Þjóðviljinn - 12.02.1953, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 12.02.1953, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 12. febrúar 1953 in A á i Jó ons sta I dag eru liðin 80 ár frá fæðingu Jóns Trausta. Þjóð- viljanum þykir lilýða að geta af því tilefni helztu æviatriða hans, nefna heiti nokkurra fcóka hans, Hann hét Guðmundur Magn- ússon borgaralegu nafni, og fæddist á nyrzta bæ á Islandi, liifi á Melrakkasléttu, 1873. Foreldrar hans voru Guðbjörg Guðmundsdóttir og Magnús Magnússon, fátæk hjón í hús- mennsku. Á fyrsta ári fluttist hann með foreldrum sínum að Hrauntanga, smákoti á Öxarfjarðarheiði, og dvaldist þar með þeim til 5 ára ald- urs. Faðir hans lézt árið 1878, en móðir hans sat uppi með 5 ung börn. Var þá fjölskyld- unni sundrað. Næstu 5 ár æv- innar elst Guðmundur Magn- ússon upp á sveitinni, hjá Jóni bónda Sigurðssyni á Skinnalóni í Kelduhverfi. Tíu 'ára gamall flyzt liann aftur til móður sinnar er þá var gift öðru sinni, og bjó á Núps- íkötlu við Rauðanúp sem er vesturhom Sléttu. Með móður sinni og stjúpa var hann fram ■yfir fermingu, en verður síðan vinnumaður í nágrenninu. Gegnir hann þeim störfum um 2ja 'ára skeið, en leggur þá fyrirvaralítið land undir fót, og nemur ekki staðar fyrr en í Mjóafirði eystra. Hann er.þá 18 ára að aldri, og gerist nú sjómaður um skeið. Eftir hálft annað ár, haustið 1893, ræðst hann til Seyðisfjarðar sem þá ,var mikill uppgangs- bær. og hefur prentnám hjá Skafta Jósefssyni ritstjóra. Sumarið 1895 dvelst hann í Reykjavík að fullnuma sig í prentiöninni. Næsta sumar ferðast hann sem leiðsögu- maður með Daniel Bruun, um Norðurland; en siglir til Danmerkur um haustið. Um dvölina í Höfn komst hann síðar svo að orði: ,,Eg harðist þar mínar 9-10 stund- ir á dag við hungrið, en það, sem þá var afgangs dagsins, fyrir hugsjónum mínum. Fyrr- nefnda baráttan gekk illa — hin siðari skár“. Sumarið 1898 kemur Guðmundur til Akureyrar, og kvænist þar um sumarið unnustu sinni, Guð- rúnu Sigurðardóttur. Um fhai^stið flytja ungu hjónin til Reykjavíkur, og áttu þar heima síðan. Þar stundaði Guðmundur einkum prentverk, ennfremur skrifstofu- og verzlunarstörf, einnig dag- launavinnu i ígripum. Guo- mundur Magnússon andaðist úr Spönsku veikinni haustið 1918, 45 ára að aldri. Það er haft fyrir satt að Guðmundur Magnússon hafi byrjað prentnám til að kom- ast. í samband við bækur, les- mál. Hugsjónir þær sem hann fcarðist fyrir í Kaupmanna- höfn voru tvímælalaust þekk- ingin og skáldskapurinn. Þar toirti hann fyrstu sögu sína, Surtlu, í Dyrevennen 1897. • Árið eftir voru prentuð eftir hann tvö kvæði í ísafold; og 1899 kom á þrykk fyrsta bók hans, ljóðakverið Heima og erlendis, flest kvæðin raunar ort á síðari staðnum. Síðan liðu 4 ár þar til íslandsvísur hans komu út, myndskreyttar af Þórarni B. Þorlákssyni. Sama árið mun hann einnig hafa. sámið lióðleikinn T->;t; •en það var ekki fyrr en árið 1906 sem hann gerðist frægt skáld. Það ár kom Halla út, skáldsagan Leysing árið;eftir; og Heiðarbýlið, framhaid Höllu, í 4 bindum árin 1908 — 1911. Það er ein mesta skáld- saga á íslenzku; og í liennar krafti. fyrst og fremst er Jón Trausti, eins og höfundurinn var farinn að kalla -sig, í vit- und margra mesta sagnaskáld sem ísland hefur eignazt. í . þessari . f réttagrein verður þeirri sögu ekki lýst, enda þyrfti til þess langt mál. Jón Trausti hélt áfram að skrifa, þrotlaust og án afláts, en sneri sér einkum að sögu- legum efnum upp frá þessu. ir hann af eigin raun og lær- dómi það líf sem hann lýsir, enda talið að t. d. Heiðarbýlið sé mjög .toyggt á endurminn- ingu höfundar; en hann elst upp á geigvænlegasta liarð- indakafla síðari tíma á ís- landi, munaðarlaus drengur á sveit. Er öll kurl koma til graf- ar kunni hann þá undirstöðu- list skáldsöguhöfundar að gæða persónur lífi, láta þær lifa og verða minnisstæðar, gera lesandann þaulkunnan