Þjóðviljinn - 02.04.1953, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 2. apríl 1953
Lánaðu ekki greiðuna
þína
Ö, lánaðu mér greiðuna þína.
Hafið þið ekki heyrt þessa setn-
ingu oftar en einu sinni? Þetta
er í rauninni mesta fjarstæða,
því að með jafnmiklum rétti
væri hægt að biðja um tann-
bursta að láni, en engum dettur
það í hug, því að allir vita að
það er óheilsusamlegt. En það
er ekkert hreinlegra að fá
greiðu að láni. Sjúkdómar í hár-
sverðinum og eksem eru ótrú-
lega smitandi, og margir hafa
væga hársjúkdóma, sem þeir
verða sjálfir tæplega varir við,
en geta þó smitað aðra, ef þeir
nota sömu greiðu, og næsti mað.
ur sem fær sjúkdóminn, verður
ef til vill illa fyrir barðinu á
honum. Það er því fuil ástæða
til að vera þrjózkur og lána
aldrei greiðuna sína og fá ekki
beldur léða greiðu hjá öðrum.
Og það má bæta því við, að það
er engin ástæða til að móðgast,
þótt einhver vilji ekki lána
manni greiðu. Það þarf elcki ein-
göngu að stafa. af þvl, að við-
komandi álíti mann hirðulausan
og sóðalegan. Ekkert er eðli-
legra en hver og einn noti sína
eigin greiðu og enga aðra.
Mfólkissr-
cg feraisSsölulíúðis:
Yfir páskahelgina hafa mjólkur-
og brauðsölubúðir opið sem hér
segir:
Mjóikurbúðir: Skírdag: kl. 9-12.
Föstudaginn langa: 9-12. Laugar-
dag: 8-4. Á páskadag verður lokað
Allan daginn. Annan páskadag: kl.
9-12.
Brauðsölubúðir: Skirdag: 10-12,
sumstaðar verður þó opið til k'. 4.
Föstudaginn langa verður lokað
al>an daginn. La,ugardag: 9-4.
Á jpáskadag verður lokað allan
daginn. Annan páskadag verður
sumstaðar opið til kl. 12.
Kl. 10.45-12.30
Fimmtudagur 2. apr. (Skírdagur).
Hlíðarnar, Norðurmýri, Rauðarár-
holtið, Túnin, Teigarnir, íbúðar-
hverfi við Laugarnesv. að Klepps-
vegi og svæðíð þar norðaustur af.
LÉTTU ilskórnir eru ekki lengur
sumarskór eingöngu; þeir eru not-
aðir allt árið. Skórnir á myndinni
eru úr svörtu rúskinni og eru af-
bragðs spariskór allt árið. Þessi
mjóu bönd og mjög háu hælar
eru góð handa litlum og grönn-
um stúlkum, sem eru ef til vill
of stuttfættar og vilja gjarna
sýnast hærri þegar þær eru
sparibúnar. Skórnir eru ekki fal-
legir á stóra. fætur og konur sem
hafa svera ökla ættu að forðast
þá.
Hinn undursamlegi
lífselexír
Þið hafið ef til vill heyrt
söguna, en það sakar ekki að
endurtaka hana, því að hún
hefur speki að gejnia. Árið
1865 eða þar um bil var til
lyfseðíll að lífselexír, sem var
mjög vinsæll meðal kvennanna
við frönsku hirðina. Frægur
læknir Iiafði samið lyfseðilinn
og hann var svohijóðandi:
Aqua fontis ............. 100 g
Illa repitita ............ 40 g
Eadem protoxyde . . . - 12 g
Hydrogen proxyde .... 30 g
Nil aliud................. 25 g
Áf þessu á að taka einn
dropa þrisvar á dag.
Konurnar urðu mjög hress-
ar þegar þær dreyptu á þessari
flóknu samsetningu. En dag
nökkum eyöilagðist allt sam-
an, því að hertogafrú nokkur
lét þýða lyfseðilinn:
Brunnvatn .............. 100 g
Hið sama aftur .......... 40 g
Hið sama í dropatali .. 12 g
Vatn .................... 30 g
Ekkert annað ............ 25 g
Föstudagur 3. apr. (Föstud. langi).
Austurbærinn og miðbærinn milli
Snorrabr. og Aðalstrætis, Tjarnar-
götu, Bjarkargötu að vestan og
Hringbrautar að sunnan.
'♦
Laugardagur 4. apríl.
Vesturbærinn frá Aðalstr., Tjarn-
argötu og Bjarkargötu. Melarnir,
Grímsstaðaholtið með flugva'lar-
svæðinu, Vesturhöfnin með Örfir-
isey, Kapiaskjól og Seltjarnarnes
fram eftir.
Sunnudagur 5. apr. (Páskadagur).
Hafnarfjörður og nágrenni. —
Reykjanes.
Mánudagur 6. apr. (2. í páskum).
