Þjóðviljinn - 02.04.1953, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 2.' apríll953-
JMÓOVIUINN
Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn.
Ritstjórar: Magnús Kjartansson iáb.), SigurSur Guðmundsson.
Fréttastjóri: Jón Bjarnason.
Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Magnús Torfi Ólaísson,
Guðmundur Vígfússon.
Augiýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig.
19. — SSmi 7500 (3 línur).
Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17
annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið.
Prentsmiðja Þjóðviljane h.f.
Vonin unt frið
Vonin um frið, vonin um friðsamlega lausn alþjóðamálanna
hefur blossað upp um heim allan. Orsökin er frumkvæði alþýðu-
stjórnarinnar í Kína í fangaskiptamálinu í Kóreu, en það mál
hafði Bandaríkjastjórn notað sem átyllu til að hætta vopnahlés-
viðræðunum í haust. Málstaður kóresku alþýðustjómarinnar og
kínversku sjálfboðaliðanna í því máli var traustlega byggður
á þeim alþjóðareglum sem gildandi eru um stríðsfanga, að 'þeim
skyldi öllum skilað aftur. Um þetta mál eru ákvæði Genfarsátt-
málans alveg ótvíræð. Sá fyrirsláttur Bandarikjamanna að mikill
fjöldi stríðsfanganna frá Kína og Norður-Kóreu vilji ekki fara
heim er ekki sannfærandi. Einmitt í meðferðinni á stríðsföngum
í Kóreu hefur bandaríska herstjómin gert sig seka um einstæð
glæpaverk og fólskuverk, er varnarlausir striðsfangar hafa verið
myrtir liundruðum saman af vopnuðum hervörðum sem ekki hafa
blygðazt sín fyrir að vinna hryðjuverkin í nafni Sameinuðu
þjóðanna. Ekki er ólíklegt að með slíkri fangavörzlu sé hægt
að fá fanga til að undirrita hitt og annað, þeir gætu hafa gert
sér það til lífs.
Tillögur Sjú Enlaj sem verið hafa umræðuefni blaða, ríkis-
stjóraa og manna á milli um heim allan frá því að þær komu
íram, hafa nú verið formlega afhentar Sameinuðu þjóðunum, og
hefur stjóm Norður-Kóreu lýst sig samþykka þeim. Tillögurnar
eru þessar:
1. Samninganefndir beggja. deiluaðila. komi þegar í stað saman
á fun'd í Panmúnjon til að ræða vopnahlé.
2. Heniaðaraðgerðum verði hætt þegar í stað og um leið hefjist
heimsending allra stríðsfanga ,sem heim vilja fara, en hinir verði
fluttir til hlutlauss lands og hafðir þar þangað til réttlát lausn
í máli þeirra hefur verið fundin.
3. Núverandi víglína verði markalína milli deiluaðila meðan
samningar standa yfir.
4. Allir hermenn beggja vegna víglínunnar verði látnir liörfa
tvo kílómetra til að koma í veg fyrir árekstra meðan á samn-
ingunum stendur.
5. Þrem mánuðum eftir að samningar um vopnahlé hafa verið
undirritaðir, komi fulltrúar beggja deiluaðila saman á ráðstefnu
til a.ð ræða brottflutning allra erlendra herja úr landinu.
Það er skýrt tekið fram af hálfu þeirra er flytja þessar tillög-
ur að með þeim sé ekki fallið frá þeim skilningi sem Norður-
Kórear og Kínverjar hafa lagt í Geníarsamþykktina um stríðs-
fanga, og heldur ekki á þá staðhæfingu 'Bandaríkjamanna að mik-
ill liI'Uti fanganna sé ófiis að fa)-a til heimkjTina sinna. Tilgangur
tillagnanna er sá, segja flutningsmenn, að jafna öll deilumál í
Kóreu og bægja þannig frá dyrum þeirri hættu sem Kóreustríðið
er friðnum í Austur-Asíu og öllum heiini.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem alþýðuríkin hafa sýnt friðar-
vilja sinn í verki, vilja sinn til að jafna alþjóðleg deilumál við
samningsborðið. Það vantar ekki að Bandaríkjastjórn og þær rík-
isstjórnir sem staðið hafa að innrásarstyrjöldiimi í Kóreu, hafi
ekki við mcrg tækifæri tjáð friðarvilja sinn í orði. En hitt hefur
þótt á skorta að þær stæðu við fallegu orðin þegar á hefur reynt.
Fróðlegt er að athuga viðbrögð bandarísku blaðanna á íslandi
til friðarfrumkvæðis kínversku alþýðustjómarinnar. Þau ganga
jafnvel feti framar blöðum húsbændamsa vestra og virðast telja
það hina mestu ógæfu ef tillögur alþýðustjórnaníia gætu leitt
til friðar! Tónninn í hinum friðsömu blöðum Sjálfstæðisflokksins
er einna likastur liljóðinu í fasistaforingjanum og Baíidaríkja-
leppnum Syngman Rhee, sem reynir ekki að dylja ótta sinn við
frið í Kóreu og þá tilhugsun að hinn bandaríski innrásarlier
hverfi úr laodinu. Það er sams konar ótti sem þjakar Bandaríkja-
leppana hvar sem er í heiminum, áleitin spurning; Hvað verður
um okkur l>egar Bandaríkjaherinn hverfur úr landi og þjóðin
fær að ráða málum sínum sjálf ?