í umhverfi þeirra, leiða fyrir sjónir hans svo áferg örlög að hann varð aldrei samur maöur eftir þá sýn. Þeir rit- GUflMUNDUK MAGNÚSSON (Ján Trausti) Þess skal þó getið að árin sem hann samdi Heiðarbýlið gekk hann einnig frá skáld- sögunni Borgum, er kom út :árið 1909, En eftir- Heiðar- býlið ritáði hann m. a. Sögur frá Skaftáreldi, er komu út í 2 bindum; og Góða stofna, í 4 bindum. Þá skrifaði hann smásögur, orti ljóð, samdi eitt leikrit; og seinasta árið sem hann lifði kom skáidsag- an Bessi út. Nokkrum árum eftir lát hans kom Kvæðabók hans út, og Ferðasögur árið 1930. Heildarútgáfa’á verkum Jóns Trausta var prentuð árin 1939—1946, í 8 stórum fcind- um, með ritgerð um höfund- inn eftir Stefán Einarsson prófessor. Slík eru helztu æviatriði þessa manns. Svo heita helztu bækur hans. Eftir er að geta þess að ef til vill hefur ekk- ert skáld vort notið jafn- gagnrýnislausra vinsælda al- þýðu manna og Jón Trausti. Að vísu hafa alltaf verið uppi skrifarar er hafa talið skáld- skap hans að litlu eða engu hafandi, bæði fyrr og síðar hefu- verið sannaður upp á hann skortur á listrænum vinnubrögðum. En hvorki áð- ur né síðan hafa þær raddir verið áhrifamiklar meðal ís- lenzkrar alþýðu, og skal það tekið fram að það eru ekki lakarj lesendurnir í alþýðu- stétt sem virða hann ofar flestum skáldum. Og orsökin er sú að Jón Trausti hefur óvenjiunikla sögu að segja. Bækur hans eru þrungnar lífi — máttugu íslenzku lífi, sí- streymu, ful’u sfó’-atburða, ógnar, fagnaðar, dramatísku og draumhyggju. Sjálfur þekk skýrendur .sem greina skáld- verk sundur í ótal parta og einingar, og horfa stjörfum augum á hvert atriði um sig, þeiy mega vara sig á þeim skáldum sem kunna að kveikja þetta allt í eina heild, þannig að upp rís mannlíf þrungiö mætti og afli, blásið miklum stormum, magnað stórum ör- lögum sem ganga sína leið án listrænnar vangaveltu, án vís- indalegi’ar ,,sálfræði“ lir rann- sóknarstofum. Það skyldi þó ekki undan dregið að margir augljósir gallar eru á flestum sögum Jóns Trausta, gallar sem stundum er dálítið erfitt að sætta sig við af því mað- ur finnur svo glögglega hví- líku skáldskaparþreki höfund- urinn var gæddur. Hann var enginn nýsköpuður máls né stíls. íEn á meðan ekki verður sannað að honum hafi borið skylda til frumkvæðis á þeim vettvangi, er heldur ekki rétt að dæma hann eftir öllum þeim ströngu má'listarkröfum sem við gerum nú, góðu heilli, eftir að Þórbergur og Kiljan fóru í leikfinfci með tunguna. Það hefur fátt verið ritáð um Jón Trausta, og þó enn færra af innsýnu viti. Hann mun hafa verið miklu merki- legri og einkennilegri persónu- leiki en menn hafa almennt gert sér í hugarlund. Þróun hans öll er sömuleiðis eitt af hinum fróðlegu rannsóknar- efnum íslenzkrar bókmenpta- sögu: hvernig hann gerðist æ rómantískari sem hann lifði lengur og um leið fjær skiln- ingi á öld sinni. En hvað sem því öllu líður, þá stendur þaö fast og óhaggað að hann var Pramhald á 11. síðu. Leikmaður, skriíar um leiklist — Úiilegumenn íyrr og síðar SVIPALL sendir Bæjarpóstin- inum pistil um leiklist og kemst í heimspekilegar hug- leiðingar um lífið yfirleitt. Hann segir: — „Eg er nú víst einn af þeim, sem er ekki vel ánægður með hann Skugga- Svein gamla. Mér finnst hann ekki nógu þjóðlegur í Þjóðleik húsinu. Það er eins. og vaníi í hann skerpuna, og röddin er ekfci nógu grimm. Hann er beztur, þegar hann er að stela frá sýslumanninum og þegar hann skekur þá til og frá, sem eiga að gæta hans við rétt- arhöldin. En kannske hann sé nú svona óþjóðlegur af því að hann kunni ekki við sig í þessum nýtízku súðhúsum, eins og Bárður á Búrfelli. — Gömlu konuná, hana Grasa- Guddu, kannaðist ég við, en leizt bölvanlegá á hana þeg- ar húri fór í víðu kápuna og setti upp stóra hattinn. Það var eins og að hún rynni út , úr því þjóðlega umhverfi, sem hún er sprottin upp úr, og allt þetta kómiska hryndi beinlínig