Nágrenni Reykjavíkur, umhverfi
Elliðaánna vestur að markalínu
frá Flugskálavegi við Viðeyjar-
sund, vestur að Hlíðarfæti og það-
an til sjávar við Nauthólsvík i
Fossvogi. Laugarnes, meðfram
Kleppsvegi, Mosfellssveit og Kjal-
arnes, Árnos- og Rangárvallasýslur.
Friðjudagur 7. apríl.
Hlíðarnar, Norðurmýri, Rauðarár-
ho'tið, Túnin, Teigarnir, íbúðar-
hverfi við Laugarnesv. og Klepps-
vegi og svæðið þar norðaustur af.
Sósuslur of
nýrri gerð
Jafnvel hjá beztu húsmæðr-
um getur sósan orðið kekkjótt,
og þlá er hún neydd til aó sía
hana. Nú hafa verið fram-
leiddar sósusíur, sem eru
þannig að lögun, að þær falla
ofaná venjulega sósukönnu.
Þær eru með hanka sem hægt
er að haida I og á þeim eru
dálitlir krókar, sem festa þær
á sósukönnu, svo að ekki er
nauðsynlegt að halda á þeim
meðan sósunni er hellt gegnum
þau. Maður verður áð halda
á venjulegri síu, meðan á .þessu
stendur, og til þess þarf eig-
inlega þrjár hendur, en náttúr-
an hefur ekki verið svo hug-
ulsöm að gera okkur þannig
úr garði.
Nevil Sbute:
inn skellti saman hælunum og fór út úr her-
berginu og lokaði á eftir sér. Hermaðurinn
stóð kyrr við dyrnar. Það var farið að birta
í herberginu.
„Komið hingað,“ sagði Þjóðverjinn við glugg
ann. „Lítið út. Er þetta ekki fallegur garður?“
Gamli maðurinn gekk að glugganum. Það
sást út í garð, umkringdan háum, rauðum
múrvegg, og í honum uxu ávextatrc. Þetta var
vel hirtur, ræktarlegur garður og honum fannst
ánægjulegt að sjá hann.
„Jú,“ sagði hann lágt. „Þetta er fallegur
garður“. Hann hafði óljóst hugboð um að nú
ætti að veiða hann í gildru.
Þjóðverjinn sagði: „Eftir nokkrar mínútur
deyr Charenton vinur yðar í þessum garði, ef
þér hjálpið honum ekki. Það á að skjóta hann
fyrir njósnir."
Gamli maðurinn starði á hann. „Eg veit ekki
hver tilgangur yðar er með þvi að kalla mig
hingað“, sagði hann. ,,Eg hef aldrei séð
Charenton fyrr en í gær, þegar þér leidduð
okkur saman. Hann er hughraustur og góður
ungur maður. Ef þér skjótið hann, fremjið
þér illvirki. Maður eins og hann 'ætti að fá
leyfi til að lifa og starfa fyrir heiminn, þegar
styrjöldinni er lokið.“
„Dáfalleg ræða,“ sagði Þjóðverjinn. ,,Eg
er yður sammála; hann ætti að fá að lifa,
ef þér hjálpið honum. Hann verður fangi til
stríðsloka, en þau fara nú að nálgast. Eftir
sex mánuði. Þá fær hann frelsi sitt aftur.“
Hann leit út um gluggann. „Sjáið þér,“ sagði
hann. „Þeir eru að fara með hann út.“
Gamli maðurinn leit út. Eftir garðstignum
gengu sex vopnaðir hermenn með Charenton á
milli sín. Þeir voru undir stjórn liðsforingja,
sem gekk í humátt á eftir Charenton með hend-
ur í vösum. Hann var óbundimn og virtist ekki
sérlega niðurdreginn.
Howard sneri sér að Þjóðverjanum. „Hvers
ætlizt þér til af mér?“ spurði hann. „Iivers
vegna á ég að sjá þetta?“
„Eg lét sækja yður,“ sagði Þjóðverjinn, „til
þess að ganga úr skugga um, að þér vilduð
ekki hjálpa nauðstöddum vini yðar.“
Hann hallaði sér nær gamla manninum.
„Hlustið þér nú á,“ sagði hann lágt. „Hvorugur
ykkar þarf að skaðast við það. Og það skiptir
engu máli fyrir úrslit stríðsins, því að land
yðar umflýr ekki örlög sín. Ef þér segið mér
hvernig hann korn upplýsingunum út úr Frakk-
landi og til Englands til Cochrane majórs, þá
skal ég himdra þessa aftöku."
