Þjóðviljinn - 31.03.1953, Page 10

Þjóðviljinn - 31.03.1953, Page 10
£0) '— ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 31. marz 1953 i I I Töskunýjung Það yerða sjaldan nýjungar í töskuheiminum, en hér er þó spánný hugmynd, sem er að minnsta kosti skemmtileg. — Taskan sjálf er málmhylki, sem skipt er í hólf, en 'hólfin fer maður annars 'á m;s við í venjulegum töskum. Öil þessi föt sem maður á. Aftur á móti mætti ætla að taskan væri freistandi fyrir hina fingra- löngu, sem gætu hæglega veitt málmhylkið upp úr pokanum. Það er dálítill galli sem nauð- synlegt er að taka til greina áður en maður fel’ur fyrir þessari töskufreistingu. hólf gera manni kleift að hafa allt í röð og reglu í töskunni og geta í flýti fundið hváð sem er. Þetta lætur býsna vel í eyrum. Sjálft zrJáimhylkið er ekki mjcg fallegt og þess vegna er það haft í poka eins og sýnt er á myndinni. Hringur lokar pokanum og úlnliðnum er stungið gegnum hankann. Þetta er ekki ósnoturt og í pokann er hægt að ncta næst- um hvaða efni sem er. Á myndinni er pokinn úr svörtu flaueli, en hver og einn getur valið efnið eftir eigin geðþótta. Maður getur næstum leyft sér að fá sér í poka í stíl við öil Rafmagnstakmörkun J>ri<5ju(?a"ur 81. marz. Kl. 10.45-12.30: Hafnarfjörður og nágrenni. — Reykjanes. MATURINN A MORGUN , Þorskrúllur, hrærðar kartöflur. ( Afgangur af ávaxtagraut. > Þorskrúllur: Nota má þorsk i • eða ýsuf'ök. Ef þau eru mjögr! • þykk eru þau klofin. Skorin í 1 110-15 cm langa og 5-8 cm 1 1 breiða geira. ICryddsiidarbiti 1 látinn á hvern geira og vafið upp' í sívalning. Ve!t upp úr eggjahvítu og brauðmylsnu og ' raðað upp á endann í smurt , eidtraust mót. Nokkrir smjör- i iíkisbitar látnir yfir. Bakað i . , heimtum ofni í 5-10 mín. % i , af heitri mjólk helit yffr (handa 4-5) *og bakað éfram í| 15-10 mín. þangað til fiskurinn i I er hvítur í gegn. Plastlykt Ýmsir fallegir hlutir eru til úr plasti og margt er svo ein- falt og auðtilbúið', að það er freistandi að kaupa plast í metratali og sauma úr því heima. Þá er nausynlegt að gæta þess að plastið sé gott. Til er plast sem megnasta ó- lykt er af. Venjulega minnir lyktin á sterkan skóáburð og í verzlunum er fullyrt að lykt- ! in hverfi; það er ekki rétt — lyktin helzt ótrúlega lengi. Eg veit um ýmsa sem eiga plast, sem hefur lyktað óþverralega í heilt missiri! Það er heldur ó- skemmtilegt og margir fá höf- uðverk af þessari lykt. Þeir sem ætla að kaupa plast í und- irlak í barnarúm ættu að gæta þess að það sé lyktarlaust, því áð ungbarnið er áreiðanlega ekki hrifið af lyktinni. Barnahúðin á veturna Þótt börn hafi heilbrigða og sterka húð, er nauðsynlegt að hafa eftiriit með húð þeirra á vetuma. Börn sem leika sér úti daglangt í s.njó og kulda, geta fengið þurra og hrjúfa húð, sem þau svíður í. Um leið og móðirin tckur eftir því, þarf hún aö vernda húð bams- ins með feitu kremi eða vaselíni. Kremið má bera á andlit bams- ins, áður en það fer út; vaselín er betra að nota á kvöldin, því að börn glansa eins og tin- koppur af því, og hin börnin stríða þeim og það verður ti! þess að þau þrjózkast við að láta bera á sig í næsta sinn. Notið eins milt krem og völ er á og forðizt sterkilmandi krem. Mörg börn hafa svo sterka húð, að þeim verður ekki meint af kulda en ef eitthvert lítið