Þjóðviljinn - 21.05.1953, Blaðsíða 4
r4) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 21. maí 1953
Það hefur veri'ð óvenju á-
nægjulegt um að litast við
Húsavíkurhöfn síðustu vikum
ar. Þegar á leið aprílmánuð,
dró að vísu úr aflahrotu
heirri á lmubáta, sem sagt
var frá í blöðum; þurfti að
sækja fiskinn æ dýpra, og
rninnkaði áð sama skapi afl-
inn á smærri bátana. En menn
sneru sér þá meir og meir
að hrognkelsaveiðunum, og
hafa margir komið með trillu
sína sökkhlaðna af grásleppu
úr hverjum róðri, stundum
oft á dag. Er sleitulaust unn-
íð að aðgerö um alla bryggj-
una, og má þar innan um sjá
býsna unga aðgerðarmenn,
enda koma sumir þeirra beint
úr prófum í bamaskólanum.
Húsnvík
FRÉTTABRÉF UM HAFNARMAL
höfðu hengt upp það sem þeir
töldu sig þurfa af henni sig-
ið, handa fjölskyldum sínum,
var ekki um annað fyrir þá
að gera en fleygja henni, þeg-
ar þeir höfðu hirt úr henni
hrognin. Og sjáum við hér
enn eitt dæmið um það, hvern-
Neyðast til að fleygja
verðmætunum.
Því miður er arðurinn af
þessum veiðum þó ekki að
sama skapi drjúgur sem afl-
inn er mikill að vöxtum. Fá
sjómenn nú rúmar 2 kr. fyr-
ir kílóið af grásleppuhrogn-
unum, og er það allmiklu
miana en þeir fengu í fyrra.
Fyrst framan af söltuðu þeir
grásleppuna til sölu suður á
Oand. (Það er aðeins Sunnlend-
ingar, sem borða saltaða grá-
sleppu; Norðlendingar hafa
enn ekki lært þaö). Em brátt
var hætt að taka við söltuðu
grásleppunni, og þsgar menn
Karl Einarsson
er kominn undir
áttrætt, en notar
þó livert tældfæri
til að fara á sjó.
Sonarsonur hans,
Óskar rær með
honum til hrogn-
kelsa. Þeir snúa
bökum saman á
bryggjunni.
ig skipulagsleysið og skortur
á vinnslumöguleikum neyðir
þessa þjóð til að kasta á glæ
þeim verðmætum sem hún afl-
ar með striti sínu.
Yngsta kynslóðin
beitir.
Uppi í beituskúrunum stend-
ur yngsta kynslóðin og út-
býr línur stærri bátanna af
miklum dugnaði. Dag einn
fyrir um hálfum mánuði mátti
í þeim hópi m. a. finna blóma-
rósir sem höfðu einmitt þá
um morguninn verið að Ijúka
við gagnfræðapróf. Það liggur
sem sé enginn á liði sínu.
En því miður eru ýmsir
annmarkar á áðstöðunni til
útgerðar frá Húsavík, og
koma þeir annmarkar einkum
niður á smábátaútgerðdnni,
sem farið hefur mjög vax-
andi seinustu árin.
Öryggisleysið í höfninni.
Sem kunnugt er var hafin
bygging hafnargarðs á Húsa-
vík árið 1945. Var unnið við
garðinn — að vísu með ciokkr
um hléum — til ársins 1949,
en ekkert síðan. Er garðurinn
orðinn hátt á annað hundrað
metrar að lengd; og vantar
þó enn 40—60 metra til þess
að hann komi að verulegu
gagni. Hafa trillur ekki ör-
ugga legu nema rétt innst í
krikanum við garðinn, og
veldur þetta ástand því, að á
vetrum eru menn neyddir til
að setja trillurnar upp, sé
veðurfar ekki þeim mun á-
byggilegra. Kemur hér til
greina sú furðulega staðreynd,
að ómögulegt er að fá trill-
urnar tryggðar gegn tjónisem
þær kunna að verða fyrir inni
í höfninni. Þær fást sem sé
aðeins tryggðar gegn tjóni
sem þær kunna að verða fyr-
Það er hægt að læra af fleiru en bókum. Einn bekkurinn í barna-
skólanum fór leiðangur niður á bryggju til aC kynna sér
atvinnulífið.
