Þjóðviljinn - 28.03.1953, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓDVILJINN — Laugardagur 28. marz 1953
Þjóðareining gegn her í landi
Fyrir opnum tjöldum
Ur dagbók andspyrnuhreyfingarinnar
; H æstarétta rdó m h r, sem allir launþeg-
lar ættu sí festa sér í
Þveræingar viljum við
vera
(Úr bréfi).
Hr. G. M. M. Þú hefur í
ígreinum þínum undanfarið
hv.atit til þjóðareiningar -gegn
hemum og >að mér skilst er
almenn landspymuhreyfing
vakirí. Ég er alveg með þessu.
En mér virðist þessa hreyf-
ingu vanta m'argt ennþá.
Hana vantar skipulagningu,
verkefni, nafn og helzt merki,
eitthvert einkenn'ismerki. Við-
víkjiandí nafninu hef ég til-
lögu, sem ég hef reyndar
heynt nefndia áður, en vil
skjóta henni fram. Við skul-
um kenna okkur við þann
sanna íslending, Ein.ar Þver-
aeing, sem stóð gegn ásælni
’konungs, þegar hann bað um
Grímsey. í hans anda viljum
við starfa. Við köllum okkur
Þveræiwga. Ert þú Þveræing-
ur? Hvað eru margir Þveræ-
ingar í þinni sveit? Hér suð-
urfrá eru margir Þveræingar.
Þveræingar viljum við allir
vera.
Kristján -T. Jónsson, Keflavik.
Orð Einars Þveræings
Ég þakka þetta bréf. Það
vill nú svo vel til, 'að ég hef á
opinberum vettvangi einmitt
minnzt á þetta orð sem kjör-
orð íslendinga gegn hernað-
larandanum og igegn erlendri
ásælni. Skulu þá orð Einars
Þveræings og tilefni þeirra
sett hér til minnis.
Þar segir, er Þórarinn Nefj-
ólfsson kom ti,l Lögbergs, bað
sér hljóðs og mælti: „Ég
sk'ildis't fyrir fjórum nóttum
við Ólaf konung. Sendi hann
kveðju hingað tit 1-ands öllum
mönnum, bæði höfðingjum og
alþýðu, og það með, að hann
vill vera yðar drottinn, ef þér
viljið vera hans þegnar, en
hvorir annarra vinir og full-
■tingismenn til allra góðra
hluta. Þá bað konungur enn,
>að landsmenn viidu gefa hon-
um Grímsey".
Flestiir höfðingjat'' tóku vel
þessgri málaleitun. Þótti Guð-
mundi hinum ríka- sem sér
mundi mætari vinátta kon-
ungs en það útsker. Þá var
Einar Þveræingur, bróðir
Guðmundar, kvaddur til mál-
ianna. Hiann kvað ráðlegra að
ganga eigi undir skattgjafir
og álögur konungs. „Munum
vér eigi það ófrelsi 'gera ein-
um oss til handa, heldur bæði
oss og sonum vorum og svo
allrj ætt vorri, þeirri, er þetta
land byggir, og mun ánauð
sú aldrei hverfa af þessu
landi/ En um Grímsey er það
'að ræða, ef þaðan er enginn
hlutur fluttur, sá er til mat-
fanga er, þá má þar fæða hcr
manns. Og ef þar fer útlendur
her og fari þeir með langskip-
um þaðan, þá ætla ég mörg-
um kotbóndanum munu þykja
vtnða þröngt fyrir dyrum“
En er Einar hafði þetta mælt.
þá vildi enginn verða við bæn
konungs, og sá Þórarinn þá
erindislok sín um þessi rnál
Getið þér, heiðruðu lesend-
ur, hugsað yður Bjarna rúð-
herra Benediktsson i sporum
lEinars Þveræings"
Kæran á fveflavikur-
útvarpið
Greinin Sunnudagur sel-
stúlkunn.ar, sem flutti kæru
á hinn ólöglega útvarpsrekst-
ur hersins á Keflavíkurvelii,
hefur verið send til útvarps-
stjóra Ríkisútvarpsins. Fvlgdu
'greininni fáeinar línur, þar
sem útvarpsstjóri °r beðinn
'að itaka kæruna til athugunar
og fyrirgreiðslu.