krili hefur veika húð, er sjálfsagt að reyna að vernda hana. Ef húðin þolir kuldann mjög illa, er ef til vill ráðlegt áð leita læknis; það er hugsanlegt, að barnið skorti vítamin, og ef svo er, þarf annað og meira til en smyrja feiti á húðina. ,,Pelsar“ úr nælon Ensk verksmiðja hefur feng- ið einkaleyfi á aðferð til áð framleiða pelsa úr nælon. — Kanadiskir visindamenn fram- leiddu fyrstir þessa pelsa og þeir gengu úr skugga um hlýju þeirra með því að gahga í þeim 120 km vegalengd í 45 gr frosti og roki. Nýju pelsamir verða likir öðrum pelsum, en þeir verða ódýrari, sterkari, auðveldara verður að hreinsa þá; auk þess sem mölur fær ekki grandað þeim. Nevil Shute: HlióSpípusmiSurinft eins á matnum, en gamli maðurinn hafði enga matarlyst. Vörðurinn fór burt með matarilátin og enn hófst bið. Klukkan þrjú var hurðinni hnmdið upp og þar stóð varðstjórinn og varðmaður með honum. „Gamli maður,“ sagði hann. ,,Komið hingað.“ Howard gekk í áttina til dyra og Nicole elti hann. Vörðurinn ýtti henni til baka. Gamli maðurinn nam staðar. ,,Andartak,“ sag-’i hann. Hann tók um hönd hennar og kyssti hana á ennið. „Vertu sæl, ^góða mín,“ sagði hann. „Hafðu engar áhyggjur af mér.“ Þeir ýttu honum burt, út úr húsinu og út á torgið. Það var glaða sólskin úti; nokkrir bíl- ar óku framhjá og fólkið var að verzla í búð- unum. Láfið ; Lannilis gekk sinn yanagang; frá kirkjunni heyrðist sálmasöngur. Konuraar í búðunum horfðu fórvitnislega á hann þegar hann gekk framhjá í fylgd með vörðunum. Það var farið með hann inn í. annað hús og í herbergi á neðstu hæð. Dyrunum var læst á eftir houum. Hann leit í kringum sig. Ilann var staddur í setustofu, búinni frönsk- um húsgögnum, gylltum og óþægilegum í rók- ókóstíl. Nokkur olíumálverk héngu á veggjun- um í þungum, gylltum römmum; stór pálmi var í potti, gamlar ljósmyndir á borðum. I miðju herberginu vai borð með dúk á. Við þetta borð sat ungur maður, dökkhærð- ur, fölleitur maður í borgarabúningi og talsvert innan við þritugt. Hann leit upp um leið og Howard kom ion í herbergið. „Hver c.ruð þér?“ spurði hann á frönsku. Hann talaði kæruleysislega ein$ og það skipti litlu máli. Gamli maðurinn stóð við dyrnar, skelfdur í hjarta sínu. Þetta var undarlegt og þvi hlaut það að vera hættulegt. „Ég er Englendingur", sagði hann loks. Það var bezt að segja allt af létta. ,,Ég var hand- tekinn í gær“. Umgi maðurinn brosti gleðilausu brosi. I þetta skipti talaði hann ensku og vottaði ekki fyrir erlendum hreim. „Jæja“, sagði hann. „Þér ættuð að íá yður sæti. Við erum tveir í sama báti. Ég er enskur líka“. Howard hörfaði aftur á bak. „Eruð þér enskur?“ ,,Já“, sagði hinn kæruleysislega. „Móðir mín var ættuð frá Woking og ég hef alið mestan aldur minn í Englandi. Faðir minn var fransk- ur, svo að ég var franskur fyrstu ár ævinnar. En hann féll í fyrra stríði“. „En hvað eruð þér að gera hér?“ Ungi maðurinn benti á stól. „Fáið yður sæti“. Gamli maðurinn dró stól að borðinu og etid- urtók spurningu sína. ,Eg vissi ekki að það var annar Englendingur í Lannilis“, sagði hann. „Hvað í ósköpunum eruð þér að gera hér?“ ,Eg bið eftir að verða skotinn", sagði ungi maðurian. Það varð skelfileg þögn. Loks sagði Howard: „Heitið þér Charenton?