íslenzku þjóðinni er 'þetta sjónarmið fjarri. Allir sannir ís-
lendingar fagna því ef tekst að bmda endi á Kóreustyrjöldina
og auka á líkurnar fyrir friðarþróun alþjóðamálanna. 1 þri eiga
þeir samstöðu við allar friðsamar þjóðir heims. Rödd Bandarikja-
leppanna sem óttast friðinn er ekki rödd íslenzku þjóðarinnar.
Um aldir hefur rödd hennar verið rödd friðarins og svo mun
einnig verða um alla framtíð.
Hvar stóð flokkur þinn í landvörn íslendinga?
Aðeins einn stj órnmálaflokkur
glúpnaði ekki fyrir valdboði
Bandaríkj anna árið 1941
Það varð ljóst að mörgum
þingmönnum þríflokkanna þótti
þungbært að láta fara þann-
ig með vald og virðingu
Alþingis, og lýstu sumir þeirra
því ailskorinort í ræðum og
greinargerðum. Þingmenn 'þeirra
flokka sem síðan hafa kynnt
sig sem bandarísku flokkana á
Islandi voru enn ekki orðnir
allir nógu liðugir í knébeyging-
um fyrir valdboðum bandaríska
auðvaldsins en þeir hafa hlot-
ið mikla. þjálfun síðan, allt
fram til hinnar miklu sýningar
vorið 1951 er Ítver einasti
þingmaður Sjálfstæðisflokksins,
Framsóknar og Alþýðuflokks-
ins beygði kné fyrir banda-
rísku valdlxtði um grímulaust
hernám íslands til langs tíma
—• hver einasti nema Páll
Zóphóníasson.
En sumarið 1941 leyfðu sum-
ir þingmenn þessara flokka sér
dálitla hreinskilni. íhaldsþing-
maðurinn Sigurður Hlíðar gerði
þessa grein fyrir afstöðu sinni;
★
„Þó að ég sé „idealist.i“ og
vilji lifa í friði við allar þjóðir,
neyðist ég líklega til að vera
raunsæismaður í þessu máli og
beygja af. Mun ekki verða
komizt hjá að gera þennan
samning við Bandaríkin, því að
hnífurinn er á barka okkar.
Þessi ríki hafa ráð okkar í
hendi sér og geta bannað alla
flutninga til landsins, þau geta
komið í veg fyrir það, að við
getum flutt e'nn íiskugga úr
landi, og stefnt þannig fjárhag
okkar og lífi í hættu. Eg sé
því ekki að komizt verði hjá að
samþykkja þetta og mun því
ekki greiða atkv. á móti þessu,
þó a.ð ég héldi í fyrstu að ég
mundi gera það, og getur meira
að segja verið, að ég greiði bein
línis atkv. með málinu, þó að
ég geri það nauðugur“.
*
Meira að segja Morgunblað-
ið var lireinskilnara en Ólafur
Thórs. LeiðaM blaðsinis 1L
júlí 1941 heitir: „Eftir þingiö“.
Þar segir m.a.:
„Aðkoma Aíþingis að þessu
sinni var ekki ánægjuleg. Mál-
ið (svo!) sem Jiað átti um að
fjalla var raunverulega til
lykta ráðið þegar þingið kom
saman. Samkomulagiö um her-
vemdina var gert. Þingið hafði
þá ekki önnur úrræði en að
samþykkja eða hafna gerðum
stjórnarinnar og eins og í pott-
inn var búið gat þingið ekki
gert amiað en þáð sem gert
var".
Og þetta baráttumálgagn
þingræðisins í heiminum bætir
við;
„Það er vitanlega ekki í
samræmi við reglur þingræð-
isiiis að slík stórmál, sem
liér var uni að ræða scu
lögð fyrir þingið á þann
tiátt, er hér var gert-. Þetta
var og ríkisstjórmiuii ljóst
í upphafí". (Leturbreyting
hér).
Já, 'þetta var þingræðishétj-
unum Hermanni Jónassyni, Ól-
afi Thórs, Eysteini Jónssyni,
Jakoh Möller og Stefáni Jó-
'lianni Stefánssyni ljóst. En
þeir gerðu það samt, og áttu
eftir að fara enn ver með þing-
Síðari grefn
ræðið á íslandi næsta áratug-
inn.
Sósíalistaflokkurinn markar
enn skýrt afstöðu sina til „her-
vemdarsamningsins“ við Banda-
ríkin í ávarpi mi'ðstjórnar
flokksins, sem birt er 2. sept.
