Þjóðviljinn - 14.03.1953, Page 4
£) _ ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 14. .marz 1953
Einn helztur bókmenntavi’ð-
burður liðins hausts var út-
gáfa ísafoldarprentsmiðju á
Lausu máli Einars Bene’dikts-
sonar. Þeirri útgáfu fylgdi
Æviágrip Einars Benedikts-
sonar er umsjónarmaður verks
ins, Steingrímur J. Þorsteins-
son prófessor, hafði samið.
• Skal nú þessu verki lýst í ýt-
arlegri frétt en áður, og hefði
þó mátt vera fyrr. Þótt
drjúg sala reyndist í þessum
bókum munu hinir þó fleiri
sem ekki hafa iitið þær eigin
augum, og væri þeim þessi
frásögn kannski betri en
engin.
Laust mál greinist í fimm
höfuðkafla er svo heita: Sög-
ur og svipmyndir, Skáld og
þjóðmenntir, Saga og þjóðar-
frami, Þjóðmál og fram-
kvæmdir, Hugleiðingar og
heimspeki. í öllum þessum
efnisflokkum er um úrval að
ræða. 1 Sögum og svipm.ynd-
um er þó minnst undan dreg-
ið. Þar kemur í fyrsta sinn
fyrir aimenningssjónir sögu-
brotið langa Undan krossin-
■um, hið eina efni í þessu
verki er ekki hefur áður birzt
á prenti, að frátöldum bréfa-
brotum í Æviágripi. Það yrði
of langt mál að rekja efni
þessa kafla framar en fyrir-
sögn hans greinir, en meiri-
hluti hans heyrir undir svip-
myndirnar. Em ma.rgar þeirra
frá Dagskrár-dögum höfund-
ar, ýmsar ritaðar af svipuð-
um hvötum og blaðamenn nú-
tímans fara á togveiðar eða
fljúga til Hollands: heyja
blaði og riti nýtt efni — auk
þess sem þær vitna um áhuga
mál höfundar. Sumar þessar
svipmyndir eru frá seinni
dögum. Þeir sem til þykjast
þekkja hafa það fyrir satt áð
skáldið leiki þar sumstaðnr
tveimur skjöldum, og jafnvel
fleiri; þar séu á ferð dulbún-
ar og eftir því heiftarlegar
árásir á ýmsa stórlaxa stjórn
mála og menningarlifs á þess-
um tíma, í líkum anda og
kvæcið Fróðárhirð sem allir
þekkja.
1 næsta flokki, Skáld og
þjóðmenntir, birtist „meginiö
af öllu því, sem Einar skrif-
aði um skáld og rithöfunda,
„Laust má!“ Einars Benediktssonar
íslenzka menningu og þjóðieg-
ar iistir“. Meirihluti þeirra
greina er einnig saminn á
yngri rithöfundarárum Ein-
ars. Birtast hér meðal ann-
ars ritdómar um Ljóðmæli
Grírns Thomser.s 1895 og
Þyrna 1897, ritgerðii' og grein
ar um Sigurð Breiðfjörð,
Matthías, Gest Pálsson, Gísla
Brynjúlfsson, og enn fleiri
höfunda. Allmörgum hörðum
ádeilugreinum er sleppt úr
flokknum, enda hefur tíminn
heldur snúizt á sveif meö
þeim sem Einari vítti ákaf-
legast.
Um þriðja flokkinn segir
útgefandi meðal annars svo í
Formála: „Saga og þjóðar-
frami er hér heiti 'á nokkrum
ritgerðum Einars um forsögu
leg og sagnfræðileg efni og
þá sögu, sem harin vildi skapa
Islandi í ríkisréttarlégu og
menningarlegu tilliti. Tiltölu-
lega fá sýnishorn. eru valin
þessarar tegundar ....... af
hér um bil 40 greinum hans
um Grænlandsmálið er aðeins
tekin ein“.
' Þjóðmál og framkvæmdir
nefnist f jórði flokkurinn. Tek-
ur hann yfir röskar 100 blað-
síður, en ,‘,samt er þar lang-
samlega minnst tekið að til-
tölu við efnismagn ...... En
greinum, og segir Steingrím-
ur J. Þorsteinsson m. a. um
þann kafla: ......... að inn-
taki er þetta allt náskylt: um
heimstilfinninguna, htims-
séu nokkru fróðari um efni
verksins og niðurskipan þess.
Þá er komið að Æ\iágripi
Einars Benediktssonar. Fyllir
það síðari hluta seinna bindis,
hér eru myndir af blaðamann-
inum, stjórnmálamanninum,
ádeilumanninum, bardaga-
manninum, umbótamanninum,
jafnaðarmanninum, auð-
hyggj-umanninum, fram-
kvæmdamanninum.“ Væntir
Þjóðviljinn þess að geta vik-
ið nánar að sumum 'þessara
,,manna“ innan skamms, enda
býöur þessi flokkur upp á
hugtæk kynningarefni.