utan af henni sem gefur henni líf og sál. En þegar hún var aftur komin heim af grasafjallinu og í sitt hversdagslega gerfi, þekkti ég aftur þá gömlu góðu Grasa-Guddu, sem þjóðinni hefur alltaf þótt svo vænt um. — Og svo er nú hann Sig- urður bóndi í Dal. — Honum hefur farið stórkostlega aft- ur, síðan ég sá hann leikinn upp í sveit fyrir mörgum ár- um. Þá var hann bústinn og bóndalegur, ákveðinn og eiri- Béiltur, en nú er hann væskils- legur og vesaldarlegur og lík- ist fremur lasburða kerlingu en atkvæðamiklum bónda og rausnarlegum hreppstjóra, eins og hann var upphaflega í meðvitund þjóðarinnar. — Gvendur smali var fremur vel leikinn, en fötin minntu mann of mikið á nútímaklæðnað. Gerfin heimta sitt; hafa meira að segja en margan,-grunar, þótt vel sé leikið. — ANNARS virðist það furðu næst, hvað vel tókst oft að leika upp til sveita hér áður fyrr, -þar sem engin skilyrði voru fyrir hendi, hvorki hús- rúm, þekkimg né annað til þeirra hluta. Og er þetta sagt án þess að gera lítið úr leik- list nútímans. Hér eru nú margir ágætir leikarár, og leiktækni komin ótrúlega langt hér á landi míðað við þá stuttu sögu, er hún á að baki. UPPRUNI Skugga-Sveins er hugmyndaheimur þjóðarinnar á tímum hindurvitna og hjá- trúar. Þeir ólánsmenn, sem örlögin léku grátt í ástum og á fjárhagslegan hátt, eða henti það að gerast brotlegir við lög þjóðfélagsins, áttu að- eins eina von: drauminn um gósenlandið fyrir handan — eða á bakvið fjöllin. Einangr- un frá þjóðfélaginu. En reynsla þjóðarinnar varð sú, að útlagarnir voru hvergi ó- hultir fyrir lögum og rétti þjóðfélagsins. Það var ekki og er ekki hægt að einangra sig frá þjóðfélaginu. Og samt sem áður eru enn þanei dag í dag ótrúlega margir einstak- lingar meðal þjóðarinnar, sem trúa á drauminn, hina óræðu lausn á illum lífskjörum. Þeir einangra sig frá þjóð- félaginu, gleyma því eða gæta ekki að, að hver einstakling- ur myeidar þjóðfélagið — er óaðskiljanlegur hluti þess. Og því aðeins getur draumurinn um gósenlandið rætzt, að hver þjóðfélagsþegn starfi að því vitandi vits að skapa réttlát- ara og betra þjóðfélag, þar sem engum er úthýsf frá mannsæmandi lífskjörum. Og þá mun útilegumennirnir og vandræðamennirnir smám saman hverfa. .tvi gott og réttlátt þjóðfclag skapar meiri menningu, meiri menn — og betri menn. — Svipall". VERMM&NNSBBÉF Eg var staddur á kosninga- fundi Dagsbrúnar. Þar töluðu nokkrir ungir menn sem telja sig óánægða með stjórn Sig- urðar Guðnasonar. Þessir piltar vilja sjálfir taka stjórn- artaumana og gera allt bet- ur. Málflutningur sumra þeirra var þó ekki vel til þess fallinn -að vekja traust. Einn hrópaði: „Hvað eru þessir menn að gera allt ár- ið.“ Anriar sagði: „Þeir eru orðnir svo latir og værukær- ir i þessum góðu stöðum. að þeir nenna ekki einu sinni að líta út um gluggann.“ Þá var þeim og borið á brýn, að þeir sinntu í engu beiðnum um að- stoð frá einstökum vinnuhóp- um. — Slíkum ásökunum er létt verk að hnekkja. Fylgir hér dæmi: í fyrrasumar vann ég ásamt allmörgum öðrum við að breyta kolarúmi í togara í olíugeyma, við unnum flestir við rafsuðu. Óloft og re.vkjar svæla var mikil þarna niðri. Við fórum þess á leit við fyr- irtækið, að okkur yrði greidd uppbót á venjulegt kaup, en því var ekki sinnt, taldi fyr- irtækið sér ekki skylt að greiða uppbótina. Við snerum okkur þá til Dagsbrúnar. Eðvarð Sigurðs- son ikom á vinnustaðinn og kvað upp þann úrskurð, að okkur bæri upp.bót. Með sinni alkunnu háttprýði og lagni tókst honum að koma þessu máli fram. I mína pyngju runnu kr. 480.00 fyrir bein afskipti Dagslbrúnar. Við félagarnir vorum þakk- látir og kunnum vel að meta þessa að^toð og iþað öryggi, sem í henni fólst. tEg fjölyrði ekki um allar þær hagsbætur, sem Dags- brún hefur unnið 'okkur verkamönnum undanfarin ár. Þess má aðeins geta, að Sig- Framhald á 11. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.