Þjóðviljinn - 30.05.1953, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 30.05.1953, Qupperneq 12
Syngman Rhee fer frá Seúf Stjórn hans þyk'ist œtla cð táka afstöÓu til sfriSsmálanna án samráSs viS husbœndurna! Syngman Rhee, hinn svonefndi forseti Suður- Kóreu, fór í gær frá höfuðborginni Seúl til að undir strika ,,samvinnuslit'' við húsbændur sína, banda- rísku herstjórnina í Kóreu. Hélt Rhee til borgar einnar á suðurströnd lands- ins, skammt frá Fúsan, og hefur stefnt þangað ráð- herrum úr leppstjórn sinni. Eiga þeir að koma þar á stjórnarfund og .„ákv'eða afstöðu" sína til frarn- haldandi stríðs í Kóreu og vopnahléssamninganna. Áður hafði stjórn Syngmans Rhee tilkynnt her- stjórn innrásarhers sameinuðu þjóðanna að hún vildi enga hlutdeild eiga að vopnahléssamningunum, nema síðustu tillögur sunnanmanna yrðu teknar aftur eða þeim breytt verulega. er þar voru til varnar, hrundið árásunum eftir sex klukku- stunda bardaga. Flugvélar sam einuðu þjóðanna hafi flogið yfir orustusvæðið og varpað nið ur blysum svo herirnir sæju til að berjast. Austar á vígstöðvunum hafi tyrkneskt og bandarískt lið verið fyrir til varnar og hafi það orðið að láta undan síga árásum alþýðuherjanna. Á þeim hluta vígstöðvanna sé haldið áfram að berjast. í fréttastofufregnum var þess til getið í.gær, að Eisenhower Baadaríkjaforseti hafi í hyggju að senda vini sínum Syngman Rhee harðorða orðsendingu vegna ,,óþægðár“ hans. Hitt virðist augljóst af undirtektum háttsettra flokksmanna Eisen- howers að Rhee sé ekki með öllu stuðningslaus í þeirri við- leitni að gera að engu vopna- hlésviðræðurnar með hótun um framhaldandi stríð1 í Kóreu, hvað svo sem verði samið í Panmunjom. Bardagar blossa upp? I fregnum frá bækistöðvum innrásarherja „sameinuðu þjóð- anna“ er síðustu daga gert mikið úr því, áð heiftarlegar orustur séu háðar á Kóreuvíg- stöívunum. í hernaðartilkynningu al- þýðuherjanna í gær segir ein ungis að barizt hafi verið á einstökum stöðum vígstöðv anna, og ekki getið neinna stórbardaga. Fregnir sunnanmanna skýra frá stórorustum á svæðunum Syngman Rhee. norður af Seúl og , á miðvíg- stöðvunum. Hafi 13 þúsund manna kínverskt lið gert árás í fyrrinótt á hernaðarlega mikil vægar hæðir nálægt veginum til Seúl. Hafi brezkar hersveitir, herra í Moshvti Heilbrigðismálaráðherra Indlands er kominn til Moskvu og liyggst kynna sér rækilega skipan heilbrigðismála í Sovét- ríkjunum, einkum allt er varðar heilsugæzlu. Malan: A!!i í lagi í Snður- Afriku! Malan, forsætisráðehrra Suð- ur-Afríku, kom í gær til Lond- on til að vera við krýninguna. Lét hann svo ummælt við komuna að allt væri í stakasta lagi í Suður-Afríku. Þar væri sterk stjórn, og andspyrnuhreyf ingin gegn henni væri að leys- ast upp. Plehry vonhefri um vopnahlé HammarskjöW til London Hammarskjöld, aðalritari sam- einuðu þjóðanna, kom til Parísar í gær frá Genf. Er hann á leið til London til krýningarhátíðar- innar. Blaðamenn spurðu hann um álit sitt á „deilu“ Syngmans Rhee og sameinuðu þjóðanna, en Hammarskjöld neitaði að láta hafa nokkuð eftir sér um það mál. Nehru, forsæt'sráðherra Ind- lands, lét svo um mælt við blaða- menn í London í gær, a j hann væri nú orðinn vonbetri en áður um að vopnahlé tækist í Kóreu. Nehru kom til London til að vera við krýningu Elisabetar drottningar og sitja fund for- sætisráðherra samveldislandanna. Á leið sinni kom Nehru við í Egyptalandi og ræddi við Na- guib forsætisráðherra. Kvaðst Nehru ekki geta ahnað séð, en hægt ætti að vera að finna frið- samlega lausn á deilumálum Breta og Egypta. Malik afhend- ir embœttis- skUriki sin Jakob Malik, hinn nýskipaði sendiherra Sovétríkjanna í Eng- landi, afhenti í gær Elísabetu drottningu embættisskilríki sín. Ræddi Malik við drottnkigu eftir að afhendingin hafði farið fram, og var Churchill forsæt- isráðherra viðstaddur og tók þátt í umræðunum. Norðurlandcrför Ferða- skrifsfofu ríkisins Þar sem öll nauðsynleg leyfi liafa fengizt er ákveðið að m.s. Hekla leggi af stað í