Þjóðviljinn - 20.03.1953, Síða 3

Þjóðviljinn - 20.03.1953, Síða 3
Föstudagur 20. .marz 1953 — í>JÓÐVXLJINN — (3 Koma þarf i ?e| fyrir algerf öngþveifi Ríkisstiórnln verSur setga bráSabirgðo- lög um framlengingsi bindingarákvœða húsaleiguloganna Viðtal við Kristján Hjaltason, form. Leigjendafélags Reykjavíkur Eitt kvöldið í vikunni hitti ég Kristján Hjaltason, form., Leigj- endaféla.gs Reykjavíkur, og spurði hann hverjar væru horfurnar í hús næðismálunum níi með vorinu. — Það er skemmst af ‘ áð seg ja svaraði Kristján að þær horfur eru sízt batnandi. . Ástand hús- næðismálanna hefur ekkert batn- að á árinu 1952. Ástandið fer einmitt versnandi vegna uppsagna er leiða af því að bindingarákvæðin hafa nú verið numiri úr gildi. Aðeins 30 höfðu flutt inn í smáíbúðir. — En smáíbúðirnar? -— Margir ha,lda því fram að ástandið hljóti að vera að batna vegna þess að mikið sé byggt, einkum smáíbúðir. Engar skýrsl- •ur eru enn til um það hve mikið hefur verið byggt á árinu 1952. í>ó er vitað, að inn í 30 smáibúð- ir hafði verið flutt um áramótin, en þó mun engin þeirra íbúða hafa verið fullgerð. Meðan ann- að liggur ekki fyrir er.ástæða til að ætla að byggingar hafi verið svipaðar og árið 1951, en það ár voru byggðar 281 íbúð, og það sama ár var íbúðafjölgunin í bæn- um um 1500 manns. Þá lætur nærri að nýbyggingar séu yfir fólksfjölgunina, en þær ná þó ekki heimingnum af lægri töl- unni sem hagfræðingur bæjarins taldi 1947 að þyrfti að byggja ár- lega framvegis. Þörf bygginga inun nieiri nú. .— ,Nú er það ijóst, að ef þörf- in fyrir nýjar íbúðir var þá eins imikil og hagfræðingur bæjarins áætlaði, Jiá er hún miklu meiri nú vegna þess hve fólkinu hefur fjölgað í bænum. Þá ber einnig á það að líta að frá því síðasta styrjöld hófst liefur verið iögð á það megináherzla að komast und- ir eitthvert þak, en hinsvegar ekki lögð áherzla á það, hvernig þær íbúðir hafa verið, né hve miklu hefur verið þjappað inn í lítil húsakynni. Allt sem lítilfjörlegast er talið til mannabústaða. — Ófremdarástandið hvað lé- legar íhúðir snertir er bein af- leiðing þess að fólki var dembt inn í kjallara, skúra, hanabjálka og bragga, yfirleitt allt sem lítil- f jörlegast hefur verið til fundið til mannabústaða. Ekkei't hefur ver- ið rifið svo teljandi sé af þess- tm lélegti íbúðum, nema það sem grotnað hefur alveg niður eins og sumir braggarnir, og þegar svo 'ekki hefur verið byggður helmingur þeks íbúðafjö'da sem hagfræðingur bæjarins taldi nauð- synlegt er ekki að furða þótt þrengsiin hafi ekki minnkað heldur þv'ert á móti aukizt t stað þess að bæta ágalla húsaleigulagamia voru þau afnumin. Það er öllum kunnugt að 1943 voiu sett hin margumtöluðu húsa- leigulög til þess að reyna að koma i veg fyrir að ófremdarástand skapaðist vegna óeðlilegs að- streymis fólks o. fl. og til að setja hömlur á að húseigendur notuðu slíkt ástand-ta.kmarkalaust sér til hags. Framkvæmd laganna fór í handaskolum, bæði vegna á- galla laganna svo og að vegna þess íiS húsnæðisleysið fór vaxandi. I stað þess að bæta húsaleigulögin hefur Alþingi ailtaf verið að narta utan úr þeim og • eyða þeim. Það er önnur stefna en aðrár þjóðir hafa fylgt,' og önn- ur en Islendingar hafa fylgt í verðlagsmálum, því verðlag var ekki gefið frjálst fyrr en töiu- vert magn af vörum var komið á markaðinn, og hefur þó margt verið fundið að verðlagseftirlitinu. Allt þetta skyldi fólkinu veit- ast, aðeins ef . . . . — Um síðustu kosningar, bæði til þings og bæjarstjórnar töluðu núverandi stjórnarflokkar mörg orð um nauðsyn þess að bæta úr húsnæðisleysinu, og hétu stórkost- legum umbótum, aðeins ef þeir fengju fylgi kjósendauna. Fylgið Kristján Hjaltason fengu þeir, og a.llt til síðustu stundar hefur fólkið sem kaus þá verið að vonast eftir að þeir meintu eitthváð með loforðum sínum. Sérstaklega mun fólkið hafa treyst á Framsóknarflokk- inn, sem hvað fegurst talaði um þessi mál og lýsti str'.