Jóhann Már
Guðmundsson
Núpstúni, Hrunamannahreppi
sendi mér bréf 19. þ. m. Efni
bréfsins verður síðar tekið til
athugunar. Hér með kvittast
fyrir móttöku bréfsins.
Verkamaíur í Reykjavík
sendi mér igrein, sem innlegg
í þessa dálka. Verður greinin
birt í næstu viku. Höfundur
vijj ekki láiba niafns síns getið
og setur „Kjósandi" undir
'greininia. Svo sem fyrr er frá
greint er fullri þagmælsku
heitið hverjum þeim, er legg-
ur hönd til slarfs með okkur,
en vill ekki ®ð svo stöddu
koma fram á opinberum yett-
vangi.
Verzlunarstjóri
Reykjavík,
sem stjórnar fjölmennu starfs-
liði, sagði við mig 21. b. m.:
Ég er boðinn og búinn fil
þess að styrkja þessa nýju
hreyfingu gegn hemum. Ég
hef lathugað skoðanir starfs-
fólksins, og ég þori að full-
vrða, að það er 'Undantekning-
larjaust á móti her í landinu
og vill beita sér gegn stofnun
innlends hers.
Verzlunarstjórinn er þetdct-
ur maður og vel kynntur.
Mun hann opinberlega taka
þátt í störfum með okkur
innan skamms.
Ungur hljómsveitarstjóri
hefur boðið fylgi 'sitt ásamt
hljómsveit sinn.i. — Þurfið þið
ekki músík, þegar ráðstefnan
verður hialdin 7. maí? sagði
hann.
— Jú, þakka þér fyrir —
og sennilega fyrr.
Bréf
til félaga og félagasambanda,
sem hafa samþykkit landmæli
'gegn hernum eða stofnun inn-
lends hers, verða innan
skamms sett í póstinn. Er
þess vænzt, að þeir sem bréf-
in fá svari fljótlega.
Undrun hermananna
Hermenn hafia oft farið í
skemmtiferðir um landið og
komið á hinn sögurika Þing-
völl. Einhverju sinni gaf ís-
lendingur siig að hermianna-
flokki, sem var að reika um
Þingvöll og fór að segja her-
mönnunum frá ýmsum alburð-
um úr sögu lands ag þjóðar
í sambandi við Þingvöll. Þeg-
ar hann hafði lokið máli sínu,
sagði einn Ameríkaninn:
— Ja, nú er ég aldeilis
hissa, — svo 'að hér var þing
og siðmenning löngu áður. en
Bandaríkin okkar urðu til!
Erum við íslendingar eins
hisaa á siðmenningu Banda-
níkjanma?
Og svo hið daglega
íhugunarefni:
Þar 'ti.l markipu er.náð vérð-
ur nú og ialla d^ga iað vera
okkar fyrsta orð iað morgni
og hið síðasta iað kvöldi:
Þjóðareining 'gegn her á Is-
landi. Uppsögn herverndar-
samningsins.
G. M. M.
Um dóm þann, sem liér fer á
eftir þarf ekki að fara mörgum
orðum. Fæstir munu telja hann
rétjlátan, en ég er mjög ánægð-
ui' yfir þvf að Hæstiréttur skuli
slá því föstu að iaunþegi, sem
ekki er í stéttarfélagi, hafi
raunverulega engan rétt gagn-
vart þeim, sem hann vinnur hjá,
haff ékki einu sinni rétt til vísi-
tölu, sem allir launþegar virðast
hafa átt rétt til á síðustu ár-
um. Með þessum dómi ættu
augu launþega' .að lopnast fyrir
þvílivers virði- stéttarfélögih
eru.'jHver einaíjti launþegi á að
gangá i viðkomandi stéttarfélag,
hætta að vera sinn eigin og ann-
ara böðull með því að standa
utan við stéttarsamtökin.
