Þjóðviljinn - 12.02.1953, Blaðsíða 12
Áhugi AB-manna fyrir atvinnu verkamanna:
AB'fulIt'rúamír sátu hjá
þegar íhaidið í bœjarstjórn felidi aukið
framlag til gatnagerðarinnarH
DióÐviumN
Fimmtudagur 12. febrúar 1953 -— 18. árgangur — 35. tölublað
Framleiðsla Bæjarútgerðar Rvíkur
Ein af breytingartillögum sósíalista. við fjárhagsáætlun'
Reykjavíkur var um að hækka framlag til gátnagerðar-
framkvæmda um 3 millj. kr. eða úr 12 millj. í 15 millj. kr.
hetta var fellt af íhaldsmeirihluta bæjarstjórnar og
greiddu íulltrúar sósíalista einir atkvæði með tillögunni.
Áhugi fulltrúa AB-flokksins fyrir því að auka framkvæmd
ir í gatnagerðinni, eða a. m. k. halda þeim í horfinu,
var ekki meiri en það að þeir sátu báðir hjá við atkvæða-
greiðslu um tillöguna!
Það fé sem áætlað er til
gatnagerðarinnar fer að lang-
mestu leyti í kaupgreiðslur
verkamanna. Það ræður því
mestu um hve marga menn
bærinn getur haft í verka-
mannavinnu yfir árið hvert fé
gatnagerðinni er ætlað til ný-
lagninga og viðhalds gatna í
bænum. Talar það skýru máli
um raunverulegt viðhorf AB-
forkólfanna til hagsmunamála
verkamanna að þeir skuli vera
skoðumarlausir með öllu þegar
barizt er um það í bæjarstjórn
Reykjavíkur hvert fjárframlag-
ið til gatnagerðarframkvæmda
skuli vera.
1 fyrra skar íhaldið fram-
lagið til gatnagerðar niður um
19% frá árinu áður, og 1951
Merkjasala BÆR:
13 þús.—Auk þess
II kr. gjöf
Fullnaðaruppgjöri fyrir
merkjasölu BÆR — Banda-
lags æskulýðsfélaga í Reykja-
vík, er nýlega lokið og varð
ágóði af merkjasölunni nær
13 Iþús. kr. eða 12 þús. 734.
Merkjasala þessi er til á-
góða fyrir æskulýðshöllina
sem félögin ætla að reisa, —
og byrjað var að grafa fyrir
í haust.
Þá hefur Gísli Halldórsson
gefið BÆR rausnarlega
gjöf: 10 jþús. krónur.
framkvæmdi Ihaldið 17% nið-
urskurð á þessum sama lið
f járhagsáætlunarinnar. Þótt
upphæðin hækki nokkuð nú,
vantar a. m. k. á aðra millj.
‘kr. til þess að haldið sé í horf-
inu frá 1951. Það er mikið
glapræði að skera fé til gatna-
gerðarinnar svo við nögl, ekki
sízt með tilliti til þess að um
allan bæ híða verkefnin óleyst
og. atvinnuþörf verkamanna
mikil og vaxandi.
Verkamenn þekkja af reynsl-
unni viðhorf íhaldsins til hags-
munamála sinna. En væri ekki
rétt fyrir verkamenn að leggja
einnig á minnið afstöðu AB-
manna i bæjarstjórn Reykja-
víkur, fulltrúa flokksins sem
stendur að klofnihgslistanum í
Dagsbrún og sem vinnur nú að
því öllum árum að sundra
verkamönnum og lama samtaka
mátt þeirra.
Góður fnsm-
tíðurhnrfurl
Ksegmkust í eitt ár
Butler, fjármálaráðherra Bret-
lands, skýrði blaðamönnum frá
samveldislöndunum frá því i
gær, að Bretland þyrfti ekki
að óttast efnahagskreppu á
næstunni, jafnvel i heilt ár, og
þótti honum það góðar framtíð-
arhorfur. Tíminn sem færi í
hönd yrði að nota til að leggja
grundvöil að heilbrigðum eftia-
hag samveldislandanna, sagði
hann.
*!
Þjóðviljanum bárust í gær
frá Jóni Sigurðssyni borgar-
lækni eftirfarandi ráðiegging-
ar og tilmæli til íbúa Reykja-
víkur:
Inflúenzan breiðist enn hægt
út hér I bæ og er yfix-leitt væg.
Kétt þykir þó að mælast til
þess við íbúa Reykjavíkur og
nágrennis að þeir fari ekki í
sjúkraheimsóknir að óþörfu,
sérstaklega ef lnflúenzan hef-
ur komið upp á heimili þeirra.
I*á er mönnum og xáðlagt að
forðast eftir kulda, vos-
búð, vökur og þreytu. Enn-
fremur er hyggilegt að forðast
fjölmenni, eftir því sem við
vei’ður komið.
