Þjóðviljinn - 20.03.1953, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 20.03.1953, Blaðsíða 10
5.0) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 20. marz 1953 Nýir möguleikar Hvítar blússur eru yndislegar og blússur með sportsniði hafa alltaf veriS mjög vinsælar. Öðtu máli ígegn- :ir ' um stáss- blússurnar sem eru á boðstól- um, það er hægt að njóta þess að horfa á þær, en þær eru ekki einungis dýrar heldur eru þær eftir því óhentugar. Pað tekur hálf- ín dag að þvo Jg strjúka þess sonar blússu með fellingum, böndum og blúnd- um. En nú hefur allt í einu orðið breyting á þ’essu, og það eigum við hinu eilífa næloni að þakka. í>að er ekki lengur ósamrýman- legt að vera í stássblússu og vera um leið í hentugum fötum. Er hægt að hugsa sér nokkuð hent- ugra en plíseraða blússu, sem er þvegin, hrist.. lauslega, hengd til þerris á herðatré og er tilbúin til notkunar aftur. Þær eru dá- samlegar bæði á sumrin og sem .spariblússur á veturna; svona blússa og pils er afbragð fyrir stúlku, sem þarf að fara beint úr vinnunni í samkvæmi. Hér er mynd af blússu af þessu tagi. Hún lítur út eins og lúxusflík, en er það alls ekki. Hún er plis- eruð og er með laufaskurði í hálsinn og á uppslögunum. I hálsinn er svart band til að setja meiri svip á blússuna. Nevil Shnte: Það þarf ekki að strjúka það, en —- Nú er á boðstólum mikið af fatnaði, sem ekki þarf að strjúka, | ■og það er mikill kostur, en það er ekki þar með sagt, að fara eigi hirðuleysislega með fötin. Blúss- ur, skyrtur og undirföt úr nælon, perion og orlon þarf alltaf að' hengja á herðatré, þegar búið ei' að þvo það. En þengið það á herðatré, .sem ekki er á málm- i ur sem getur ryðgað. Plastherða- trén nýju eru ágæt til þess arna. Hengið fötin rétt upp. Ef skyrt- ín ijangir skökk á herðatrénu, þornar hún skÖkk, og lagið verð- ur ekki eins og það á að vera, þegar hún er orðin þurr. Gott er að slétta kraga, uppslög og lin'ngar með fingrunum um leið og íótin eru hengd upp. Og það er gott að hrista blautu fötin, þegar búið er að hengja þau upp, og j:að á að gera það varlega, því að við það falla fötin í réttar skorður. Þessi heilræði virðast ílóknari en þau eru í raun og veru; í rauninni tekur það að- eins örfáar mínútur að hengja* fötin á réttan hátt. Rafmagnstakmörkun Föstudagur 20. marz Vesturbærinn frá Aðalstr., Tjarn- argötu og Bjarkargötu. Melarnir, Grímsstaðaholtið með flugvallar- svæðinu, Vesturhöfnin með Örfir- isey, Kaplaskjól og Seltjarnarnes fram eftir. MATURINN Á MORGUN Rauðmagasúpa. n ' Steiktur blóðmör, kartöflur i . jal'nlngi. Mjólkurgrautur, saít. Köflóttur göngubún- ingur ■Smáköflótt dragt með svona sniði fer aldrei úr tízku. Þetta er snotur og heppi’egur búning- ur allt árið um kring. Hún er stílhrein og óháð öllum tízku- duttlungum, og það er mikill kostur við göngubúning, sem er því miður dýr í upphafi, en afar ódýr í notkun. Kaflarnir eru á ská í öllum búningnum, og jakk- inn er þröngur í mittið og ekki fyrirferðarmeiri en svo. að hægt er að nota hann undir vetrar- frakkann. Auk þess er jakkinn svo liðlegur að vel má nota hann innanhúss, og það kemur sér vel þegar ka.lt er. Búningurinn er saumaður úr kambgarnsefni. NY'IR tímar, nýir blettir. Kúlu- pennárnir eru búnir að fara sigur- för sína og þeir hafa skilið eftir ýmsa bletti. Bezta efnið til að fjarlægja með þessa bletti er methylalkohol. En því miður eru mörg efni sem þola ekki met- hylalkohol, og því er oft ógerlegt að ná þessum blettum úr. 67. var ekki að tala“. Hann sagði blíðlega: „Nú er tækifærið til að fara í þá Englandsför, Nicole". Hún hristi höfuðið. „Nei, monsieur“. • „Hvers vegna ekki?