Þjóðviljinn - 14.04.1953, Blaðsíða 4
4) _ ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 14. apríl 1953
Þjóðareining gegn Ker í landi
Ein þjóðcsrrödd
Tileinkað og gefið andspyrnu-
hreyfingunni gegn her á Is-
landi:
Með hvellum lúðurhljómi
skal hrundið valdsins dómi:
vér hyllum aldrei aldrei
hlnn óöa vígabrand,
er boðar byggðum grand,
unz iilóðið litar sand
— vér svfkjum aldrei aldrel
vort eigið föðurland.
Ein þjóðarrödd skal ríkja,
sú rödd sltal eigi víkja,
hún þagnar aldrei aldrei,
hún er í mér og þér
— sú rödd skal hljóma liér,
unz héðan smánin fer:
vér báðum aldrei aldrei
um ölmusu né her,
Vor þjóð skal sterkust standa
og stærst í þyngstum vanda,
og hún skal aldrei aldrei
skal aldrei hlka við
að heimta frelsi og frið,
unz flýr það dauðans lið
— og hún skal aldrei aldrei
skal aldrel biðja um grið.
Ofangkráð kvæði, sem okk-
ur samherjunum var sent að
gjöf um páskaleytið, skal
verða eitt hinna blikandi
vopna í frelsisbaráttunni. —
Skáldið segir í hjálögðu
bréfi, að ekki sé vert að
setja höfundarnafn að svo
stöddu. Þrátt fyrir það tel
ég sennilegt að þjóðin finni,
að hér talar einn ljúfiingur
hennar, inablásinn anda
frelsis og réttlætis gæddur
styrk siðgæðdsins, — einn
hinna óforgengilegu, sem
bera hið unga og ævarandi
ísiaad í hjarta. Ég flyt
skáldinu alúðarþakkir.
Kvæðið hefur nú verið
sent tónskáldum- andspyrnu-
Sireyfingarinnar. Ég hef nú
heyrt sungin og leikin þrjú
lög. sem okkur hafa verið
gefin og tileinkuð. Þau munu
brátt híjóma út um breiðar
■ byggðir landsins.
I grein, sem ég birti 11.
marz sl. og nefndi Vanþakk-
lá.t skáld og_ þ.ögul skiáid,
sýndi ég með skýrum rökum,
að „hver blær frelsis bærði
hörpustrengi skáldanoa, hver
þytur nýrra skóga, hvert
framfaraátak. Nýtt íslenzkt
skip á freyðandi bárum var
þeirra gleði og yrkisefni.
Þau hafa staðið við hlið
stjórnmálamannanna, verið
spámenn, véðurvitar og leið-
togar“. Og „allt, sem er Is-
laadi gott, —■ allt, sem er í
samræmi við þróun og far-
sæld Islands á sitt loflega
ljóð. — Allt á sitt loflega
ljóð á Islandi, nema hinn
svokallaði ,,verndarher“ á
Keflavíkurflugvelli, — hann
á ekkert ljóð, -— enga ljóð-
línu, — kringum hann er
andlegt dauðamyrkur.
En þetta er teiknið, —
þetta er hið ömurlegasta
fyrirbrigði á Islandí. Slíkt
fyrirbrigði boðar ekki nema
eitt: feigðina.
Og úr því mun skorið á
nlálægum tímum, hvort það
boðar feigð þjóðarinnar og
sjálfstæðis besinar — e'ða
feigð hernaðarstefnu ríkis-
stjórnarinnar. Annaðhvort
þessara atriða bregst ekki“.
Og nú hef ég fengið ör-
ugga sannfæringu þess, að
það.er liernaðarstefna rík-
isstjómarinnar, sem er feig.
Henni bjargar enginn verald-
legur máttur. Og um hinn
andlega styrk forsvarsmanna
hersins skal aðeins notáð
orðið hrör.
Ilið unga ísland blessar
ekki þau hrör, sem deyja
með mútudollara í vösunum
og þjóðarblekking á vörun-
um.