Hugleiðingar og heimspeki
samanstanda af einum fimm
EINAR BEI
skynjanina, heimsgátuna. 1 ó-
bundnu máli lætur Einar
hvergi uppi sem hér tilfinn-
ingu sína fyiúr skyldleika alls
hins skapaða og skoðun sína
á lífi, tilveru og æffsta tak-
marki mannanna -— og eru
fyrri þættirnir tveir frá upp-
hafi, en hinir þrír síðari frá
lokum skáldferils hans.“, Vona
ég þá að þeir sem ekki,
hafa komizt yfir Laust mál
alls rúmlega 200 blaðsíður. En
.bæði biridiri samánlögð eru
762 síður, með Ritgerðatali
höfundar er birtist í bókarlok.
Um ritgerð sína segir Stein-
grímur J- Þorsteinsson í for-
spjallsorðum: ,,Þessari rit-
gerð er fyrst og fremst ætl-
að það hlutverk að birta nokk
urt staðreyndatal um Einar
Benediktsson, bregffa upp ein-
staka myndum úr 1-ífi hans og
rekja æviatvik hans hin
helztu, en ekki að fjalla um
skáldskap haris aðallega“.
Verða menn mjög aö hafa
þetta í huga við lestur rit-
gerðarinnar; enda sýnist ekki
óeðlilegt að lýst sé ævi höf-
undar. og reynt að leysa úr
ýmsum ráögátum um lífsferil
lians, áffur en ráðizt er í
sjálfa skáldskaparlýsinguna
og listgreininguna. Hið síðara
lilýtur mjög að styðjast hinu
fyrra. Svo virðist sem ritun
Æviágrips hafi vel tekizt, inn-
an þess ramma sem höfundur.
setur því í upphafi. Undirrit-
aður las það af gagnrýnis-
lausum og fagnaðarfullum
hraða strax og það kom út,
og hefur raunar ekki leitað
eftir veilum í því síðan.
Hitt getur hann fullyrt að
eftir lestur þess er maffur
stórum margvísari um líf og
verk Einars Benediktssonar.
Með tilliti til staðreynda og
hlutlægrar upplýsingar er rit-
gerðin áreiðanlega gott dæmi
þess hve margt kemur jafnan
upp úr. kafinu þegar vísinda-
lega er eftir leitað. Það verð-
ur heldur ekki séð að höfund-
ur geri tilraunir til að draga
fjöður yfir neina þætti í fari
skáldsins, berja i bresti hans
— endá þó honum takist
prýðilega að hreinsa hann af
ýmsu ámæli. Sannleiksleitin
ein hefur yakað fyrir höfundi.
En auðvitað koma hér ekki
öll kurl til grafar, varðandi
ævi Einars Benediktssonar.
Er víða erfitt um vik, þar
sem hann dvaldist langdvöl-
um erlendis, og lagði að
auki leið1 sína mjög um leyni-
götur fjármála og viðskipta.
Til dæmis verður mánni eklri
með öllu ljóst hvernig sterk
auðfélög, sem Einar reisti
upp erlendis, sættu sig við
að leysa sjáíf sig upp án þess
að bera nokkurntíma neitt úr
býtum móti margvíslegum
kostnaði er leiddi af stofnun
þeirra og tilvist. Skáldlund
Einars Benediktssonar leiddi
hann stundum út á yztu
þröm réttrar stáðréyndar um
framkvæmdamöguleika hér
heima. Er ekki ólíklegt að
érlendir félagar hafi láti'ð
Framhald á 11. síðu.
Ö, Snoddas! — Ráðhúsbyggingin í Bankastræti
eða á Arnarhól?
hæðir og kjallari, sem til léttum stíl. — Ólaíur Guð-
margs yrði hentugur, þótt ekki torandsson".
yrði fyrir opinberar skrifstof- e. M. lanigar til .að bæta nokkr-
GREIN hefur borizt frá „Raj“
með fyrirsögninni „Tilmæli til
forráðamanna Tónlistarfélags-
ins“ og er á þessá leið:
„í sambandi við hingaðkomu
sænska dægurlagasöngvarans
„Snoddias“ kom mér í hug,
hvort hér væri ekki verkefni
fyrir Tónlistarfélaigið að vinna.
Frá upphafi hefur stefnuSkrá
Tónlistarfélagsins verið að
bjóða meðlimum sínum aðeins
það beztá, sem völ væri á.