‘ ‘ Hún sagði: „Ætlið þér til Ameríku með börnin?“ • Hann hristi höfuðið. ,,Ég vildi það gjarnan, en ég býst ekki við ég geti það. Ég geri ráð fyrir að mörg verkefni bíði mín þegar ég kem heim“. Hún sagði: „Og ég get ékki heldur yfirgef- ið Frakkland“. Hann var að því kominn að segja að það væri allt öðru máli að gegna, en hann hætti við það. .Hún rencidi grun í hvað hann var að hugsa, því að hún sagði: „Annaðhvort er maður franskur eða enskur og það er ekki hægt að vera hvorttvpggja í ekiu. Og þegar vandræði steðja að, verður maður að vera kyrr í heimalandi sínu og veita alla þá hjálp sem unnt er“. Hann sagði hægt: „Ég býst við því“. Hún hélt áfram að bollaleggja: „Ef við John —“ Hún hikaði — „ef við hefðum gift okkur, þá hefði C’g verið ensk og þá hefði gegnt allt öðru máli. En nú verð ég aldrei ensk. Ég gæti ekki lært nýja siði og nýjar venjur alein. Hér er verksvið mitt og hér verð ég að vera. Skiljið þér það ekki?“ Hann sagði: „Ég skil það, Nicole“. Hann þagði andartak og sagði síðan: ,,Ég er orðinn gamall maður. Þegar stríðinu lýkur verð ég sennilega í vandræðum með sjálfan mig. Viljið þér þá koma og vera hjá mér um tíma? Eina eða tvær vikur?“ Hún sagði: Auðvitað. Ég skal koma strax og hægt verður að ferðast“. • Þau gengu þegjandi hvort við annars lilið. Eftir nokkra stund sagði hún: „Nú þurfum við að tala nánar um ferðalagið. Focquet fer út á sjó í kvöld að veiða. Hann kemur ekki aftur til Le Conquet, en amnað kvöld legg- ur hann upp í l’Abervrach eða sækir beitu þangað eða eitthvað því um líkt. Hann fer aftur út um miðnættið og þá verðið þér að vera kominn í bátinn til hans, því að hann fer beint til Englands. Hann getur ekki farið seinna af stað en um miðnættið, því að harni þarf að vera kominn langt frá Frakklandsströnd fj’rir dögun“. Howard spurði: „Hvar er 1’Abervrac.h, ung- frú? Er langt þangað“. Hún yppti öxlum. „Fjörutíu kílómetrar eða svo. Skammt þaðan er borg sem heitir Lamilis. Við verðum að fara þangað á morgun“. „Eru margir Þjóðverjar á þeim slóðum?“ ,,Ég veit það ekki. Aristide er að reyna að kyiraa sér það og leggja á ráðin fyrir okkur“. Drengurinn Marjan gekk yfir húsagarðinn. . Howard kallaði til hans; hann hikaði í fyrstu, en kom síðan til þeirra. Gamli maðurinn: „Við förum héðan á morgun, Marjan. Langanþig til aðkoma með okkur?“ Dreagurinn sagði: „Til Ameríku?“ „Fyrst ætlum við að reyna að komast til Englands. Ef okkur tekst það, ætla cg að senda þig til Ameríku með Pétri og Villem og þú mátt eiga heima hjá dóttur minni, þangað til stríðinu er lokið?