Þjóðviljinn - 10.02.1953, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 10.02.1953, Qupperneq 6
6) — PJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 10. febrúar 1953 þlÓOVIUINN Útgefandi: Sameiningarf'okkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Guðmundur Vigfússon. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg. 19. — Sími 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljanc h.f. Dagsbrún Fyrir réttum ellefu árum síðan voru reykvískir verka- rnenn uggandi og áhyggjufullir yfir gengi stéttarfélags síns, Verkamannafélagsins Dagsbrúnar. Félagið hafði um tíma fallið í hendur andstæðinganna með þeim afleið- rngum, að það beið eftirminnilegan og háskalegan ó- sigur í þýðingarmikilli kaupdeilu vegna svika innan frá. Til viðbótar höfðu svo hinir kjörnu trúnaðarmenn félags- 'ins tæmt sjóði þess og þannig gert samansparaðar sjóðs- eignir félagsins að engu. Félagslega lá Dagsbrún í rúst, verkamenn höfðu verið sviftir sverði sínu og skildi í lifsbaráttunni og andstæðingarnir, atvinnurekendur og i'ylgifiskar þeirra, óttuðust ekki lengur hið viðurkennda vald Dagsbrúnar. Það var þá sem Dagsbrúnarmenn sannfærðust um að þeir þyrftu að sameinast og hefja markvisst átak til að réttá við hag og virðingu Dagsbrúnar. Hvar sem verka- menn hittust, og hvaða stjórnmálaflokki sem þeir til- heyrðu, voru þeir sammála um að við svo búið mætti ekki lengur standa. Það þurfti að hefja fána Dagsbrúnar aftur á loft af þeirri reisn og myndugleik sém eftir yrði tekið og gera hana áð nýju að traustri forustusveit ís- lenzkrar verkalýðshreyfingar. Það þurfti að mynda stjórn verkamanna sjálfra í Dagsbrún og fá reyndustu og beztu verkamennina til aö taka að sér viðreisnarstarfið. Það var þá sem Dagsbrúnarmenn kvöddu Sig. Guðna- son til þessa þýðingarmikla forustustarfs. Hann hafði verið bóndi, sjómaður og verkamaður. Hann stóð sjálf- ur í harðri baráttu fyrir daglegu lífi og hafði reynzt einn af traustustu og beztu félögum Dagsbrúnar í öllum meiri háttar átökum verkalýðsstéttárinnar við atvinnurekend- ur og afturhald. Með honum völdust til framboös á lista verkamanna Eðvarð Sigurðsson, Hannes Stephensen o. fl. úr röðum stéttvísasta og framsæknasta hluta Dagsbrúnar. Verkamannalisti: Sigurðar Guönasonar vann mikinn sigur 1942. Og alla tíð síðan hafa Sigurður Guðnason og samstarfsmenn hans verið kosnir til stjórnarstarfa í Dagsbrún með yfirgnæfandi meiri hluta atkvæða. Þann dóm hafa Dagsbrúnarmenn kveðið upp- yfir stjórn sam- einingarmanna og störfum hennar við hverja allsherjar- atkvæðagreiðslu sem fram hefur farið um stjórnarkjör síðan 1942. Þeir sem þekkja störfin sem Dagsbrún hefur innt af hendi á þessu tímabili undrast ekki traust verkamanna á stjóm Sigurðar Guðnasonar og félaga hans. Og engir þekkja þessi störf betur en Dagsbrúngrmenn sjálfir. Þeir vita að félagið var reist úr rústum niðurlægingar og fjár- þrots, unnið af sókndirfsku og hyggindum að því að brjóta gerðardómsfjötrana af verkalýðssamtökunum, kaupgjaldið hækkað, átta stunda vinnudagur samnings- bundinn og samningar gerðir um orlof, er síðar var svo lögfest á Alþingi. Alla tíð síðan hefur Dagsbrún verið hið óumdeilda forustufélag verkalýðshreyfingarinnar, skipu- ieggjandi og þátttakandi í fremstu röð í hverri sókn verka mannastéttarinnar — og síðustu árin, eftir að Alþýðu- sambandið féll í hendur andstæðinganna, hefur Dags- brún tekið við hinu raunverulega hlutverki þess í öllum méifi háttar samningagerðum ög stéttarátökum. Og nú