I*eir sem taka veikina, ættu
að gæta þess að leggjast sti-ax
í rúmið og fara ekki á fætur
fyrr en þeir hafa verið hita-
Iausir í 1-2 daga og þá aðeins
að ekki sé um verulegan slapp-
leika að ræða.
Eisenhower Bandaríkjafor-
seti hefur kvatt saman á
fund í dag Öryggismálaráð
Bandaríkjanna, en í því eiga
sæti ráðherrar og leiðtogar
republikana á þingi. Talið er
víst, að á fundinum verði
rædd Austur-Asíumál, fyrst
og fremst hafnbann á Kína
og aðrar ráðagerðir sem
Bandaríkjastjórn hefur verið
með upp á síðkastið.
Mýtt vátryggSngafélag
stofnað
Stofnað hefur verið í Reykjavík nýtt tryggingafélag, Vá-
trygingaféiagið h. f. Mun hið nýja félag yfirtaka að mestu leyti
starfsemi félaganna Trolle & Rothe li. f. og Carl D. Tulinius
& Oo., h. f. sem starfað hafa að vátryggingum um áratugi. Fé-
Iagið muu taka að sér allar þær tegundir vátrygginga, sem
kér þekkjast.
Forráðamenn hins nýja
vátrýggingafélags skýrðu
blaðamönnum‘ fr'á þessu í
gær. Gátu þeir þess, að fé-
lagið myndi hafa á hendi
allar þær tegundir trygg-
inga sem hér þekkjast í dag,
en auk þess hefði félagið
hug á því ;að Ibætar síðar
rneir við nýjum greinum
trygginga, sem hér eru enn
óþekktar. Nú mun félagið
hafa á hendi 13 mismunandi
tegundir trygginga.
Eins og áður var frá greint
mun Vátryggingafélagið h.f.
yfirtaka að mestu leyti vá-
tryggingastarfsemi Trolle &
Rothe h. f., sem starfað hef-
ur að tryggingum frá .árinu
1910, og Carl D. Tulinius &
Co., h. f., en það félag var
gert að hlutafélagi árið 1938.
Þó rnunu þessi tvö fyrr-
nefndu félög hafa eftir sem
áður á hendi endurtryggingu
og tryggingamiðlun, en hins
vegar ekki taka beinar trygg-
ingar fyrir almenning. Allir
starfsmenn hins nýja félags
hafa áður starfað hjá hinum
tveim eldri félögunum.
Hlutafé félagsins er 1.2
milljónir króna og er allt inn-
borgað, en hluthafar munu
vera um '50, hæði félög og
einstaklingar.
Stjórn V átryggingaf élags-
ins h. f. skipa: Carl Finsen,
formaður, Bergur G. Gísla-
son, varaformaður og með-
stjórnendur þeir Friðþjófur
Ó. Johnsen, Ólafur Georgs-
son og Arni Kristjánsson.
Framkvæmdastjóri félagsins
er Ólafur Finsen og skrif-
stofustjóri Gísli Ólafsson, en
skrifstófur félagsins eru á
Klapparstíg 26 í Reykjavík.
1952 nai alls 25,438 toÐnum
Bæjamlgczðin festir kaup á 100 fisk-
hjöllum til viðkótar.
Á árina 1952 nam heildarframleiðsla Bæjarútgerðar Reykja-
víkur af saltfiski, ísfiski, hráefni til hraðfrystingar, fiskimjöli
og lýsi alls 25.438 tonnum. Skiptist framleiðslan þaunig: Salt-
íiskur samtals 10.084 tonn, ísfiskur 13.425 tonn, hrá.efnj til
hraðfrystingar 277 tonai, fiskimjöl 302 tonn og lýsi 1350 tonn.
Hermann Einarsson
Vísindaritgerðir
um
Þjóðviljanum hafa borizt nokkr-
ar ritgerðir eftir dr. Hermann
Einarsson fiskifræðing, og voru
þær allar gefnar út sérprentaðar
á síðasta ári.
Ritgerðirnar eru þessar: Átan
og síldin, Tlie Southern Icelandic
Herring during 1950,* Analysis of
tlie Icelandic Herring dui-ing the
year 1950; On I’aralellism in tlie
Yeai--Class Strength of Seasonal
Races of Icelandic Herring and
its Significance og Sunnlenzka
síldin árið 19.51, en sú ritgerð
birtist sem Fjölrit Fiskideildar
nr. 2.
Keflavíkurbátum
Keflavík í gærkvöldi.
Frá fréttaritara Þjóðv.
Bátarnir héðan öfluðu
ágætlega í dag, allt upp í 18
sikippund, voru hæstir Sæ-
fari með 18 skippund og Sæ-
hrímnir 17 skippund.
Aflinn var sem hér segir'v
Steinunn gamla 15 skippund,
Kristín 14, Ólafur Magnús-
son 13, Heimir 13, Jón Guð-
mundsson 11, Hilmir 10, Þor-
steinn 12, Bjarmi 12V2, Sæ-
valdur 11, Þristur 12, Nonni
10,. Vísir 15, Gullborg 14,
Skíðblaðnir 6. Guðfinnur 13,
Trausti 10, Svanur 10.