Snoddas þykir nú beztur allra
dúllsöngvara, sem norðurálfan
þekkir. Það væri því ekki nema
éðlílegt, að Tónlistarfélagið
gæfi meðlimum sínum kost á
•að heyra hinn víðkunna söngv-
■ara. Sé einhver í vafa um, að
Snoddás upþfylli þau skilyrði,
sem hinir vandlátu krefjast, þá
■ er það hinn mesti misskilnirig-
ur. Söngur margnefnds Snoddas
er ekki verri en margt .af því,
sem okkur var boðið að hlýða,
þegar ameríska herlúðrasveit-
in lék hér á dögunum. Svo kom
harmónikuspilið og dúlllagið
Auf Wiedersehen, svo eitt-
hvað sé nefnt. — Auðvitað
kæmi þetta fram í Þíóðleik-
húsinu, og á undan fly-tti Ragn-
ar í iSmára hjartnæma ræðu, og
á eftir yrði hrópað húrra.
Ég vona, að tillaga mín hljóti
,'góðar og skjótar undirtektir
og verði þakksamlega þegin.
Því eins og áður er sagt, þá er
stefnuskráin aðeins það bezta
(samanber, að La Traviata er
lakari músík en Tosca). Og nú
bíð ég óþreyjufullur eftir því,
að mér berist boðsbréfið. —
Raj.“
★
„HVAR Á RÁÐHÚSIÐ að
standa?" heitir pistill, sem Ól-
afur Guðbrandsson hefur sent
Bæjarpóstinum og hljóðar
þárinig:
„Frá því var nýlega sagt í dag-
blöðunum, að bæjarstjórn
Reykjavíkur hefði ekið um göt-
ur bæjarins í leit að stað fyrir
ráðhús. Ekki var minnzt á ár-
•arigur fararinnar, eða hvort
fundizt hefði nokkur tiltækileg-
ur stáður, enda mjög ólíklegt,
að 'svo hafi verið, því mönn-
ium sést oftast yfir það, sem
næst þeim er. í Reykjavík sé
ég ekki nema einn stað, sem
hæfði slíkri byggingu, er verð-
.ur að bera langt af öllum öðr-
um .að fegurð og mikilleik, en
sá staður er Bankastræti. —
Skal annar endi hússins vera
frá igafli Stjórnarráðshússins
og að igötunni, en hinn endinn
skal vera þar sem nú er gamla
bakaríið. Skulu báðir endar
vera jafnlangir út frá götunni.
.Endar hússins skulu vera tvær
ur. En því tel ég nauðsyn að
hafa kjallara, að nóg hæð fá-
ist fyrir undirganginn. Því of-
an á þessar álmur til hægri
og vinstri við Bankastræti
kemur næsta hæð, sem um leið
mýridar undirgöngin á vegin-
um. Þessi rundirgangur yrði
með bogahvelfingu, bæði til
feguröar og styrkleika. Hvelf-
ingin gæti ennfremur sýnt sól-
og mánaskin og stjörnubjart-
an þimin, hverju sem annars
viðraði. — Á brúnum gang-
stéttanna skulu vera súlur til
fegurðar og öryggis fy.rir bygg-
inguna, cg milli þeirra handrið
til öfyggis gángandi vegfarénd-
um.
Um hæð hússins geri ég ekki
ákvéðna tillögu. Þó hygg ég, að
þrjár hæðir ofan undirgangs
myndu sóma sér allvel. Og um
nánará útlit hússins ræði ég
ékki, því ég ér ekki til þess
fær, en ég trúi snillingum vor-
um í þessari list til iað háfa
það í fögrum, svipmiklum og
um orðum við þessa grein Ól-
iafs: „í tilefni af umræðum
um stað fyrir ráðhús Reykja-
vík'UE, vil ég 'geta þess, að all-
víða hef ég heyrt þá tillögu
borna fram, að húsinu verði
valinn staður á Arnarhóli ofan-
verðum. Sennilegast er, að ein-
hvern tíma verði hóllinn tek-
inn undir byggingu, og myndi
ekki ver'a illa til fundið að
velja einmitt ráðhúsinu staðinn.
Þar myndi það sóma’ sér vel,
hafa nóg rými umhverfis, eink-
um að vestanverðu, er að mið-
bæ sneri. Framhlið þess myndi
snúa í vestur eða suðvestur
rneð breiðum troppum frá
Lækjartorgi og Hverfisgötu.
Þar rnyndi það verða staðsett
í námunda við stjórnarráðs-
byggingarnar, væntanleiga lög-
reglustöð, safnahúsið og helztu
samgöriguæðar. — Vonándi að
ráðamenn bæjarins huigsi sig
vel um, áður en þeir ganga
framhjá svo ágætum stað —
ef þeir þá gera það. — E. M.“.