Þjóðviljinn - 12.02.1953, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 12.02.1953, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 12. febrúar 1953 — ÞJÓÐVILJINN — (11 Rœtt við Hannes Stephensen Framhald af 7. síðu. ið (Það er svikið hér með!), að ég hef tekið mér frí í tvo sunnudaga síðan snemma í nóvember og Eðvarð hefur haft einn sunnudag frían á sama tíma. Það hefur farið svo rnikill tími í samning- ana og eftirhreytur þeirra. — Og hvað um samband- ið við vinnustaðina? Mér skilst að andstæðingarnir þykist nú aðeins hafa högg- stað á ykkur þar. — Það er óhjákvæmileg afleiðing af vaxandi störf- um og þjónustu skrifstof- unnar að við starfsmennirn- ir getum ekki daglega verið sjálfir úti á öllum vinnu- stöðvum hversu fegnir sem við vildum. En við 'höfum náið sam- band við svo að segja hvern vinnustað Dagsbrún- armanna. Félagið hefur komið sér upp trúnaðar- mannakerfi á vinnustöðun- um. Verkamennirnir kjósa sjálfir trúnaðarmanninn úr hópnum á vinnustaðnum. Hann á að gæta réttar þeirra og félagsins gagnvart atvinnurekendum og verk- stjórum. Trúnaðarmenn Dagsbrúnar hafa staðið prýðilega í sinni stöðu og eru félaginu mikill styrkur. Þeir fylgjast með því að verkamenn séu í félagsrétt- indum og aðstoða við inn- heimtu félagsgjaldanna. — Þeir eru í stuttu máli full- trúar og umboðsmenn fé- lagsins hver á sínum vinnu- stað. — Er ekki mikil ásókn af mönnum úr öðrum starfs- greinum á vinnusvæði Dagsbrúnar? — Jú, eins og nú er kom- ið. Það er afleiðing atvinnu- leysisins sem leitt hefur ver „ íft V^kalýðinn^.hvort sem um faglærða eða ófag- J‘V'" iis-' «rrniHsxp lærða menn er að ræða. Og þessum mönnum úr öðrum starfsgreinum verðum við oft að bægja frá þegar Dagsbrúnarmenn eru sjálfir atvinnulausir. Þar er okkur nauðugur einn kostur. En Þetta er eitt óskemmtileg- asta verk sem við verðum að vinna, því allir hafa börf fyrir að vinna og afla sér. tekna. En ráðið gegn þessu, og böli atvinnuleysisins yf- irleitt, er að verkalýðsstétt- in öll taki höndum saman, berjist í einni samstæðri fylkingu fyrir fullri atvinnu handa öllum og útiloki þá stjórnarhætti úr landinu, er banna mönnum að vinna og leggja fram orku sína til þess að-skapa aukin verð- mæti og byggja upp landið. Eg. hef áreiðanlega tafið Hannes Stephensen nóg að sinni. Verkefnin kalla að. Það er sífelldur straumur manna í skrifstofuna. Verka ihenn eru komnir ;til áð greiða gjaldið sitt og fá upp lýsingar um eitt og annað. Og síminn hringir án afláts. Það er undir þessum kring- umstæðum sem þeir verða að vinna sín margþættu og yandasömu störf, stai fs- menn Verkamannafélagsins Dagsbrúnar. Og það er sam- rórna álit allra góðviljaðra Dagsbrúnarmanna að þau störf séu unnin af frábærri vandvirkni og samvizku- semi. Dagsbrúnarmenn vita hvað þeir hafa að verja og hvernig þeir eiga að undir- búa sókn komandi tíma. Það hefur reynsla undanfarandi ára kennt þeim. Þessvegna mun svar þeirra við klofn- ingsbrölti andstæðinganna og rakalausum ósannindum þeirra koma fram í sam- stilltari og máttugri sam- fylkingu um A-listann í því stjórnarkjöri sem nú er framundan í Dagsbrún en nokkru sinni fyrr. Þar við liggur líka, heiður Dags- brúnar. G. V. Frönsk kvikmynd Framhald af 9. síðu. fólksins með gamni þess og sorgum lýst á hrífandi hátt. .Myndin hefur alls staðar fengið afburðadóma, einniig hjá kvikmyndagagnrýnanda Daily Worker, sem þessi frásögn styðzt við. Ljós- mynduninni er hælt mikið, einnig leik barnanna tveggja, stúlikunni Birgitte Rossey og 11 ára gömlum drengnum Georges Pau- jouly. Þau sjást hér að of an í einu atriði mynaarinn- ar. ás. o#o«c»o*o*r>*o«o«o*o#o*o*e«c*o*o*o»o«o»o*o«o*c*c (•o*o*o»o»o*o«o»o*c«c»cooe,.