Þjóðviljinn - 05.06.1953, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 05.06.1953, Blaðsíða 6
8) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 5. júní 1953 jMÓOVmiNN Útgofandl: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurlnn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson táb.), Slgurður Guðmundsson. Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Magnús Torfi Óiafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Rltstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg. 19. — Sími 7500 (3 línur). Áakriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annara staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljane h.f. K&sninpraar í Reykjavík í alþingiskosningunum 1949 var Rannveig Þorsteinsdóttir kosin áttundi þingmaður Reykvíkinga með 2996 atkvæðum. Samkvæmt útreikningi kosningalaganna hafði þriðji maður á lista Sósíalistaflokksns þá 2711 atkvæð. MM ■I rftl. s±A_ Fimmti m'aður á lista Sjálfstæðisflokksins hafði 2598 atkv. Annar maður á lista Alþýðuflokksins 2210 atkvæði. Það var þannig 285 atkvæða munur sem fleytti Rannveigu Þorsípinsd. á þing í stað Sigfúsar heitins Sigurhjartarsonar. Rannveig var kosin á þing með óheiðarlegustu kosningabar- áttu og siðlausasta áróðri sem um getur hér á landi. En nú hafa kjósendur af henni fjögurra ára reynslu, og sú reynsla er þannig, að enginn kýs Rannveigu nema þeir fylgismenn Framsóknarflokksins sem ]áta bjóða sér hvað sem er. Það er öruggasti kosningaspádómur á íslandi að hún falli. En hver hreppir þá sætið? .ó , < Bata- og iTfftl fðjnver ■/ Landshöfn r?í3 Raforkuverk (aJ3j ákipasmíða- stoff. Sósíalisfaflokkurinn stefnir að: Nýsköpun atvinnylífsíns í öElym landshlutum EiiiS og sjá má af tölunum hér fyrir ofan stóðu sósialistar langnæst því í síðustu kosningum, en undir það renna nú margfalt fleiri stoðir. Sjálfstæðisflokkurinn gengur nú klofinn til kosninga, og fullvist er að Lýðveldisflokkurinn hirðir tilfinnanlegan hluta af atkvæðum hans, — ef til vill 1 þingmann. Alþýðuflokkurinn er í algerri upplausn, og öllum er Ijóst að hann heldur áfram að tapa hér í Reykjavík eins og hann er vanur. Sósialistaflokkurinn hefur hins vegar verið í sókn allt síð- asta kjörtímabil. Örugga vísbendingu um það má fá af kosning- um þíim sem fram hafa farið í verklýðfélögunum milli sósíal- ista nnnarsvegar og hernámsflokkanna þriggja hins vegar. Sós- íalistar hafa árlega sótt á í þeim kosningum og unnu s. 1. haust öruggan meirihluta í Fulltrúaráði verklýðsfélaganna í Reykja- vík, öruggan meirihluta meðal reykvísks verkalýðs fram yfir hernámsflokkana þrjá sameiginlega. Þau úrslit sýna glöggt hvert stefnir. Þuð er einnig fullljóst að hin einbeitta og trausta forusta sósíai.sta í kjarabaráttu allrar alþýðu hefur eflt fylgi flokks- ins, og æ fleiri gera sér Ijóst að lífskjörin á næstu árum verða í beinu sambandi við fylgi flokksins. Einnig sjá nú stöðugt fleiri að Sósíalistaflokkurinn er ei'ai flokkurinn sem bendir á íslenzk úrræði í atvinnumálum, eini fiokkurinn sem sýnir fram á mögu- leika islenzkra auðlinda, — meðan hernámsflokkarnir þrír eru að færa framleiðsluna yfir á nýlendustigið aftur og fórna vinnuafli íslendinga í æ ríkari mæli til hemámsframkvæmda. Og siðast en ekki sízt sækir Sósíalistaflokkurinn vaxandi fylgi sitt til þeirrar staðreyndar að hann er eini flokkurinn sem staðið hefur vörð um sjálfstæði landsins, háð harðvítuga bar- áttu gegn hverju afsali landsréttinda og hvetur nú þjóðina til eir.íngar til þess að endurheimta fullveldi sitt. I þeirri bar- áttu hefur Sósíalistaflokkurmn náð sambaadi við stóran hóp bandsma'nna sem gatiga nú með honum til baráttunnar. Það er í samræmi við þessa þróun að baráttusætið á lista Sósíalistaflokksins í Reykjavík er nú.skipað Gunnari M. Magn- úss, forustumanni hinnar nýju og glæsilegu andspyrnuhreyf- ingar gegn her í landi. en barátta hennar setur nú sívaxandi svip á þjóðlífið allt. Gegn þessari sókn hafa hernámsflokkarnir aðeins eitt úr- ræði: Þeir hafa eflt fámennan hóp manna til þess að reyna að sundra andstöðunni gegn hemáminu, svonefndan Þjóðvarn- arflokk. Tilgangur hans hér í Reykjavík er sá að reyna að hindra að Gunnar M. Magnúss komist á þing, á sama hátt og hunn reynir að fella Finnboga Rút Valdimarsson frá þing- setu í GullbrLngu- og Kjósarsýslu. En tilgangurinn er of auð- sær td þess að heiðai'legt fólk láti blekkja sig.. Allt eru þetta staðreyndir um kosningahorfurnar í Reykja- vík i sumar. Þær sýna að aldrei hefur verið eins auðvelt og ánægjulegt