eru framundan kosningar í Dagsbrún. Þeir sem bjóðast til að leysa stjóm Sigurðar Guðnasonar af hólmi og taka við forustu Dagsbrúnar eru reynslulausir angur- gapar og sendimenn AB-klíkunnar, sama manngerðin og skildi við Dagsbrún í rústum og rúna öllu trausti fyrir 11 ámm. Verður ekki, annað sagt en að mikil sé trú Stefáns Jóhanns og kumpána hans á gleymsku og langlundar- geð verkamanna að bjóða þeim upp á skipti á stjórn Sig- urðar Guðnasonar og örvei-pa núverandi Alþýðusam- bandsstjórnar og AB-klíkunnar. Enginn efast um að listi Dagsbrúnar sjálfrar, með Sigurð Guðnason í formannssæti, verður kosinn með miklum yfirburðum. En vegna þeirrar nýju og auknu þýð- ingar sem Dagsbrún hefur nú fyrir aila verlcalýösstétt landsins þarf sigur A-listans að veröa glæsilegri nú en nokkru sinni fyrr. Að því þurfa allir Dagsbrúnármenn að vinna. Samstlllt átak sovétþjóðanna Nokkrum mánuðum eftir nóv- emberbylticiguna, í marz 1918, sagði Lenín það óhvikul- an ásetning bolsévíka „að tryggja að Rússland verði ekki vesælt og máttlaust, heldur verði það voldugt og alls- nægtaland í fyllsta skilningi þeirra orða . .. .“ „í náttúru- aúðlindum landsins, í óþrjót- andi vinnuafli voru, í þeim á- gæta aflvaka sem byltingin mikla hefur orðið sköpunar- mætti fólksins, er sá efnivið- ur sem þarf til að skapa vold- ugt Rússland, allsnægtaland“. Sjálfsagt hafa þetta þótt fífldjörf ummæli, rituð sama mánuðinn og sovét- stjórnin neyddist til að kaupa sér frið við Þýzkaland, grátt fyrir járnum, með Brest-Lit- ovsksamningnum. Allt efna- hagslíf landsins var á ring- ulreið. En Lenín sá fram úr sortanum. Hann vissi að sov- étþjóðirnar áttu efniviðinn til að gera þetta land, flakandi í sárum, eiha alþýðuríki heims- ins, að voldugu ríki, að alls- nægtalandi. Allt frá þeim tíma hafa sovétþjóðirnar stefnt að þessu marld. Og það sem þegar hef- up áunnizt, sú brej’ting sem orðin er á fyrstu 35 árun- um, er mesta ævintýri fyrra aldarhelmings okkar, og hef- ur haft úrslitaáhrif á þróun- arferil mannkynsins. Sú var tíð að „sérfræðingar“ auðvaldsstéttarinnar töldu sig þess umkomna að hafa á- ætlanir rússneskra kommún- ist að háði. Þegar fyrsta fimm ára áætlunin var birt var heani lýst í blöðum um öll auðvaldslönd sem blekkingar- plaggi og öfgaáróðri. Þær raddir ætluðu allt að æra en liljóðnuðu jafnóðum og þær stórkostlegu framkvæmdir sem áætlunin fjallaði um voru unnar, margar á skemmri tíma en til stóð. Þegar fimmta fimm ára áætl- un Sovétríkjanna var birt í sambandi við þing Kommún- istaflokks Sovétríkjanna var það atburður, sem vakti heimsathygli. Svo er komið að meira að segja „sérfræðingar“ auðvaldsheimsins vita að þær áætlanir, sem rússnesku kommúnistarnir setja sér um þróun efnahagslífs og annarra sviða þjóðlífsins, standast. Aðeins eitt getur afstýrt því að sovétþjóðirnar taki fimm ára risaskrefin í átt til alls- nægtalands, eins og þær ætla sér — og það er stríð. Þess vegna hyggja þeir, sem halda enn að hægt sé að snúa við þjóðfélagsþróun mannkynsins, á stríð. Þeir finna það og vita að heimur auðvaldsins þolir ekki samanburðinn, þeir vita að heimur sósíalismans stækk- ar með hverjum alþýðusigri, þeir hafa séð auðvaldsheim- inn skreppa saman á nokkrum ái-atugum, vita að hann heldur áfram að minnka og spillast þar til hann líður undir lok. Nokkrir þeirra halda enn að hægt sé að hindra eða þó ekki væri nema tefja þá at- burðarás með styrjöld. Þeir grannskoða með skelfingu hverja fimm ára áætlun Sovét- ríkjanna og eru löngu hættir að hæða