Þjóðviljinn - 12.02.1953, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 12.02.1953, Blaðsíða 7
Að undanförnu hefur AB- blaðinu orðið tíðrœtt um það sem það kallar starfsleysi stjórnar Dagsbrúnar. Hafa ásakanirnar dunið dag eftir dag af hálfu þess á stjórn félagsins og hún sérstaklega verið sökuð um sambands- leysi við vinnustaðina. í raun og veru skilst manni 'helzt á AB-blaðinu að starfs menn Dagsbrúnar komi ekki nálægt þeim verkefn- um sem • þeim hafa verið falin á hendur, heldur starfi þeir eingongu í þágu Sósíal- istaflokksins. Af gamalli reynslu skilur AB-blaðið að það er með öllu tilgangslaust að fá nokkurn mann til að trúa þessum skáldskap, standi það eitt að honum. Sú er reynsla verkamanna af sann sögli AB-blaðsins. Þessvegna hefur verið gripið til þess ráðs, að fá nokkra reynslu- lausa menn og þekkingar- snauða í verkalýðsmálum til að gangast við róginum. — Hefur V. S. V. haft þann starfa á hendi að útvega þessa „áibyrgðarmenn“ að rógsögunum og hjálpa þeim til að setja þær saman í birtingarhæft form. Ekki er þessi söngur haf- inn nú vegna áhuga AB- manna fyrir hagsmunum verkamanna. Það dettur engum kunnugum í hug. Það eru kosningarnar sem fram eiga að fara í Dags- brún um næstu helgi sem er orsökin. Þá menn sem skildu við Dagsbrún í rúst fyrir 11 árum langar 1 il að fá tækifæri til að endur- taka verknaðinn. Eg taldi rétt af þessu til- efni að heimsækja Hannes M. Stephensen varaforma .n Dagsbrúnar og spjalla við hann litla stund um dagleg störf félagsins, starfsmanna þess og skrifstofu. Eg fann fljótt að Hannesi var ekk- ert um það gefið að fara að auglýsa sérstaklega það umfangsmikla og tímafreka starf sem hvílir á skrifstofu Dagsbrúnar og starfsmönn- um hennar. Hann varð þð fúslega við þeim tilmælum mínum að svara nokkrum spurningum um þetta efni. — Þú hefur vafalaust séð umsagnir þeirra AB-manna umí starfsleysi ykkar, stjórn- ar og starfsmanna Dags- brúnar? — Já, ekki hefur það far- ið með öllu fram hjá manni, þótt maður eyði ekki tíma til að lesa allt það sem AB- blaðið hefur borið á borð að undanförnu. En það er greinilega kominn kosn- ingaskjálfti í þessa vini okk ar, enda er þeirra nú skamimt að bíða, því eins og þú veizt á að kjósa stjórn og trúnaðarmannaráð félagsins á laugardag og sunnudag. — Hvernig er störfum skrifstofunnar hagað í stuttu máli? — Við erum hér tveir fast- ir starfsmenn og sá þriðji að hálfu. Að sjálfsögðu verð um við að haga skrifstofu- Störfum á annan veg en venjulega tíðkast, það gerir vinnutími verkamanna og verkefnin. Skrifstofan er Þjónusta Dagsbrúnar Ræff við Hannes M. Sfephensen, varaformann Dagsbrúnar, um dagleg sförf félagsins, skrifsfofunnar og sfarfsmannanna opin daglega frá kl. Hh-12 f. h. og 1—6 e. h. og oft lengur. Auk þess að standa í margvíslegum samningum fyrir hinar ýmsu starfs- greinar félagsins, sem oft tekur lengri tíma en gerð aðalsamninganna við Vinnu- veitendasambandið og þá aðra sem aðiljar eru að þeim, hefur skrifstofan að sjálfsögðu margskonar fvLÍr- greiðslu að gegna. Til henn- ar berast umkvartanir verkamanna hvarvetna að af vinnusvæði félagsins, fyr irspurnir frá öðrum félög- um og