Norðurlandaferðina þ. 6. júní n.k. Á leiðinni út mun verða kom- ið við í Vestmannaeyjum og á Austfjörðum. Fá þátttakendur þá um leið tækifæri til þess aö sjá austurströnd íslands og sjó- ast áður en lagt er af stað til Noregs. Fararstjórar verða Ingólfur Guðbrandsson og Skúli Skúlason ritstjóri, sem rnun íslendinga kunnastur Noregi. I Gautaborg mun, nuk áætl- aðra ferðalaga, fólki gefinn kostur á að sjá þao, sem það óskar eftir í sambandi vio iðn-’ f •arnhald á 3. síðti. Mendes France leynir stjómarmyíidim Franski * stjórnmálamaðurinn Mendés-France hefur tekið að sér að reyna stjórnarmyndun, og er gert ráð fyrir að hann muni fara að dæmi Reynauds og æskja samþykkis þingsins áður en hann hefji fyrir alvöru viðræður við stjórnmálaflokkana um stjórn armyndun. Er gert ráð fyrir að sú atkvæðagreiðsla fari fram á þriðjudag eða miðvikudag. Laugardagur 30. maí 1953 — 18. árgangur — 118. tölublað V Hér er ein af myndum Eggerts Guðmundssonar sem liann sýnir á rnálverkasýni::gu sinni að Hátúni 11 í Reykjavík. Eggert hefur sem kunnugt er dvalizt í Ástralíu um langt skeið undan- farið, og er þetta fyrsta sýning hans eftir Iieimliomuna. Hefur aðsókn verið ágæt og 14 myndir hafa þegar selzt. Seinasti dag- ur sýningarinnar á morgun, og verður hún þá opin kl. 11-22. Æ.F. heldur almenno stjórn- mólafundi í Hveragerði oq á Selfossi um helgina TJm þessa helgi heldur Æskulýðsfylkingin, samband ungra sósíalista tvo almenna stjórnmálafundi austan íjalls, hinn fyrri í Hveragerði á morgun kl. 1.30 og þann síðari á Se'fossi á mánn- dagskvöldið. Fundurinn í Hveragerði verð- ur í hótelinu og hefst kl. 1.30 e.h. á morgun. Ræðumenn verða: Haraldur Jóhannsson, hagfræðingur, Álfheiður Kjart- ansdóttir, verzlunarmær, Sigur- jón Einarsson, stud. theol. og Bjarni Benediktsson, blaðamað- ur. Ennfremur verða þau skemmtiatriði að þeir leikar- arnir Gísli Halldórsson og Karl Guðmundsson lesa upp. Selfossfundurinn. Fundnrinn á Selfossi verður 1 Iðnáðarmannahúsinu og hefst kl. 8.30 á mánudagskvöldið. Þar verffa ræðumenn Haraldur Jóhannss., hagfræðingur, Lára Helgadóttir, skrifstofumær, Bjarni Bénediktsson, b'aðamað- ur og Rögnvaldur Guðjónsson, þriðji maður á framboðslista Sósialistaflökksins í Árnessýslu. Leikararnir Karl Guðmundsson og Gísli Halldórsson lesa upp. Allt alþýðufólk er velkomið á fundina og eru Árnesingar hvattir til að fjölmenna og kynna sér viðhorf og máiflutn- ing ungra sósíalista á sviði stjórnmálabaráttunnar. MÍR-deiW á Húsa- vík 1 fyrradag var stofnuð ný MÍR-deild á Húsavik. Stofnend- ur voru 37, en formaður var kjörinn Geir Ásmundsson. E.O.P.-métið í dag og á morgun Einvígi Torfa og Lundborgs Huseby er meðal keppendanna E.Ó.P.-mótið sem haldiff er til heiðurs Erlendi Ó. Péturssyni og nú í tilefni af 60 ára afmæíi hans hefst í dag. 1 tilefni af þessu merkisafmæli Erlendar Ó. Péturssonar var Evrópumeistaranum í stangar- stökki, Ragnar Lundberg, boðið hingað til keppninnar. Aðal- keppinautur hans í stangarstökk- inu verður Torfi Bryngeirsson. Auk þess keppir Lundberg . við Inga Þorsteinsson í 110 metra grindahlaupi, en Lundberg' varð annar í þeirri grein á Evrópu- meistaramótinu. Ingi ÞorsteiUs- son hefur náð allgóðum tíma i þessari grein. Huseby er meðal keppendanna í kúluvarpinu og mun vafalaust kasta kúlunni 16 metra. Þátttaka í mótinu er góð, 8 keppendur eru í 1500 m hlaupi og raunu þeir Kristján Jóhannsson, Sigurður Guðnason og Svavar Markússon berjast um sigurinn. í 100 m hlaupinu er Ásmundur Bjarnason meðal keppendanna. Mótið hefst í dag kl. 2,30 á íþróttavellinum. | Kvenfélag ! I sósíalista \ { heldur félagsfund þriðjudag-/ \ inn 2. júní kl. 8.30 e.h. / \ (stundvíslega) í Þingholt-/ (stræti 27. ( \ Fundarefni: / ( 1. Félagsntál. / / 2. Kosningarnar, framsögu/ C hafa Petrína Jokobsson og/ \ Halldóra Guðmundsdóttir. / / 3. Kvikmynd. / / Félagskonur! Fjölmennið/ (og taldð með ykkur gesti. ) / Stjórnin. ) C-listinn er Eisti Sósialistaflokksins

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.