Þjóðviljinn - 05.06.1953, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 05.06.1953, Blaðsíða 3
Föstudagur 5. júní. 1953 — ÞJÓÐVILJINN — (3 Skoplegt yfirklór rikhstfórnarinnar: &M§É fflð værm fmr í §Mdi wf Bíkisstjórn landsöiuflokkanna og „varnarmáíanefnd“ Bjarna Ben. er nú orðin lafhrædd við sanmingsbrot Bandaríkjamanna á Reflavíkurflugvelli. Heitir „varnarmálanefnd“ því að mi „í dag“ muni verða leið- xéttar þær misfellur sem vitað er um!! Launagreiðslur og flest fram- koma (Bandaríkjamanna við ís- lenzka verkamenn á Keflavík- oirflugvelli hefur ætíð verið til skammar. Það er ekki aðeins að Islendingarnir hafi verið látnir vinna fyrir helmingi lægra kaup en Bandaríkja- mennimir, heldur hafa þeir ver- ið sviknir um það kaup sem jþeir áttu ao fá samkvæmt samningum íslenzkra verka- lýðsfélaga, svo fáir munu þeir útborgunardagar hafa verið að fleiri eða færri Islendingar hafi ekki verið sviknir um eitthvað. Þjóðviljinn hefur margoft skýrt frá þessum málum, en landsölublöðin þagað sem fast- ast — þar til nú að óttinn við reiði verkamannanna liefur rek- ið ríkisstjórnina til að kippa öllu í lag. — Verkamenn liafa langa reynzlu af því að fram að þessu hafa öil slík loforð verið svikin. Það hlægilegasta í plaggi þ.ví er „varnarmálanefnd" sendi frá sér í gær er það, að staðið hafi á reglum um kaupgreiðslur á Keflavíkurflugvelli!! Allir Is- lendingar þar vita að þeim hefur verið sagt — af stjórn- arvöldumum sjálfum —■ að á Keflavíkurflugvelli giltu samn- ingar íslenzkra stéttarfélaga. Svo hefur staðið á reglum, sem nú eiga loks að vera til!! Islenzkum verkamönnum hjá Hamilton og bandaríska hern- um til skemmtunar og fróö leiks fer hér á eftir plagg „varnarmálanefndar" orðrétt: „Varnarmálanefnd hefur lengi unnið að því að koma launagreiðslum hjá Metcalfe- Hamilton-byggingafélaginu á Keflavíkurflugvelli í rétt horf. Mikifl séSuiarbigsr sfyinsnisitiania Ulanhjözstaðaatkvæðagieiðsia er haíin: Kjósendur, sem farið úr bænum eða dveljið í bænum fjarvistum frá lögheimilum ykkar, at- hugið að utanlijörstaðarat- kvæðagreiðslan er liafin og fer daglega fram í skrifstofu borgarfógeta í Arnarhvoli (nýja húsinu kjallara) við Líndargötu frá klulikan 10- 12 f. h„ 2-6 e. h. og 8-10 e.h. — Kjcsið í tíma. Listi Sósíalistaflokksins í Reyjavík og tvímennings- kjördæmunum er C listi. Frambjóðendur flökksins í einmenningskjördæmunum eru: Gullbringu og Kjósarsýsla: Finnbogi Riitur Valdimars- son. Hafnarf jörður: ðlagnús Kjartansson. Borgarf jarðarsýsla: Har- áldur Jóhannsson. Mýrasýsla: Guðmundur Hjartárson. Snæfellsnes- og Hnappa- dalssýsla: Guðmundur J. Guðnmndsson. Dalasýsla: Ragnar Þor- steinsson. Barðastrandarsýsla: Ingi- mar Júihisson. V. ísafjarðarsýsla: Sigur- jór. Einarsson. N .-Isaf jarðarsýsla: Jó- hann Kúid. ísafjörður Haukur Helga- son. Strandasýsla: Benediktsson. V.-Húnayatnssýsla Gunnar Björn Þorsteinsson. A.-Húnavatnssýsla: Sigurð- ur Guðgeirsson. Sigluf jörður: Gunnar Jó- hansson. Akureyri: Steingrímur Að- alsíeinsson. S.-Þingeyjarsýsla: Jónas Árnason. N.-Þingeyjarsýsla: Sigurð- ur Róbertsson. Seyðisfjörður: Síeinn Sef- ánsson. A.-Skaf tafellssýsla: Ás- nuindur Sigiirðsson. V.