meðlimum þeirra, bæði héðan úr toænum og utan af landi, um fram- kvæmd samninga og skiln- ing á ákvæðum þeirra. — Þessu reynum við að greiða úr eftir föngum og tpkur það allt að sjálfsögðu sinn tíma. — Þið gegnið þá að nokkru leyti þeim störfum, . sem skrifstofa og starfsmenn Al- þýðusambandsins gegndu á sinni tíð og ættu raunveru- lega að gegna enn? — Það má segja það. Og oft höfum við t. d. þent, verkalýðsfélögunum utan Reykjavíkur á að snúa sér til Alþýðusambandsins með vandamál sín, því við höf- um eikki starfskrafta til að bæta þessu a okkur og okkur ekki geta skoiazt undan því eins og komið er hag heildarsamtakanna und- ir núverandi forustu. — Mér skilst að skrifstofa Dagsbrúnar sé í raun og Fimmtudagur 12. febrúar 1953 —ÞJÓÐVILJINN — (7 rekenda viðkomandi verka- manns eða innheimta beint hjá félagsmönnum sjálfum. Með allri þeirri ofhleðslu sem hvíldi á skrifstofunni s. 1. ár, t. d. í sámbandi við undirbúning kaupd’eilunn- ar, langt verkfall og sarnn- inga, hafa verið innheimt félagsgjöld sem nema allt að 300 þús. kr. Eg veit að verkamenn skilja að þetta vinnst ekki af sjálfu sér. Og ég vil nota tækifærið til að biðja Þjóðviljann að skila því til Dagsbrúnarmanna, sem við höfum oftsinnis lagt áherzlu á áður, að þeir leggi sig fram til að létta störf skrifstofunnar og starfsmannanna með því að koma sjálfir með gjöldin. Þannig er m. a. hægt að spara tíma, sem unnt væri að verja til annarra starfa sem frekar verða útundan. Eins og ég gat um áðan kemur daglega f jöldi félags- manna í skrifstofuna til að bera upp margvísleg vanda- mál sín. Það er líka hlut- verk hennar að sinna þeim og við höfum ekki orðið var ir við að félagar okkar kvartrundan viðskiptum /ið skrifstofuna, þótt AB-blað- ið hafi aðra sögu að segja eða láti svo nú í kosninga- baráttunni. Hannes M. Stephensen véru orðin almenn upplýs- ingamiðstöð verkalýðssam- takanna,, ekki aðeins Dags- brúnarmanna heldur og stéttarbræðra þeirra út um allt land. Það segir sig sjálft að það hefur aukið störfin að miklum mun. En viltu ekki skýra nánar frá allri þeirri margháttuðu aðstoð og þeim margvíslegu upplýsingum, sem þið verð- ið daglega að veita félags- mönnum Dagsbrúnar? þeim ber í hverju einstöku tiífelli. Síðan útreikningur kaup- gjaldsins varð jafn flókinn og margskiptur og nú, hafa stóraukizt fyrirspurnir um kaupið hjá hverri starfs- grein og útreikning þess. Á þetta ekki aðeins við um verkamenn, heldur og at- vinnurekendur. Hefur ótrú- legur fjöldi verkamanna fengið leiðréttingu mála sinna og rangar kaupgreiðsl- ur færðar til rétts vegar fyrir tilstuðlan skrifstofunn ar. Auik bess verður Dags- brún árlega að annast inn- heimtu kaups fyrir verka- menn hjá fjölmörgum at- vinnurekendum og hafa milligöngu um lögfræðilega aðstoð. Njótum við í því efni ágætrar fyrirgreiðslu Egils Sigúrgeirssonar hrl, og héraðsdómslögmannanna Áka Jakobssonar og Krist- jáns Eiríkssonar. — Já, þið virðist hafa í ýmsu að snúast, þótt vinnu- görpum AB-manna þyki lít- ið til ykkar koma! Ennþá höfum við þó ekki minnzt á hin venjulegu skrifstofu- störf, sem þið verðið að inna af hendi. — Það er rétt, en satt að segja finnst mér