ði á hend- ur allri f járplógsstarfsemi og okri. Hverjar urðu frani- kvæmdirnar? — Og um stund virtust jafnvel horfur á að Framsókn ætlaði eitthvað að gera, þvi sumarið 1951 skipaði forsætis- og félags- málaráðherra nefnd manna til að undirbúa húsnæðismálalöggjöf. 1 þá nefnd skipaði hann fulltrúa frá Framsóknarflokknum, Sjálf- stæðisflokknum og Alþýðuflokkn- um. Nefnd þessi samdi myndarlegt húsaleigufrumvarp, er miðað var við að lögin yrðu í gildi meðan ástandið væri erfitt og allengi eftir það, meðan jafnvægi væri að lcomast á. Frumv. var lagt fyrir þingið 1951, þar komst það til 2. umræðu og strandaði þar. Hreint viijaleysi þessara þriggja flokka. — Ástæðan til þess að fmm- varpið sti-andaði var engin önn- ur en hrcint viijaieysi þessara þriggja flokka á að láta frum- varpíð vevða að lögimi! Eins og löggjöfin var áttu al'ar hömlur á uppsögnum að falla úr gildi á s. 1. vori í þeim húsum er húseigandi bjó ekki í sjálfur. Þá sá þó þingið þann kost vænstan að fresta niður- fellingu uppsagnarheimi'darinnar til 14. maí 1953. Uppsagnirnar vorið 1951. — Þá er í fersku minni öng- þveitið sem varð 1951 er húseig- endur sögðu upp fplki í veruleg- um hluta þeirra húsa er þeir bjuggu i sjálfir, og ég býst við að ful’trúar bæjarins í húsnæðis- málum hafi ýtt á eftir að upp- sagnarheimildinni vai' frestað, því þeirra verkefni’ mun ærið erfitt þegar nýju og nýju flóði hús- næðisleysingja er hleypt inn á 'þá. Bæjarstjórnin hefur ekkert gert til að Icoma í veg fyrir öngþveiti í vor. — Það er ekki vitað að bæjar- stjórnarmeirihluti Reykjavíkur hafi gert nokkurn skapaðan hlut til að koma í veg fyrir eða draga á nokkurn hátt úr því öngþveiti er skapast í vor, ekki einu sinni að hún hafi gert svo mikið sem að hún hafi athugað möguleika á því að" viðhalda bindingarákvæð- unum enn um stund. Eim var það lagt frarn. — Á fyrstu dögum þingsins á s. 1. hausti var húsaleigufrumvarp ið enn lagt fram í efri deiid. Það var sent Fasteignaeigendafélag- inu og Leigendafélaginu til urn- sagng.r. Húseigendur töldu, eins og ævinlega, að á rétt sinn væri gengið með þvi að hemla að nokkru ákvörðunarrétt þeirra um leiguhúsnæði. Leigendafélagið lagði til að frv. væri samþykkt þó það teldi að frumv. mætti að mörgu leyti betra vera. Enn sviku þríflokkarnir heit sín. —■ Þingið leið svo að frum- varpið komst aldrei nema til 2. umræðu í efri deild. Nú var þó sá munur að þingið fór svo heim að það sinnti má'inu ekki neitt, og afleiðingin af því er að allar hömlur á uppsögnum falla úr gildi i vor, nema því aðeins að ríkisstjóm- in sjái sig unt hönd og gefi út bráSabirgðalög er frainlengi bindingarákvæðin. Mér er kunnúgt um að fólk, sem héfur nú þegar í stórum hópum fengið uppsagnarbréf og sér engin ráð framundan, setur vonir á ríkisstjórnina, um að hún geri einhverjar ráðstafanir til að bæta úr þessu. Það hlýtur að skapast öngþveiti, — 1 beinu framhaldi af þessu er ástæða til að gera sér grein fyrir því hvað gerist í vor. Það hlýtur að myndast öngþveiti. Það er vitað að mjög margir sem leigja húsnæði hafa nú sagt leigj- endum sínum upp, eklci kannske fyrst og fremst til að losna við þá úr húsunum, heldur til þess að fá út úr húsnæðinu miklu meiri upphæðir en áður. Það má vel vera að rétt sé, sem sumir hafa haldið fram, að upphæðir í du'dum greiðslum (þ. e. húsaleigugreiðslur umfram þá upphæð sem kvittað er fyrir) ásamt fyrirframgreiðslum