að vinna að stórsigri sósíalista og einmitt nú. Þess vegna nær Gunnar M. Magnúss kosningu með mildum yfirburðum. Eina leiSin til framhalds nýsköpunar er kosningasigur SösiaHstaflokksins Meðan hernámsflokkamir hafa haldið mörg hundruð hjartnæmar ræður um „flótt- ann úr sveitunum“ hefur Sós- ialistaflokkurinn barizt af alefll fyrir því, að gerðar væru ráð- stafanir til lífvænlegra kjara fyrir fólkið um byggðir lands- ins. Þannig hefur forganga Sós- íalistaflokksins ráðið miklu um það bezta í landbúnaðarlöggjöf síðasta áratugs. Nýsköpunar- stefna sósíalista hefur þó mark- að enn stærri spor í sjávarút- veginum, togarar og bátar ný- sköpunarinnar, frystihús og önnur mannvirki hafa víða ger- breytt lífsskilyrðum fólksins í þorpum og bæjum. Sigur sós- íalista yfir sameinuðu aftur- haldi hernámsflokkanna í stjórn Landsbankans um ódýr stofnlán gerðu íátækum bæjar- félögum í öllum landsfjórðung- um kleift að eignast togara. Gegn þeirri ráðstöfun barðist hatramlegast einmitt sá flokk- ur sem aldrei þreytist á að tala um Reykjavikurvaldið, Skugga- sundsflokkurinn, öðru nafni Framsókn. Enda er sá flokkur að verða einn ótútlegasti þátt- Ur þess einokunarvalds, sem heldur atvinnuvegum þjóðar- innar í viðjum. Á Alþingi hafa þingmenn sósíalista flutt gagnmerkar til- lögur um atvinnumál, byggðar- laga og einstakra staða, en jafnan átt að mæta andstöðu hernámsflokkanna. í beinu framhaldi af fyrra starfi flokks ins að þeim málum, er í hinni nýju nýsköpunaráætlun Sósíal- istaflokksins lögð megináherzla á nýbygging atvinnulífs í hin- um ýmsu landshlutum. Þar eru aðaldrættirnir þannig: Suður- og Vesturland Rájizt verðj í stórvirkjun í Þjórsá og stóriðju f sambandi idð hana (aluminiumfram- leiðslu, áburðarframleiðslu o. fl.). Jarðhitinn hagnýttur til hitaveitna og iðniaðar. liafizt verði lianda um undirbúning þessara framkvæmda nú þegar. Smíði togara og aimarra járn skipa verði hafin og nauðsyn- legar framkvæmdir gerðav til aðstöðuútbúna ðar. Aðstaða íslenzks iðnaðar til útflutnings verði stórbætt. Byggð verði sementsverk- smiðja og lokið við áburðar- verksmiðjuna. Sogið verði fullvirkjað. Raf- magn leitt til Vestmannaeyja. Landshafnir í Njarðvík og Rifi fullgerðar og Sandgerðis- höfn stórhætt sem bátahöfn. Aðstaða í landi fullkomnuð. Hitaveitur verði lagðar í bæ- ina við sunnanverðan Faxaflóa og þann liluta Reykjavíkur, sem liún er ekki eim í. Vestfirðir Á Vestfjörðum verði fiskiðn- aður stórefldur. Váldir verði þar sérstakir staðir og þeir vel útbúnir til fiskmóttöku í stór- um stíl af togurum og fskibát- um og til verkunar á aflanum. Á þeim stöðum verði: Stór frystihús. — ísframleiðsla. — Fiskþur rk una rh ús. — Stórar saltfiskstöðvar. — Harðfisk- verkiut — Fiskreykin'g. — Fiskniðursuða. Hafnaraðstaða verði gerð svo góð sem kostur er. Komið sé upp oliugeymum. saltbirgða- stöðvum og vörubirgðastöðvum skipa. Á öðrum stöðum á Vestfjörð- um verði einnig endurbætt að- staða tH fiskmóttöku og fisk- verkunar. Þessi aðstaða sé iniðuð við, að niargir togarar og vélbátar leggi upp afla sinn á Vest- fjörðuni allt árið. Jafnhliða þessuui fram- kvæindum yrðu rafmagnsmál Vestfjarða að leysast með all- stórri vatnsvirkjun. Norðurland Ráðizt verði í stórvirkjun í því vatnsfalli, sem hentugast þykir. í krafti liinnar nýju raforku verði síðan komið upp á Norðurlandi mikilvirkum iðnaði, cr jöfiiuin höndum yrði ætlaður landsmönmim og til útflutnings. Aukin álierzla sé lögð á að koma upp iðnaði til fullkom- innar úrvinnslu úr sjávar- og landbúnaðarafurðum og úr inn- fluttu hráefni og útgerð efld til þess að stórauka framleiðsl- iuia og verðmæti hennar. Skipulögð verði fullkominn háta- og tréskipasmíði og tryggt að nokkrir bátar og stærri tréskip sép smíðuð á ári hverju. Austurland Ráðizt verði þegar í stað í mikla vatn'svirkjun fyrir Aust- urland, sem leysi rafmagns- málin þar og veiti möguleika til stórframleiðslu. Ráðstafanir verði gerðar til þess að búa sem bczt út 2—3 hafnir á Austfjörðiun til mót- töku á miklu magni af síld í salt og til útgerðar á stórum bátaflota, sem sildveiðar stundi á hafinu austur af íslandi. Byggðar verði nýjar verkun- arstöðvar, bryggjur, rúmgóð hafnarhús, birgðastöðvar fyrir veiðLskip, verksmiðjur til nið- urlagningar á síld og reykingar á sild. LandsKöfn gerð í Ilöfn í Homafrði. Bátasmíðastöðvar verði end- urbættar og reknar mcð nokkr- um nýbyggingum árlega. Hernámsílokkarnir haía setið nær óslitið að völdum undaníarandi Framhald' á 11. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.