“ Ungi maðurinn kinkaði kolli. „Já“, sagði hann. ,,Ég er Charenton. Þeir hafa sagt yður af mér“. Það varð löng þögn. Howard vissi ekki livað liann átti að segja. í vandræðum sínum varð honum litið á hendur unga mannsins á borð- inu. Hann sat með spenntar greipar og kross- lagða þumalfingur. Um leið og hann tók eftir augnaráði. gamia mannsins leit hann hvasst á hann og losaði á taJdnu. Hann andvarpaðl dáJítið. „Hvernig stendur á yðar ferðum?“ spurði hann. ■ 76. Howard sagði: ,Eg var að reyna að komast til Englands með nokkur börn“. Hann sagði sögu sína. Ungi maðurinn hlustaði þögull á hann og virti hann rannsakandi fyrir sér. Loks sagði hann: „Ég býst ekki við að þér þurfið að hafa neinar áhyggjur. Þeir leyfa yður sjálfsagt að búa í friði í einhverri franskri borg“. Howard sagði: „Ég er hræddur um ekki. Þeir halda að ég standi í einhverju sambandi við yður“. Ungi maðurinn kinkaði kolli. „Mér datt það í hug. Þess vegna hafa þeir leitt okkur saman. Þeir eru að leita að fleiri syndaselum“. Howard sagði: „Það er liætt við því“. Ungi maðurinn reis á fætur og gekk út að glugganum. „Yður er óhætt“, sagði liann loks. „Þeir hafa engar sannanir gegn yður — þeir geta ekki haft neitt slíkt. Fyrr eða síðar kom- izt þér aftur til Englands". Það var dálítil angurværð í nödd lians. Howard sagði: „Hvað um yður?“ Charenton sagði: „Mig? Ég verð látinn fjúka. Þeir hafa nægar sannanir gegn mér“. Howard fanast þetta mjög óraunverulegt. Honum fannst eins og hann hefði verið að hlusta á leikrit. „Við virðumst báðir vera í vandræðum", sagði hann loks. „Ef til vill eru vandræði yðar meiri en mín. En eitt getið þér gert fyrir mig“. Hann leit í kringum sig. ,,Ef ég gæti fengið blað og blýacit mjmdi ég skrifa nýja erfðaskrá. Gætuð þér verið vitni fyrir mig?“ Maðurinn hristi höfuðið. „Þér megið ekkert skrifa nema með leyfi Þjóðverjanna; annars taka þeir það af yður. Og ekkert skjal með nafni mínu gæti komizt til Englands. Þér verðið að finna eitthvert annað vitni, herm Howard". Gamli maðurinn andvarpaði. „Ég býst við því“ sagði hann. Svo bætti hann við: „Ef ég ætti eftir að komast undan en þé.r ekki, get ég þá ekki gert eitthvað fyrir yður? Tekið skilaboð", sagði hann einbeittur. Charenton brosti kynlegu brosi. „Engin skilaboð“, sagði ham einbeittur. „Get ég ekkert gert?“ Ungi maðurinn leit á liann. „Eruð þér kunn- ugur í Oxford?“ „Já, ágætlega kunnugur", sagði gamli mað- urinn. „Hafið þér verið þar?“ Charenton kinkaði kolli. „Eg var ( Oriel. Upp með ánni hittumst við stundum — það er lítil krá serr stendur við skrýtna tjörn, eldgamalt steinhús hjá lítilli brú. Þar er alltaf árniður og fiskar synda í tærri tjörninni, og blóm út um allt“. r UW Ofc CftMWt i Allir hugsa sér að koma einhverju í verk, allir koma einhverju í verk, en enginn kemur því í verk sem hann ætlaði sér. Konur væru yndislegri verur en þær eru ef maður gæti ient í örmum þeirra án þess að lenda um leið í höndunum á þeim. Hún kallar hundinn og manninn sama nafni Það hljóta oft að vera árekstrar í slíku hjóna- bandi. Nei nei, hún talar alltaf vingjarnlega við hund- inn. Mér sýndist brúðurin veia mjög þreytt. Og er ekki að furða, hún er nú ekki búin að ganga svo lítið á eftir honum . Hvað lét faðir hchnar ungu hjónin hafá þegar þau giftust? Afganginn af fjölskyldunni. , ^

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.