Inn í raðir andspymu-
hrevfingarinnar gengur hinn
glaði og bjartsýni bópur,
afspringi þess, sem hefur
verið kjarni þjóðarinnar á
örlagastundum hennar, í
andstö'ðu við hrörin. Dag-
lega berast kvæði og kveðj-
ur til okkar. Auk hins á-
gæta kvæðis sem ég birti
í dag, hef ég nú 3 Ijóð, sem
mjög bráðlega koma í dags-
ljósið.
Kæru samherjar, við höf-
um valið okkur hið góða
hlutskipti. Og sameinu’ð sigr-
um við. O. IM. M.
Það skal skýrt tekið fram,
að Útvarp Reykjavík er fyrir
neðan allar hellur, þegar mið-
að er við möguleika þess. En
þegar ég- fer að hlu^fa dag
eftir dag og viku eftir viku í
þeim tilgangi að vekja athygli
almennings á starfi þess, verð
ég svo hamingjusamur, ef svo
líðuj’ heil vika, að ekki gerast
þar stórhneykslanlegir hlut-
ir, að ég get ekki á mér setið
að halda alveg sérstaklega á
loft því, sem glatt hefur mitt,
persónulega hjarta og mér er
Ijúft að viðurkenna, að hefur
menningargildi og heilbrigðrar
skemmtunar. Ég leyfi mér al-
veg sérstaklega að þakka tít-
varpinu fyrir allt það marga og
góða, sem það gerir til að við-
lialda og vekja áhuga manna á
að þekkja og skilja móðurmálið
og tala það sem iýtaminnst,
þótt ekki vilji ég afsaka, að í
gegnum hljóðnemann fari mál-
villur eins og að enginn
hafi „kveðið“ sér hljóð á vett-
vangi SÞ. Slíkt þyrfti Útvarp-
ið sjálft að leiðrétta. Og sárt
er það, að væntanlegur forseti
vorrar væntanlegu akademíu
skuli tala um „úthvíldar“ per-
sónur. Þegar ,,sálfræðingur“
Ólafur Gunnarsson talar um að
þvinga „einhverjum“ til ein-
hvers, þá kemur í ljós átakan-
leg vöntun á sálarfræði móður-
málsins. Og þá fallnotkun hef-
ur hann áreiðamlega ekki lært
í Vík í Lóni. En erindi þeirra
Halldórs og Bjarna og 5 mín-
útna þátturinn lians Iireins
Finnbogasonar kemur tvímæla-
laust til með að hafa raun-
veruleg áhrif á daglegt málfar
manna. Og þó gætu áhrif lians
orðið enn meiri, ef honum væri
valinn beri tími, og kröfu þar
um ítreka ég hér með. Alvaran
um málfegrun, sem liggur að
bakí orðum þessara manna,
verður ekki áhrifalaus. En dag-
skrárstjórn Útvarpsins má ekki
vanrækja aðhald fyrirlesurum
sínum.
„Eiginlega er ekkert'bratt,
aðeins mismunandi flatt“,
sagði skáld liinnar fögru ver-
aldar, og það hefur þótt svo
meistaralega talað, að frægustu
listamenn okkar í framsögn
hafa spreytt sig á því hver í
kapp við annan að mæla þessi
orð fram á hinn fjölbreyttasta
hátt frammi fyrir skellihlæj-
andi mannsöfnuði. Mér datt í
hug þetta dásamlega hégóm-
leikans og lífsleiðans fjall-
göngukvæði, þegar ég hlýddi
á frumort öræfakvæði Hail-
gríms Jónassonar á kvöldvöku
föstudagsins. Svona er lífið.
Fjallgöngur, þar sem eklcert
verður séð nema urð og grjót
og einskis notið nema beina-
braks og hjartveiki, er boðið
til sætis í fögrum veröldum, cn
lofsöcigur lífsgleðinnar í faðmi
öræfatignar fósturjarðarinnar
gera ekki hærri ikröfur til sín
en það að vera lítill þáttur í
látlausri kvöldvöku. En fá-
dæma mikinn mun gerir hjarta
mitt á þessum tveim kvæðum.