ir í róðri á sjó úti, — en það
jafngildir næstum |því, að
tryggingafélögin tréýsti sér
ekki til að bæta batlnn, nema
mannskapurinn farist með
■honum. Virðist sannarlega
þörf rækilegrar athugunar á
þessu atriði. Enda hafa
margir orðið fyrir óbærilegu
tjóni við að missa trillur sín-
ar í óveðri í Húsavíkurhöfn,
auk þess sem öryggisleysi
þetta . 'hefur oft torveldað
mjög sjósókn á vetrum, því
feins og gefur að skilja er
eklci hlaupið að því að kippa
fram og setja aftur trillu, sem
hefur kamiski- 4—5 hestafla
vél, og liggja þær af þessari
ástæðu oft uppi, þegar ella
mundi vera róið á þeim, svo
fremi þær hefðu örugga legu
í höfninni.
Athafnaplássið allskostar
ófullnægjandi.
En það er fleira, sem nauð-
Yngsta kyn-
slóðin vinnur
af dugnaði við
beitinguna. —
Þessir fjórir
kátu félagar
íengust |>ó til
að skreppa
snöggvast út í
sólskinið og
láta taka
mynd af sér
ð
synlega þarf að bæta í*Húsa-
víkurhöfn. Athafnapláss er
þar alltof lítið. Undanfarið
hefur t. d. þessi eina bryggja
staðarins að mestu verið und-
ir lögð fiskaðgerð, sem að
sjáifsögðu torveldar þar alla
umferð. Og ef t. d. þannig
hittist á einhverntíma, áð mik
ill þorskafli væri samfara
miklum síldarafla, þá er við-
búið að til stórvandræða komi.
Gott athafnapláss mætti
hinsvegar fá með tiltölulega
litlum kostnaði, með því að
gera uppfyllingu 30-40 metra
fram í höfnina, og dýpka síð-
an þar fyrir framan, svo að
stærri skip gætu lagzt að upp-
fyllkigunni, en síðan yrði
skipað upp með fullkomnum
uppskipunartækjum.
Það er margt, sem hægt
væri að ráðast í til hagsbóta
fyrir Húsavík, og þar með
Þingeyjarsýslu í lieild. En
fyrsta skilyrði er að búi'ð sé
sómasamlega að útgerðinni,
og einkum þá þeirri útger'ð,
sem verið hefur lengi, og er
nú að verða í æ ríkara mæli,
ein helzta undirstaðan að at-
vinnulífi bæjarbúa: smábáta-
útger'ðinni. Og það sem hún
þarfnast sem sagt fyrst og
fremst, er aukið öryggi í höfn-
inni og aukið athafnapláss:
lenging hafnargarðsins, svo
að haan komi að fullum not-
um, og myndarleg uppfylling.
Marfeinn í Voqatungu um oisóknirnar gegn
rithöíundunum
MARTEINN MARKUSSON í
Vogatungu sendir Bæjarpóst-
■ inum grein, sem hann nefnir
..Skáldkonan Þórunn Elfa og
Neshólahyskið“. Þessi snjalla
grein hans er það löng, áð
skipta verður í tvennt, og birt
ist hér fyrri hluti hennar:
I.
FÖLK, sem h’ustar á útvarp
að staðaldri, finnst sem það
hafi eignazt kunningja meðal
þeirra manna, sem flytja hið
talaða orð við hljóðnemann,
og er það að vonum, miðað
við þann mikla þátt, sem það
á í fræðslu og skemmtan
hlustenda. Vissulega mætti
hér til nefna marga menn, en
eitt nafn er mér þó efst í
huga, en það er nafn skáld-
konunnar Þórunnar Elfu
Magnúsdóttur. Svo eru aftur
aðrir, og því miður miklum
mun fleiri, sem enginn man
lengur og ekki finnast nema
ef til vill í skýrslum og dag-
skrám útvarpsins. Margir af
þessum kunningjum okkar
' heyrast ekki lengur aðrir mjög
sjaldan, hvað sem veldur. Þó
finnum við flest, að þessu
fólki ber laun frá þjóðinni og
vafalaust meiri en margur
gerir sér ljóst i fljótu bragði.
