Þjóðviljinn - 28.04.1953, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 28.04.1953, Blaðsíða 2
2) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 28. apríl 1953 r; urvdór. Stúdentar og Hörmangarar Það mun liafa viðgengist frá því siiemma á 17. öld, að kaup- rneim tæki lítilsháttar vörusend- ingar til íslenskra stúdenta í Kaupmannahöfn frá ættingjum þeirra á ísland.i, gegn sanngjarnri borgun fyrir flutning og annan áfallinn kostnað. Mun það eink- um Iiafa verií ísienzkur matur, og svo ef til vill eitthvað af klæðaplöggum, sem ættingjar létu af hendi rakna til fram- færslu stúdentum, eða ætluðust t'l að þeir kæmi í peninga og verði sér til námskostnaðar. Þeg- ar félagsverzlun hófst á ný árið 1733, gerðu kaupmenn sig líklega til þess að svifta stúdenta þess- um hlunnindum, enda var Þá farið að senda alls konar varn- ing, sem stúdentar vörðu sjálfié í peninga í Kaupmannahöfn. Undu þeir þvi illa að missa af þessu linossi og flýðu á náðir stjómarinnar, en hún brást vel við og hlutað'st til um það við félagsstjómina, að stúdentar fengi árlega vörusendingar af ís- landi, er næmi 6—8 rd. á mann, gegn þvi að þeir greiddi flutn- ingsgjald og annan áfallinn kostnað og léti félagið sjálft sitja fyrir kaupum á vömnni. Þegar Hörmangarafélag.ð kom til skjalanna, lá við sjálft að þetta félli niður, en þá sneru stúdenf- ar sér til konungs sjálfs Qg Yjirð það til þess, að Holsteiií grfeifi lagð'st á sveif með þeim og félfk því framgengt við félagsstjórnina að flutmingslflunniindin héldust óbreytt. Þetta stóð þó eigi léng- ur en til 1748, því þá skarst fé- lagsstjórn'n úr leik og bar Því við, að stúdentar hefði níðst á góðvild sinni og beití sig brögð- um, enda væri þetta hvergi boð- ið i verslunarskilmálunum. Hafli einn stúdentinn orðið upp- vís að því, að verja flutnings- góz'nu til prangverzlunar í gróða skýni. Keypti hann alls konar útlendati varn'ng fyrir það og 'Sendi til íslands með einum af sk'pverjum, á laun við kaup- mann, en það komst upp af til- viljun á leiðinni, og var þá varn- ingurinn upptækur ger og bréf stúdenís'ns, er fylgdi sendingunni og sannaði sökina. Þótti félags- stjórninni fara illa á því, að ættingjar stúdenta væri að senda þeim lýsi og æðardún, í stað þess að senda þeim matvæli og prjón- les. (Jktn Aðils: Einokunarverzl- un Dana á íslandi). AnnaSIcvöId sýnir Leikféiag Keykjavíkur sjónleikinn Vesalingana í áttunda sinn, en sýndi hann s.íðasi á sunnudagskvöldið fyrir fullu liúsL Hefur aðsóknin að leikritinu farið vaxandi með liverri sýn- ingu, enda hlýtnr það hina beztu dóma allra er sjá það. Á allra fyrstu sýningunum settu menn það fyrir sig live seint sýningunni lykl, en með nokkrum styttingum og auknum hraða í skiptingum leiktjakia lýkur leikritinu nú mun fyrr en áður. — Myndin sýnir atriði úr 12. sýningu leiksins þar sem Enjolras talar við Marius. Leikendur eru Einar Pálsson og Knútur Magnússon. \ 1 dag er þriðjudagurinn 28. ^ april. 118. dagur ársins. Sjötugsafmæli. Sjötugur er í dag Jóhannes Ög— mundsson, Igólfsstræti 16 hér í bæ. Hann er fæddur og uppalinn á Öndverðarnesi 5 Breiðuvíkur- hreppi á Snæfellsnesi, en dvaldist lei^gst á Hellissandi og stundaði sjómennsku og aðra vinnu er tii féll, Jóhannes fluttist búferlum til Rvíkur arið 1935 Og hefur alla tið síðan unnið hjá.Blindravinafé- lagi Islands. — Kvæntur var Jó- hannes Jónínu Jófríði Jónsdóttur og eignuðust þau 5. börn, sem öll komust til fullorðinsára. Konu sína missti Jóhannes fyrir nokkr- um árum. — Jóhannes Ögmunds son