-Skaftafellssýsla: Run- ólfur Björnsson. Vestmaimaeyjar: Kari Guð- jónsson. Að öðru leyti geta kjós- endur sem dvelja fjarri lög- héimilum sínum kosið hjá næsta hreppsstjóra, sýslu- manni, bæjarfógeta, ef þeir dvelja úti á landi, en aðal- ræðismanni, ræðismanni eða vararæðismanni, ef þeir dvelja utan lands. Alíar nánari upplýsingar um utanbjörstaðaatkvæða- greiðsluna eða annað er varðar Alþingiskosnlngarnar eru gefnar í kosningaskrif- stofu Sósíalistaflokksins Þórsgötu 1 sími 7510 (þrjár líuUr) opin daglega frá kl. 10 f.h. fcil 10 e.h. Kjósið C Usta í Reykjavík og tvímenningslijördæmun- um og fránibjóðendnr Sós- íalistaflokksins í einmenn- ingskjördæmunum. Olli það í fyrstu miklum erfið- leikum að þeim starfsmönnum félagsins, sem um launagreiðsl- ur sáu, voru ekki nægilega kunnugir íslenzkum kaup- og kjarasamningum. Leitaði nefnd- in aðstoðar Félagsmálaráðu- neytisins, Alþýðusambandsins og Vinnuveitendasambandsins í því skyni a'ð sett yrðu nákvæm fyrirmæli um kaup og kjör í öllum starfsgreinum íá flug- vellinum. Verulegur dráttur varð á því að þessi fyrirmæli um launakjörin væru tilbúin. Eftir að fyrirmælin voru sett um miðjasi febrúar sl. lagaðist ástandið áð miklum mun, en engu að síður áttu sér enn stað mikil mistök. Gerði varn- aimálanefnd í samráði við ut- anríkis- og dómsmálaráðherra ýmsar ráðstafanir til að bæta úr því, m.a. meö því að tveir lögfræðingar, þeir Baldur Möll- er fulltrúi og Gunnar Helga- son, voru settir til þess að taka á móti umkvörtunum starfsmanna, og koma fram leiðréttingum. Ennfremur snéri varnarmálanefnd sér til Al- þýðusambandsins og Vinnu- veitendasambandsins með ósk um að þessir aðilar útveguðu MetcalfeJHamilton fél. hæfa íslenzka starfsmenn er vanir væru launaútreikningum. Ái-angur þessarar viðleitni er sá, að við launaútborgun í dag munu verða leiðréttar þær mis- fellur, sem vitað er um, en haldið verður áfram rannsókn og leiðréttingu þeirra misfella, sem fr'am kunna að koma, og vill varnarmiálanefnd beina því til þeirra sem telja að sér hafi ekki verið rétt greitt, að snúa sér til fyrrgreindra manna á Keflavíkurflugvelli. — Varnar- málanefnd, Reykjavik, 5. júni 1953“. Glæsilegsiz Ismdus í Kópavegi um síSustu hélgi Mikill sóknarhugur er í stuðningsmönnum Finnboga ítúts Valdimarssonar. Hófu þeir sókn sína með mjög íjöl- mennum og glæsilegum fundi í barnaskólanum í Kópa- vogi s.l. laugardag. Hvarvetna úr kjördæmi hans berast fregnir um að stuðúingsmenn Fimiboga ætli ekki að liggja á liði sínu. Á Kópavogsfundinum fluttu Finnbogi Rútur V.aldimarsson og Ásgeir lBöndal Magnússon ræð- ur og var mjög góður rómur gerður að máli þeirra. Halldór Kiljan Laxness las lokakaflann úr Gerplu og var þakkað með innilegu lófataki. Gestur Þorgrímsson skemmti með söng og að lokum söng Söngfélag verkalýðssamtakanna heimtuðu tilheyrendur fleiri og fleiri lög. Sérstaka hrifningu vakti hið nýja lag söngstjórans, Sigursveins D. Kristinssonar, við Fylgd eftir Guðmund Böðvarsson, en það lag hefur höfundurinn tileinkað andspyrnuhreyfingunni. Söngfélag verkalýðssamtakanna er nánast tengt lífs- og frelsis- baráttu þjóðarinnar nú og er því, auk þess að hafa ágætum rödd- um á að sldpa og vera prýðilega stjórnað, að því leyti efnilegasti söngkór landsins. Kvikmyndasýningaz MÍE I ríki hafíssins ný litmynd um dýralíf á halísnum Síðasta kvikmyndin á fund'um MlR í Þingholtssíræti 27 á þessu vori verður sýnd í kvöld ld. 9. Ný og glæsileg litmynd um lifnaðarhæíti dýra og fugla í Norður-íshafinu, ofan sjávar og neðan. Síðan um nýár hefur verið föst venja hjá MÍR að sýna úrvalsmyndir frá Sovétríkjun- um á fundum sínum í Þingholts- stræti 27, en eins og kunnugt