Það er alaeilis hreint ómetan-
legt fyrir okkur Islendinga að
fá hreina gamaldagsást á ís-
landi í látlausu og hreinu
ljóðformi. Hvort sem það þyk-
ir æskilegt eða ekki, þá er það
staðreynd, að á íslandi eru enn
margir menn, sem taka því á-
kaflega þakksamlega, ef þeir
fá að heyra orð, sem hlýjar
þeim um hjartaræturnar. Og
kvæðin hans Hallgríms hafa á-
reiðanlega hlýjað mörgum um
hjartarætur.
Vikan flutti okkur ágæt
fræðierindi. Erindi Magnúsar
Más prófessors um Niðurstign-
ingarsögu og Sigurðar Þórar-
inssonar doktors um Heklugosin
voru hvort öðru ágætara á
sviði sjálfstæðra vísindaathug-
ana. Erindi Árna Óla um
drukknun séra Bóasar f rá
Grímsey var sérstaklega áheyri-
legt og skenxmtilegt. Árni Óla
ætti oftar að koma með sinn
fróðleik í Útvarpið- Það tekst
fáum eða engum betur að fram-
reiða fróðleik með listrænum
þjóðsagnablæ. Páll Bergþórsson
er ean einn sérfræðinga okkar,
sem hefur tök á því að ræða
um fræði sín með listrænni
sviðsetningu, og vel er það.
þegið, hve Útvarpið stendur
opið læknastétt landsins í heil-
agri baráttu hennar gcgn
skæðasta óvini manalegs lífs hér
á landi eins og nú standa sakir.
Og enn er nýr þáttur upprenn-
andi, sem mjög ber að fagna:
Merkir samtíðai’menn, á undan
hinni eiginlegu kvölddagskrá á
miðvik'udögum.
Og svo að þessum lofsöng
lolcnum vil ég beina því bæði
til útvarpsstjóra og fréttastof-
unnar, sém þessa viku liefur
verið tiltölulega lítt hneykslan-
leg vegna þeirrar friðarhættu,
sem nú vofir yfir heiminum:
Varið ykkur nú, ef Adenáer
tekst að blása að nýju lífsanda
í þýzkan nazisma, að gera ykk-
ur ekki allt of mikið far um að
breiða ylckur yfir aðgerðir hans
með samúðarríkum áhuga.
Reynið þið nú einu sinai að
meta atburði eins og þið vær-
uð frjálsir menn í frjálsu landi
G. Ben.
Sýning á þýzkri;
grafik í haust
A'ðalfundur Germaníu var
haldinn í Þjóðleikhúskjallaran-
um þann 30. marz sl. í skýrslu
sinni um störf félagsins á liðnu
ári, gat formaður þess að
bókasafni félagsins, sem er all-
mikið af þýzkum bókum, myndi
verða komið fyrir í bæjarbóka-
safninu og almeningur getur
fengið bækur úr því til lesturs.
Það myndi fá mikinn viðauka af
nýjum þýzkum bókum, sem
sendiherra Þýzkalands hefur
útvegað. Þær bækur verða til
útlána um nokkum tíma, síðan
sendar aftur til Þýzkalands, en
nýjar bækur fengnar í staðinn.
Formaður skýrði ennfremur
frá því að ákveðið væri, a'ð
bafa sýningu.i þýzkri grafik í
Listamannaskálanum dagana
1.—21. nóvember, n. k. Myndn
fmr verða sýndar 350i—400
myndir, sem sendiherra Þýzka-
lands, dr. Oppler mun útvega.
Verða þar á meðal verk eftir
elztu þýzka meistara, en einn-
ig eftir nútíma höfunda.
Stjórnin var öll endurkosin
og skipa liana Dr. Jón E. Vest-
dal form., Davíð Ólafsson fiski-
málastj. ritari, Teitur Finnboga
son, stórkaupmaður, gjaldkeri,
Árni Friðriksson fiskifr . og frú
Þóra Timmermann. A'ð aðal-
fundarstörfum loknum, var
leikinn bl'ásara kvintett eftir
Haydn, en síðan sýndar tvær
þýzkar kvikmyndir, önnur frá
hinu undurfagra fjallalandslagi
frá Garmisch-Partenkirkchen
til Königsee, en hin um þýzk
þjóðlög. Fundurinn var fjöl-
sóttur.