“ Drengurinn sagði á lélegri frönsku: „Ef ég verð kyrr hjá monsieur Arvers finna Þjóð- verjarnir mig og ta'ka mig burt. Og þeir drepa mig eins og þeir drápu mömmu og pabba líka, af því ao við erum gyðingar. Ég vil koma með ykkur". Gamli maðurkm sagði: „Hlustaðu nú á mig. Ég veit ekki hvort ég get tekið þig með, Marj- an. Ef til vill hittum við Þjóðverja á leið- inni niður að ströndinni, ef til vill verðum við að tala við þá og borða á matstofunum þeirra. Ef þú lætur þá sjá að þú hatar þá, þá taka iþeir okkur öll föst. Ég veit ekki, hvort það er óhætt að taka þig með, vegna Rósu, Ronna, Sheilu, Villems og Péturs litla“. Drengurinn sagði: „Ég skal ekki koma ykkur í vandræði. Það er bezt fyrir mig að fara til Ameríku núna og mig langar til þess. Eln eftir nokkuh ár get ég drepið mörg hundruð Þjóð- verja. Ég þarf að bíða og læra, hvernig ég á að gera það“. Howard leið illa. Hann sagði: „Getur þú stillt þig, ef Þjóðverjar eru í nánd?“ . Drengurinn sagði: „Ég get beðið í mörg ár, monsieur, þangað til mijin tími er kominn“. Nicole sagði: „Heyrðu, Marjan. Þú skilur hvað monsieur á við ? Ef Þjóðverjarnir taka þig, þá taka þeir hin börnin líka og eru alveg eins vondir við þau og við þig. Það væri illa gert af þér að verða til þess“. Hann sagði: „Þið skuluð vera róleg. Ég skal vera góður og lilýðinn og kurteis, ef þið leyfið mér að koma með ykkur. Ég verð að æfa mig í að láta ekki á neimu bera, svo að þeir gruni mig ekkí. Þá fæ 6g tækifæri tl að hefna mín“. Howard sagði: „Jæja, Marjan. Við leggjum af stað í fyrramálið; þú verður að vera til- búinn þá. Nú skaltu fá þér að borða og fara svo að hátta“. . Hann horfði á eftir drengnum inn í liúsið. „Hamingjan má vita, hvernig þessi heimur lítur út eftir þetta stríð“, sagði hann þungum rómi. Nicole sagði: „Já. Eci þér vinnið þarft verk með þessu. Það hlýtur að vera dýrmætt að koma þessum börnum burt úr Evrópu“. Skömmu síðar var kallað á þau í matinn. Þegar þau voru setzt inn í setustofuna á eftir, sagði Arvers: „Nú skal ég segja ykkur hvað ákveðið hefur verið“. Hann þagnaði. ,,í Lannilis er krökt af Þjóð- verjum. Þaðan eru fjórar mílur niður að strönd- inni og sjávarþorpunum, l’Abervrach og Port- sall, en þar eru engir eða aðeins örfáir her- menn. Þeir skipta sér ekki af ferðum fólks“. „Skammt frá Lannilis býr bóndi að nafni Quintin og á morgun þarf hann að senda hlass af húsdýraáburði til sjómanns að nafni Loud- eac, sem er formaður björgunardeildarinnar í l’Abervrach, á nokkrá akra og þarf áburð á þá. Ég er búinn að sjá um það allt. Áburðinum verður ekið í hestvagni, skiljið þér? Þér on- sieur, eigið að aka vagninum. Ungfrúin og börnin fylgja yður“. Howard sagði: „Þetta hljómar vel. Það er ekkert tortryggilegt við það“. Aristide leit á hansa. „Þér þurfið að vera í yr -itA. Helena: Hann sagði að ég væri fr’.ðasta og ynd- islegasta stúlka sem hann heíði noklcru sinni fyrirhitt. Frænka: Og þú ætlar að bindast þeim manni ævilangt sem byrjar á því að ljúga að þér! ÉTg mundi fara gegnum eld og vatn fyrir þig. Hafðu það fremur eldinn — ég vil heldur sjá þig heitan en blautan. Hún: Þú minnir mig á ha.fið. Hann: Sterkur, rómantískur og hvildarlaus? Hún: Nei, rnér verður illt aí að sjá þig. Hvenær ferðu á fætur á sumrin? Þegar fyrstu geislar sólarinnar gluggann. Það er snemmt. Ja, glugginn veit mót vestri. skína um

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.