séu nú lægri, en meðan kaupmátturinn var meiri, en það liggur í augum uppi að þær greiðsiur eru enn meiri blóðtaka nú en meðan kaup máttur var almennt meiri en nú. Húseigendur hafa nú í 2 ár haft mögu’eika til að fá metið eftir nýjustu tölum sem löggjaf- inn hefur ákveðið, og í gömlum húsum sem annars eru í sæmi- legu standi er nýja malið mun hærra en það gamla. Sumir hafa látið sér það nægja, aðrir sætta sig ekki við þá hækkun eina, og þeir munu því miður vera fleiri. Smáíbúðirnar leysa ekki %-andann. — Því hefur mjög verið ha’dið fram í ræðu og riti að húsnæðis- málin myndu leysast á grundvelli smáíbúðabygginga, en það er þeg- ar ljóst að framkvæmd þeirra mála að þar ér einungis um tylli- von að ræða. Það var úthlutað 480 lóðum undir smáíbuðir, en umsóknir voru á annað þúsund. En þegar smáíbúðirnar hafa verið á döf- Framli. á 8. síðu Karlinn i kassanum Morg'unblaðið skýrir svo frá að með síðustu skipsferð liafi komið kassi frá austuriöndum með sannanir um ástandið í Kína. „Landshafnarsijórnin“ byrjuð játningar. War kaupsiidi isndsbafnarhússins einnig allii að sölœ |®s$! Landsliafnarstjórnin er þegar byrjuð að gera játningar varð- andi söluna á landshafnarhúsinu í Njarðvíkum til Karveis Ög- mundssonar útgerðarmanns. 1 gær barst Þjóðviljanum eftirfarandi: „Yfirlýsing. Sunnudaginn 15. marz s. 1. birtist í Þjóðviljanum igrein und- irskrifuð J. B. Er þar mjög hall- að réttu máli og ákveðnir menn taldir ámælisverðir að ósekiu. I greininni er, meðal annars, sagt að Karvel Ögmundsson bafi keypt Landshafnarhúsið í Njarð- vík fyrir 40 þúsund, í staðinn fyrir að söluverð þess var kr. 180 þúsund. Hús þetta var fjárhagslegur •baggi á landshöíninni og' ekki líklegt að þess yrði þörf fvrir starfsemi hafnarinnar, ennfrem- ur var ibygging þess þannig, að álitið var, að ef húsið yrði gjört nothæft til íbúðar, mundi við- gerðarkostnaður nema ca. kr. 60 til 70 þúsund. Þá segir J. B. að líkur séu til að a.llar ákvarðanir um bygg- ingu Landshafnarinnar séu lagð- ar á hilluna. En það rétta er að .aldrei hefur verið framkvæmt meira á einu ári en gjört var á síðastliðnu sumri og engar líkur til að framlcvæmdir verði stöðv- aðar. Þetta , viljum við taka fram, vegna þeirra, :sem vilia hafa það, sem réttara er. Keflavíl^, 18. marz 1933. Landshafnarstjórnin.“ 7 Þ^ veit maður það, að „lands- hafnarstjómin“' seldi Karvel hús ið á 180 þús. kr. Það undarleg'a við yfirlýsingu þessa er hin ó- persónulega undirritun: „lands- hafnarstjórnin“. í því sambandi vildi ég mega leggja fram nokkr- ar spurningar: Hvernig stóð á því að ekkert nafn var ritað undir yfirlýsing- una? H.verjir eru í „landsliafnar- stjórniiuii“? Það skyldi þó aldrei vera að kaupandi hússins sé eimiig í stjórn seljandans? • Er það rétt að Karvel Ög- mundsson leigi ríkinu þetta hús, sem „landshafnarstjórnin“ segir að verið liafi „fjárhagslegur baggi á landshöfninni“, fyrir 120 þús. kr. á ári? ,,I.andshafnarstjórnin'‘ .segir að þurft hefði að kosta 60—70 þús. kr. til viðgerða „ef húsið yrði gjört nothæft til íbúðar.“ Hve niiklu var kostað til viðgerðar áðav en verkamennir’nir voru fluttir þangað inn? „Landshafnai-stjórnin“ segir „engar líkur til að framkvæmd- ir verði stöðvaðar“ við lands- liöfnina í Njarðvíkum. Leyfist að spyrja hvort Bandaríkjanienn liafa verið að mælingum í Njarð- víkimi á vegum „landshafnar- stjómarinnar“? Eða eiga fram- kvæmdir við fyrirhugaða liöfn í Njarðvikum að vera á vegum Bandarikjahers? Eg vil benda „landshafnar- stjórninni“ á að les-a síðasta tölublað Faxa, þá mun hún sjá að fleiri en ég viija fá svör við þessum spurningum. J. B.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.