éö*0*C • •. •0i5ao#o»o« Í5 sr Framhald af 4. síðu. mikill garpur, stórskáld, auð- maður af anda sínum, einn þeirra sem lifa jafnlengi tungu okkar og sögu. Hann var borinn til stórrar köllun- ar, einn af fáum útvöldum — og er afrek hans stórbrotnara fyrir það að alla ævi mátti hann brauðfæða sig af hvers- dagslegum störfum sem þús- undir gátu leyst eins vel af hendi og hann. Það er eins og vísubrot Þorsteins Erlings- sonar um Benedikt Þóarins- son sé kvéðið um Jón Trausta: Þú vissir hvert hugur og' harðfylgi ná, þótt hendurnar tvískiptar vinni: að brjóta. með annarri braut sinni þrá, en berjast við lífið með hinni. B. B. 82482 Símanúmer Húsa- leiguneíndar er 82482 Húsaleigunefnd Reylqavíkur 0«0»0*0*0*0«0»0«0' • 0*0*01 0*0*0*( I0*0*0*0*0*0*0*0*c i Hekason fer til Vestmannaeyja á laugar- dag. Vörumóttaka daglega. Á mánudaginn 16. þ. m. fer Helgi til Snæfellsneshafna og Flat- eyjar. Vörumóttaka á morgun. VerkamaimsbKéí Framhald af 4. síðu, urður. Guðnason hefur á þess- um árátug léitt Dagsbrúnar- miéhri gegrium sjö verkföll, og ávallt mieð góðum árangri. Enda má telja þá staðreynd merkasta í félagsforustu Sig- urðar Guðnasonar, hve vel honum hefur tekizt að sam- eina alla krafta Dagsbrúnar, þegar til hefur komið. Eftir ellefu ára stjórn er Dagsbrún orðin forustufélag, sem allur íslenzkur verka- lýður lítur upp til. Það er hún vegna einingarinnar sem þessum mönnum hefur tekizt að skapa. Þetta ber okkur verka- mönnum að þakka, og það gerum við bezt með því að fylkja okkur enn fastar um forustuna. Við vitum að öll þau ár sem þessi stjórn hefur setið, hafa afturhaldsöflin gert örvæntingarfullar til- raunir til að rjúfa sameininfru þá, sem Sigurður Guðnason hefur barizt fyrir og skapað, en ekki Jekizt bað og mun áreiðanlega aldrei takast, meðan hans nýtur við. Verkamenn! Höldum á- fram að styðja þessa stjórn. Höldum áfram að veita henni skilyrði til að starfa með stærri meirihluta að baki sér en þekkist í nokkru öðru verkalýðsfélagi á íslandi. Dagsbrúnarmaður. Badminton Framhald aí 8. síðu. lítið að gert gegn þeim ör- ugga, fasta og hnitmiðaða leik er hann sýndi. Meðan hann hafði náð 12 vinning- um höfðu þeir náð einum og stóðu leikar því ,12:3! Þeir tvímenriingarnir náðu einum vinning í viðbót áður en leik lauk en úrslit hans' urðu 15:4! Leikur þessa danska kennara sýndi að hann býr yfir mikilli kunnáttu og leikni. Slagharkan er mun meiri en maður á ,að venjast hér og cryggi undramikið hvort sem slegið er fast eða laust: Er víst að badminton- fólki er mikill fengur að hafa fengið svo snjallan mann til að leiðbeina og hér hefur átt sér stað. Margt fólk v,ar á sýning- unni og klappaði lof því sem vel var gert og sérstaklega leik J. Backs. Hann fer áður en langt um líður til Stykkishólms og í ráði mun að hann fari líka til ísafjarðar í nokkra daga. Nýkomið: Ódýrir náttkjólar á 40.80 » Skálmlausar kvenbusur á 20.25 Ulíarbolir á börn og . fullorðna H. Toft Skólavörðustíg 8. ^_______________________/ liggur leiðin Erlend tíðindi Framh. af 6. síðu. Néw York Times 1. þ. m. Vf- ingarnar milli Bandaríkianna og A-bandalagsr. í V.-Evrópu þýða ekki endilega að banda- lagið sé í þann veginn að leys- ast upp. En ljóst er áð héðan í frá er úti allt tal um sam- eiginlegar hugsjónir og órjúf- andi vináttu Vesturveldanna. Við tekur grímulaus togstreita milli bandamanna. Nýju hús- bændumir í Washington eru ekki að hafa fyrir því að dul- búa það, þegar þeir skipa bandamönnum sínum fyrir verk um. Stjórnir Vestur-Evrópu- ríkjanna verða knúðar til vax- andi viðnáms af almennings- álitinu.* Hvera skyldi til dæmis hafa dreymt um það fyrir noltkrum mánuðum að lesa ann- að eins og þetta um bandarísk- an utanríkisráðherra í eins tryggju A-bandalagsblaði og Manchester Guardian (forystu- grein 6. febrúar): ,,Eisenhower forseti ætti að skipa aðstoðar- utanríkisráðherra og fá hon- um það sérstaka verkcfni að útskýra hvað það þýðir, sem hr. Dulles lætur sér um munn fara“. M. T. Ó. Höíum fengið fallegt rósótt ay@l í svuntur H. TOFT Skólavörðustíg 8. VTVEGSMEMN - SMSESTJÚRAU Seljum uppsettar fishilínur og tóg lægsta verði. Ennfremur flestar nauðsynjar til báta og skipa. Kaupfélag Hafnfirðinga Veiðafæradeild Vesturgötu 2. Sími 9292 Knatfspyrnufélagið Fram 45 ára ....... Afmælisfagnaður félagsíns veröur í SjálfstæSis- húsinu, laugardaginn 14. febrúar kl. 6.30 s. d. Aðgöngumiöar að borðhaldinu og dansleiknum verða seldir í Lúllabúð, Hverfisgötu 61 og verzlim Sigurðar Halldórssonar, Öldugötu 29. Stjórn FRAM Tomstundákvöld kveima verður í Aöalstræti 12 í kvöld kl. 8.30. Allar konur velkomnar. — Samtök kvenna iHfáÐVIUINti Undirrit. . . . óska að gerast áskrifandi að Þjóðviljamim Nafn .. Heimili Skólavörðustíg 19 — Sími 7509

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.