Hann gekk nokkur skref til baka. „Hvað
finnst yður?“ sagði hamn. „Þér verðið að vera
raunsær. Það er ekki skynsamlegt, að láta
hraustan og djarfan ungan mann láta lífið,
Þegar hægt væri að fcomast hjá því. Enda þarf
enginn um neitt að vita. Cliarenton verður í
haldi þangað til stríðinu lýkur, eftir nokkra
mámuði, og þá verður hann látinn laus. Þér og
barnahópurinn yðar yrðuð um kyrrt í Frakk-
landi ,en ef þér hjálpið okkur núna, hafið þér
ekkert að gera í fangelsi. Þér gætuð lifað ró-
legu lífi í Chartres með ungu konunni. Og í
haust, þegar stríðinu er lokið, fáið þér að fara
heim. Og Englendingar fara ekkert að rekast í
þessu, því að þá verður búið að leysa upp
brezka njósnarkerfið. Yður er emgin hætta bú-
in og þér getið bjargað lifi unga mannsins.“
Hann hallaði sér aftur að Howard. „Aðeins
örfá orð,“ sagði hann ísmeygilega. „Hvernig
fór hann að því? Hann fær aldrei að vita að
þér sögðuð frá því.“
Gamli maðurinm starði á hann. „Eg get ekki
sagt yður það,“ svaraði hann. „Eg hef efcki
nokkra hugmynd lun það. Eg er alveg ófcunnug-
ur málum hans.“ Honum létti þegar hann var
búinn að segja þetta. Ef hann hefði getað gef-
ið einhverjar upplýsingar, hefði aðstaða hans
verið erfiðari.
Gestapóforimginn gekk nokkur skref til baka.
„Þetta er þvættingur," sagði hann hranalega.
„Eg trúi því ekki. Þér vitið nóg til þess að að-
stoða sendimann ættlands yðar, ef hann þarfn-
ast hjálpar yðar. Allir útlendir ferðamenn vita
nóg til þess. Haldið þér að ég sé fífl ?“
Howard sagði: „Ef til vill er því þanoig far-
ið með þýzka ferðamenn. En venjulegir enskir
ferðamenn hafa enga hugmynd um njósnir.
Eins og ég hef sagt yður, þá veit ég ekkert,
sem gæti orðið þessum manni til hjálpar.“
Þjóðverjinn beit á vörima. Hann sagði: „Eg
er ekki frá því, að þér séuð sjálfur njósnari.
Þér hafið flækzt nm Frakkland í dulargervi,
enginn veit hvaðan og hvert. Þér þurfið að fara
varlega. Ef til vill bíða yður sömu örlögin.“
„Þó svo væri,“ sagði gamli maðurinn,“ þá
gæti ég efeki sagt neitt sem yður mætti að
gagni verða, af því að ég veit ekkert slíkt."
Diessen sneri sér aftur að glugganum. „Þér
hafið ekki mikinn tíma til stefnu,“ sagði iiann.
„Örfáar mínútur. Hugsið yður um, áður en það
verður um seinan."
Howard leit út í garðinn. Ungi maðurinn stóð
upp við vegginn fyrir framan plómutré. Nú var
búið að binda hendur hans fyrir aftan bak, og
varðstjórinn var að binda rauðan vasaklút fyrir
augun á honum.
Þjóðverjinn sagði: „Það fær aldrei neinn að
vita það. Enn er ticni til að bjarga honum."
„Eg get efcki bjargað honum á þa.nn hátt,“
sagði gamli maðurinn. „Eg veit ekki það sem þér
•viljið fá að vita. En þér eruð í bamn veginn
að fremja illvirki. Það verður yður til ills þeg-
ar frá líður.“
Gestapóforinginn sneri sér snögglega að hon-
um. Hann rak nefið næstum framan í hann.
„Hann lét yður fá skilaboð,“ sagði hanm ofsa-
lega. „Þér þykizt vera klókur, en þér getið ekki
leikið á mig. „Silungakráin“ — bjór — blóm —
fiskar! Haldið þér að ég sé fífl? Hvað þýðir
þetta?“
„Aðeins það sem orðin gefa til kynna," svar-
aði Howard. „Honum þykir vænt um þennan
stað. Það er allt og sumt.“
Þjóverjinn varð ólundarlegur. „Ég trúi því
efcki,“ sagði hann.
Úti í garðinum hafði ungi maðurinn verið
skilinn eftir upp við vegginn. Hermennirnir sex
stóðu fyrir framan hana í tíu metra fjarlægð.
Foringinn hafði gefið skipun og þeir voru að
hlaða.
„Eg ætla ekki að draga þetta á langinp,“
mnr o& CAMWst
Ég geri alltaf erfiðasta verkið fyrir morgxmverð.
Hvað er það?
Að fara á fætur.
Hvernig misstirðu hárið?
Áhyg-g-jur.
Yfir hverju?
Yfir hármissinum.
Þjónn: Læknirinn er að spyrja eftir yður.
Húsbóndi (annarshugar): Segið honum að
hann verði að koma aftur síðar — ég er lasinn.
Forstjóri: Eruð þér giftur eða einhleypur?
Umsækjandi: Giftur.
Forstjóri: Hvenær giftuzt þér?
Urosæfcjandi: Ég veit það ekki.
Forstjóri: Vltið þér ekki hvenær þér giftuxt!!
Umsaekjandi: Fyrirgefið, mér fannst-þér segja
„hversvegna".