Þjóðviljinn - 22.05.1953, Síða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 22. maí 1953
elmflisþáítur
Vorkjólar frá Prag
Reudur eru mjög í tízku, á
(því er enginn vafi, en hver og
ieitm er sjálfráður um, hvernig
thann lætur rendurnar snúa. —
Þverröndum og langröndum er
gert jafnhátt undir höfði og í
mörgum kjólum eru notaðar
hæði þverrendur og skárendur.
Tveir tékknesku kjólanna á
myndinni eru röndóttir. Fyrst
■er sýndur léttur sumarkjóll til
að nota bæði úti og inni. Hanin
er þverröndóttur að framan
nema í hnappalistanum eru
Iangrendur. Takið eftir því að
rendumar snúa á ská í hliðar-
stykkjunum og það er mjög
grennandi. Hið eina sem við
höfum að þessum kjól áð finna
er að hann er beltislaus, en það
er hægur vandi að kippa því
í lag.
Efnið í næsta kjól er einkum
athyglisvert. Það er í sterkum
lit með ljósd mynstri sem
myndar rendur. Svona mynst-
ur eru mjög vinsæl í sumar-
kjólaefni og þau eru bæði fal-
leg og hentug. Ungar mæður
ættu að fagna þessum efnum,
því áð þau þola vel þótt Pési
litli gripi í kjólinn klínugum
fingrum.
Þriðji kjóllinn er ekki eins
látlaus og hinir og auk þess er
hann viðkvæmastur. Hann er
fremur ætlaður sem sjaldhafn-
arkjóll. Hann er fallegur úr
ljósbláu, einlitu efni með legg-
ingum 4 öxlunum. Takið eftir
því, að leggingarnar eru hæfi-
lega breiðar í belti og athugið
líka að ermaraar eru rykktar
við legginguna á öxlinni. Þáð
er ágætt handa þisim konum
sem vilja gjarnan sýnast breið-
ari um axlirnar en þær eru. Því
miður er ekki hægt að fara inn
í næstu búð og kaupa sér
svona leggingar, sem eru með
gömlum þjóðlegum mynstrum,
en þó er sjálfsagt hægt að
finna eitthvað fallegt í búðun-
um hér.
Agórkyr
Gúrkusalat með olíu:
1 gúrka, 1 tesk. sykur % te-
sk. salt, 3 msk. salatoiía, 2
msk. edik, 2 msk. vatn, steici-
selja, ef til er. Stráið sykri og
salti yfir gúrkusneiðamar- í
skál. Hristið saman í hveiti-
hristara eða krukku með loki
oiíu, edik og vatn. Hellið yfir
gúrkuna.
Gúrkusalöt eru borðuð með
£isk og kjötréttum og á brauð
smurt með nýju kjöti.
Fylltar gúrloir:
Kljúfið gúrkur í tvennt eftir
endilöngu. Skafið fræin og
tiokkuð af aldinkjötinu úr með
matskeið. Notið það saman við
í salöt. Fyllið raufina með græn
metissalötum, ávaxtasalötum,
ifisksalötum (t. d. fiskbúðingi
og rækjum), kjötsalötum, o.
£1. Reisið gúrkusneiðar og sí-
Rafmagnstakmörkun
Kl. 10.45-12.80
í'östudagur 22. mai
Hlíðarnar, Norðurmýri, Rauðarár-
holtið, Túnin, Teigarnir. íbúðar-
bverfi við Laugarnesv. og Kiepps-
Vegi og svæðið þar norðaustur af.
trónu eða appelsínusneiðar yfir
eftir því sem við á. Notið á
kalt borð, á kvöldborðið og
sem forrétt eða millirétt til
miðdegisverðar.
Fylltar gúrkur, bakaðar:
1 gúrka, 2 msk. smjörlíki, 1
msk rifinn laukur, 1 msk klippt
karsi, steinselja eða kapar, Vz
bolli (2-3£neiðar) tættir brauð-
molar, 1 dl. tómatkjöt eða tóm-
atkraftur eftir bragði, salt, pip-
ar. Kljúfið gúrkuna og skafið
fræin og nokkuð af aldinkjöt-
inu burtu. Bræðið smjörl. Hitið
laukinn þar í, þangað til hann
byrjar að brúnast. Blandið
brauði og kryddi út í ásamt
gúrkualdinkjötinu. Fyllið gúrku
helmingana með jafningnum.
Látið í eldtraust fat og bakið
þangað til brauðið byrjar að
brúnast í um 15 m:n. við 200°.