dvelst í dag á heimili Prið döru dóttur sinnar á Vitastíg 8. i I / 1 gær, 27. apríl -c\ / fæddist hjónunum Klementínu Klem- T jfrW \ ensdottur og Bjorg Á vin Ólafss., Miklu- braut 16, tvíbura- dætur 13 og 13% marka. Menningar- og friðarsamtök ís- lenzkra kvenna halda fund i Breiðfirðingabúð (uppi) í kvöld. Pundarefni: Félagsmál. Upplest- ur: Þórbergur Þórðarson. Næturvarzla í Lyfjabúðinni Iðunni. Sími 7911. Slnfóniuhljómsveitin. Tónleikar Sinfóniuhljómsveitar innar eru í Þjóðleikhúsinu i kvöld og hefjast kl. 8.30. Á efnisskrá eru: Forleikur að Meistarasöngvur unum oftir Wagner, Lítið nætur- ijóð eftir Mozart, og í þriðja lagi Sinfónía nr. 6 (Pathetique) eftir Tjækovskí. Er það mesta .verk sem hljómsveitin hefur flutt til þessa, en hún hefur nú starfað 3 ár. Stjórnandi sveitarinnar í kvöld er Olav Kielland. 17.30 Enskuk. II. fl. 18.00 Dönskuk. I. fl. 18.30 Fram- burðark. í ensku, dönsku, Og esper- anto. 19.00 Tónleik- ar pl. 19.30 Tónleikar: Þjóðíög frá ýmsum löndum. 20.30 Útvarp frá Þjóðleikhúsinu: Sinfóníuhljómsv. leikur. Stjórnandi Olav Kielland. a) Forleikur að óperunni Meist- arasöngvararnir eftir Wagner. b) Lítið næturljóð eftir Mozart. — 1 hljómleikahléinu um kl. 21.05 les frú Rósa B. Blöndal frum- ort ljóð. — c) Sinfónía nr. 6 (Pat hetique) eftir Tschaikowsky. Ada- gio — Allegro non troppo Allegro con grazia Al'egro moito vivace Finale — Adagio lamentoso. 22.25 Undir ljúfum lögum: Carl Billich o. fl. flytja vorlög. 22.55 Dagskrár- lok. Vísir segir í gær um SjálfstæðiS- flokkinn: „Fiolckur inn stendur saman heill og óskiptur.... þrátt fyrir væntan legt sprengiframboð frá nokkrum aðstandendum Varðbergs." Já. mannalega er nú svo sem taiaff- í upplausninni. En þess ber raun- ar að gæta að Sjálfstæðisflokkur- inn gæti „staðið saman óskiptur" þótt þeir Ólafur og Bjamt yrðu tveir eftir í honum. Og í þá átt stefnir nú þróunin. Læknavarðstofan Austurbæjarskólanum. Sími 5030. Gjafir og áheit til Barnaspítala- sjóðs Hringsins. Agóði af söngskemmtun Jussa Björlings 10. nóv. 1952: 39.523 kr. Gjöf frá sama söngvara: 20,00 kr. Happdrætti í sambandi við komu söngvarans hingað: 34.702 kr. Frá Þjóðræknisfél. ís'endinga í Winne- peg: 10.000 kr. pánargjöf Odds. Bjarnasonar: 16 146.16:;i fTiÍ 'minn- ingar um Jónatan Jónsson gull- smiðameiktara: 1995.46. Gjþf áíálí mælisdegi Astríðar'I. Björnsdoít'ur- Lit’u-Grund: 1000 kr. Frá Stórum Islendingum: 1214 kr. Minningar- gjöf um börn og barnabörn Gunn- arinu Gestsdóttur og Jóns Árna- sonar: 500 kr. Ágóði af hljómleik- um bandar. hljómsv.: 17.089 kr. MS 10.00/ Johnny 10.00, GG 50.00, Þ H'^'ÍÖ.OÓ. ’■ N N 20.00, Kabro }0.00, MS 20.00, V. St. 500.00, SA 25.00, MS 20.00, AMA 1.000.00, MS 10.00, Gulla Ottesen 50.00, Þ H 20.00, Johnny 10.00, Bjarti 10.00, ÞH 100.00, NN 20.00, MS 10.00, MMM (3 áheit) 150.00, NN 50.00, M&V 100.00, afh. Dagblaðinu Vísi 100.00, Súgó 10.00 kr. Fyrir a’.lar þessar mörgu og miklu gjafir til Barnapítalasjóðs Hringsins vottar stjórn Hringsins gefendum sínar innilegustu þakk- ir svo og öllum þeim, sem á einn’ eða annan hátt hafa stuðlað að vexti barnaspíta'asjóðsins. Ingibjörg Cl. Þorláksson. Óháði fríkirkjusöfnuðurinn held- ur sumarfagnað í Breiðfirðinga- búð n. k. miðvikudagskvöld kl. 8.30 með fjöfbreyttum skemmti- atniðum og. gameíginlegri kaffi- dryjrkju. , Eimskip Brúarfoss fer frá Ivaupmanna- höfn í dag áleiðis tjl Rvíkur. Dettifoss fór frá Vesímannaeyj- um í gær til Hafnarfjarðar. Goða- foss fór frá Reykjavík í gærkv. til Vestfj. Gu’lfoss er í Rvík. Lagarfoss