Þjóðviljinn - 14.03.1953, Page 6

Þjóðviljinn - 14.03.1953, Page 6
6) — í> J ÓÐ VILJINN Laugardagur 14. marz 1953 (BIÓOVIUINN ,Útgefandi: Sameiningarflokkur aiþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.),. Sigurður Guðmundsson. Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Guðmundur Vigfússon. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig. 19. — Sími 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja ÞjóðviljatiE h.f. Ein voðdug fylking Avarp Sósíalistaflokiísins til þjóðarinnar um myndun allsherjar þjóðfylkingar íslendinga gegn stefnu stjórn- arflokkanna í sjálfstæðis- og efnahagsmálunum hefur eðlilega komið óþægilega við taugar þeirra sem stjórna skrifum Morgunþlaðsins og Tímans. Þetta sést greinilega v báðum þessum stj ó’ narmálgögnum í gær. í nákvæm- lega sama dúr ráðast bæði blöðin gegn þeím boðskap á- varpsins að nú sé nauðsynlegt að allir þeir taki höndum saman, sem eru í höfuðatriðum sammála um nauðsyn þess að hernámsniöuvlægingin taki enda og 'snúið verði við af braut bandarísku stefnunnar í efnahagsmálunum. Skraf Morgunblaðsins og Tímans um að hér sé aðeins um bragð eitt að ræða af hálfu Sósíalistaflokksins, sem ekki sé alvarlega meint, fellur um sjálft sig. Hver skyni- borinn maður veit, að þúsundir íslendinga sem ekki eru sama sinnis og Sósialistaflokkurinn um grundvallaratriði þjóðfélagsmála eru honum öldungis sammála um hættur hemámsins og vilja af alhug vinna að afléttingu þess. Baráttan gegn hernáminu og afleiöingum þess er því hugðarefni langtum i'iölmennari hóps en enn hefur til- einkað sér sósíalLsmann sem lausn þjóðfélagsvanda- málanna í heild. Eins og nú horfir í hernámsmálunum er ekki aðeins eðlilegt heldur og brýn og aðkallandi nauðsyn að allir þeir taki höndum saman, sem vilja létta fargi hinnar bandarísku ásælni og yfirdrottnunar af þjóöinni. Með hverjum deginum sem líður verður það ljósara hvernig bandaríska yfirdrottnunarstefnan teygir arma sína um öll svið þjóðlífsins og hefur æ umfangmeiri afskipti af þróun íslenzkra þjóðfélagsmála almennt. Stofnun Fram- kvæmdabankans er eitt nýjasta og augljósasta dæmið um þetta, en þar hefur nú eftirlitsmanni Bandaríkjanna verið falin yfirstjórn og æöstu völd. Hernámsliðiö sjálft undirbýr nú byggingu herskipa- hafna og flugvalla í stórum stíl. Inn í landið er hrúgað kynstrum af vopnum og vígvélum til notkunar í því stríði sem auðvald Bandaríkjanna undirbýr af ofsafullu kappi. Þetta gerist fyrir allra augum og verður því ekki dulið fyrir þjóðinni. Ábyrgðina á þessari þróun allri bera hernámsflokkarnir þrír, AB-flokkurinn, Framsókn og íhaldið, flokkarnir sem kölluöu bandarískt hernám yfir landið með öllum þeim fyrirsjáanlegu og ófyrirsjáanlegu afleiöingum sem fylgja í kjölfar þess. Þeim fjölgar nú svo að segja með hverjum degi sem skynja hættuna af hemáminu og stríösundirbúningi her- námsliðsins á íslandi. Margir iþeirra, sem í upphafi lögðu trúnað á yfirlýsingar hernámsflokkanna um að herlið yrði hér aldrei staðsett á friðartímum sjá og skilja að þeir hafa verið blekktir á hinn herfilegasta hátt. Þótt friður haldist, og þáð er vissulega von allra ábyrgra manna, verður ísland hernumið árum og jafnvel áratug- um saman, fái hernámsflokkamir að ráða stefnunni á- Iram eins og hingað til. Gegn þessari hættu þarf þjóðin að rísa af einhug og festu. Tækifæriö mikla eru kosningarnar á komandi vori. Þá þurfa allir þeir aö sameinast í einni voldugri fylkingu sem vilja hernámsliöið brott af íslandi og fjötra erlends valds leysta af íslenzkum framkvæmdum og efnahagslífi. Þessi er boðskapur ávarps Sósíalistaflokksins og hann mun fá hljómgrunn meðal þúsunda íslendinga. sem hingað til hafa veitt flokkum