Framreiðið sem millirétt eða
á kvöldborð. Brauð og smjör
borið með. Nýjar gúrkur eru
góðar í flest hriá grænmetis-
salöt og með ýmsum ávöxtum,
s.s. eplum, perum, ananas, út-
bleyttum sveskjum, grape-á-
vexti o. fl. — Rifhar gúrkur
eru góðar út í skyr og hræxing.
A. J. CHONIN :
Á aimRrlegri striSnti
skutust yfir fjalimar. Öðru hverju leit hann út
undan sér á hálsinn á Mary, sem var hvítur og
mjög mjúkur umdir óstýrilátu hári. Hún liafði
verið ónotaleg við hann, já, það hafði hún
verið. Loks jafnaði hann sig. Hann fór að brosa.
Hann gekk nær henni og færði stól sinn að
henni. Hann bjó sig undir innilegar samræður,
en hún kom í veg fyrir þær með því að segja
ihugsi:
,,Mig er farið að langa til að fara um borð.“
' Hann flýtti sér að koma með áköf mótmæli.
Það var alltof snemmt. Aureola færi ekki af
stað fyrr en klukkan átt, þau gætu farið í
skemmtisiglingu á snekkjunni hans — og um-
fram allt J’rði hún að drekka te í klúbbnum.
Haan var aftur búinn að jafna sig og beitti nú
öllum töfrum sínum við hana og tilveruna.
En Mary reis á fætur og aúgu hennar voru
köld og framandi. Hitt fólkið mátti gjaman
vera kyrrt, en hún ætlaði að fara.
Hitt fólkið kærði sig ekki um að vera kyrrt.
Reikningurinn var greiddur og þau gengu eft-
ir þröngum stígnum niður að bryggjunni, þar
sem snekkjan hans beið. En nú var engin
skemmtisigling framundan. Honum var sýni-
lega misboðið þegar hann hjálpaði henni niður
stigann; hitt fólkið kom á eftir og vélin fór í
gang. Á leiðinni varð honum þó hughægra.
Hann sat næstur henni og gegnum þunnan
Ikjólinn fann hann hlýjuna frá líkama hennar.
Hann hreyfði ihnéð í tilraunaskyni. En hún
horfði beint fram fyrir sig. En þó var hann
ekki alls kostar óánægður. Kvenfólk var svo
umdarlegt. Það var stundum erfitt að reikna
það út.
Eftir fimm mínútur voru þau komin að skip-
inu. Hann reis riddaralega á fætur til að
hjálpa henni upp stigann — hann var snilling-
ur í að gera sér mat úr slíku — en um leið og
hann rétti út höndina, var honum ýtt hrana-
lega til hliðar.
,,Ég geri þetta,“ sagði Harvey lágt og ofsa-
lega. „Heyrið þér það?“
„Hvað þá,“ stamaði Carr orðlaus af undrun.
,,Hvað eruð þér að gera?“
„Burt með ykkur,“ ihvæsti hinn, „annars
fleygi ég yður útbyrðis."
Andartak stóð Carr grafkyrr og agndofa af
undrun — en eitthvað í brennandi augum
Harveys neyddi hann til að láta undan. Allt
fólkið var komið upp úr bátnum áður en hann
áttaði sig. Fari hann bölvaður, hugsaði hann.
Fari hann bölvaður, hvers vegna barði ég hann
eltki? Brosið hafði stirðnað á vörum hans og
honum tókst með erfiðismunum að ihalda því
föstu.
Hann tók ofan hattinn, sveiflaði honum tígu-
lega og hiópaði:
„Munið það. Við hittymst aftur í næstu viku.“
Um leið og hann hlammaði sér ragnandi nið-
ur í sessuna, (sór hann þess dýran eið að láta
verða af þeim fundi.
XI.
Klukkan sex um kvöldið, þegar rósfingruð
kvöidsólin var að sleppa tökum á tindunum í
Santa Ana, 'komu Súsanna og Róbert Tranter
aftur um borð — þau voru síðust allra, því að
Corcoran var kominn fyrir löngu. Skórnir þeirra
vom rykugir — í sparnaðarskyni höfðu þau
gengið frá Plaza. Súsanna var örlátið lotin í
herðum, Róbert var með alvörusvip eins og á-
nægjaei hefði orðið að víkja fyrir skyldunum
um daginn.