Enda munu menn yfirleitt á
einu máli um,að þeir sem leggja
fyrir sig að skrifa bækur eða
semja erindi til fiutnings
í útvarpi, séu ekki haldnir
neinni offeiti þar af, vegna
hárra launa. Má verá, að þess
vegna séu álögur þær, sem
almenningur leggur á sig
vegna listamannalauna, ekki
eins óvinsælar og margar aðr-
ar.
II.
ÉG HELD það sé næstum því
einsdæmi, að vart skuli hægt
að ræða eða rita um þær or-
sakir, sem liggja til þess, að
jafm þjóðkunnir höfundar sem
Gunnar Ben. og Halldór Stef-
ánsson eru sviptir ritlaumiín
sinum, og Jóhannes úr Kötl-
um að nokkru. Það er ekki
einu sinni hægt að hugsa sér,
að úthlutunarnefndin fari eft-
ir aldri launþega eða arka-
fjölda útgefinna verka. Nei,
maður verður að leita orsak-
anna niður fyrir allan asna-
skap, alla vegi niður í þær
kenndir, sem menn héldu í
hjartans sakleysi, að vart
þekktust lengur með venju-
legum möninum. Og nú orðið
dettur ekki nokkrum lifandi
manni í hug að velta neitt
vöngum yfir því eða grufla
neitt út í það, af hverju þessi
verknaður á sér stað; menn
fara hjá sér og hrista höfuð,
ef ó það er minnzt, því allir
■vita ástæðuna, allir þekkja
rökin. Þeir (rithöfundarnir)
hafa sem sagt dirfzt að
sneypa hina „litlu ábyrgu
kalla“, sem svo til hefnda
ræna þá réttmætri viðurkenn-
ingu, en. hlaða að þeim, sem
dugmestir eru að dilla til
þeirra skotti. Það er engu lík-
ara en úthlutunarnefndin hafi
tekið sér til fyrirmyndar
Neshólahyskií hans Hagalíns,
eða hitt, að Haga'ín hafi sótt
fyrirmynd sína ti? nefndarinn-
ar. Eh hvort he'dur er, vitum
við, áð Neshólahýski allra
tíma neytir ætíð aðstöðu sinn
ar að leggjast til hefnda ein-
mitt þar sem andstæðingarnir
eiga erfiðast með að bera hönd
fyrir höfúð. Og þiessi smá-
meohasýki virðist fara ört
vaxandi á iþessum amerísku
t'mum, sem allsstaðar ríða
■hér burstum. En vafalítið er
■þó alvariegasta hlið þessa
máls sú, að hefhdaiTáðstafan-
ir sem þessar eru orðnar svo
gama'l viíþjóður í vitund
manna, að eliginn nennir ieng-
ur að beita penna eða töluðu
orði gegn óhæfuimij þó öllum
sé ljóst, að fé það, sem veitt
er, til lista og tekið með skött-
um af okkur þegnum þessa
lands, á að veitast fyrir unn-
in listafrek, en ekki sem mút-
ur. En um þau sjónarmið verð
ur nefndinni ekki hnotgjarnt.
(Framhald).
Á bæjarráðsfundþ 19. þ. m.
var rætt um fyrirhugaða. gatna-
gerð í sumar. Fór bæjarráð á
nokkra staði þar sem fram-
kvæmdir voru helzt ráðgerðar.
Samþykkt var að vinna í sumar
að gatnagerð á ÍHringbraut
(Smáragata-Miklatorg), Miklu-
braut (Miklatorg-Rauðarárstíg-
ur). Ennfremur var samþykkt
að .vinna að malbikun á Skúla-
götu (Kalkofnsvegur-Barónsstíg-
ur) og Furumel (Ilringbraut-
Reynimelur). Samtals er kostn-
aður við þessar framkvæmdir á-
ætlaðúr 2.670.000.00 kr. — Að
öðru leyti írestaði bæjarráð á-
kvörðun um frekari framkvæmd-
ir að svo stöddu.