fór frá Halifax 22. á- leiðis til Rvíkur. Reykjafoss fór frá Gautaborg 25. áleiðis til Hafn- arfjarðar. Selfoss kom til Málm- eyjar í fyrradag, fer þaðan til Gautaborgar. Tröllafoss fór frá N.Y. í gærkvSId áleiðis til Rvík- ur. Straumey fór frá Djúpavogi í gær til Hornafjarðar og Rvíkur. Birtö fór frá Rvik 25. til vestur- og norðurlandsins. Söfptin eru opin: Landsbókasafnlð: .klukkan 10— 12, 13—19, 20_—22 alla virka daga nema laugardaga kl. 10—12 og 13—19. Þjóðminjasafnið: klukkan 13—16 á sunnudögum; kl. .13—15 þriðju- daga og fimmtudaga. Kíkisskip Hekla fer frá Reykjavík í dag austur um land í hringferð. Esja fer frá Rvík á fimmtud. vestur um land í hringferð. Herðubreið er á leið frá Austfjörðum til R- víkur. Slcjaldbreið fer frá Rvik. á morgun til Húnaflóa- Skagafj,- og Eyjafjarðarhafna. Þyrill er á leið frá Austfj. til Rvíkur. Bald- ur fer frá Rvík í dag til Gilsfjarð arhafna. Sambandssklp Hvassafell fór frá Pernambuco 25. þessa mánaðar áleiðis til R- víkur. Arnarfell losar sement á Eskifirði. Jökulfell lestar fisk á Hofsós og Siglufirði í dag. Náttúrugripasaínið: klukkan 13.30—15 ó sunnudögum; kl. 14— 15 þriðjudaga og fimmtudaga. S. 1. laugardag 'Opinberuðu trúlof un,,$ína. ungfr, Sig urbjörg Ólafsdótt- ír. frá ’ Hnjóti við ‘ U!i os JTi PaíreRáfjSfíI, óg Bjarni Þorvaldsson, Holti - Barða- strönd. — Ennfremur ungfrú Va’- gerður Ólafsdóttir, Njálsgötu 36, og Sigurður Magnússon, Hof- teigi’ 38. GENGISSKRÁNING (Sölngengl): 1 bandarískur dollar kr. 16,32 1 kanadiskur doliar kr. 16,79 t enskt pund kr. 45,70 100 danskar kr. kr. 236,30 100 norskar kr. kr. 228,50 100 sænskar kr. kr. 315,50 100 finsk mörk kr. 7,09 100 belgískir frankar kr. 32,67 10000 franskir frankar kr. 46,63 100 svissn. frankar kr. 373,70 100 tékkn. kcs. kr. 32,64 100 gyllini kr. 429,90 1000 lírur kr. 26,12 • ÚTBREIÐIÐ • ÞJÓÐVILJANN Ef þér setjizt inn á kaffihús og ætlið að eiga náðuga stund yfir kaffibolla — hver er þá ánægju- legri förunautur en Landneminn? Fæst í hverjum veitingastað. Krossgúta nr. 65. Lúrétt: 1 karlnafn 4 þegar 5 tónn 7 vafi 9 málmur 10 fljót 11 líf- færi 13 friður 15 til 16 ílát. Lóðrétt: 1 áb. forn. 2 dýr 3 lík— amshl. 4 timabil 6 ilmur 7 stafur 8 upphr. 12 umhyggja 14 keyrði 15 tveir eins. Lausn á krossgátu nr. 64. Lárétt: 1 hundtík 7 an 8 Dóri 9 lak 11 man 12 yy 14 NN 15 enda 17 af 18 dul 20 afgamla. Lóðrétt: 1 Hali 2 Una 3 dd 4 tónn 5 Iran 6 kinna 10 kyn 13 ydda 15 eff 16 aum 17 aa 19 II. Klér spurði einbúann aftur Hýfo- væri ásta ðan til slagsmálanna. -s-, Þú sérð þarna þessi tvö útskornu naut, svaraði hái.n. Þau eru 3ett hér til minningar um tvo hrúta sem hinn heilagi Marteinn lirejiti í bola með þvi að láta þá berj- ást hvorn við annan. ’ i: - i-.J-v/ Allir garnlir vesalíngar, ; hóstamunnar og ístrubeigir frá Meybörg og umhverfi henn- ar, undir vernd minni, fru þess fullvissir að þeír geti aukið sgr sjyrk á sama hátt og hrútarrir, og getið af sér liraust, blcð- þyrst og þrekmikil sveinbörn. Allt í einu sagði einbúinn við Klér: Þekk=. •ir þú mig ekki aftur? — Jú, svaraði Klér, þú ert Jósi bróðir minn. — Það er öldung- is rétt en hver er þessi ungi maður sem gretti: sig framan í mig? — Það er bróð- ursonur þinn, svara.oi':Kfér énn. Og é<-, hef sömu aðferð og Karl geisari, hélt Jösi áfram; ég læt tvo aðila berjast og hirði sjálfur það sem eftir verður. Og með þeim töluðum orðum leiddi hann feðg- ana inn í vistarveru sína, og hélt þeim ellefu daga veizlu. .1/1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.