FULLTRÚAR brezku og egypzku
stjórnarinnar sátu á fundi í gær
undir forsæti brezka sendiherrans
í Kairó og Naguibs hershöfðingja
og ræddu um framtíð Súdans.
Búizt var við, að samningur yrði
gerður um þetta mál í dag.
Nánar skiptist framleiðsl-
an þannig: 1. iSaltfiskur lagð-
ur hér á land til Bæjarút-
gerðar Reykjavíkur 5072
tonn. 2. Fiskur til herzlu
2324 t. 3. Hraðfrystur fiskur
4711 kassar. 4. Lagt í íshús
6223 tonn. 5. Lagt í herzlu
338 t. 6. Lagt 1 bræðslu 125
t. 7. Lagt í niðursuðu 109 t.
8. Til fisksala 303 t. 9. Fiski-
mjöl 302 t. 10. Lýsi 1350 t.
11. Farmar seldir erlendis:
a) 15 ferðir til Esbjerg með
saltfisk 4417 t. b) 2 ferðir til
Englands með saltfisk 495 t.
c) 11 ferðir til Englands með
ísfisk 2282 t. d) 8 ferðir til
Þýzkalands með ísfisk 1721 t.
Á fundi Útgerðarráðs 4.
þ. m. var samþykkt að heim-
ila framkvæmdastjórunum
að festa kaup á 100 fisikhjöll-
um til viðbótar þeim 150
hjöllum sem nýlega voru
keyptir og verið er nú að
vinna að uppsetningu á.
Flestar íkviknanir út
frá olíukyndingu
Á s. 1. ári urðu samtals 230
eldsvoðar í Reykjavík. Af
þeim voru 38 út frá olíukynd-
ingu, 36 frá rafmagnstækj-
um, 24 vegna þess að óvar-
lega var farið með eld. Auk
þess íkviknanir af völdum ó-
vitabarna o. s. frv.
Herforingjum Sjang Kajséks
boðið fii KóreuvígsföSvanna
FoescIí Indlands lælur í ljós ótta við
ágengisráðstafanir Bandaríkjanna í Asíu
Það var tilkynnt í Suður-Kóreu, að stjórn Syngmans
.Rhee heíði boðið fulitrúum herstjórnar Sjang Kajsek í
líynnisför til vígstöðvanna í Kóreu.
. , , , . . , . r.....„ stríðslok lagðar undir Sovétrík-
Að lokmnr kynnisformni eiga
herforingjar Sjang Kajséks að
sitja ráðstefnu í Suður-Kóreu
um hin nýju viðhorf sem skap-
azt hafa við Taivanráðstöfun
Eisenhowers. Þykir þetta benda
til þess, að í undirbúningi sé
þátttaka hersveita Sjang Kaj-
séks í Kóreustríðinu, en það
hefur margoft komið til tals
áður.
Umræður um Taivanráðstöf-
un Eisenhowers héldu áfram í
brezka þinginu í gær og var
fjölda spurninga beint til
stjórnarinnar um afstöðu henn-
ar í málinu. Nutting, aðstoðar-
utanríkisráðherra varð fyrir
svörum. Einn þingmanna Verka-
mannaflokksins vildi fá að vita
um álit stjórnarinnar á fréttum
um að forsætisráðherra Japans
hefði krafizt þess opinberlega,
að suðurhluta Sakhalin og Kúr-
ileyjum yrði „skilað" Japönum
aftur, en þessar eyjar voru í
Orðsending til Reykvíkinga frá borgarlækni:
Forðizí kulda9 vökur9 vosbúð9
þreyt® ©g l|olBneuni
in og er sú ráðstöfun staðfest
í þeim friðarsamningi, sem nú-
verandi forsætisráðherra USA,
Foster Dulles, samdi og undir-
•ritaður var af japönsku stjórn-
inni í fyrra. í friðarsamningn-
um skuldbatt japanska stjórn-
in sig til að gera ekki tilkall
til þeirra landssvæða, sem hún
afsalaði sér við undirritun hans.
Nutting sagði, að hvorki í
þessu sambandi né öðrum, kæmi
til mála, að brezka stjórnin
gengi á bak gerðum alþjóða-
samningum.
Prasad, forseti Indlands, lýsti
yfir því í gær við setningu ind-
verska þingsins, áð indverska
stjórnin liti mjög alvarlegum
augum á ráðstafanir Banda-
ríkjastjómar varðandi Taivan
og óttaðist að þær gætu leitt
til þess að Kóreustyrjöldin
breiddist út. Hann sagði að
indverska stjórnin héldi fast
við þá stefnu sína að lifa í
friði vi'ð allar þjóðir. Það væri
að vona, að stórveldin gætu
komið sér saman um lausn á
Kóreuvandamálinu á næsta
þingi SÞ.
Hafnbann rætt