1941:
★
„Sósíalistaflokkurinn hefur
hvað eftir annað aðvarað ís-
lenzku þjóðina um hættuna, er
af fasismanum stafaði, krafizt
þjóðfylkingar gegn honum og
ráðstafana til vemdar sjálf-
stæði landsins. 1. desember
1938 lagði Sósíalistaflokkurinn
til að leitað væri sameigiiilcgrar
tryggingar Sovétríkjanna,
Bretlands og Bandaríkjanna á
sjálfstasði íslands. Aðvörunum
vonun og tillögum var engu
sinnt. Flotið var sofandi , að
feigðarósi. Síðan gerast. þau
tíðindi, að brezkt hervald tekur
land vort herskildi og brezkt
afturliald grandar frelsi voru.
Og því næst gera höfðingjar
Iandsins, að þjóðinni fom-
spurðri, í krafti sjálftekins
valds, nýja sáttmálann við
Bandaríkjaforseta og fela
Bandaríkjunum hervemd lands-
ins.“
Og ennfremur:
„Þegar Sósíalistaflokkurimi
neitar að gerast meðábyrgur
um hinn nýja sáttmála tuttug-
ustu aldarinnar, sem gerður
hefur verið við Baadaríkin, þá
er það ekki vegna. þess, að
hann vilji leggja stein í götu
hernaðaraðgerða, er að lialdi
megi koma í stríðinu við þýzka
fasismann eða draga úr skyld-
um íslenzku þjóðarinnar að
leggja frarn lið sit.t. í frelsis-
barátt.u þjóðanna. Flokkurinn
og meirihluti þjóðarinnar faga-
ar því, cf dvöl Bandaríkjaher-
liðs hér á landi má verða til
þess, að Hitler verði greidd
stæm högg og þyngri. En þjóð-
in hefur enga tryggingu fyrir
þvi, að ísland lialdi sjálfstæði
sínu og öðlist aftur full um-
ráð yfir landi sínu, þar sem
annarsvegar á í lilut auðveldi
og nýlenduríki, sem hefur mik-
illa héimsvaldahagsmusia að
gæta í sambandi við Island og
hinsvegar auðsveip sérhags-
munastjóra, umboðslaus frá ís-
lenzku þjóðinni. Flokkurinn vill
engan þátt í því eiga, að selja
stórveldi eins og Bandaríkjun-
um sjálfdæmi, eins og gert er
með nýja sáttmála, þar sem
aanar samningsaðilinn er eitt-
hvert voldugasta herveldi
hcknsins og hinn aðilinn varn-
arlaus smáþjóð. Þess vegna
lagði flokkurinn til á Alþingi 8.
júlí, að þess yrði farið á leit
við Sovétríkin, Bretland og
iBandaríkin, að þau gæfu sam-
eiginlega yfirlýsingu um
tryggingu fyrir sjálfstæði Is-
lands að stríðinu loknu. Það er
hverjum manni ljóst, hver reg-
inmunur er á einkaréttindaað-
stöðu eins herveldis. eins og um.
var samið, eða slíkri sameigin-
legri tryggingu. Sósíalistaflokk-
urinn mun hiiis vegar standa
fast á þeim rétti, e.r Nýi sátt-
máli veitir oss, eins og vér
skiljum hann og skráðum, eins
og forfeður vorir stóðu fast á
þeim rétti, sem tþeir töldu að
Gamli sáttrnáli veitti þeim,
cnda þótt hann væri nauðung-
arsamningur við érlent kúg-
unarvald".
★
Framsóknarmaður! Lestu Al-
þingistíðindin og dagblöðin frá.
sumrinu 1941 ef þú átt þess
kost, og spurðu sjálfan þig:
Hvar stóð flokkur minn í land-
vörn íslendinga sumarið 1941?
Sjálfstæðismaður! Hvar stóð
f'okkur þinn í landvöm Islend-
inga sumari'ð 1941?
Alþýðuflokksmaður! Hvar
stóð flokkur þinn í Íandvöm
Is’.endinga sumarið 1941?
Hugleiðið svarið, í einrúmi
og næði. Hugleiðið hvemig ís-
lenzku stjómmálaflokkarnir
standist dóm Islandssögunnar,
dóm þeirrar kynslóðar fslend-
inga sem ber þunga og ömur-
leik erlends ’ hemáms og berst
við hættur þess, dóm þeirra
frjálsu kynslóða Islendinga
3em varpað hafa af scr erienda
okinu og unnið landi sinu frelsi
og sjálfstæði:
Þinn ng!œpur"
TIJ-i JÓHANNESAR ÚR KÖTLUM, EFTIR ÚESTUR HANS
OPNA BRÉFS TIL ÚTHLUTTJNARNEFNDAR
LISTAMANNALAUKA 1953
Þhm „glæpur" er þér til heiðurs og hami mun lifa,
meðan helstirð þöjcnin yrúfir á. leiðum þeirra,
sem stáiu af þér munnbita, manni snauðum,
er ma'Su barst fsiaiuls ög þjýðar í br.k'stl hvetnn.
K" spyr ekki um rök né speki, né dul þeirra.r diiiiniu,
sem diepur ísien/.k þjóðíikáld úv hor í nafni auðslns,
í na.íni þess „glæps", sem gerðl að helgimi marmi
hvert ícóðskáid ísienzkt, cr lyfti þjóð sinnl og txingii.
Kristjdri lleluler.