þetta alJt svo sjálfsagt að það sé varla umtalsvert. Að sjálfsögðu 1 desemberverkfallinu mikla 1952 samfylktu 20 þúsundir verkamanna og verkakvenna. Dags- brúnarmenn voru kjarrú þess barátt'uli&s sem verkfallið og stjórn þess öll hvíldi á. Hannes M. Stephensen var formaður verkfa'lsstjórnarinnar og innti það starf af hendi af mikilli prýði — Myndin er úr skrifstofu verkfallsmanna í Alþýðuhúsir.u. sinna því eins og skyldi. En svarið sem við fáum oft er einfaldlega þetta: Það hef- ur enga þýðingu að tala við Alþýðusambandið, þar fær maður engin svör. Það hefur sem sagt stór- lega aukið á störfin hér 1 Dagsibrún að verkalýðurinn ber ekki lengur traust til forustu Alþýðusambandsins. Við teljum þessi störf ekki eftir á neinn hátt og okkur er ljúft að vinna þau, en yitanlega þarf tíma til þess eins og annars. Við teljum — Jú, það er rétt, skrif- stofan er í raun og veru orðin almenn upplýsinga- miðstöð verkamanna, ekki aðeins um allt það er lýtur að kaupgjaldsmálum heldur einnig tryggingaréttindum verkamanna o. s. frv. en eins og gefur að skilja hef- ur ,öll fyrirgreiðsla í þeim efnum stóraukizt við til- komu a.lmannatrygging- anna. Ýmis ákvæði þeirra eru flókin og teygjanleg og þarf oft að gæta þess að verkamenn nái því sem fer fram hér í skrifstof- unni daglega móttaka fé- lagsgjaldanna. Skipulagn- ing innheimtunnar er orðin geisilega tímafrek, eins og njerri má geta í jafn fjöl- mennum félagsskap og með meðlimina dreifða á mikl- um fjölda vinnustaða. Við höfum lagt áherzlu á að menn komi sjálfir með gjöld sín. Og fjölmargir gera það, en þó of fáir. Verð ur skrifstofan því að annast innheimtuna með því að sækja árgjaldið til atvinnu- Miikill fjöldi Dagsbrúnar- manna hefur sitt samband við félagið og forustu þess fyrir milligöngu skrifstof- unnar og við teljum það skyldu okkar að veita þeim þá fyrirgreiðslu sem beir óska og í okkar valdi stend- ur. Og ég fyrir mitt leyti er sannfærður um að þcinn þátt vildu verkamenn ekki missa úr félagsstarfi Dags- brúnar Komi það t. d. fyrir, sem stundúm er óhjákvæmilegt vegna samninga og aðstoðar út í frá, að við verðum að hverfa af skrjfstofunni og loka, þá heyrir maðui; oft raddir sem þessar: Þið eruð aldrei við, það er enginn hægðarlei'kur að ná í ykk- ur. — Hvað um bókhald fé- lagsins, spjaldskrárgerð og vélritun? — Skrifstofan annast allt bókhald félagsins, sér um að spjaldskráin sé rétt og í lagi að öllu leyti. Þá er öll vélritun í þágu félagsins unnin hér í skrifstofunni af starfsmönnunum, en eins og gefur að skilja er það engin smáræðis vinna, því mörg eru bréfin sem félag- ið þarf að senda út yfir ár- ið. Útreikningur á kaupi allra starfsgreina félagsins er framkvæmdur hér í skrif- stofunni í hvert skipti sem breyting verður á kaup- gjaldi samkvæmt samr.ing- um. — Er ekki lítið um frí- dagana hjá ykkur með öll- um þeim önnum sem að steðja? — Stundum yill nú fara lítið fyrir þeim, eins og gef- ur að skilja. Störfin verður, að yinna hvað sem venjum- um frídaga líður og um það tjáir ekki að fást. Eg get sagt þér það til gamans, en það máttu ekki setja í blað- Framhald á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.