Þau gengu hægt upp landgöngubrúna, þög-
ul og virtust niðursokkin í hugsanir sínar. En
um lejð og Súsanþa kom upp á þilfarið kom
hún auga á Hafvey Leith,. sem stikaði fram
og aftur um efra þilfarið. Um leið urðu augu
hennar glaðleg, hún rétti úr sér eins og þreyta
og ótti hefðu horfið á einu augabragði. í
hjarta hennar ómaði: „Honum er óhætt, hon-
um er óhætt.“ Þreklegur líkami hennar varð
léttur í hreyfingum. Ljósgeisli féll á litlaust
hár hennar og stafaði af því gullslit. Hún stóð
andartak kyrr í sömu sporum, svo gekk hún á
eftir bróður sínum.
„Það er gott að vera kominn hingað aftur,
Robbi,“ sagði hún glaðlega. „Þetta hefur verið
þreytandi dagur." Hann svaraði henni engu.
Hún l'eit aftur upp á við og sagði síðan án
þess að breyta um svip:
„Ég ætla að leggja mig dálitla stund. Ég er
með höfuðverk. Þú sérð um þig sjálfur fram
að ícvöldmat, elskan.“
Hann stóð teinréttur, en það var ólundar-
legur ásökunarhreimur í rödd hans þegar hann
svaraði yfir öxlina:
,.Ég er vánur að geta séð um mig sjálfur.“
Svo stikáði hann háleitur inn i klefann sinn
og lokaði á eftir sór.
En gat hann séð um sig sjálfur? Hann stóð
fyrir framan spegilinn og horfði viðutan á
andlit sitt, sem virtist fölt og framandi; svo
lét hann fallást niður á stólinn og huldi andlit-
ið í höndum sér. Heimsóknin til Arucas, sem
skipti mikiu máli fyrir velgengni hans í trú-
boðsstarfinu, hafði verið honum til ama og
þreytu; hann hafið verið viðutan, áhugalaps
um prentun trúarbæklinga á spönsku og hafði
því nær gleymt að taka við meðmælabréfinu til
herra Rogers í Laguna. Allan daginn hafði
hugur hans snúizt um annað; Elissu! Nafnið
eitt — þótt hann nefndi það ekki upphátt —
hleypti roða í kinnar hans. En hvers vegna?
Hann hafði enga ástæðu til að roðna. Vissu-
lega ekki. Enginn annar en liann virtist skilja
það; Súsanna, allir farþegarnir á skipinu, all-
ir máttu misskilja hann og fordæma tilfinning-
ar hans. Hann vissi að iþeim skjátlaðist öllum;
tilfinningar hans voru göfugar, fagrar og góð-
ar. Já fagrar — fagrar og ólgandi voru þær
tilfinningar sem brutust um í honum og hann
fann til nálægðar guðs.
Elissa! — Hún var falleg! En var það
no”kkuð syndsamlegt? Fegurðin var guðs gjöf,
sköpuð af sama náðaranda og ódauðlegar sálir.
Og þótt hún hefði syndgað, þá var það engin
ástæða til þess að hann fordæmdi hana og
forðaðist eins og farísearnir fyrr á öldum. Nei
og aftur nei í drottins nafni. Hann hafði alltaf
sagt, að hann langaði til að hjálpa henni;
þessari yndislegu konu sem lifði í synd. I dag
hafði hann verið henni fjarri ,látið ónotað
þriggja klukkustunda tækifæri, og það hafði
verið honum mikil hugarraun. Já, sannkölluð
sálarraun. Hann þráði aftur ákaft að vera í
návist liennar — frelsa 'hana. Hann sá Elissu
fyrir sér, frelsaða, skírða — það var dásam-
UUU OC CAMM
Presturinn við stolta móður: Eg hef aldrei
vitað neitt barn vera eins rólegt við skírn
eins og þennan unga son yðar.
Móðir: Ó, kæri prestur, það kemur nú víst
af því að við pabbi hans höfum verið að æfa
hann síðastliðna viku með því að dýfa hon-
um i vatn öðru hvoru. Það er svo leiðinlegt
þegar börn gráta við skirninaj.
Perðamaður i fyrirlestri um Palestínu: Fjöll-
in eru svo brött og vegiriiir þess vegna svo
erfiðir að jafnvel asnarnir eiga fullt i fangi
með að kömast eftir þeim. Eg get þvi ekki
talað um þá af eigin reynslu.
Biskup einn talaði af miklum fjálgleik gegn
varalit stúlkna og komst meðal annars svo
áð orði: þvi meiri reynslu sem ég öðlast af
varalít kvenna þvi meira býður mér við
honum.