hersetunnar og bandarísku ásælninnar að málum. Þetta gera málgögn núverandi leppstjómar sér vel ljóst, og þess vegna er reynt að hamla gegn myndun þjóðfylkingarinnar með margtuggnum ó- sannindum og blekkingum af hálfu hernámsblaðanna. En málgögnum hernámsflokkanna er bezt að gera sér það alveg ljóst að þjóðin er að vakna. Svik þeirra eru lýð- um ljós og svarið við þeim er myndun einhuga fylkingar sllra þeirra sem vilja berjast fyrir niðurfellingu hernáms- samningsins og endurheimt íslenzks sjálfstæöis. til Gunnars Bjarnasonar, ráðunauts Sæll vertu, .Gunnar Bjarna- son. Mikið var gaman að hlusta á erindi þitt í bsendavikunni. Maður 'getur .alltaf hrifizt þeg- iar ofgnótt andagiftarinnar sprengir af sér og flæðir yfir alla bakka. Hann Páll Zóphon- íasson var að tala um að mað- ur skyldi bara skrifa ykkur ef maður Þyrfti nánari skýringar ' á einhverju erindinu eða væri í einhverju ósammála. Yrði þá séð um að hlutaðeiganda væri svarað. iNú var erindi þitt svo vítt og breitt að maður hefur alveg nóg að gera að kljást við eina eða tvær kvísiar af mörgum. Oig það langar mig til að gera. Þær eru einkum tvær, sín hvors vegar við höfuðálinn. Þú hélzt því fram að þjóðin og þá ekki sízt bændastéttin, hefði í raun og veru ekki unnið fyrir þeim fjármunum sem henni áskotn- uðust fyrri hluta s. 1. áratug- ar. Og af samhengi málsins máíti ráða það beint, að þegar bændum og öðrum landslýð hafi verið orðið þetta ljóst, hafi blessuð stjórnarvöldin skyggnzt inn í huga almennings og séð sinn kost vænstan iað þóknast vilja alþjóðar og setja nú und- ir þenna hættulega leka. Þetta þykir mér nú við nán- ari athugun að sé grugg í tærri elfu sannleikans. Mín skoðun er sú, iað fyrir rás viðburð- anna og fyrir þrótt og sam- heldni verklýðshreyfingarinnar á þeim árum, hafi stjórnar- völdin ekki haft í bili ráð með að koma í veg fyrir að almenn- ingur til sjós og lands fengi ríflegri hluta af .afrakstri erf- iðis síns en endranær, bæði fyrr og síðar í ákafa andagift- arinnar játaðir þú annars stað- ar í erindinu að bílverðin hefðu lent annars staðar en hjá þeim sem vinna fyrir bílunum. Þetta kallaðir þú ranghverfu þjóðfé- lagsins og hafðu sæll sagt. Heldurðu ekki, ,að við gæt- um orðið sammála um það að alþingismenn og ríkisstjórn geri oft og einatt þýðingarmikl- ar ráðstafanir án þess að vera knúin til þess af vilja almenn- ings? Geturðu bent mér á nokkurt einasta dæmi þess að almenn- ingur á íslandi hafi krafizt þess af stjórnarvöldunum og af Al- þingi ,að Keflavíkursamningur- inn væri gerður á sínum tíma? Við vitum báðir betur en flest annað iað hann var fyrsta fasta sporið sem stigið var á hinni löngu óheillabraut, sem þing og ríkisstjórn hafa teymt þjóð- ina eftir síðan. Geturðu bent mér á nokkum verkamann (án gæsalappa) eða ■bónda (sö'muleiðis án gæsa- lappa) sem krafðist þess að ísland yrði innlimað í Mars- hallkerfið? Nú ætla ég að vita hvort við getum ekki orðið sammála um það að gengislækkunin hafi verið raunverulega ákveðin um leið og marshallsnaran var fest um háls þjóðarinnar, en fram- frá Játvarði Jökli kvæmdin aðeins geymd eftir hentugasta augnabliki . fyrir .auðstéttir landsins til iað fé- flettingin á almenningi yrði sem algemst. Ef við skoðum þetta allt of- an í kjölinn, þá sjáum við að það er gengísfellingin fyrst og síðast sem hefur kippt fótunum undan vélvæðingu landbúnaðar- ins. Ég segi þér satt, að ég .vildj, ekki eiga að standa í þínum sporum með þá fullyrðingu, að allt þetta sé gert að kröfu og vilja þess almennings ,sem ó- sköpin hafa dunið yfir. Ég gæti nefnt þér mörg dæmi þess, að ófyrirleitnir pólitíkus- ar hafa blekkt almenning til Játvarður Jökull fylgis við sig og þar með til fulltingis