þær. Hér skal aðeins drepið á einn þátt fimmtu fimm ára á- ætlunarinnar: Iðnaðinn. Síðar mun í greinum þessum vikið að aðaldráttum hennar um landbúnað, menningarmál o.fl. Eins cg í fyrri áætlunum Sovétríkjanna er megináherzla lögð á iðnaðarþróunina. Fyrsta áætlunin eftir stríð, 1946-1950, hafði að meginverkefnum endurreisn úr rústum styrjald- arinnar, að hefja iðnað og landbúnað á það stig er ver- ið hafði fyrir stríð og kom- ast góðan spöl lengra. Sú á- ætlun var framkvæmd með á- gætum og í mörgum atriðum tókst að fara verulega fram úr henni. Áætlunin um iðnað- inn var framkvæmd á fjórum árum og þrem mánuðum, og iðnaðarframleiðslan í heild varð 1950 73% meiri en síð- asta árið fyrir stríð. Nýja fimm ára áætlunin, 1950-’55, kveður enn á um stórt stökk í iðnaðarþróun Sovétríkjanna. Heildariðnað- koma til notkunar, þar á með- al Kújbiséffstöðin er framleið- ir 2.100.000 kw, og stöðvarn- ar sem kenndar eru við Kama, Gorkí, Mingetsaúr, Úst-Kamenogorsk o. fl. með samanlagt '1.916.100 kw. Þessi gífurlega aukning raforku- framleiðslunnar gerbreytir at- vinnumöguleikum og lífsskil- yrðum um borgir og sveitir Sovétríkjanna, og minnir enn á ummæli Leníns: „Kommún- ismi er alþýðuvöld að við- bættri rafvrkjun um land allt“. Þegar hafa verið framkvæmd verkfræðileg afrek sem vakið hafa heimsathygli, svo sem Lenínskuirðurinn, skipaleið milli Don og Volgu og Tsimlj- angkaja-orkuverið. Byggingarframkvæmdir eiga að aukast á tímabili 5. fimm ára áætlunarinaar um 90%; mikil áherzla er lögð á vélsíðaiðnaðinn, sem ætlað Olíustöð byggð úti í Kaspíahafi 1952. arframleiðslan í lok þeirrar á- ætlunar á að verða um 70% meiri en 1950. Þiuig áherzla er lögð á undirstöðuna, jám- og stáliðnaðkm. Miðað við 1950 á framleiðsla hrájáras- að aukast um 76%., stálfram- leiðslan um 62% og fram- leiðsla valsaðs járas um 64% Áætlunin kveður ekki einung- is á um aukningu framleiðsl- unnar heldur og um aukin efnisgæði hennar og leggur mikla áherzlu á að nýta bet- ur þá framleiðslumöguleika sem þegar eru til. Áætlunia fjallar einnig um landfræði- lega niðurskipun þungaiðnað- arfyrirtækja, t. d. verði efld- ur járn- og stáliðnaður í Transkákasus og búið í hag- inn fyrir slíkan iðnað í Kar- elfianska lýðveldinu. Aöðrum sviðum iðnaðarins verða einnig' tekin stór- skref á jjessum f;mm árum. Framleiðsla allra nytjamálma eykst að miklum mun, Olíu- framleiðslan verður aukin um 85%, kolafra.mleiðslan um 43%. Raforkuframleiðslan eykst um 80%, orka vatns- virkjana í landinu þrefölduð. — Risastórar vatnavirkjanir er að fullnægja hinum fjöl- breyttustu þörfum fjarskyld- ustu iðnaðargreina. Fram- leiðsla neyzluvamings stór- eykst í Sovótríkjunum árin 1950-’55, aukningin í létta- og matvælaiðnaði verður um 70%. í hverri grein iðnaðar verða ruddar nýjar leiðir, -komizt lengra, alstaðar er ný- bygging fyrirhuguð, en aukn- ingin er samræmd svo allir þættir iðnaðarins og þjóðar- búskáparins alls myndi heild, þá heild sem fimm ái'a áætlun- in er smíðateikningin af. annig vinna sovctþjóðirnar hörðum höndum að sköpun hins nýja heims alþýðunnar. Og þær eiga stóran vinnu- stað. Um sólsetur á Kúril- eyjum er sól að rísa í Kal- íníngrad. En á báðum þeim stöðum gengur alþýða til starfa dag hvern að frain- kvæmd hinnar miklu fimm ára áætlunar sovétþjóðanna full- viss þess að hver 5 ár- færa hin víðlendu Sovétríki risa- skrefum nær því marki er Lenín sá dimmu vetrarmánuð- ina 1917-‘18, að verðá alls- nægfaland.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.