Á skrifstofu Iðju kemur ár-
lega stór hópur manna sem
vinnur ófélagsbundiiiinThjá mönn
um, sem eru að föndra tíma úr
ári við einhverskonar iðnað á
heimilisgrundvelli. Þetta fólk
er meira og minna svikið um
kaup og hlunnindi, sem fylgja
samningum Iðju, en það er oft-
ast ráðið með því fororði, að
greitt sé eftir Iðjusamningi.
Oft er eitthvað hægt að rétta
hlut þessa fólks, en í mörgum
tilfellum ekki, eins og umtalað-
ur dómur sannar.
Svona iðnaðardrull á heldur
engan rétt á sér, enda sjálfsagt
ofit drifið utan við-lög og rétt á
allan • hátty en allt slíkt getur
„borið sig“.
Takmarkið er, allir launþegar
insi í stéttarfélögin.
Halldór Pétursson.
Árið 1953, föstudaginn 20.
febrúar, var í Hæstarétti í mál-
inu nr. 29/1951:
Ólafur F. Ólafsson
gegn
Helgu Finnsdóttur
uppkveðinn svohljóðandi
D Ó M U R :
Áfrýjandi, sem hefur skotið
máli þessu til Hæstaréttar með
stefnu 7. marz 1951, gerir þær
dómkröfur, að hann verði ein-
ungis dæmdur til að greiða
stefnda kr. 203,36, og að stefnda
verði dæmt að bera kostnað
sinn af málssókninni í héraði en
greiða. áfrýjanda málskostnað
fyrir Hæstarétti að mati dóms-
ins. Stefndi hefur aðallega kraf-
izt greiðslu úr hendi áfrýjanda
á kr. 1072,10 ásamt 6% árs-
vöxtum af kr. 835,33 frá 25.
nóvember 1950 til greiðsludags,
en til vara á kr. 694,49 ásamt
vöxtum eins og áður greinir af
kr. 472,24. Svo krefst stefndi og
málskostnaðar fyrir báðum dóm
um að mati Hæstaréttar.
Málavextir eru þessir:
I júnímásiuði 1950 réðst
stefndi til starfa á prjónastofu,
er áfrýjandi rekur í Reykjavík,
■og skyldi stefndi fá í kaup kr.
8,00 fyrir hverja klukkustund.
Að því er viroist var ekki á hað
minnzt, hvort vísitöluála.g skyKii
greitt-á kauþið og hefúr hvorugt
aðilja staðhæft,. að urn það at-
riði hafi verið rætt, er, sámið
var. Áfrýjandi greiddi stefuda
síðan kaup án vísitöluálags og
er ekki leitt í Ijós, að stefndi
hafi að því fundið, fyrr en um
miðjan októbermánuð, er hún
sagði upp starfi sínu hjá áfrýj-
anda. Fór stefndi þá íram á að
fá greitt vísitöluáiag á kaupið.
en áfrýjandi synjaði þess. Er
aðalkrafa stefnda í máli þessu
við það miðuð, að fullt vísitö’.u-
álag, eins og það var á hverjum
tíma, verði greiit á kaupið, en
varakrafan er reist á því, að hið
umsamda tímakaup hafi sarn-
svarað grunnkaupi ásamt vísi-
töluálagi í júnímánuði 1950 er
vinnan hófst. Þá .krexst stefndi
og orlofsfjár af vísitöluálagi
auk vangreidds orlofsfjár af
þegar greiddu kaupi, er hann
telur nema kr. 203,36.
Áfrýjandi hefur algerlega
mótmælt kröfum stefnda um
vísitöluálag, en viðurkennir, að
vangreitt orlofsfé nemi kr. 203,
36.
Það er leitt í ljós, að hvorug-
ur aðilja var í stéttaxíélagi á
þeim tíma, sem hér ræðir um.