Á að reisa Hallgrímskirkju Guðjóns? — Frækorn
E. M. skrifar: „Síðastiiðinn
sunnudag var höfð heil dag-
skrá í útvarpinu til áróðurs
fyrir byggingu Hallgríms-
kirkju í Reykjavík. nánar til-
teki'ð á Skólavörðuhæð, ein-
hverjum glæsilegasta stað
bæjarins. Sá sem þetta ritar
er fjarri því að vera aðdáandi
kirkju og kristni, en lætur þó
afskiptalaust það sem þau
mál snertir, og ástæðan fyrir
því, að þessar línur eru skrif-
aðar, er ekki fyrst og fremst
trúleysi, heldur sú, að hin
margumtalaða teikning og
líkan væntanlegrar kirkju eru
illa gerðir og ólistrænir hlutir
af hálfu hins látna húsameist-
ara, sem annars gerði ýmsa
góða hluti á sinni tíð. Slíkt
samkuðl ýmissa stíltegunda
vekur athlægi, ég segi ykk-
ur það satt. Það er ekki nóg
að reisa háan tum og út frá
honum tvær eða þrjár álm-
ur; það er heldur ekki nóg
að steypa oddboga í sement,
múrhúða slétta veggina um-
hverfis eins og á funkishús-
um, skeba sí'ðan litskreytt-
um miðalda-kirkjugluggum
inn á milli og reyna að telja
erlendum sem innlendom
mönnum trú um það, að þetta
sé til að státa sig af og hafa
fyrir „symból höfuðborgar-
innar“. Nei, vinir mínir, Ingi-
mar, Jónas, Sigurbjörn, ÍEnín-
borg, og hvað þið nú heitið.
Það er lei'ðinleg staðreynd,
að teikning Guðjóns Samúels-
sonar af Hallgrímskirkju er
ekki fullsæmandi. Hún er
vottur um takmarkaða kunn-
áttu og smekk, jafnvel svo
að furðu gegnir hjá svo ann-
ars snjöllum manni. I henni
er sambland og misnotkun
stíltegunda, sem jafnvel til-
‘heyra ekki lengur þeirri öld
sem við lifum á, og þeim
ibyggingarefnum, sem við not-
um. Ég er ekki meiri and-
stæðingur kirkjunnar en svo,
að ég vil, að hún verði hvorki
sér sjálfri né landinu til
skammar með því að reisa
Ijótt stórhýsi, hvað sem turn
þess kann að mælast í mörg-
um tugum metra. — E. M.“.
★
, FRÆNDI“ skrifar: „Heill og
sæll, Bæjarpóstur. Ég sendi
þér hér enn erindi til atliug-
unar, en það skal þó tekið
frám, að ég hef engan áhuga
fyrir því, hvort þau verða
birt. Ég þekki ekkert til
blaðámennsku eða málflutn-
ings. Ég sendi þau til birting-
ar ef það þylcir ráðlegt. En
það er fráleitt, að iallt það
sem einum manni kemur í
hug nú á dögum, sé prent-
hæft eða til neinna bóta þótt
birt sé. En ég tel saklaust,
að samherjar manns fái að
athuga það vægasta og
skdrsta:
nOIA.ARINN PRÆGI
Á suðlægu fróni var frækorni sáð
í friðaða jörð þa.r sem skarni
var stráð.
Það frækorn var „hervernd11 —-
í fyrstunni smátt,
en frjóvgaðist óðum og þrosk-
aðist brátt.
Nú liggja þess greinar um lönd
og um höf.
þótt lýðurinn kunni’ ei að meta
þá gjöf.
En ráðherrabænin hún breytir
ei sér,
og Benjamín ræturnar dreitir
og ver.
Þann bróðurinn minnsta þeir
hafa nú hér
(frá heilagri ritning sú fyrir-
mynd er),
en ávöxtinn boðar hin brennandi
fold,
hvar blóðlausu holdi er troðið í
mold.
Með beztu kveðju. Frændi“.