósíalistaflokksins. Happdrætti r' Háskóla Islands Vinningar í 1.—12« flohhii þJÓOVILJINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttastjóri: Jón- Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Guðmundur Vigfússon. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg. 19. — Simi 7500 (3 linur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. V._______________________________________________________^ Gjöf fólksins Fólkið brást elfki trausti Sósíalistaflokksins. Það kom enn og færði honum þá fjármuni sem Þjóðviljinn 'þurfti svo þessi dagur, 6. febrúar 1953, yrði að tímamótum á æviferli hans, merkisdagur í baráttusögu alþýðublaðanna á íslandi. Og þar var víða tekið af litlum efnum, sömu yerkamennirnir, sem lagt hafa fé til út- gáfu alþýðublaða í áratugi komu enn og færðu Þjóðviljanum ptórgjafir , hundrað krónur, fimm hundruð, þúsund krónur, þung- ar fórnir f ærðar án þess að gefandinn ætlaðist til neins þakklætis, setlaðist til neins annars en að Þjóðviijinn gæti orðið stærra blað og betra blað, beittara vopn í frelsisbaráttu alþýðunnar, í sjálf- stæðisbaráttu þjóðarinnar. Söfnunin í stækkunarsjóðinn, eins og á stóð, þótti mörgum, fífldirfska, óvinablöð alþýðumálstaðarins septu dag eftir dag um „Rússagull“, en fólkið svaraði á þann hávaðalausa en áhrifaríka hátt að komast miklu lengra en talið var fært. * Það lætur engan ósnortinn sem við Þjóðviljann starfar að finna allan þann ihlýhug og velvild sem einkennt hefur svör fólks- ins við kallinu um stækkun blaðsins. Einmitt það, hvernig fólkið fylkir sér um blaðið er okkur ekki einungis vottur þess að fólkið bregst aldrei trausti Þjóðviljans heldur felst líka í svörum þess, fórnum og hlýhug vottur hins að Þjóðviljinn hafi aldrei brugð- izt alþýðunni. Og jafnframt er lögð þung ábyrgð á herðar hverj- um þeim sem við blaðið vinnur, sú skylda að reynast verðugur trausti fólksins, vinna því, vinna alþýðumálstaðnum allt það hann megnar. ^ ★ Mörgum alþýðumanni finnst nú þröngt fyrir dyrum á íslandi og flestar bjargir bannaðar. Afturhaldsstjóm íhalds og Fram- Bóknar skipuleggur atvinnuleysi og eymd, stöðvar framleiðslu- tæki þjóðarinnar og rekur fólkið frá framleiðslustörfunum til að þjóna undir stórveldisher sem hreiðrar um sig í landinu vegna landráða Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og Alþýðuflokksins. fAð boði bandarískra húsbænda ’hyggst afturhald landsins að þjarma að fólkinu, bsela það og kúga. Atvimiuofsóknir gegn verkamönnum og starfsmönnum magnast eftir bandarískum fyrirmyndum, Alþingi Islendinga er óvirt með fjarstýrðum til- fcurðum að útiloka fulltrúa fimmtungs þjóðarinnar frá störfum sem 'þeir eiga rétt á vegna fylgis fólksins. Ölium ráðum áróðurs og skefjalausu níði er beitt til að hræða menn frá því að aðhyllast íslenzkan málstað, aðhyllast alþýðumálstaðinn. Samt tekst það ekki að kúga íslenzka lund, beygja íslenzka alþýðu, íslenzkan frjálshug undir lágkúruok betlistefnu og iBanda- ríkjaþjónustu. Fólkið rís upp og svarar afturhaldsflokkunum einmitt þegar þeim kemur verst, með því að vinna Sósíalista- flokknum, vinna Þjóðviljanum þann sigur sem við fögnum í dag. Það sér hættuna sem þjóðinni er búin ef afturhaldinu og banda- rískum húsbæcidum þeirra tekst að svipta alþýðuna og þjóðina alla því vopni í sókn og vörn sem Þjóðviljinn er. Einmitt nú finnur'alþýðan nauðsyn þess að hvessa eggjamar, eignast beitt- ara vopn og betra, stærra blað og fjölbreyttara. Og hún treyst- ir Þjóðviljanum til að vera það vopn. • ★ Það er þröngt fyrir dyrum á íslandi vegna óstjórnar og land- ráða þriggja stjórnmálaflokka. En framsæknasti hluti alþýðunn- ar sér lengra en í sorta afturhaldsstjórnar og hernáms. Við lifum siguröld alþýðu á leið sósíalismans. Á nokkrum áratug- ium' ihefur hið vinnandi fólk unnið víðáttur landa og ríki. 1 hverju auðvaldslandi sækir gunnreif alþýða fram, og sigur er fólkinu vís, hversu hörð sem baráttan verður. Þennan dag í fyrra minntumst^við fimmtugsafmælis Sigfúsar. Þáð er ekki tilviljun að stækkun Þjóðviljans er tengd nafni hans og afmælisdegi. Rödd hans og mál lifir enn í vitund okkar i og gerir átökin. auðveldari, sigrana auðunnari. Þannig lifir hann ’ með alþýðu Islands meðán Islandssaga er til, verður með í sigrum hennar og á hlut að þeim. Sigurinn í dag er afriiælis- ' -gjöf fólksins til Sigfúsar Sigurhjartarsonar, með þeim sér- kennilega hætti að fólkið sjálft nýtur gjafarinnar. Þá" gjöf hefði hann þegið og’kosið sér. 1.—12. fl. 1 vinningur á 150 000 kr. . .. . 150 000 kr. 4 viriningar á 40 000 kr. . .. . 160 000 kr. 9 vinningar á 25 000 kr. . . 225 000 kr. 18 vinningar á 10 000 kr. . . . . 180 000 kr. 18 vinningar á 5 000 kr. 90 000 kr. 130 vinningar á 2 000 kr. ... . 260 000 kr 500 vinningar á 1 000 kr. . .. . 500 000 kr. 3005 vinningar á 500 kr. . . . . 1 502 500 kr. 6315 vinningar á 300 kr. . . . . I 894 500 kr. 10000 4 962 000 kr. Aukaviimingai: 4 vinningar á 5 000 kr. . .. 20 000 kr. 29 vinningar á 2 000 kr. . .. 58 000 kr. 10033 • 5 040 000 kr. Dregið verður í 2. flokki á þriðjudag. Aðeins 3 söludagar eftir. ' é ' 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.