Voru lögskipti þeirra því eigi
háð ákvæðum kjarasamnings
neins stéttarfólags. Svo sem áð-
ur greinir, veitti stefndi hinu
umsamda kaupi móttöku, án
þess að lireyfa kröíu um vís.i-
töluálag á það fyrr en um miðj-
an október 1950, er hún sagði.
Ríarfinu upp. Verður þegar af
þtssari ástæðu að syuna áfrýj-
anda algerlega af kröfum
stefnda um greiðslu vísitöluá-
lags á umsamið kaup.
Áfrýjanda verður þ^i aðeins
dæmt að greiða stelnda van-
greitt orlofsfé, kr. 203,36.
Vaxta af þeirri fjárhæð hefur
eigi verið krafizt.
Þar sem ekki var sótt dóm-
þing í héraði af hálfu áfrýjanda
ber að dæma liann til að greiða
stefada málskostnað fyrir báð-
jrramhald á 11. síðu.
Detlef Kraus — Bréíriíur á hurðum — Jóhanns
raunir Kínaíara
KONA ein hefur komið að máli
við Bæjarpóstinn Oig beðið
hann um að koma þeirri ósk
sinni og fjölm.argra lannarra tií
skila, ,að endurtekmr verði-
hljómleikar þeirr.a Detlefs
Kraus og Ruth Hermanns. Á-
stæðan fyrir því, að hljómleik-
arnir' á dögunum voru ekki
betur sóttir en raun var á, mun
vena sú, að veður v.ar ekki
heppilegt. Áreiðanlega mun
nokkuð stór hópur manna
standa á bak við þessi tilmæli,
og er þeim hér með vinsam-
iegast beint til réttra hlutað-
eigenda.
★
í DAG sendir ,,R“ okkur eftix-
fanandi pistil um bréfaugu á
hurðum: „Bréfaugu á hurðum
:að íbúðum manna virðast vera
sá munaður, sem fólk almennt
virðist eiga. erfitt með að veita
sér. Og ef til eru, þá víða svo
þröng, að varla er hægt að
stinga þar inn óbrotnum bréf-
spjöldum, ef í stærra Jagi eru.
— Eitit sinn veitti ég aðstoð
bréfber,a nokkrum við -að bera
út póst sem hann skildi skila
að morgni dags í hverfi eitt.
iMér var þó ekki ókunn með
öllu sú raun að koma bréfleg-
um boðum til fólks, án þess að
■til væi'i ætlazt að hitta viðtak-
anda endilega. — Á þessari för
minrii kom ég víða að læstum
dyrum og varð þá það fyrir að
knýja á dyr, unz upplokið var,
o:g tókst það, ef vakandi fólk
var heima. Annars varð að
pota póstburði inn með hurð-
arrifum eða með opnum glugg-
um — eða hengsla honum sem
hagkvæmast í klemmikverk við
hurðarhún. Að einu húsi kom
ég, þar sem ekki virtist kvikt
innan dyra, nema reykur úr
skorsteinl gaf til kynna, að lif-
að myndi þar einhverja hluta
dags. Þar var enga rifu eða op
á húsinu að finna, sem hægt
væri ,að troða 'inn tilkynningu
frá pósthúsinu, svo fangaráð
mitt var að finna mér hálm-
strá og binda þau við hurðar-
húnin.n til þess að bréfin fykju
ekki loftsins leið.
Til margs eru menn skyldaðir,
hagkvæms og óhagkvæms, af
opinberu valdi. Hvers vegna
ekki að skyldia húseigendur t'il
að haf.a bréfa'augu á húsum
sínum? Og ef ekkj yrði ,af
framkvæmd, að taka þann
kostinn að látia setjia þau á af
þvi opinber.a, rétt eins og þeg-
ar fegrunarfélagið lætur hirða
óhreinsaða garða bæjarbúa á
kostmað viðkomandi ‘aðila.
En annars — því í dauðanum
fá ekki loppnir póstburðar-
menn, sem þetta ástand mæðir
Framhald á 11. síðu.