er þeim, sem þar þekkia til, er húsnæðið óhentugt til þeirra hluta, þegar daginn fer að lengj.a og bjart er á kvöldin. Þó hefur verið ákveðið að sýna eina úrvalsmyndina enn í kvöld, en venjan hefur verið sú á þessum íbuzðazverksmiðjan Framli. af 12. síðu. stjóri að gera þetta að tillögu sinni, þótt hann gæti kannski fatlizt á þetta. Bæjaistjóm ábyrg fyrir mamislífunuin Ingi R. kvað það enn standa óbreytt iað samkvæmt áliti sér- fræðing-anna væri verksmiðju- húsið staðsett á hættusvæði frá sprengingu ábui-ðargeymslun- um, ef fallizt væri á, síðustu kröfu Vilhjálms Þórs. Það v.æri því al'gerlega í ósamræmi við fyrri samþykktir bæjarstjórnar- innar ef fallast ætti á um- beðna skipulagsbreytingu. Bæj arstjórn gæti heldur ekki skotið sér undan því, að hún hæri siðferðilega ábyrgð á lífi þe'rra sem í verksmiðjubygg- ingnnni ynnu, með því að leyfa að hún yrði á hættu- svæði frá geymslunum. Borgarstjó.ri: gUgnaði þá á því að þóknast Vilhjálmi , og, lagði til að málinu yrðj frestað, og ýar það samþykkt einróma. Fór að synda í fyrrinótt í fyrrinótt var lögreglan beðin að fjarlægja mann sem hafði g'erzt allheimakominn í íbúðar- bragga einum hér í bænum. Er lögreglan kom á -vettvang var maðurinn farinn, en er farið var að svipast um eftir honum sást á kollinn á honum nokkur hundr- uð metra úti á sjó. Kallaði lög- reglan til hans og bað hann snúa til lands, hvað hann og‘ gerði. Var maðurinn klæddur einni saman sundskýlu, en áður hefur hann leikið svipaðan leik í öll- um fötum. Mun maður þessi vera etthvað truflaður á geðsmunum. fundum með kvikmyndasýning- um, að miklu færri hafa kom- izt að en vildu, o.g stundum hef- ur orðið að loka húsinu vegna troðnings fyrir kl. 9, að sýning- ar hafa hafizt. Nokkrar framúr- skarandi fallegar myndir úr þessaii kvikmynd hafa birzt í sovézka tímaritinu Soviet Union. Um aldaraðir hefur norður- heimsskautssvæðið verið vís- indamönnum torráðin 'gáta, og fjöldi manns hefur fórnað lífi sínu við rannsóknir á leyndar- dómum þess. Sovétvísindamenn létu sig meðal annars reka á ísnum og söfnuðu þrátt fyrir erfiðar aðstæður merkilegustu upplýsingum um dýralíf og nátt- úrufar á þessum slóðum. Kvikmyndin „í ríki hafíssins" sýnir íbúa norðurhafa, en mynda takan sjálf á norðursvæðinu tók tvö ár. Leiðangursmenn komu m. a. til Novaja zemlja, Wrang- elseyjar, Tshúkotkaskaga, Sjö- eyja og á Múi-manskströnd. Þeir ferðuðust á ísbrjótum og flug- vélum, köfuðu niður á hafsbotn og klifu þar fjöll, lágu stundum saman á ísnum og biðu þolin- rnóðir þess að tækifærið kæmi til að taka myndir. Húsið verður opnað kl. 8.30 og gestir eru velkomnir, meðan húsrúm leyfir. Frá kosningaskriistofu SósíalistaOokksins: 24 dagar eru fíl k]ördags Kosningaskrifstofa Sósíal- flokksins vill minna á eftir- farandi: KJÖRSKRÁ: Allir þurfa að athnga livort þeir eru á kjörskrá og einkum {>ó þeir sem hafa flutt nýlega. Eftir 6. júní er það um seinan því þá rennur kærufrestur út. Iíosniugaskrifstofa Sósíal- istatlokksins Þórsgötu 1 sími 7510, opin frá kl. 10 f.b. til 10 eJi. aðstoðar við kærur inn á kjörskrá, og gef- ur allar upplýsingar um kjörskrá. SJÁLFBOÐALIÐAR: Þeir stuðningsmenn flokksins sem geta liðsinnt homuu við undirbúning kosninganna eru beðmr að gefa sig fram við kosningaskrifstofuná. Vinnum ölt að glæsilegmn sigri Sósíalistaflokksins við Alþingiskosningarnar 28. júní.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.