við þau óhæfuverk sem sá hinn sami almenningur var á móti. En ég skal aðeins nefna eitt, sem ég var persón-u- lega vitni að. Það var í kosn- ingunum 1.94<3. Það v.ar sam- flokksfnaður þinn, þá í fram- boði eins og þú. Hann hét því hátíðlega á hverjum fundi og sór við nafn sjálfstæðisstefn- unnar og baróttumannsins Bjarna Jónssonar frá Vogi, að hann skyldi vera á móti sér- hverju afsali á réttindum ís- lands, hver sem ásækti og hver sem í hlut ætti. Ekkert gat hrært hreinni streng í brjóst- um þeirra sem til var talað en ástsæl minning þessa oddvita f rels isbarátt u þj óðarinn.ar. Þannig sór hann þessi og þann- ig hafið þið víst allir svarið, en hverjar urðu efndirnar 30 marz? Já, karl minn. Nú er á þér að heyra að þér þvki orðið» nóg um afleiðingarnar, er þú þykist sjá fram ó glötun þjóð- arinnar, sjálfstæðis hennar og ekki síður menningar. Þó kem ég að hinni kvíslinni á andagiftarstraumi þínum, sem sé að Það séu dráttarvél- arnar, litlu hjólatíkurnar, sem eru að eyðileggja hvort tveggja jöfnum höndum. fjárhag bænd- anna og menninguna í sveitun- um. Þar væri svo komið að æskan væri orðin óhæf til alls þjóðlegs og góðs og að kjör- viðir fjárhaigslegs sjálfstæðis, kaupfélögin í sveitunum, rið- uðu til falls, þar sem hjóla- tíkusarnir væru að ríða þau á slig fyrir traktoranna skuld. Mikil lifandis ósköp mætti ég vera feginn, ganga upplyft- um augum og lofa forsjónina fyrir að vera ekki eins og þeir bersyndugu. Ég á nefnilega enga hjólátík. Eftir fjálgri kenningu þinni ætti ég að vera burðarás kaupfélagsins og- börn mín í engri hættu fyrir afsið- un vélaómenningarinnar. Já,' mikið má ég vera vel stæður, að hafa ekki fallið í áróðursgröfina og lent í að kaupa dfáttarvél. Af því að ég held engan bú- reikning, langar mig til að segja þér, svo að þú sjáir áþján heildarinnar kristallast í ar- móði einstaklingsins, hvert er orðið ykkar starf undanfarin ár. Ég var einn af þeim, sem ekki var nógu fljótur að átta mig á nauðsyn þess að kaupa jeppa og heimilisdráttarvél. Svo lánaði ég honum Bjarna Ben. jeppaverðið þegar hann þurfti að borga Höjgaard og Schults. Þetta var tekjuafgang- urinn af búinu í ,rúmt ár um styrjaldarlokin. Eitthv.að tveim árum seinna, þegar kallgreyið hann Vilhjálmur Þór ætlaði að fara að basla við að koma upp þaki yfir höfuðið á hugsjón samvinnustefnunnar í hraun- .u-nurn í Borgarfirði, þá lánaði ég honum dráttarvélarverðið. Nú hef ég ekkert undan manna- greyunum að kvarta. Þeir hafa staðið í skil-um með vexti og afborgan-ir. En það hafa komið aðrir menn til sögunnar, sem heita lEyst-einn Jónsson og Björn Ólafsson Þeir hafa ó- vart hallran-gað fjármálunum svo-leiðis til, að þó Gunnar Thoroddsen (nú borgarstjóri) og Vilhjálmur Þór vissu nú -að mi-g langaði í traktor og reynd-u að borga mér upp lánin, þá dyggðu þau nú ekki bæði tvö fyrir jeppa eða traktor, hvað þá fyrir jeppa og traktor. Nú maetti sannarlega halda. að maður, sem hvorki þarf ,að vinna fyrir jeppa eða traktor, hefði auðgazt það mikið s. 1. fjögur ár, að hann igæti nú lónað Vilhjálmi Þór laglegan skilding, ef Vilhjálm skyldi nú langa til að kaupa t. d. Hótel Borg til að punta upp á sam- vinnuhreyfinguna á íslandi. En því miður. Þessi fjögur ár hef- ur kaupfélagsinneignin komizt niður fyrir ekki neitt. Nú verða hjólatíkusarnir ,að hlaupa í skrápana og lána kallgreyinu ef eitthváð á að geta orðið af því að samvinnuhreyfingin stígi þetta menningarspor. Já, karl minn! Þ.að er nú svona. Hinn almenni bóndi hef- i ur ekki bara fallið í jeppa, landróa og fergons, hann hef- ur fallið í hendur ræningja milli Jerúsalem og Jeríkó. - Presturinn og levítinn hafa irramhald á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.